Morgunblaðið - 10.11.1990, Side 23

Morgunblaðið - 10.11.1990, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 23 Kammersveit Reykjavíkur: Sauljánda starfsárið að hefjast KAMMERSVEIT Reykjavíkur hefur sautjánda starfsár sitt með tón- leikum í Áskirkju, næstkomandi fimmtudagskvöld, þar sem lcikin verða verk eftir Sergiu Natra, Fauré, Ravel og Francaix. Að venju heldur Kammersveitin ferna tónleika í vetur; á jólatónlcikum koma fram fimm ungir einleikarar, í febrúar verða tónleikar helgaðir verkum Jóns Nordals, og verður dagskrá þeirra hljóðrituð og gefin út á geisladiski. í apríl verða svo tónleikar helgaðir W.A. Mozart, en 1991 eru liðin 200 ár frá andláti hans. Að því tilefni fær Kammer- sveitin til liðs við sig Bruno Hoffmann, glerhörpuleikara frá Þýska- landi, en glerharpan, sem horfin er af sjónarsviðinu, var vinsælt hljóðfæri á dögum Mozarts. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og formaður stjórnar Kammersveitar- innar, segir að á fyrstu tónleikum starfsársins á fimmtudagskvöld, verði verk eftir frönsk tónskáld og eitt eftir ísraelskt tónskáld. Fyrir hlé verða leikin kammerverk með hörpu, hörpuleikari er Elísabet Waage. Verkið eftir ísraelska tón- skáldið Sergiu Natra nefnist Tón- list fyrir Nicanor, en Natra hefur samið mikið fyrir hörpu. Þá vérða leikin þrjú lög fyrir flautu og hörpu eftir Fauré, og Inngangur og All- egro eftir Ravel en það er eitt þekktasta og vinsælasta verk sem flutt er með hörpu í kammertón- list. Eftir hlé er á efnisskránni blás- arakvintett eftir Francaix, þar leik- ur Blásarakvintett Reykjavíkur en hann hefur verið útnefndur fyrir íslands hönd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. „Á jólatónleikunum verða fimm einleikskonsertar," segir Rut Ing- ólfsdóttir, „ungir og efnilegir íslenskir tónlistarmenn Ieika, en það eru þau Eiríkur Örn Pálsson á trompet, Guðmundur Kristmunds- son á lágfiðlu, Bryndís Gylfadóttir á selló, Sigurður Þorbergsson á altbásúnu og Áshildur Haraldsdótt- ir flautuleikari. Allt er þetta ungt fólk sem nýlokið hefur námi erlend- is og flest eru þau komin til starfa hér heima. Mestmegnis verður flutt barroktónlist, en hún er falleg og á vel við í skammdeginu svona rétt fyrir jólin. Á þriðju tónleikunum verður öll dagskráin helguð Jóni Nordal, og verður dagskráin hljóðrituð og gef- in út á geisladiski. Þetta verður fyrsta útgáfa Kammersveitarinnar og okkur þykir sérstaklega ánægjulegt að það sé tónlist Jóns, það er svo sannarlega kominn tími til að hljóðrita þessi verk en eináng- is eitt tónverk eftir hann mun vera til á hljómplötu. Á dagskránni eru fjögur verk frá ólíkum tímum frá hendi Jóns. Einleikarar á þessum tónleikum verða Elísabet Waage hörpuleikari, Bernharður Wilkin- son á flautu, Einar G. Sveinbjörns- son á fiðlu og Ingvar Jónasson lág- fiðluleikari, en verkið Tvísöng samdi Jón einmitt sérstaklega fyrir þá Einar og Ingvar, og Sinfóníu- hljómsveitina í Malmö. Þetta eru verk fyrir strengjasveit, með hörpu, blásurum, slagverki og píanói, og þar sem þetta er stærra í sniðum en á venjulegum tónleikum verðum við að bæta við hljóðfæraleikurum. Þá munum við fá upptökustjóra frá Bandaríkjunum til liðs við okkur, og það verður vandað til upptök- unnar í hvivetna. Paul Zukofsky stjórnar, en hann hefur unnið mik- ið með Kammersveitinni, allt frá því hann fór að koma hingað til lands reglulega frá 1977, og það samstarf hefur alltaf verið jafn ánægjulegt. Næsta ár verður mikið Mozart- ár, og tónlist eftir hann verður flutt á ijórðu tónleikunum, í apríl. Þar kemur til móts við sveitina gler- hörpuleikari frá Þýskalandi, Bruno Hoffmann að nafni. Glerharpan var vinsælt hljóðfæri á dögum Mozarts og hann samdi kammer- og ein- leiksverk fyrir hana. Gierharpan eru litlar glerskálar, og mjög ljúfur og fallegur tónn kemur frá þessu hljóðfæri. Auk tónlistar eftir Moz- art leikur Hoffmann kvartett eftir Naumann með meðlimum Kamm- ersveitarinnar. En glerharpan kem- ur ekki alltaf við sögu; þarna verða líka fluttir flautu- og óbókvartettar eftir Mozart.