Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 4

Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 4
ERLEIMT 4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990 IIMIViLENT Stefnir í verkfall Ekkert þokaðist í samkomulag- sátt í samningaviðræðum FFSÍ og LÍÚ í vikunni og segir Guðjón A. Kristjánsson formaður FFSÍ að útlit sé fyrir að verkfall skelli á 20. nóvember nk. Þegar hefur fiskvinnslufólki á Austurlandi og í Vestmannaeyjum verið tilkynnt að komið geti til vinnustöðvunar í byijun desember. LÍÚ hefur hafnað kröfum farmanna um sömu ákvæði og í Vestfjarðasam- komulaginu, sem auk breyttrar olíuverðsviðmiðunar felur í sér tímakaup sem er 0,6% af kaup- tryggingu skipstjórnarmanna þegar unnið er utan hlutaskipta ‘og aukið slippfararkaup. Frjáls olíuviðskipti Þorsteinn Pálsson sagði á Alþingi að timi sé kominn til að hætta opinberum innkaupum olíu frá Sovétríkjunum og gefa olíu- verslun fijálsa. Allir forstjórar olíufélaganna þriggja eru þeirrar skoðunar að olíuviðskipti eigi að vera frjáls en taka það jafnframt fram að olíukaupasamningar við Sovétmenn hafa verið íslending- um hagstæðir. Óseld húsbréf Landsbréf hf. eru með 830 ERLENT Aiikin spenua við Persaflóa GEORGE Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í fyrradag um verulega aukna hervæðingu á Persaflóa- svæðinu. Fjölgað verður um 100.000 hermenn í liði Banda- ríkjamanna en þar eru nú 210.000 hermenn fyrir. Er þetta gert til þess að tryggja árásarmátt hins alþjóðlega herafla á svæðinu ef á þarf að halda, að sögn Bush. Ja- mes Baker utanríkisráðherra ferðaðist í vikunni um Persaf- lóaríki og til Sovétríkjanna. Sagð- ist hann á föstudag sannfærður um stuðning bándamanna við hernaðaraðgerðir til þess að hrinda innrás Iraka í Kúvæt og sagði Edúard Shevardnadzhe, sovéskur starfsbróðir hans, á fimmtudag að ekki væri hægt að útiloka beitingu valds en hingað til hafa Sovétmenn verið tregir til að samþykkja slíkt í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Spenna hefur aukist á Persaflóasvæðinu í vikunni. Kona kjörin forseti á íriandi Forsetakosningar voru á írlandi s). miðvikudag og lyktaði þeim með sigri 46 ára lögfræðings, Mary Robinson. Morgunblaðið hafði símasamtal við Robinson þar sem hún sagðist stefna að því að færa forsetaembættið nær al- menningi. „Þetta er nokkuð sem mér skilst að Vigdísi Finnboga- dóttur, forséta íslands, hafi tekist og að þessu leyti hefur hún vísað mér veginn,“ sagði Robinson í samtalinu. Stjórnarkreppa á Indlandi Vishwanath P. Singh, forsætis- ráðherra Indlands, sagði af sér sl. miðvikudag eftir að hann varð milljónir kr. í óseldum húsbréfum og eru viðræður að hefjast milli fulltrúa Landsbankans og Seðla- bankans um aðstoð Seðlabankans. Sverrir Hermannsson banka- stjóri Landsbanka kveðst vonast til að nýhækkað ávöxtunarkrafa úr 6,95% í 7,05% örvi sölu bréf- anna. Flugleiðabréf ruku út Öll hlutabréf í útboði Flugleiða seldust til forkaupsréttarhafa fyr- ir um 730 milljónir kr. Samband almennra lífeyrissjóða og 14 að- ildarsjóðir keyptu stærstan hluta hlutabréfa Sigurðar Helgason- ar, stjórnarformanns Flugleiða í félaginu fyrir um 210 milljónir kr. Vill brottför varnarliðsins Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði við umræður um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi hafa lagt það til í ríkis- stjórn að stofnuð yrði nefnd til að ræða um brottflutnfng banda- ríska varnarliðsins af landinu. Steingrímur Hermannsson sagði að ísland væri að verða eft- irlitsstöð frekar en varnarstöð og vðl kæmi til greina að íslendingar hefðu frumkvæði að viðræðum við Bandaríkjamenn og Atlantshafs- bandalagið um breytta stöðu ís- lendinga. Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki verið stofnuð um uppsögn varnarsamn- ingsins. Friðjón hættir Friðjón Þórðarson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til þingframboðs í komandi al- þingiskosningum. Friðjón situr nú sitt 30. þing. Hann er 67 ára gamall. Chandra Shekhar undir í atkvæðagreiðslu á þingi landsins um vantrauststillögu á stjórnina. Rajiv Gandhi fyrrum forsætisráðherra hafnaði boði um að taka að sér stjórnarmyndun en á föstudag fól forseti landsins Chandra Shekhar stjórnarmynd- un en hann er leiðtogi þingmanna- hóps sem klauf sig út úr flokki Singhs. Samningoir um Oder-Neisse landamærin í höfn Helmut Kohl kanslari Þýskalands og Tadeusz Mazowiecki forsætis- ráðherra Póllands náðu á fimmtu- dag samkomulagi um að landa- mæri ríkjanna skyldu miðuð við Oder-Neisse-línuna og verður samningur undirritaður í Varsjá í lok mánaðarins. Lækka landbúnaðarstyrki EB um 30% Landbúnaðar- og viðskiptaráð- herrar Evrópubandalagsins (EB) náðu sl. þriðjudag samkomuiagi um 30% lækkun niðurgreiðslna og styrkja til landbúnaðar. Banda- ríkjamenn höfðu krafist þess að útflutningsbætur yrðu skornar niður 90% og styrkir til bænda 75% en þó mikið vanti upp á það er vonast til að ákvörðun EB-ráð- herranna verði til að koma skrið á viðræður um afnám skatta og tolla í alþjóðaviðskiptum (GATT). Svissneskir þingmenn fara bónarveg til Iraks Zíirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. NOKKRIR svissneskir þing- menn hafa ákveðið eftir miklar vangaveltur að fara til íraks í þessari viku til að biðja um lausn 24 svissneskra gísla sem eru enn í haldi þar. Svissneska ríkis- stjórnin mælti á móti því að þingið sendi nefnd til landsins um miðjan október og utanríkis- málanefnd neðri deildar þings- ins tók í sama streng í síðustu viku. En þingmennirnir telja Svisslendinga ekki geta setið lieima á meðan aðrir, eins og Kurt Waldheim, Edward Heath og Willy Brandt, fara bónarveg til Bagdads og fá landa sína gefna lausa. Jean Ziegler, þingmaður jafnað- armanna í Genf, hefur látið mál gíslanna til sín taka frá upphafi. Hann hafði milligöngu um að vinur hans, Ben Bella, fyrrverandi leið- togi Algeríu, talaði máli Svisslend- inganna við Hussein en það bar lítinn árangur. Nú í vikunni gekk Franz Jaeger, foimaður Landes- ring, stærsta stjórnarandstöðu- flokksins, til liðs við hann. Ringier-íyrirtækið sem gefur út Blick, útbreiddasta dagblað Sviss, hefur einnig tekið málið upp og hvetur þingmennina til dáða. Einn blaðamaður þess er sagður hafa átt stóran þátt í að koma fyrirhug- aðri ferð í kring. Jaeger lagði áherslu á að ferðin yrði farin af mannúðarástæðum og ekki til að semja við Hussein, á blaðamanna- fundi á fimmtudag. Þingmenn úr röðum frjálslyndra og kristilegra ákváðu að slást í förina á föstu- dag. Þingmennirnir fara allir á eig- in vegum. Þeim hefur verið lofað að hluti gíslanna að minnsta kosti fái að fara með þeim heim. 52 Svisslendingar hafa fengið brott- fararleyfi frá írak síðan í lok ágúst. Svissneska ríkisstjórnin brá út af eindreginni hlutleysisstefnu þjóðarinnar í utanríkismálum eftir innrás íraka í Kúvæt þegar hún ákvað að taka þátt I viðskipta- banni Sameinuðu þjóðanna. Hún gerði það vegna skæðs þjóðaréttar- brots íraka og afdráttarlausrar afstöðu alheims gegn því. Nú er henni umhugað um að sýna áfram samstöðu með öðrum þjóðum gegn írak. Hún er hlynnt friðsamlegri lausn á deilunni. Kene Felber ut- anríkisráðherra benti sendiherra íraks í Sviss á í vikunni að Sviss- lendingar hefðu veitt íraskri vél lendingarleyfi til að sækja lyf til landsins af mannúðarástæðum fyr- ir skömmu og væntu þess að íraska stjórnin hagaði sér eins og léti alla gísla lausa. Neikvæðar auglýsingar í bandarískri kosningabaráttu: Frambjóðendur reyna að ala á fordómum almennings ÞAÐ virðist vera að færast í aukana í Banda- ríkjunum að frambjóðendur grípi til þess bragðs að sverta andstæðinga sína í kosn- ingabaráttunni, fremur en að lofsyngja eigin verðleika. Þegar kjósendur gengu að kjör- borðinu á þriðjudag höfðu þeir svo vikum ogjafnvel rnánuðum skipti setið undir auglýs- ingum þar sem ásakanir gengu á báða bóga. Sumar þessar auglýsingar eru rakalaus þvættingur, en flestar einkennast af dylgjum og útúrsnúningum sem í er sannleikskorn. Kannanir bentu til þess að blökkumaðurinn Harvey Gantt, frambjóðandi demókrata, ætti góða mögu- leika á sigri í þingkosningunum í Norður-Karólínu. Jesse Helms tókst hins vegar að koma höggum á andstæðing sinn með hnitmiðuðum og óvenju ósvífn- um auglýsingum, sem skiluðu tilætluðum árangri. Hatrömm kosningabarátta var háð í Norður-Karólínu. Þar átti Jesse Helms öldungadeildar- þingmaður repúblikana