Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 4

Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 Ljóðabók eftir Krislján Karlsson ÚT ER komin hjá Almenna bókafélaginu Kvæði 90 eftir Kristján Karlsson. Bókin er kvæðaflokkur sem ber heitið Engey í þröngum glugga og vísar það til þess sem á er horft. í tilkynningu útgefanda segir m.a.: „Kvæðin mynda sterka heild þar sem uppistaðan er út- sýni frá Reykjavík og grennd. Efnið er sett fram í litsterkum myndum og út frá þeim hrannast minningar fjölbreyttrar ævi sem einnig stíga fram í myndum og líkingum." Kvæði 90 er sjötta ljóðabók Kristjáns Karlssonar. Kristján Karlsson Bókin er 38 bls. að stærð, prentuð í prentsmiðjunni Stein- holti hf. Bókband annaðist Fé- lagsbókbandið-Bókfell hf. Útlits- hönnun var í höndum Arnar Guðnasonar. Forsljórar olíufélaganna: Sammála um að olíuvið- skipti eigi að vera frjáls Eftir sem áður að ýmsu leyti gott að kaupa af Rússum ALLIR forstjórar olíufélaganna þriggja, Olís hf., Olíufélagsins hf. og Skeljungs hf., segjast vilja fijáls olíuviðskipti. Þeir eru jafn- framt sammála um, að eftir sem áður yrði að ýmsu leyti eftirsókn- arverít að kaupa olíu af Sovét- mönnum, einkum vegna gæða og í sumum tilvikum einnig vegna hagstæðara verðs. Þeir voru innt- ir álits á þessu í tilefni af ummæl- um Þorsteins Pálssonar í umræð- um um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi þessefnis, að tímabært væri að gefa olíuinnflutning frjálsan. Þá sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra að olíufélögin hefðu sjálf óskað eftir að kaupa olíu af Sovétmönnum. Kristinn Björnsson forstjóri Skelj- ungs hf. segir að olíufélögunum eigi VEÐUR VEÐURHORFURIDAG, 10. NOVEMBER YFIRLIT f QÆR: Um 750 km vestur af íslandi er 980 mb lægð, sem þokast norðaustur en yfir Grænlandi er 1.027 mb hæð. Hrti breytist fremur lítið. SPÁ: Austan- og suðaustanátt, stinningskaldi við suðurströndina. en annars hægara annars staðar. Súld sunnanlands, en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðaustanátt, ailhvöss eða hvöss víð suður- og vesturströndina, en hægari í öðrum lands- hlutum. Rigning verður um sunnan- og austanvert landið en úrkomu- laust að mestu annars staðar. Hiti 7 til 11 stig. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus HeiAskfrt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * Skúrir A V Él *(~Mk Léttskýjað r r r r r r r Rigning Þoka A HálfSk”8ð r r r * r * 5 5 5 Þokumóða Súld ö51**4 r * r * Slydda r * r oo Mistur * * * 4 Skafrenningur j ^ Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 skýjað Reykjavík 8 skýjað Bergen 6 skýjað Helsinki 4 skýjað Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 10 skýjað Nuuk <•2 þokumóða Ósló 0 þoka Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 8 alskýjaö Algarve 19 afskýjað Amsterdam 8 léttskýjað Barcelona 16 alskýjað Berlfn 4 þokumóða Chicago 3 snjókoma Feneyjar 11 þokumóða Frankfurt 8 léttskýjað Glasgow 5 mistur Hamborg 4 þoka Las Palmas 25 léttskýjað London 7 mistur LosAngeles 13 heiðskírt Lúxemborg 3 mistur Madríd 14 aiskýjað Malaga 21 hálfskýjað Mallorca 17 rigning Montreal +7 léttskýjað New York 1 alskýjað Orlando 23 alskýjað París vantar Róm varrtar Vín 8 mistur Washíngton 2 skýjað Winnipeg +3 hoiðskírt að vera frjálst að „kaupa sína olíu hver sem þau telji að þau geti náð hentugustu samningum. oVið förum fram á það, og teljum að það sé eðlilegast, að Skeljungur hf. fái að kaupa inn sitt eldsneyti, hvar sem okkur býður við að horfa, hvort sem það er í Rússlandi eða Rotterdam," segir hann. Hann kveðst ekki kannast við að olíufélögin hafi beðið um eða vilji hafa innkaupin með einum eða öðr- um hætti. oÞað er hins vegar ljóst að við erum i dag að kaupa eina tegund af olíu frá Sovétríkjunum sem við höfum ekki getað fundið jafn góða annars staðar, það er svartolían.“ Hann segir að svartolia sem stendur til boða víðast hvar í Vestur Evrópu sé ekki jafn góð og hann geri ráð fyrir að menn vilji halda áfram að kaupa hana frá Sovétríkjunum. oAuðvitað er það skoðun okkar hér hjá Skeljungi að það eigi að treysta okkur,“ segir Krsitinn. oOkkur finnst að við eigum að hafa forræði á því sjálfir hvar við versl- um. Menn hafa hins vegar á undanf- örnum árum og áratugum beygt sig undir aðra hagsmuni, sem hafa ver- ið hagsmunir fiskútflytjenda. Með hliðsjón af sameiginlegum hagsmun- um landsins skil ég það vel og fínnst það ósköp eðlilegt ef þetta er ekkert verri samningur að versla við Sovétmenn olíu heldur en við getum fengið annars staðar og við getum í leiðinni lagt þeim aðilum lið sem eru að flytja út fisk, þá finnst mér það eðlilegt. Ef þær forsendur eru hins vegar brostnar, þá fínnst mér að alfarið eigi að leggja þetta í hendur olíufélaganna sjálfra.