Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARP/SJÓNVA&PÍi
'l'NNUriA
. NÓVEMBER 1000
43
TOIMLISTARUTVARP KL. 20.00 - 22.00
20.00 I tónleikasal. Frá tónleikum íslensku hljóm-
sveilarinnar í Langhollskirkju 13. mai i vor; s tjórn-
andí Guðmundur Óli Gunnarsson.
- „The Unanswered Question", eftir Charles
Ives.
- „Áttskeytla", eftir Þorkel Sigurbjömsson.
- Oktett fyrir blásara, eftir Igor Stravinsky og.
- „Vor i Appalasiu", eftir Aaron Copland.
21.00 Sungið og dansað í 60 ár. Svavar Gests
rekur sögu islenskrar dægurtónlistar. (Endurtek-
ínn þáttur frá sunnudegi.)
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan. (Endurtekinn frá 18.18.)
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Orð kvöldsins. Dagskrá morgundagsins.
22.30 Árdegisútvarp liðinnarviku. (Endurtekið efni.)
23.10 Á krossgötum. Þegar alvara lifsins tekur við,
þáttur fyrir ungt fólk. Umsjón: Þórarinn Eyfjörð.
24.00 Fréttir.
0.10 Miðnæturtónar.
1,00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
RÁS2
FM 90,1
7.03 Morgunútvarpið. Vaknað til lífsins. Leifur
Hauksson og félagar hefja daginn með hlustend-
um. Upplýsingar um umferð kl. 7.30 og litið i
blöðin kl. 7.55.
8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið heldur áfram.
„Útvarp, Útvarp", útvarpsstjóri: Valgeir Guðjóns-
son.
9.03 Niu fjögur. Dagsútvarp Rásar 2, fjölbreytt
dægurtónlist og hlustendaþjónusta. Umsjón:
Jóhánna Harðardóttir og Magnús R. Einarsson.
11.30 Þarfaþing.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Níu fjögur. Dagsútvarp Rásar 2 heldur áfram.
14.10 Gettu beturl Spurningakeppni Rásar 2
með verðlaunum. Umsjónarmenn: Guðrún Gunn-
arsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir og Gyða Dröfn
Tryggvadóttir.
16.03 Dagskrá. Starfsmenn dægurmálaútvarpsins
og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og
smá mál dagsins.
18.03 Þjóöarsálin. Þjóðfundur i beinni útsendingu.
' simi 91 - 68 60 90.
1:
Fómaldarsögur
ÍMorðuríanda
15 22
í dag verður í miðdegisútvarpi Rásar 1 fluttur þriðji þáttur-
03 inn í þáttaröð um Fornaldarsögur Norðurlanda í gömlu ljósi
í umsjá Viðars Hreinssonar.
í þriðja þættinum er greint frá almennum einkennum á byggingu
fornaldarsagnanna, en síðan sagt frá ferli tveggja af frægustu köpp-
um sagnanna, sem báðir gerðu víðreist, en voru afar ólíkir. Örvar-
Oddssaga lýsir vel harmrænni hetju, sem er um leið ævintýraleg í
besta lagi. Þar fara saman harmasaga og skennntun. Bósasaga er
fræg fyrir myndrænar lýsingar á því hvernig söguhetjan svalar liold-
legum fýsnum sínum, en hún er einnig afar ævintýraleg, glaðbeitt
og fjörlega sögð.
19.00 Kvöldtónar. Umsjón Halldór Backman. Ljúfir
kvöldtónar:
22.00 í draumalandi. Umsjón Ragna Steinun Ey-
jólfsdóttir. Draumar hlustenda ráðnir.
24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. Ums|ón Rand-
ver Jensson.
ALFA
FM 102,9
8.45 Morgunbæn. Tónlist.
10.00 „Jóhann og Lára' (endurflutt frá 8, nóv.)
13.30 Alfa-fréttir. Tónlist.,
15.00 „Svona er .lífið" Ingibjörg Guðmundsdóttir.
17.00 Dagskrárlok.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Eirikur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar.
Stöð 2=
Heilsað upp
Skagamenn
HHBH Sjónaukinn er á dag-
0"| 05 skrá Stöðvar 2 í
kvöld. Helga Guðrún
hélt að þessu sinni í leiðangur
með Akraborginni upp á Akra-
nes og leýfði skipstjórinn henni
að leggja skipinu að bryggju á
Akranesi, öllum til mikillar
hrellingar. Helga sótti heim
hjónin Hannes Þorsteinsson
líffræðing og golfvallarhönnuð
og Þórdísi Arthúrsdóttur nýskipaðan ferðamálafulltrúa Akranesbæj-
ar. Þá gróf hún upp hundrað ára gamlan fótboltaáhugamann og
franskan kokk. Einnig kom hún við hjá skósmiðnum sem gerir við
margt fleira en skó þeirra Skagamanna, til dæmis gerði hann við
kirkjuorgelið og er snillingur með þvottavélapakkningar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Gullskífan.
