Morgunblaðið - 10.11.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
11
Ljóðrænt
- umbúðalaust
Það má segja, að það mætist
tveir ólíkir heimar í myndverkum
þeirra Önnu Líndalog Bjargar Örv-
ar, sem lagt hafa undir sig salar-
kynni Nýlistasafnsins.
Þær stöllur hafa þann háttinn á
sem fleiri, er sýnt hafa þarna und-
anfarið, að vera með tvær sjálfstæð-
ar sýningar og deila með sér húsa-
kynnunum eftir þörfum og eðii
myndverkanna.
Þær róa, sem fyrr segir, hvor í
sína áttina og þannig eru myndir
Önnu í senn hugmyndafræðilegar
sem ljóðrænar. Hún notar ýmis efni
og aðferðir til að ná marki sínu og
blandar jafnvel óskyldum hlutum
saman í eina myndheild svo sem í
verkinu „Án titils“, þar sem koma
fram á vegg sjö einingar í svartri
umgjörð og í tveim samsíða röðum.
Önnur röðin er offset-litógrafía í
svart-hvítum tilbrigðum, en hin er
einfaldlega torf, — fyrir neðan á
gólfi eru svo 9 einingar af mislaga
gijóti í óskipulegri röð.
Einingarnar sjö bera nöfn og
heita Lækjarmót, Horn Enscede,
Esjufjöll, Berlín, London, Reykjavík
og hefði verið forvitnilegt að vita
af hveiju. Maður meðtekur slíkt
ekki þegjandi og hljóðlaust, þótt
aðrir hafi gert líkar myndir út frá
sinni hugmyndafræði erlendis.
. Fari maður að spá í slíkt, þá er
upplagt að gerandinn kunni að gera
lítið úr útlistan viðkomandi og segi
allt aðra hugsun í sínu verki!
Þess vegna er mikilvægt að fólk
geri nokkra grein fyrir hugmynda-
fræði sinni og er eiginlega lág-
markskrafa.
Auðvitað er viss hugsun að baki
slíkri list, þótt verkið sé nafnlaust
og oftar en ekki ákveðin heims- og
lífspeki.
Þetta er fyrsta einkasýning Önnu
og ber hún þess vott, að margt
velkist um í huga hennar, sem hún
hefur'kynnst ytra, en einnig minnir
hún mig á ýmislegt, sem maður sá
á sýningum Súmmara forðum daga,
en það var víst fyrir hennar tíð.
En satt að segja eru skyld við-
horf í listinni komin upp aftur.
— Hvað Björgu Örvar snertir,
þá er hún mun sjóaðri í sýninga-
haldi, því þetta er hennar sjöunda
einkasýning og af þeim hefur hún
haldið tvær erlendis.
Það eru nokkur ár síðan fram
komu í verkum Bjargar sterk áhrif
frá nýja málverkinu svonefnda og
hefur hún haldið tryggð við þann
myndstíl til þessa.
Vinnubrögð hennar eru fijálsleg
og óþvinguð ásamt því, að hún víkk-
ar út svið hins hefðbundna mál-
verks með einingum, sem á ýmsan
hátt vaxa út frá hinu staðlaða formi
málverksins.
Þetta höfum við áður séð hjá
henni t.d. í listhúsinu Nýhöfn fyrir
ári eða svo og þar nutu verk henn-
ar sín mun betur en í Nýlistasafn-
inu.
Það er eiginlega dálítið erfitt að
átta sig á málverkum hennar á
þessum stað, því sýningin virkar
sundurlaus, eins og henni er deilt
niður á þijár hæðir.
Björg sýnir í þessum myndum
sínum nokkra staðfestu, eða eigum
við kannski heldur að orða það
íhaldssemi, því margur fulltrúi ný-
bylgjumálverksins hefur þróað stíl
sinn í átt að hnitmiðaðri tjáningu,
og enn aðrir hafa yfirgefið það til
hags fyrir það, sem þeir voru að
gera fyrir áratug og meir í hug-
myndafræðilegu listinni.
Myndir Bjargar virka í þessum
húsakynnum mun hrárri en þær eru
í raun og veru og hinn sérstaki
boðskapur þeirra kemst ekki auð-
veldlega til skila. Þetta varð ég var
við, er ég skoðaði sýninguna öðru
sinni, en þá höfðuðu sum málverk-
anna mun sterkar til mín.
Þótt heilmikið sé spunnið í mörg
formanna í myndum hennar, vill
heildarmyndin iðulega verða nokk-
ur brotin og þá ósjaldan fyrir þá
sök, að óskyld og framandi form
íjúfa myndskipunina og án sýnilegs
tilgangs.
Hvorug sýningin nær nægiléga
sterkum tökum á skoðandanum og
hefur það vakið undrun og umtal
hve metnaðarlausar og daufar sýn-
ingar í Nýlistasafninu hafa verið
frá opnun þess í nýjum húsakynnum
og máttleysislega að þeim staðið.
Möguleikarnir sýnast nefnilega
miklir og spennandi salarkynni bíða
átakamikilla sýninga, þar sem
hriktir í stoðum listheimsins.
Anna Líndal og Björg Örvar.
Tökum þátt í opnu
prófkjöri sjálfstæðismanna í dag
Kjósum Áma M. Mathiesen í 3. sæti
Benedikt Sveinsson, hæstaréttar-
lögm. Garðabæ
Eggert ísaksson, fyrrv. bæjarfltr.
Hafnarfirði
Geirmundur Kristinsson,
aðst.sparisjóðsstj. Keflavík
Gunnar Már Torfason, bifreiðastjóri,
Hafnarfirði
Helga Stefánsdóttir, frú,
Hafnarfirði
Hjörtur Nielsen, framkv^stj.
Seltjamamesi
Hulda Sigurjónsdóttir, húsfrú,
Hafnarfirði
Jónas Bjarnason, yfirlæknir
Hafnarfirði
Kristinn Kristinsson, bygginga-
meistari, Kópavogi
Kristján Arason, handknattleiksm.
Hafnarfirði
Lýður Friðjónsson, framkvæmda-
stjóri, Garðabæ
Magnús Gunnarsson, skrifstofum.
Hafnarfirði
Magnús Sigsteinsson, ráðunautur,
Mosfellsbæ
Mcirgrét Pálsdóttir, húsmóðir,
Sandgerði
Ólafur Garðarsson, hdl,
Seltjarnarnesi
Ólafur B. Schram, verslunarmaður,
Bessastaðahreppi
Páll Ólafsson, hreppstjóri,
Brautarholti
Ragna Bjarnadóttir, sölukona,
Seltjarnamesi
Sigfríður Sigurgeirsdóttir, kennari,
Njarðvík
Sæþór Þorláksson, verkamaður,
Grindavík
Þorgeir Haraldsson, flugmaður,
Hafnarfirði
Kosningaskrifstofa fyrir Hafnarfjörð, Garðabœ og Kópavog er að Bœjarhrauni 12 Hafnarfirði,
símar 51727 - 52088 - 650211.
Auk þess upplýsingar í símum: 612296 fyrir Seltjarnarnes, 666520 fyrir Mosfellsbœ, Kjalarnes og Kjós,
654395 fyrir Bessastaðahrepp, 92-15703 fyrir Njarðvík, Hafnir og Voga, 92-68459 fyrir Grindavík,
92-37475 fyrir Sandgerði, 92-27123 fyrir Garð og 92-13808 fyrir Keflavík.