Morgunblaðið - 10.11.1990, Síða 18
18
MORGUNRLAÐIÐ LAUGARDAGUR. 10. NÓVEMBER 1990
■n
ARCTIC CAT VÉLSLEÐAR
FYRSTA SENDING VETRARINS
ER KOMIN TIL LANDSINS
OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-17
Staöfestió pantanir strax
Li IL'' trmúla 13 - 108 Reykjavík - s681200-31236
Höfum við efni
á að reka stóru
sjúkrahúsin?
eftirÞorvald Veigar
Guðmundsson
Fyrir þremur árum var lagt mjög
hart að okkur á Landspítalanum að
spara og fara ekki fram yfir þau fjár-
lög, sem þingið hafði sett spítalanum.
Með því að skera niður framkvæind-
ir og fresta tækjakaupum tókst að
halda eyðslunni innan þeirra marka,
sem lög gerðu ráð fyrir. Þá var sagt,
við vissum að þið voruð að eyða í
óþarfa og nu skuluð þið spara 4%
meira á næsta ári, þið ráðið hvernig.
Læknaráð Landspítalans benti mjög
eindregið á það opinberlega, að ekki
væri hægt að spara svona án þess
að það kæmi niður á þjónustunni.
Svörin voru lítil og alls ekki á fagleg-
um grundvelli, en helst komu hótan-
ir um að skera niður námsstyrki til
lækna. Spítalastjórnin brást við
auknum kröfum um sparnað með því
að loka ákveðnum deildum, þeim
deildum, sem læknar og hjúknana-
rfræðingar spítatans töldu, að vel
athuguðu máli, mundi líklega skaða
minnst að loka um tíma. Þá fóru
hópar óánægðra aðstandenda til heil-
brigðisráðherra og bréf kom frá
ráðuneytinu sem sagði, „nei, þið
máttuð ekki spara á þessari deild,
það vildum við ekki“. Fjármálaráð-
herra vildi einnig hafa áhrif á hvar
ekki mátti spara.
í ár átti enn að spara, en nú hélt
stíflan ekki. Þrátt fyrir miklar til-
raunir og lokanir deilda mun fjöldi
legudaga á Landspítalanum aukast
um 10 þúsund og allar líkur eru á,
að kostnaður við Landspítalann verði
200 milljón krónum meiri en fjárlög
gerðu ráð fyrir. Athyglisvert er að
skoða þessa upphæð nánar. Þvert
ofan í það sem margir ætla, greiddu
sjúkráhúsin söluskatt og tolla af
mörgu sem keypt var til þeirra og
þegar breytt var umskattakerfi og
virðisaukaskattur tekinn upp, óx
skattbyrði Landspítalans um 43
milljónir króna. Þ.e. af 200 milljón
króna tapi renna 43 milljónir beint
í ríkiskassann, en það gleymdist að
taka tillit til þess við íjárlagagerðina.
A Landspítalanum eru gerðar rann-
sóknir fyrir aðrar sjúkrastofnanir og
aflar spítalinn tekna á þann hátt. I
áætlanagerð spítalans var gerð nokk-
uð raunhæf áætlun um tekjur þessa
árs. I fjárlögum var tekjuáætlunin
hækkuð án nokkurra raka og nú lítur
út fyrir að tekjurnar verði 32 milljón-
um minni en óraunhæf tekjuáætlun
tjárlagafrumvarpsins gerði ráð fyrir.
Þetta tvennt sem skýrir 75 milljónir
af þeim 200 milljónum sem vantar
á rekstrarfé Ríkisspítalanna, er dæmi
um lítt vönduð fjárlög, sem spítalan-
um er þó gert að fylgja.
Nú stendur Landspítalinn frammi
fyrir þeim bráða vanda að 200 millj-
ónir króna vantar til að hægt sé að
reka spítalann út árið. Þar sem stór
huti þess er tilkominn eins og lýst -
var, tel ég líklegt að stjórnvöld munu
á einhvern hátta bjarga þeim vanda,
svo ekki þurfi að loka spítalanum
alveg í desember. En Landspítalinn
stendur frammi fyrir ennstærri
vanda, sem er afleiðing af fjársvelti
um árabil og engar líkur til að því
linni (og raunar er svipað að segja
um Borgarspítalann og Landakot).
Kröfunum um sparnað sem gerðar
hafa verið á undanfömum árum hef-
ur verið mætt að nokkru með auk-
inni hagræðingu en einnig með því
Kaupum „Veðriðu
eftir Veturliða
Gunnarsson
Um þessar mundir gistir ísland
eitt fegursta og stórbrotnasta lista-
verk skapað af íslendingi.
Það er málverkið „Veðrið“ eftir
Svavar Guðnason. Hann málaði það
uppi í Sjómannaskóla 1963. Það var
Statens kunstfond í Kaupmanna-
höfn sem bað Svavar um skissur
að mósaíkmynd, en skissurnar urðu
aldrei til. Mósaíktækni hentaði ekki
skapi Svavars og túlkun hans á
íslensku veðri.
Eftir ýmsa hrakninga í hafi og
dramatíska lendingu í Höfn, var
myndin sýnd hjá listamannafélag-.
inu Grönningen 1964 og vakti þeg-
ar gífurlega athygli og aðdáun.
Síðar var henni komið fyrir í stúd-
entahúsinu í Árósum. Þessi stór-
brotna mynd er nú höfuðverk á
sýningu Svavars í Listasafni íslands
sem lýkur nú um helgina (13. nóv.).
Það er mikið sárt til þess að
hugsa að myndin skuli hverfa héðan
af landi. Hér er hún sköpuð og hér
á hún heima.
Eigum við ekki að sameinast um
að reyna að eignast þetta listaverk?
Getum við ekki fengið það lánað
um nokkurn tíma og rætt málið við
okkar elskulegu Dani?
Það væri mikil íslandssaga að
gerast ef myndin fengi samastað í
Listasafni íslands.
Og mikið væri maður nú stoltur
að vera Islendingur og geta labbað
sig hérna niður á safn, bent á
„Veðrið“ og sagt: „Þessi mynd er
ekki aðeins besta verk Svavars,
heldur og eitt glæsilegasta afrek
íslenskrar myndlistar. Danir höfðu
hana lengi að láni, en fyrir gamlan
og góðan vinskap gáfu þeir okkur
hana aftur ...“
Og nú er „Veðrið“ komið heim.
Þetta er ísland í einni mynd. Það
er heilög skylda okkar að þakka
Ástu og Svavari fyrir list þeirra og
tilveru.
Höfimdur er listmáluri.