Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 19

Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 19 Þorvaldur Veigar Guðmundsson „Því er augljóst að enn á að herða að stóru sjúkrahúsunum á næsta ári. Þetta á að gerast án þess að um það fari fram nokkur umræða. Það gengur ekki. Tími er kominn til að hafin verði umræða í þjóðfé- laginu um hvort við höfum efni á að reka þá spítala, sem þegar er búið að byggja, hvort við höfum efni á að reka það heilbrigðis- kerfi, sem við höfum þróað.“ að fresta viðhaldi og endurnýjun búnaðar og tækja sem fyrr segir. Þetta gengur ekki lengur. Starfsemi spítalans er farin að líða rnjög og þjónusta hans á ýmsum sviðum hangir á bláþræði. Ofaná tjárskort bætist að álagið hefur aukist. Á síðastliðnum 5 árum hefur rúmum heldur fækkað á stóru spítölunum í Reykjavík og á sama tíma hefur þjóð- inni fjölgað um rúmlega 3%. í reynd hefur sjúkrarúmum á Stór- Reykjavíkursvæðinu fækkað um u.þ.b. 5%. Þar sem fjölgunin hefur verið tiltöiuiega meiri meðal aldr- aðra, sem þurfa að jafnaði meiri heilbrigðisþjónustu, er samdráttur- inn ennþá tilfinnanlegri. Tvennt hef- ur gerst á undanförnum árum, sem gert hefur ástandið bærilegra. í fyrsta lagi hafa ýmsar lækningar, minni aðgerðir og rannsóknir færst út af spítalanum og eru nú fram- kvæmdar á einkastofum lækna úti í bæ og i öðru lagi hefur aukinn þiýst- ingur á Landspítalann haft það í för með sér, að legutími sjúklinga stytt- ist og því hefur fjöldi sjúklinga, sem lagst hefur inn á spítalann aukist. Aukningin á helstu legudeildum Landspítalans á árunum 1987-1990 er um 27% að meðaltali. Þessar breytingar þættu hagræðing og af- kastaaukning ef um iðnað væri að ræða: minni verkefnin flutt á smærri og ódýrari rekstrareiningar en stærri einingarnar taka að sér stærri verk- efni (t.d. kransæðaaðgerðir) og leysa fleiri en fyrr. Vandamálið er, að þessi aukna hagræðing og umsetning í heilbrigðisþjónustunni leiðir ekki til sparnaðar, heldur til aukins kostnað- ar. Það er nefnilega fært einfalt bók- hald á sjúkrahúsunum, eingöngu fært í kostnaðardálkinn en ekkert fært í tekjudálkinn. Dæmi: Takist með hagræðingu á skurðstofum og með styttum legutíma að ijölga að- gerðum á mjaðmarliðum um tvær á mánuði, þ.e. að skipta um 24 fleiri mjaðmarliði á ári, og hver mjaðmar- liður kostar 150 þúsund krónur (ann- ar kostnaður ekki reiknaður), eyðir spítalinn 3,6. milljónum króna meira í kaup á mjaðmarliðum. Þegar litið verður á stöðu spítalans í árslok kem- ur í ljós enn aukinn kostnaður, sem verður túlkaður sem óráðsla. Minnk- aður sársauki, aukin hreyfigeta og aukið vinnuframlag þeirra, sem fengu mjaðmarliðina er hvergi talið spítalanum til tekna, nema í hugum þess fólks sem fékk umrædda mjaðmarliði. Á að banna afkasta- aukningu á sjúkrahúsum? Annað mál, sem hefur verið mikið í fjölmiðlum í haust, er aukinn lyfja- kostnaður, bæði sjúkrahúsa og lands- manna í heild. Gjarnan er talað um þennan aukna kostnað eins og hann sýni bara aukna eyðslu og ekkert fáist í staðinn. En slíkt er fjarri lagi. Á hverju ári koma á markaðinn ný lyf, sem taka eldri Iyfjum fram, en kosta gjarnan meira en gömlu lyfin. Og það koma fram ný lyf, sem bæta eða lækna sjúkdóma, sem ekkert var hægt að gera við áður. í sumum til- fellum gera lyfin fólk vinnufært eða koma í veg fyrir að það leggist inn á spítala. I umræðunni um aukinn lyfjakostnað er ekki get'ð tilraun til að líta á þessa hlið málsins. Framfar- ir, sem munu stuðla að bættu heilsu- fari, eru sífellt að koma fram á mörg- um sviðum læknisfræðinnar. Þetta á við um lyf, tæki og ýmiskonar tækni. Að standa fast á því að kostnaður við sjúkrahúsin og lyíjakostnaður megi ekki aukast á milli ára meira en sem svarar hækkun vísitölu, er sama og að segja: „Við ætlum ekki að taka frekari þátt í þróun læknis- þjónustunnar, hér stoppum við.