í'höggi við demókratann Harvey Gantt, sem er svartur. Helms er harður íhaldsmaður á hægri væng Repú- blikanaflokksins. Hann er frægur fyrir andstöðu sína við ýmis mál- efni, þ. á m. fóstureyðingar og opinber framlög til baráttunnar gegn alnæmi. Fyrir kosningarnar sýndu skoð- anakannanir að Gantt hefði allt að 8% forskot á Helms. En á loka- sprettinum hóf Helms mikla aug- lýsingaherferð og reyndi að ala á fordómum í garð minnihlutahópa og svertingja. Hann hélt því fram að Gantt væri tvöfaldur í roðinu og berðist í laumi fyrir því að gera skólum skylt að ráða homma í kennara- stöður. í einni auglýsingu sagði Helms að Gantt væri „mjög ólíkur" sér, en lét þess ógetið að hvaða leyti. Var hann að reyna að benda á að annar væri demókrati, hinn repúblikani eða annar fijálslynd- ur, hinn íhaldssamur? Eða einfald- lega að annar væri svartur en hinn hvítur? Helms hamraði á því að Gantt vildi tryggja öllum vinnu með því að setja á kvóta, sem tæki svarta fram yfir hvíta. Sterk- asta auglýsingin frá Helms sýndi niðurbrotinn hvítan mann með samankrumpað bréf í höndum þar sem sagði að starfsumsókn hans hefði verið hafnað. Undir mynd- unum heyrðist rödd þular segja að þessi maður hefði misst starf- ann í hendur svörtum manni vegna starfskvóta, sem Gantt styddi. Gantt kvaðst ekki vera hlynntur mörkum af þessu tagi á ráðningar í störf. Gantt lét aðferðir Helms ekki á sig fá. Hann kom fram á kosn- ingafund- um og kvaðst vera stoit- ur af að vera dem- ókrati o g lét nægja að saka Helms um slælega framgöngu í umhverfisverndar- og jafnréttis- málum, sem voru hans hugarð- efni. Þvert á skoðanakannanir vann Helms kosningarnar og það með átta prósenta mun.-Það væri hins- vegar varasamt að skrifa muninn á skoðanakönnunum og úrslitum kosninganna al- farið á reikning auglýsinga. Kynþáttafor- dómar eru við- kvæmt mál í Bandaríkjunum. Það þykir sýnt að þegar skoðana- kannanir eru gerðar eru kjósendur tregir til að lýsa yfir því að þeir vilji ekki styðja svarta frambjóð- endur. Þessi tregða hverfur hins vegar á kjörstað. Þegar New York-búar kusu sér borgarstjóra fyrr á þessu ári sýndu skoðana- kannanir að blökkumaðurinn David Dinkins hefði yfirburðafor- ystu. Dinkins sigraði, en þegar upp var staðið var munurinn að- eins tvö prósent. Það sama hefur sermilega verið uppi á teningnum í Norður-Kárólínu. En Helms hef- ur síst dregið úr kynþáttafordóm- um kjósenda, meðvituðum og ómeðvituðum, með auglýsingum sínum. Kjósendur segjast vera lang- þreyttir á neikvæðum auglýsing- um. Ýmislegt bendir þó til þess að auglýsingar af þessu tagi hafi einhver áhrif. í skoðanakönnun, sem dagblaðið New York Times og sjónvarpsstöðin CBS létu gera í lok október, kváðust 23% að- spurðra láta auglýsingar, sem þeir hefðu séð, hafa áhrif á at- kvæði sín. Daniel Yankelovich hefur rann- sakað og skrifað um viðhorf Bandaríkjamanna til þjóðfélags- og stjórnmála. „Fólk er tregt til að. viðurkenna að það láti auglýs- ingar hjálpa sér við að ákveða nokkurn hlut.“ Af þeim sökum segir Yankelovich að áhrif auglýs- inga séu sennilega sýnu meiri en fram kemur í skoðanakönnuninni. Andstyggilegar auglýsingar hafa sett' fjölmiðla í vanda. Oft verður ekki hjá því komist að fjalla um þær í fréttatímum. En það getur orkað tvímælis og erfitt er að sjá hvort slík umfjöllun ger- ir frambjóðendum eða kjósendum greiða. Mörg dagblöð hafa gripið til þess ráðs að bijóta neikvæðar auglýsingar til mergjar. Þá er réttmæti hverrar fullyrðingar rækilega rannsakað. Gallinn við þetta er sá að kjósendur lesa fæst- ir dagblöð. Hins vegar hafa fram- bjóðendur getað notað fyrirsagnir slíkra blaðagreina í auglýsingum til að hrekja ásakanir andstæð- inga sinna. Ýmsir halda því fram að fjöl- miðlar þurfi að gera meira en að ljalla um neikvæðar auglýsingar eins frambjóðanda og leyfa síðan andstæðingnum að koma á fram- færi sinni hlið málsins, þeir verði að fara í bóka- og skjalasöfn og rannsaka staðhæfingar í auglýs- ingum og áróðri frambjóðenda. Slík vinnubrögð kynnu að kenna frambjóðendum varkárni, þótt þeir yrðu jafn meinfýsnir eftir sem áður. BflKSVIÐ Karl Bl'óndal skrifar frá Boston

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.