Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 37

Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 37
31 MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDÁGUR 11. NÓVEMBER 1990 Tölva sem þýðir íslensku á fimm önnur tungumál VÆNTANLEG er á markað hérlendis tölva sem getur þýtt af einu tungumáli yfir á fimm önnur tungumál, bæði stök orð og setningar. Tölvan er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Dictiomatic, en Jón Gerald Sullenberger, sem búsettur er í Flórída í Bandaríkjunum, lét hanna tölvuna með íslenskan markað í huga og hann er jafnframt umboðsmaður fyrirtækisins á Norðurlöndum. Jón sagði í spjalli við Morgunblað-^ ið að hann hefði verið á fjórða ári í háskólanámi í Flórída þegar hann sá dag einn í fréttatíma sjón- varpstöðvar umfjöllun um þessa tölvu. Hann setti sig í samband við eigendur fyrirtækisins og kvaðst reiðubúinn að koma tölvunum á markað á Norðurlöndunum með þeim tungumálum sem þar eru töluð. Jón fékk þýðendur til að þýða gagnaminnis tölvunnar yfir á íslensku, dönsku, norsku, sænsku og finnsku. Sölvi Eysteinsson enskukennari og skjalaþýðandi sá um þýðingu yfir á íslensku. Jón sagði að mestum erfiðleikum hefði verið bundið að þýða minni tölvunnar yfir á íslensku og hefði það tekið sex mánuði í vinnslu og kostað mikið fjármagn. Breyta varð vinnslurás tölvunnar alveg sérstak- lega vegna íslenskunnar, þar sem fleiri lyklar eru notaðir í íslensku máli en flestum öðrum tungum. Tölvan hefur alla séríslenska stafi eins og þ og ð, en nú þegar hefur banki tölvunnar verið þýddur á sextán tungumál, þar á meðal ung- versku og tyrknesku. Auk þess að þýða orð á setningar af einu máli yfir á önnur býður tölvan upp á leiki sem einkum eru tengdir orðum og orðnotkun. Jón tók sér frí frá námi til 'að helga sig þessu verkefni og nú er afurðin að líta dagsins ljós hér á landi. Jón sagði að japanskt fyrirtæki sem hefði séð um framleiðslu á ör- flögum í þýðingaitölvuna hefði sett það að skilyrði að framleiddar yrðu flögur fyrir 10 þúsund vélar sem væri mun meira en íslenskur mark- aður tæki við. Flugleiðir hf. hefðu hins vegar reynst honum afar hjálp- legir við þetta verkefni þar sem þeir pöntuðu 2 þúsund tölvur sjálfir en komist hefði verið að samkomu- lagi um að Japanarnir héldu eftir 5 þúsund flögum sem leystar yrðu út þegar aðstæður leyfðu. Það verða því 3 þúsund tölvur settar á markað á Islandi fyrir jól, en tölvan mun kosta um 6 þúsund krónur. HÆÐAHVERFI Bæjarstjórn Carbabæjar auglýsir lausar til umsóknar einbýlis- og rabhúsalóbir í Hæbahverfi. Um er aö ræba: 6 einbýlishúsalóbir vib Lynghæb 4 rabhúsalóbir vib Aftanhæb TO rabhúsalóbir vib Blómahæb 6 rabhúsalóbir vib Birkihæb Ennfremur eru lausar einbýlishúsalóbir til úthlutunar vib ábur auglýstar götur í Hæbahverfi. ÞRENNIR og aðeins 100 TÓNLEIKAR t aðgöngumiðar á hverja til sölu Forsala aðgöngumiða Aðeins 100 miðar seldir á hverja tónleika STEINAR ■ MÓSÍK Austur^træti 22 Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu Garbabæjar \ síma 42311 á skrifstofutíma. BÆJARSTJÓRI Bygging hjúkrunarheimilis Félagsfundur: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund að Hótel Sögu, Súlna- sal, sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 15:00. Fundarefni: Magnús L. Sveinsson Séra Siguröur H. Guðmundsson Elín Elíasdóttir 1. Kynnt skipulagsskrá fyrir umönnunar- og hjúkrunarheimilið Eir. 2. Tekin ákvörðun um þátttöku Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur í byggingu hjúkrunarheimilis. Framsögumenn: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Séra Sigurður H. Guðmundsson, for- maöur stjórnar Skjóls. Fundarstjóri: Elín Elíasdóttir, varaformaður V.R. Félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í ákvörðunártöku um þetta þýðingarmikla mál. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Arshátíðir eru okkarfag! Þríréttaður árshátíðarmatur kr. 2.700,- Dansleikur að hætti Óperukjallarans fyrir smærri fyrirtæki og hópa. &perukjcdlarimi Sími 18833 • • Oðruvísi staður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.