“ Með gjörðum sínum hafa ráðamenn sagt þetta undanfarin ár við stóru spítal- ana, og þeir hafa raunar sagt meira. Með því að taka ekki tillit til íjölgun- ar fólks og breyttrar aldursskiptingar hafa þeir snúið nokkuð til baka. Staðreyndum játað eftir Hreggvið Jónsson í athugasemd frá útgefendum Voga við grein minni í Morgunblað- inu á fimmtudaginn er í raun stað- fest að allt, sem ég sagði er rétt, enda er efni blaðsins raðað „eins smekklega og kostur er“, eins og segir í svari þeirra. Og þá er spurn- ingin þessi. Áf hvei'ju lýsir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi einn allra oddvita flokksins í kjör- dæminu opinberlega stuðningi við einn frambjóðanda fram yfir annan? í auglýsingabæklingi umrædds frambjóðanda segir hann: „Það er kominn tími til að Kópavogsbúar eignist málsvara á Alþingi.“ Síðan skorar hann á Kópavogsbúa, að kjósa frambjóðandann „sem full- trúa okkar“. Ef við værum meðlim- ir í EB myndi slík auglýsing falla undir tilskipun bandalagsins frá 1984, um bann við villandi og ódrengilegum auglýsingum. Var Axel heitinn Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins ekki Kópa- vogsbúi? Er Rannveig Guðmunds- dóttir alþingismaður ekki búsett í Kópavogi? Og ekki er búið að selja Fossvogsdalinn þar sem ég bý til Reykjavíkur. Annars hélt ég, að Hreggviður Jónsson verið væri að velja frambjóðendur fyrir allt Reykjaneskjördæmi. Höfundur er einn af frambjóðcndum Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Greinilegt er af fjárlögum fyrir árið 1991, að draga á úr starfsemi stóru sjúkrahúsanna. Hækkun fjár- framlaga heldur ekki í við verðbólgu. Framlög til tækjakaupa eru svo lítil að tæki sjúkrahúsanna verður hægt að endurnýja á 20-25 ára fresti. Erlendis er miðað við 5-10 ára end- ingu tækja. Boðað er í fjárlöguni að breyta eigi lögum og setja á stofn samstarfsnefnd sjúkrahúsanna og sagt er, að það muni leiða til hagræð- ingar og sparnaðar. Þó sú verði raun- in, gera jafnvel þeir, sem að þessu standa, ekki ráð fyrir að það verði á árinu 1991. Því er augljóst að enn á að herða að stóru sjúkrahúsunum á næsta ári. Þetta á að gerast án þess að um það fari fram nokkur um- ræða. Það gengur ekki. Tími er kom- inn til að hafin verði umræða í þjóðfé- laginu um hvort við höfumefni á að reka þá spítala, sem þegar er búið að byggja, hvort við höfum efni á að reka það heilbrigðiskerfi, sem við höfum þróað. Sú skoðun er ríkjandi meðal okkar sem störfum við heil- brigðisþjónustuna, að efnin séu næg og það sé nóg svigrúm til að spara á öðrum sviðum svo ekki þurfi að draga úr þeirri þjónustu. Við erum ekki tilbúin til að vera skömmtunar- stjórar fyrir ráðamenn, sem draga saman þjónustu að lítt athuguðu máli og veigra sér svo við að standa við eigin ákvarðanir. Ef á hinn bóg- inn niðurstaða ráðamanna að um- ræðum loknum verður sú, að draga skuli úr þjónustunni, verðum við að sætta okkur við það, en þá verður einnig að ákveða hvar og hvernig á að skera niður. Á að minnka sjúkra- húsin um 10%? Á að auka greiðslu- hluta sjúklinga í öllum lækninga- kostnaði? Á ríkið að hætta að borga fyrir ákveðna þætti svo sem glasa- frjóvgun, lýtalækningar og ýmsar rannsóknir? Á sú þjónusta að vera eingöngu fyrir þá, sem hafa efni á að greiða hana úr eigin vasa? Höfum við efni á krabbameinslækningum og líffæraflutningum? Þessar og margar aðrar erfiðar spurningar vakna þegar farið er að ræða niðurskurð í alvöru. í öllu falli er það krafa, að ráðherrar, alþingis- menn og aðrir ráðamenn í heilbrigði- skerfinu hætti að ræða innantóm slagorð eins og „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“, en taki upp umræðu um raunveruleg vandamál heilbrigði- skerfisins. Höfundur er yfirlæknir á rannsóknadeild í meinefnafræði á Landspítalanum. Ef horft er til framtíbar bíba okkar mörg stór verkefni Jöfnun atkvæöisréttar Leibrétta þarf misvægi atkvæða kjósenda eftir búsetu og stefna að fækkun þingmanna. Húsnæðismál Treysta þarf séreignastefnuna í sessi og aðstoöa fólk við fyrstu íbúðakaup. Lægra vöruverð Lækka þarf vöruverb meb frjálsri samkeppni, viðskiptafrelsi og minnkandi ríkisumsvifum. Atvinnumál Efla þarf nýsköpun í atvinnumál- um til þess að íslendingar dragist ekki aftur úr öðrum þjóðum. Afnám vinstriskatta Afnema á skattaálögur sem núverandi vinstristjórn hefur lagt á landsmenn. Ungan mann í baráttusætib Vltw B. Kjartansson í H3 saetiö Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.