“ Er það ekki mikið verk að halda Kammersveitinni gangandi ár eftir ár? „Jú svo sannarlega," segir Rut. „Að halda þessu gangandi krefst mikiilar vinnu og skipulagningar, og það er merkilegt að það hafi verið hægt síðustu sextán ár. Þetta er eiginlega allt gert í sjálfboða- ^vinnu, spilamennska og skipulagn- ing, og það sýnir ljóslega hversu áhugasamir íslenskir tónlistarmenn eru, að þeir eyða frístundum sínum í starf eins og þetta þar sem þeir eiga ekki von á að að fá neitt fyr- ir. Undirtektir hljóðfæraleikaranna hafa alltaf verið góðar, allir eru reiðubúnir að leggja sig fram eins og þeir geta, og eins þegar við þurfum að stækka hópinn og leita til aukamanna, allir eru reiðubúnir að þaka þátt i starfinu." Á síðasta starfári fór Kammer- sveitin í tónleikaferðir til Austur- lands og Vestijarða, og einnig til Bretlands. Morgunblaðiö/Einar Falur Rut Ingólfsdóftir fiðluleikari og formaður stjórnar Kammer- sveitar Reykjavíkur. „Já, og ég vona að við komumst út á land þegar fer að birta aftur í vor, og þá erum við helst að hugsa um Vesturland og kannski Norð- austurland að þessu sinni. Það er þó ekki endanlega afráðið. Við fór- um og 'iékurn í Bretlandi í fyrra og vildum gjarnan fara oftar til annarra ianda. Við höfum góð sam- bönd erlendis, en allt kostar þetta mikla peninga. Við höfum áhuga á að kynna íslenska tónlist erlendis, og höfum gert það, en spurningin er hvað rikið vill gera til að taka þátt í því. Það er orðið ákaflega aðkallandi að tónlistarhúsi verði komið upp hér heima. Eg lék til dæmis með Sinfóníuhljómsveitinni í Finnlandi, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn um daginn, og hvílíkur munur. Allsstaðar eru stórkostleg hús fyrir tónlistarflutning; hljómburður og aðstaða fyrir gesti og flytjendur, allt er þetta stórkostlegt. Það er ótrúlegt hvað það er mikill munur að spila í góðum húsum. Hér erum við að spila í kvikmyndahúsum, kirkjum og listasöfnum. Ég vona að ráðamenn fari að vakna til vit- undar um það hvað þetta er mikil- vægt fyrir menningarlíf í landinu, við þurfum öll að leggjast á eitt og huga að húsnæðismálunum í alvöru.“ Nú hefur verið stofnaður strengjakvartett á vegum Kamm- ersveitarinnar, Reykjavíkurkvart- ettinn. „Já við höfum gert margar til- raunir til að starfrækja kvartett en það hefur alltaf lognast út af til þessa. Strengjakvartett er eitt erfiðasta samleiksformið, það þarf miklar æfingar til að árangur ná- ist, og þess vegna er erfitt að halda kvartett saman á áhuganum ein- um. Við höfum leitað til borgarinn- ar um aðstoð í þessu skyni í nokk- ur ár og nú var hún samþykkt. Kammersveit Reykjavíkur var falið að sjá um þennan kvartett og mér var falið að ráða í hann. Fjórir hljóðfæraleikarar eru ráðnir, i hálft starf hver. Margir hljóðfæraleikar- ar hefðu átt skilið að fá þetta starf, en ég er mjög þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt með því að fela okkur þetta verkefni. Ég vona að við séum traustsins verð og við reynum að standa okk- ur.