20.00 Lausa rásin. Útvarp framhaldsskólanna.
Umsjón:OddnýÆvarsdóttir ogHlynurHallsson.
21.00 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur.
22.07 Landið og miðin, Sigurður Pétur Haröarson
spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úr-
vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.)
0.10 i háttinn.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Sunnudagssveiflan. Endurtekinn þáttui
Gunnars Salvarssonar.
2.00 Fréttir. Sunnudagssveiflan Þáttur Gunnars
Salvarssonar heldur áfram.
3.00 I dagsins önn. Peningar. Umsjón: Gisli Frið
rik Gíslason.
3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánudagsins.
4.00 Vélmennið leikur næturlög.
4.30 Veðurfregnir. Vélmennið.
5.00 Fréttir af veðri. færð og flugsamgöngum.
5.Ó5 Landið og miöin.
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Morguntónar.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2
8.10-8.30, og 18.35-19.00 Útvarp Noröurland.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9 / 103,2
7.00 Á besta aldri. Umsjón Ólafur Tr. Þóröarson.
Kl. Létt tónlist í bland við gesti i morgunkaffi.
7.00 Morgunandakt. Sérs Cesil Haraldsson.
9.00 Morgunverk Margrétar. Umsjón Margrét
Hrafnsdóttir. Kl. Heiðar. heilsan og hamingjan.
9.30 Húsmæðrahornið. Kl. 10.00 Hvað gerðir
þú við'peningana sem frúin i Hamborg gaf þér.
Kl. 10.30 Mitt útlit þitt utlit. Kl. 11.00 Spak
mæli dagsins. kr. 11.30 Slétt og brugðiö.
12.00 Hádegisspjall. Umsjón Helgi Pétursson.
13.00 Strætin -úti að aka. Umsjón Asgeir Tómas
son.
Kl. 13.30 Gluggað i siðdegisblaöið. Kl. 1-4.00 Brugð
ið á leik í dagsins önn. Kl. 14.30 Saga dagsins.
16.00 Topparnir takast á. Kl. 15.30 Efst á baugi
vestanhafs. Kl. 16.15 Heiðar, heilsan og hamingj-
an. (Endurtekiö frá morgni).
16.30 Akademían.
Kl. 16.30 Mitt hjartans mál-. Kl. 18.30 Smásögur.
Inger Anna Aikman les valdar smásögur.
9.00 Páll Þorsteinsson. Vinir og vandamenn ki.
9.30.
11.00 Valdis Gunnarsdóttir. Afmæliskveðjur og
óskalögin. Hádegisfréttir sagðar kl. 12.
14.00 Snorri Sturluson. Vinsældarlistapopp.
17.00 ísland í dag. Jón Ársæll Þórðarson. Viðtöl
og símatimar hlustenda.
18.30 Kristófer Helgason og kvöldmatartónlistin.
22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson mættur. Óskalög
og kveðjurnar.
23.00 Kvoldsögur. Siminn er opinn og frjálst að
tala um allt milli himins og jarðar.
24.00 Hafþór Freyr á vaktinni.
2.00 Þráinn Brjánsson á næturvakt. ■
EFFEMM
FM 95,7
7.30 Til i tuskið. Jón Axel Ólafsson og Gunnlaug-
ur Helgason.
7.45 Út um gluggan.
8.00 Fréttaýfirfit. Gluggað i morgunblöðin.
8.15 Stjörnuspá dagsins.
8.45 Lögbrotið. Lagabútar leiknir. Verðlauri i boði.
9.00 Sitthvað forvitnilegt og fréttnæmt.
9.30 Kvikmyndagetraun. Boðið út að boróa.
9.50 Stjörnuspá dagsins endurtekin.
10.00 Fréttayfirlit.
10.03 Ágúst Heðinsson og seinni hálfleikur.
10.30 Óskastund.
11.00 Leikur fyrir alla hlustendur.
11.30 Úrslit.
12.00 Fréttir á hádegi.
12.15 Ert þú getspakur hlustandi9,
13.00 Kvikmyndagagnrýni.
14.00 Fréttayfirlit.
14.30 Skyldi Sigurður hafa samband?
15.30 Óvænt uppákoma.