“ Hagsmunir útflytjenda Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíu- félagsins hf., segir það beinlínis rangt hjá forsætisráðherra að olía sé keypt frá Sovétríkjunum að beiðni olíufélaganna. Ríkisvaldið hafi ákveðið þessi viðskipti vegna hagsmuna útflytjenda, olíufélögin hafi aðeins verið góðu börnin og gert það sem þau hefðu verið be'ðin um. „Ef þessir útflutningshagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi eða hafi kannski aldrei verið, er sjálfgefið að gefa olíuinnflutninginn fijálsan þannig að olíufélögin semji um inn- kaupin hvert fyrir sig,“ sagði Vil- hjálmur. Hann sagði þó ráðlegt að fara gætilega í breytingar nú um þessár mundir vegna ástandsins við Pet-saflóa. Enginn vissi hvað gerist þar næstu daga eða mánuði. Olíu- mannvirki gætu eyðilagst í átökum og það leitt til olíuskorts og vand- ræða. Þá væri gott að hafa tryggan samning við ’ Sovétmenn sem stæðu utan þessarra átaka. Frjáls verðlagning Óli Kr. Sigurðsson forstjóri Olís segir að ef breyta eigi kerfínu frá því sem það er í dag, verði að fylgja því að öllum lögum um olíuvið- skipti verði breytt og til dæmis öll verðjöfnunargjöld verði felld niður. oAnnað hvort erum við í samkeppn- inni eða ekki. Þá fmnst mér eðlilegt að ég fái að kaupa þá olíu sem mér þóknast, flytja hana inn þangað sem mér þóknast og afgreiða hana á því verði sem mér þóknast," segir hann. oÞað er ekki nóg bara að hætta að kaupa af Rússum, ég mundi jafnvel halda áfram að kaupa af þeim, því að þaðan fæ ég bestu vöruna og jafnvel ódýrari." Óli sagði fyrir sitt leyti rétt, að hann hafi viljað halda áfram að versla við Sovétríkin, þar sem þaðan hafi fengist betri olía og í sumum tilvikum ódýrari, einkum þegar fengin er gasolía sem þolir frost, sú olía sé ekki með neinu aukagjaldi frá Sovétríkjunum eins og yfirleitt sé þegar hún er keypt annars staðar. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Olíukaup frá Sovét- ríkjunum hugsan- lega endurskoðuð JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra segir það rangt að ekki hafi gengið upp að kaupa olíu frá Sovétríkjunum í fyrra til þess að greiða fyrir útflutningi þangað, eins og haft var eftir Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðis- flokksins á baksiðu Morgunblaðs- ins í gær. Jón segir að fyrirkomu- lag olíukaupa frá Sovétríkjunum verði tekið til endurskoðunar, ef samningar um olíukaup greiði ekki fyrir útflutningi sjávaraf- urða og annarra vörutegunda til Sovétríkjanna. Viðskiptaráðherra vill gera athug- asemd vegna ummæla Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðis- fiokksins og Kristjáns Ragnarssonar formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna í blaðinu í gær þar sem því var haldið fram að ekki hafi gengið upp að kaupa olíu frá Sov- étríkjunum í fyrra til þess að greiða fyrir útflutningi þangað. Jón segir að þvert á móti hafi þetta.gengið upp. Viðskiptaaðilar í Sovétríkjunum hafí fallist á kaup á saltsíld og fleiri afurðum héðan eftir að olíusamning- ur hafi verið undirritaður. Á næstunni muni aftur hefjast samningaviðræður um olíukaup frá Sovétríkjunum. „Ef samningar tak- ast, mun á ný verða látið á það reyna hvort olíukaupin greiða fyrir útflutningi sjávarafurða og fleiri vörutegunda. Ef svo reynist ekki mun fyrirkömulag okkar á olíukaup- um frá Sovétríkjunum verða tekið til endurskoðunar," segir Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra. Veitingahöllin: Fjórir íhuga tilboð í eign- ir og rekstur EKKI hafa fengist kaupendur að eignum og rekstri Veitingahallar- innar hf., sem var tekin til gjald- þrotaskipta fyrir tveimur vikum, en fjórir aðilar íhuga nú að gera tilboð í eignirnar. Bústjóri þrotabúsins auglýsti eignir og rekstur Veitingahallarinn- ar til sölu sunnudaginn 28. október. Tilboð verða borin undir skiptaráð- anda, en berist mörg og mismun- andi tilboð gæti þurft að kalla helstu kröfuhafa saman. Þeir fjórir aðilar, eða hópar manna, sem íhuga nú að gera tilboð í eignir og rekstur Veitingahallar- innar, tengjast allir veitingarekstri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.