Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 28
(]po r ™mwQ1 MORGUNBLAÐIÐ 'AIVINNA/RABJSlflft^lWET^dWMÍSífi'iW Er hugsanlegt að þér fáið hærri laun hjá okkur en þér hafið nú, skemmtilegra framtíðarstarf og betri vinnuaðstöðu? Húsgagnaverslun í Reykjavík hyggst bæta við vönum verslunarstarfskrafti, konu eða karli, til sölustarfa í versluninni. Óskað er eftir eiginhandarumsóknum með öllum venjulegum upplýsingum á auglýsinga- deild Mbl., merktum: „Allan daginn - 9294“. Öllum vel unnum umsóknum verður svarað. Snyrtivörur framtíðarstarf Óskum að ráða sölustjóra til starfa með þekktar snyrtivörur. Um er að ræða hálfs dags vinnu e.h. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafið störf sem fyrst. Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska áskil- in, æskilegur aldur 30-45 ára. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „Áreiðanleg - 8580“ fyrir 15. nóv. Frá Háskóla íslands Laust er til umsóknar starf rannsóknamanns við lyfjafræði lyfsala. Umsækjandi þarf að hafa kandidatspróf í lyfjafræði eða B.S. próf eða sambærilega menntun í efnafræði, matvælafræði eða líffræði. Upplýsingar um starfið gefur Þorsteinn Loftsson í síma 694464 eða 694368. Umsóknir sendist til Háskóla íslands merkt- ar: „Lyfjafræði lyfsala". Sölumaður Samningar/tilboð Stórt verslunar- og innflutningsfyrirtæki vill ráða vanan sölumann til starfa. Tækni- menntun, er tengist byggingariðnaði eða skyldri starfsemi, ásamt tilboða- og samn- ingagerð, æskileg. Enskukunnátta er skil- yrði. Góð laun eru í boði. Gott framtíðarstarf. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merktar: „Sölumaður - 9296“. Öllum umsóknum verður svarað. Ríkismat sjávarafuröa Ríkismat sjávarafurða óskar að ráða f eftirtalin störf: Starf forstöðu- manns eftirlitssviðs Starfið felst í stjórn á eftirlitssviði stofnun- arinnar þ.e.: ★ Stjórn á eftirliti með hreinlæti og búnaði fiskvinnslustöðva. ★ Stjórn a eftirliti með hráefnis- og vöru- gæðum íslenskra sjávarafurða. ★ Þátttöku í stefnumörkun og þróun vinnu- bragða Ríkismats sjávarafurða. Starfið krefst: ★ Frumkvæðis og stjórnunarhæfileika. ★ Starfsreynslu úr sjávarútvegi. ★ Þekkingar og áhuga á gæðamálum sjáv- arútvegsins. ★ Háskólamenntunar eins og í matvæla- fræði eða hliðstæðrar menntunar. Starf yfirmanns með búsetu á Suðurnesjum Starfið felst í: ★ Eftirliti með hreinlætis- og búnaðarþátt- um fiskvinnslustöðva og fiskiskipa. ★ Fiskmat. Starfið krefst: ★ Matsréttinda í sem flestum greinum fisk- mats. ★ Nokkurrar tungumálakunnáttu. ★ Frumkvæðis og stjórnunarhæfileika. ★ Þekkingar og áhuga á gæðamálum sjáv- arútvegsins. ★ Reynslu úr fiskiðnaði. Umsækjendur með menntun ífisktækni eða sambærilegu ganga að öðru jöfnu fyrir um starfið. Umsóknarfrestur er til 26. nóvember 1990. Umsóknareyðublöð og starfslýsingar liggja frammi á skrifstofu Ríkismatsins, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Launakjör eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Nánari upplýsingar fást hjá Sveinbirni Strandberg, starfsmannastjóra. Hlutverk Ríkismats sjávarafurða er að stuðla að auknum hráefnis- og vörugæðum íslenskra sjávarafurða. Sjálfsbjörg - landssamband fatlabra Hátúni 12 - Sími 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Reykjavík - lsland Sjúkraliðar og aðstoðarfólk Sjúkraliðar og aðstoðarfólk óskast til starfa strax á vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Um er að ræða 100% starf við aðhlynningu fatlaðra. Upplýsingar gefur Guðrún Erla Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri, mánudaginn 12. nóvem- ber í síma 29133. Frá menntamálaráðuneytinu Laus staða Lektorsstaða í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4,150 Reykjavík, fyrir 10. desember nk. Menntamálaráðuneytið, 8. nóvember 1990. Matvælarannsóknir Viljum ráða gerlafræðing eða matvæla-/líf- fræðing með þekkingu eða reynslu af gerla- rannsóknum á rannsóknastofu okkar. Upplýsingar gefur Franklín Georgsson, for- stöðumaður rannsóknastofu, í sírba 688848. Hollustuvernd ríkisins, Ármúla 1a, 108 Reykjavík. Hollustuvernd vinnur, isamvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og fleiri, við að tryggja sem best eftirlit með umhverfi og matvælum. Rannsóknastofan annast gerlarannsóknirog mun á næstunni hefja efna- rannsóknirá matvælum. Bókasafnsfræðingur Ríkisútvarpið auglýsir laust til umsóknar starf bókasafnsfræðings á safnadeild. Umsóknarfrestur er til 18. nóvember nk. ' Umsóknum ber að skila til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, eða Sjónvarpsins, Laugavegi 176, á eyðublöðum, sem fást á báðum stöðum. R/K/SÚTVARP/Ð Lögfræðingar Við embætti bæjarfógetans á Akureyri og Dalvík og sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu er laus til umsóknar staða löglærðs fulltrúa. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist til undirritaðs. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 7. nóvember 1990. Elías I. Elíasson. Aðstoðarmaður Stór prentsmiðja í borginni vill ráða röskan og reglusaman starfsmann strax. Starfið felst m.a. í meðhöndlun á pappír og þrifum á prentvél. Vaktavinna. Framtíðarstarf. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar. Giiðntíónsson RÁÐC JÖF & RÁÐN I N CARÞJÓN U STA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Hlutastarf Óskum eftir starfskrafti. Meðmæli óskast. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „G - 14186“ fyrir 18. nóvember nk. Álfheimum 74. Byggingafulltrúi á Reyðarfirði Starf byggingafulltrúa á Reyðarfirði er laust til umsóknar. Nánari upplýsingar um starfið veitir undirritaður og Ottar Guðmundsson í síma 97-41245. Umsóknarfrestur er til 22. nóv. nk. og skal skila umsóknum til undirritaðs. ísak Ólafsson, sveitarstjóri, Austurvegi 1, Reyðarfirði. Hafnarfirði Stöður hjúkrunarfræðinga á hjúkrunardeild- um eru lausar til umsóknar frá 1. desember. Staða aðstoðardeildarstjóra. Stöður hjúkrunarfræðinga á kvöld- og helg- arvöktum. Sjúkraliða eða starfsstúlkur vantar á hjúkr- unardeild á morgunvaktir frá kl. 8-12. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, sími 54288. Seglagerðin Ægir Óskum eftir starfsfólki á saumastofu. Upplýsingar í Seglagerð Ægis, Eyjarslóð 7, eða í síma 621780. SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 - sími 62-17-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.