“ Nú er að heijast sautjánda starfsár Kammersveitarinnar. Það er enginn uppgjafartónn í ykkur? „Nei, alls ekki. Við stefnum að því að halda ótrauð áfram. Gegnum árin hafa orðið nokkur manna- skipti, og það er von mín að yngra fólk taki smám saman við og sveit- in lifi þótt við hættum sem höfum verið með frá upphafi. Kammer- sveit Reykjavíkur á að vera vett- vangur til að koma fram með áhugaverða tónlist og veita tónlist- armönnum tækifæri," segir Rut Ingólfsdóttir. Samþykkt ríkisstjórnarinnar: Nemendur grunnskóla greiði ekki efnisgjald 18-20 milljónir innheimtar 1989 í tillögum sem Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, lagði fyrir og samþykktar voru á ríkisstjórnarfundi í gær er kveðið á um að setja verði í grunnskólalög ákvæði um að nemendur eigi ekki að bera kostnað af námsgögnum í skyldunámi, auk ákvæða sem taki af tvímæli um að óheimilt sé að innheimta efnisgjöld af nemendum. Jafnframt er talið nauðsynlegt að selja í lög um grunnskóla ákvæði um nefnd sem meta myndi námsgögn þegar þess væri óskað. Nefnd- in myndi hafa fullnaðarúrskurð í málum sem til hennar yrði skotið. Tillögurnar eru viðbrögð við álitsgerð sem menntamálaráðu- neytinu barst frá umboðsmanni Alþingis, Gauki Jörundssyni, í byij- un september sl. um kaup á náms- gögnum og efnisgjald í grunnskól- um. í áliti umboðsmanns kom fram að ríkinu bæri skylda til að leggja nemendum í skyldunámi til ókeypis námsgögn, auk þess sem ekki væri heimilt að taka efnisgjald af nem- endum og að ráðuneytinu hefði skv. eldri lögum, borið að sjá um viðurkenningu á þeim námsgögnum sem notuð væru í skyldunámi, þ.e. að ráðuneytið ætti að leggja mat á það hvort þær bækur sem fyrirhug- að væri að kenna, væru nothæfar í skyldunámi . Með tillögum menntamálaráð- herra er fallist á það sem fram kemur í áliti umboðsmanns um að ríkinu beri að leggja nemendum til ókeypis námsgögn og kveðið á um að gerðar verði ráðstafanir til þess að efla Námsgagnastofnun þannig að hún geti betur uppfyllt þessa lagaskyldu. Hvað þetta atriði varð- ar er nauðsynlegt, að sögn mennta- málaráðherra, að setja á laggirnar nefnd sem skera myndi úr um hvar greiðsluskylda ríkisins endar í sam- bandi við valgreinar í grunnskólum. Jafnframt er fallist á álit um- boðsmanns Alþingis um efnisgjald. Varðandi þriðja atriði í áliti um- boðsmanns, þ.e. að ráðuneyti leggi mat á kennslubækur, gerir mennta- málaráðherra tillögu um að sett verði ákvæði í grunnskólalög um nefnd til að meta námsgögn þegar þess sé óskað. Nefndin yrði skipuð einum fulltrúa frá KHÍ, einum frá HI og einum frá Landssamtökum foreldrafélaga. Nefndin hefði fulln- aðarúrskurð sem til hennar yrði skotið, en í því felst að húh gæti ekki skotið úrskurði til ráðherra. Ráðuneytið leitaði eftir umsögn- um um málið til Námsgagnastofn- unar, Sambands íslenskra sveitarfé- laga, ríkislögmanns og Arnmundar Backman hrl. og var niðurstaða þeirra í öllum meginatriðum sú sama og umboðsmanns. Jafnframt fékk ráðuneytið upp- lýsingar frá grunnskólum um kaup nemenda 4 námsbókum, efnisgjöld og kaup á námsgögnum vegna val- greina, þar sem fram kom að grunn- skólar landsins innheimtu 18 til 20 milljónir króna af nemendum sínum í efnis- og pappírsgjöld árið 1989 og tæplega 11 milljónir það sem af er árinu 1990. Eftir að álit umboðsmanns birtist ákváðu flestir skólar að hætta að taka gjöld af nemendum sínum. Ju.f't'A&h'sfLotcks/rjr J . /Lo+'t ’ét’C ej .e^ / Aæ Stufcnjj u£ < fyrséx. Sdh' fítuxubðSdijf&i*.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.