16.00 Fréttayfirlit.
16.03 Anna Björk Birgisdóttir og síðdegistónlist.
16.30 Gamall smellur.
17.00 Nú er það áttundi áratugurinn.
17.30 Og svo sá níundi.
18.00 Fréttaskýrsla dagsins.
18.30 Ákveðinn flytjandi tekinn fyrir.
19.00 Vinsældalistapottur.
22.00 Jóhann Jóhannsson á rólegu nótunum.
UTVARP ROT
FM 106,8
10.00_ Fjör við fóninn.
12.00' Tónlist.
14.00 Daglegt brauð. Birgir Örn Steinarsson.
17.00 Tölvurót. Tónlistarþáttur.
19.00 Nýliðar.
20.00 Heitt kakó. Tónlistarþáttur i umsjá Árna Krist
inssonar.
22.00 Kiddi í Japis með þungarokkið á fullu.
24.00 Næturtónlist.
STJARNAN
FM 102/104
7.00 Dýragarðurinn. Klemens Arnarson.
11.00 Bjarni Haukur með splunkunýja tónlist.
11.00 Geðdeildin !!. Umsjón: Biarni Haukurðg Sig
urður Helgi.
12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson.
14.00 Sigurður Ragnarsson.
17.00 Björn Sigurðsson. Klukkan 18.00-19.00 á
bakinu með Bjarna!
20.00 Jóhannes B. Skúlason. Vinsældarpopp.
22.00 Arnar Albertsson.
UTRAS
FM 104,8
16.00 MS 20.00 MH
18.00 Framhaldsskólafréttir. 22.00 IR
18.00 FB
Sjónvarpið:
Svarta naðran
■■■■ Árið er 1917 og við
QO 35 erum komin í annan
“ þátt af lífsreynslu
Svörtu nöðrunnar úr skotgrafa-
hernaðinum. Hugrekki liðs-
manna hefur lítið fleygt fram
frá því í fyrsta þætti og því er
sendiboða generálsins tekið með
litlum fögnuði, þegar hann kem-
ur stormandi með skipún um
að „operation insanity“, er þýða
mætti óráðsáætlun, skuli hrint
í framkvæmd. En hvað er lil
ráða til að sleppa við
óráðsáætlunina?
í aðalhlutverkum eru Rowan
Atkinsson, Stephen Fry, Hugh
Laurie og Tony Robbinson. Þýð-
andi er Gunnar Þorsteinsson.
Gárur
cftir Elíriu Pálmadóttur
Framtíðin brosir
ossvi-i-ið!
Blöðin voru komin snemma
þennan laugardagsmorg-
un fyrir viku. Hægt að
líta yfir þau yfir morgunkaffinu
áður en rennt yrði af stað með
útlenda gesti til Gullfoss og Geys-
is. Þarna er frásögn af bugmynda-
ríkum athafnamanni og ekki fátt
sem honum hugkvæmist að gera
til bjargar landi og þjóð. Ræktun
á ýmis konar græmneti, korni,
innlendum og erlendum t.rjám,
nýting jarðefna, málmvinnsla,
saltvinnsla og brennisteins-
vinnsla, alifuglaiækt o.fl. Hann
er með tilraunir í þessu öllu og
hefur hug-
myndir utn öfl-
un rekstrarfj-
ár. Hljómar
þetta ekki
kunnuglega?
Flver ætli þetta
sé? Ekki hafa
verið nein viðt-
öl við þennan
keika athafna-
mann í fjöl-
miðlum? Enda
erfitt að koma
þeim á prent,
hvað þá um ljósvakann. Maðurinn
var nefnilega uppi á 17. öld. Hér
er talað um Vísa-Gísla Magnús-
son, sýslumann. Hann reiknaði
framtíðargróðann og reyndi. Eru
íslenskir athafnarmenn ekki líka
að því nú, þremur öldum síðar?
Sem við seinna um daginn horf-
um yfir Þingvelli í fögru, svöiu
veðri skýtur einni af hugmyndum
Vísa-Gísla upp í hugann. Að reisa
þarna stórbyggingu yfir það sem
lyfta megi reisn þjóðarinnar —
veglegan skóla. Valhöll lokuð,
engar snyrtingar og því brunað í
heitan kaffisopann á liðlega hálf-
tíma til Reykjavíkur. Og nú laust
því niður í kollinn á þessum skrif-
ara: Því ekki byggja á Þingvöllum
Alþingishúsið, sem átti að fara
að kúldra niður í plássleysi í mið-
bæ Reykjavíkur. Mundi það ekki
auka reisn löggjafarsamkundunn-
ar? Tengja störf alþingismanna
við sögu þjóðarinnar? Gamla al-
þingishúsið gæti nýst fyrir nefnd-
arfundi, þingflokksfundi og dag-
legt- amstur. En eftir liádegi á
þessum fjórum fundardögum í
viku yfir þingtímann, gætu þing-
menn verið ótruflaðir við vinnu
sína á Þingvöllum. Þar var a.m.k.
