Morgunblaðið - 10.11.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
37
Lofta-
plötur
og lím
Nýkomin sending
Þ.ÞORGRfMSSON&CO
Ármúia 29, Reykjavík, sími 38640
Stefnumótun framtíðarinnar
eftir Guðrúnu Stellu
Gissurardóttur
Við íslendingar stöndum núna
frammi fyrir einum þeim mestu
breytingum sem orðið hafa í heim-
inum í áratugi sem allar hníga í
átt til aukins frelsis í viðskiptum
og samvinnu á milli ríkja. Aðeins
eru rúmlega tvö ár þangað til að
Evrópubandalagið mun opna sinn
innri markað og hafa aðildarríki
þess unnið markvisst að þessari
sameiningu með því að samræma
sín lög og reglugerðir til að tak-
markinu verði náð. Meðal annars
felast breytingarnar í því að dregið
er úr opinberum styrkjum til fyrir-
tækja og atvinnuvega til að skapa
eðlilegan samkeppnisgrundvöll á
milli þessara ríkja þar sem einn
markaður mun rísa í framtíðinni.
Hér á landi hefur hið gagnstæða
verið uppá teningnum því síður en
svo hefur dregið úr sjóðabákninu
svokallaða og ríkisheimilið rekið
með haila sem skiptir milljörðum
króna ár hvert. Þessi gegndarlausi
hallarekstur hefur kallað á meiri
og meiri lántökur sem valda þenslu
í þjóðfélaginu og kynda undir verð-
bólgu. Lán eru veitt í óarðbæran
rekstur og við blasir hvert gjald-
þrotið á fætur öðru sem skattborg-
ararnir súpa síðan seyðið af. Okkur
Islendingum er nauðsynlegt að snúa
þessari þróun við ef við eigum ekki
eftir að heltast úr lestinni og sigla
hraðbyri inn í moldarkofana á ný.
Við verðum að aðlaga okkar hag-
stjóm að þeim breytingum sem eiga
sér stað til að vera undir það búin
að geta tekið þátt í þessari sam-
vinnu því vera má að það verði
óhjákvæmiiegt að sækja um áðild
að bandalaginu. Innan aðildarríkja
Evrópubandalagsins eru okkar
stærstu útflutningsmarkaðir á sjáv-
arfangi einni helstu auðlind landsins
og það mun verða íslendingum afar
þungur biti að kyngja ef sá markað-
ur mun hrynja eftir öll þau skakka-
föll sem átt hafa sér stað. Lands-
menn hafa verið seinþreyttir þrátt
fyrir þverrandi kaupmátt, stóraukið
atvinnuleysi og stigvaxandi skatt-
heimtu. Nú er þó svo komið að
menn eru hreinlega að gefast upp
undan okinu. Matarskattar eru hér
hærri en tíðkast í flestum nálægum
ríkjum og vinna þarf miklu lengri
vinnudag til að halda uppi þeim
lífskjörum sem þykja sjálfsögð ann-
ars staðar. Neikvæður búferlaflutn-
ingur hefur verið frá landinu síðast-
liðin tvö ár en svo hafði ekki verið
til fjölda ára. Þetta eru skilaboð til
þeirra sem með valdið fara að þeim
hafi tekist illa upp. Við höfum yfir
að ráða vel menntuðu fólki, gjöful-
„Nú er þó svo komið
að menn eru hreinlega
að gefast upp undan
okinu.“
um fiskimiðum, vannýttum orku-
auðlindum, óspjallaðri náttúru og
besta lambakjöti í heimi sem allt
gefur mikla möguleika í komandi
framtíð ef sá grundvöllur er skapað-
ur sem þarf til að atorka og hugvit
einstakiinganna fái notið sín. Eg
er einn af þeim fimmtán þátttak-
endum sem mun taka þátt í próf-
kjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi
á laugardaginn kemur en ég hef
gefið kost á mér af því ég tel mikil-
vægt að við unga fólkið fáum að
taka þátt í stefnumótun framtíðar-
innar því það erum jú við sem
munum erfa landið. Ég hef óskað
eftir stuðningi í 6. sætið og vona
að sjálfstæðisfólk í kjördæminu sjái
sér fært að Veita mér þann stuðn-
ing.
Uöfundur er kennnranemi og
þáttiakandi í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi.
Guðrún Stella Gissurardóttir
>1
\s
fS
I
pt’
‘t-C
■'A
jr
■ BASAR Kvenfélags Háteigs-
sóknar verður sunnudaginn 11.
nóvember og hefst kl. 13.30 í
Tónabæ. Á boðstólum verða kökur,
handavinna, ullarvörur, ýmiskonar
gjafavörur o.fl., ásamt heitu kaffí
og íjómavöfflum. Kvenfélag Há-
teigssóknar hefur á liðnum árum
unnið ómetanlegt starf fyrir kirkju
og söfnuð. Ber þar hæst nýjasta
afrek félagsins, kórmynd kirkjupn-
ar, Krossinn og ljós heilagrar þrenn-
ingar, eftir Benedikt Gunnarsson
listmálara. Margt annað sem ber
fyrir augu í kirkjunni er sömuleiðis
frá því runnið. Það er fleira mikil-
vægt í starfi félagsins en fjáraflan-
ir, vaxandi er þáttur félags-j
fræðslu- og mannúðarmála. í
nútímasamfélagi, þar sem einstakl-
ingurinn týnist eða einangrast í
fjöldanum, er brýn nauðsyn að
mæta margyíslegum þörfum fólks
á því sviði. Ég vil nota þetta tæki-
færi til þess að færa félaginu þakk-
ir fyrir mikið og blómlegt starf,
fyrir hvatningu og stuðning og láta
þá ósk í ljósi að það megi dafna
áfram til að vera salt og ljós í söfn-
uðinum. Söfnuður og hollvinir Há-
teigskirkju eru hvattir til þess að
fjölmenna á basarinn í Tónabæ og
styrkja þannig kvenfélagið til dáða.
'YNING
ÓVENJULEG HÚSGAGNASÝNING
9.-11. NÓVEMBER
HIN FULLKO
FALLEG OG FORVITNILEG
Sérkennilega falleg húsgögn hönnuð af
Þórdísi Zoéga húsgagnaarkítekt FHI. Stól-
arnir eru úr stáli og klæddir steinbítsroði.
Nýstárleg og þægilég húsgögn sem óneitan-
lega vekja athygli.
KINNARPS
GÆÐI OG GLÆSILEIKI
Kinnarps er hin fullkomna lausn fyrir allar
stærðir og gerðir af skrifstofum. Hér er
hugsað fyrir öllum smáatriðum. Gullfalleg
hönnun og toppgæði á góðu verði. Nær
óendanlegir uppsetningarmöguleikar.
Þar að auki gefur að líta úrval vandaðra
húsgagna frá ýmsum löndum. Líttu inn á
sýninguna okkar í Faxafeni 9, - 9.-11. nóv-
ember og sjáðu hvað hægt er að gera fyrir
skrifstofuna þína eða heimilið.
Opið laugardag kl. 10-17
og sunnudagjd. 13-18.
i.-r
FAXAFENI 9 0679399