Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 36

Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 36
>6 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990 RADA UGL YSINGAR UPPBOÐ BORG Málverkauppboð Höfum hafið móttöku á málverkum fyrir næsta uppboð okkar, sem verður haldið á Hótel Sögu, 29. nóvember, kl. 20.30. Óskum sérstaklega eftir verkum gömlu meistaranna. Hafið samband við Gallerí Borg við Austurvöll. éraé&uP BORG LISTMUNIR-SYNINGAR-UPPBOÐ ÝMISLEGT m Lóðaúthlutun Kópavogskaupstaður auglýsir lóðir í „Digra- neshlíðum" (þ.e. sunnan Digranesvegar og austan Bröttubrekku) til úthlutunar. Um er að ræða 42 einbýlishúsalóðir, 14 lóð- ir fyrir parhús, 4 raðhúsalóðir og 40 íbúðir í sambyggðum tvíbýlishúsum. Gert er ráð fyrir að hefja megi byggingar- framkvæmdir í ágúst 1991. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og bygging- arskilmálar svo og umsóknareyðublöð liggja frammi á tæknideild Kópavogskaupstaðar í Fannaborg 2, 3. hæð, frá þriðjud. 13. nóv. nk. kl. 9.00-15.00. Umsóknum skal skila á sama stað. Umsóknarfrestur er til 27. nóv. 1990. Bæjarstjórinn í Kópavogi. 7j|f Lóðaúthlutun í ^prmiðbæ Kópavogs Kópavogskaupstaður auglýsir lóðina í Hamraborg 10 lausa til umsóknar. Lóðin er í miðbæ Kópavogs og skal byggja á henni 5 hæða verslunar- og skrifstofuhús- næði um 2.100m2 að samanlögðum gólffleti. Umsóknareyðublöð, ásamt skipulags- og byggingarskilmálum, fást á tæknideild Kópa- vogs, Fannborg 2, 5. hæð, alla virka daga milli kl. 9.00 og 15.00. Umsóknum skal skila á sama stað fyrir 21. nóvember 1990. Frekari upplýsingar veitir skipulagsstjóri Kópavogs. Bæjarstjóri. Frá menntamálaráðuneytinu Styrkir til handritarann- sókna í Kaupmannahöfn í framhaldi af lyktun handritamálsins hafa dönsk stjórnvöld ákveðið að veita ísienskum fræðimanni styrk til handritarannsókna við stofnun Árna Magnússonar (Det arna- magnæanske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dval- ar og nemur nú um 15.500 dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar. Umsóknar- frestur er til 7. desember nk. Nánari upplýsingar um styrkinn og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla íslands. Auglýsing um styrki úr Þróunarsjóði grunnskóla Menntamálaráðuneytið auglýsir styrki úr Þróunarsjóði grunnskóla skólaárið 1991-92. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að nýjungum, tilraunum og nýbreytni í námsefni, kennslu- aðferðum, námsmati og skipulagi náms og kennslu í grunnskólum landsins. Samkvæmt reglum sjóðsins er heimilt annað hvert ár að tiltaka ákveðinn þátt í starfsemi grunnskóla sem hefur forgang það ár. Hefur verið ákveðið að umsóknir um verkefni í list- og verkgreinum njóti að öðru jöfnu forgangs við næstu úthlutun. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1990. Umsóknum skal fylgja ítarleg lýsing á verk- efninu og tilgangi þess og áætlun um fram- kvæmd. Umsóknareyðublöð, ásamt reglum sjóðsins og nánari upplýsingum, fást á fræðsluskrif- stofum og í menntamálaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 8. nóvember 1990. Lítið heildsölufyrirtæki með m.a. Evrópuumboð fyrir ameríska vöru til sölu. Miklir möguleikarfyrir duglega aðila. Tilboð merkt: „E - 8162“ sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir 17. nóvember nk. Einingafrystir 20 fm með pressu og blásara og tvær hurð- ir til sölu. Einnig einingakælir 9 fm. Upplýsingar í síma 98-11420. Til sölu hársnyrtistofa Af sérstökum ástæðum er til sölu falleg hársnyrtistofa, vel staðsett, í hjarta borgar- innar. Hagstætt verð. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Gott tækifæri - 2145“ fyrir 16. nóvember. Beitusíld til sölu Nýfryst 1. flokks beitusíld til sölu. Sjófang hf., Reykjavík, sími 624980 Til sölu sem ný sambyggð trésmíðavél til sölu. Upplýsingar gefur Baldvin í síma 615959 á skrifstofutíma. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA V/HRINGÐRAUT, 101 REYKJAVÍK SÍMI 615959 - Kennitala 540169-6249 v/Hringbraut, 101 Reykjavík. SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Akranes Aðalfundur Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi verður hald- inn í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 12. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarströf. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðisfélagið Ingólfur, Hveragerði heldur aðalfund i ráðstefnusal Hótel Arkar, Hveragerði, sunnudaginn 18. nóvember nk. kl. 14.00. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur félags sjálfstæðismanna í Smá- íbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi verður haldinn í Valhöll þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sólveig Pétursdóttir varaþingmaður ræðir stjórnmálaviðhorfið. 3. Önnur mál. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna f Nes- og Melahverfi Aðalfundur Aðalfundur félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi verður haldinn miðvikudag- inn 14. nóvember kl. 20.30 á Hótel Sögu, 2. hæð, fundarsal B. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins verður Björn Bjarna- son, aðstoðarritstjóri. 3. Önnur mál. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri Aðalfundur Aðalfundur félags sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norð- urmýri verður hald- inn miðvikudaginn 14. nóvember kl. 18.00 í Valhöll, Háa- leitisbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Gestur fundarins, Björn Bjarnason, aðstoðarritstjóri. 3. Önnur mál. Fundarstjóri: Ólafur Arnarson. Stjórnin. Hvöt - aðalfundur Aðalfundur Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, verður haldinn í Valhöll miðvikudaginn 14. nóvembernk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Ragnhildur Helgadóttir, alþingismað- ur, ræðir samskipti Evrópuríkja. 4. Umræður. Stjórnin. Aðalfundur fulltrúaráðs Snæfellsness verður haldinn í Samkomuhúsi Grundar- fjarðar 17. nóvember 1990 kl. 16.00. Fundarsetning. Ávarp Friðjóns Þórðarsonar. Almenn fundarstörf. Birgir Guðmundsson mun halda fyrirlestur um vegamál á Snæfellsnesi og Kristófer Oliversson, skipulagsfræðingur mun halda fyrirlestur um áhrlf bættra samgangna. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Snæfellsnesi. Kl. 20.00 verður skemmtikvöld á vegum Sjálfstæðisfélags Eyrarsveit- ar og verður þar boðiö uppá tvíréttaöa máltíð, drykk og dansleik. Guðmundur Haukur leikur fyrir dansi. Allt sjálfstæðisfólk velkomið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.