þennan dag einhver helgiblær yfir
staðnum, sem slær á ókyrrð og
eirðarleysi. Og þar væri höfðing-
legt að taka á móti gestum þjóðar-
innar og fagna á hátíðarstundum.
í rauninni á Alþingi íslendinga,
amma þjóðþinganna, hvergi ann-
ars staðar heima. Þótt það þyrfti
að flýja til Reykjavíkur á mestu
eymdartímum 1845, þegar svo
blautt var orðið á völlunum af
jarðsigi að þingmenn voru blautir
í fætur í búðum sínum, þá er öld-
in ,önt\ur. Akstursleiðin eftir góð-
um upphleyptum vegi ekki lengri
en þingmenn annarra þjóða þurfa
að aka innanborgar á vinnustað
sinn. Það tók mig lengri tíma um
daginn að komast til Westminster
í London til fundar við breskan
þingmann en að aka í kaffið í
Reykjavík frá Þingvöllum þennan
dag. Fjarlægðin ekkert mál.
Með nútímafjarskiptatækni eru
önnur samskipti miíli þinghúss á
Þingvöllum og gamla þinghússins
í bænum, ráðuneyta og annarra
stofnana, heldur engin hindrun.
Við Moggafóík erum á tveimur
stöðuin í tniðbænum og afgreiðsla
og prentun uppi í Kringlu. Erum
tengd gegii um símana og tölvu-
keifið. Telefax er oft jafnvel fljót-
virkari aðferð til að senda fyri-
spurn milli stofnana og meðtaka
svar en að reyna að ná í viðkom-
andi manneskju í síma eða hitta
á hana á skrifstofunni. Og þjóðin
getur engu síður fylgst með störf-
um þingmanna þar en hér — með
því að hafa rás í útvarpi eða sjón-
fvarpsvélar í gangi.
Það varð áfall fyrir margan
Bretann þegar útvarpið þeirra tók
á sínum tíma allt í einu að út-
varpa frá þingfundum og stjórnar-
andstaðan heyrðist syngja hástöf-
um til að yfirgnæfa ræðumann.
Er víst hætt því, en þingheimur
baulai' enn rækilega til að láta í
ljós vanþóknun sína á ummælum
ræðumanna. Vrð fengum i frétt-
um ríkisútvarpsins að heyra sýnis-
horn af undirtektum í breska
þinginu um daginn, þegar Mar-
grét Thatcher lýsti yfir að þann
arma skúrk Saddam Ilussein yrði
að reka út úr Kúvæt með valdi.
Þingmenn samsinntu einróma
með ánægjuklið, svo öll þjóðin
mátti heyra þeirra viðbrögð.
Heyrir líka að þeir eru á slaðnum
og vakandi. Engin hætta á að við
heyrðum okkar þingmenn svngja
eða baula í þingsal — þetta eru
mestu prúðmenni. Virðist bara
einhver óei**ð í þeim. Enda voru
ekki komnir kennarar með rétt-
indi og fagmenntun til að kenna
sex ára börnum að sitja kyrr á
tíma okkar sem eldri erum, til að
gera þau hlustunarhæf.
Hugmyndin um Alþingishús á
Þingvöllum er víst komin á fland-
ur. En bágt á ég með að trúa að
fegurðin þar, þegar stirndi í
frosti á jörðu og fjöll í fjarska,
hefði ekki haft bætandi áhrif á
þingmenn sem okkur og alla
ferðamennina. Á leið austur var-
aði bílstjórinn okkur við því að
stoppa lengi í Hveragerði, því á
hæla okkar bruni nú 80 erlendir
ferðamenn á sömu leið. Sú blessun
hefur fylgt þessu fagra hausti,
þegar jörð er svo marauð að unnt
var að stytta sér leið eftir slóðinni
um Lyngdalsheiði í byrjun nóvem-
ber, að hægt hefur verið að hala
fleiri erlenda fei'ðamenn til lands-
ins og senda á Gullfoss og Geysi.
Á Geysi kepptist hver mannshönd
við þegar allt í einu var von á
slíku fjölmenni í hádegismat á
laugardegi. Aukning ferðamanna
frá í fyrra er 16% í september og
október. Og í okkar hefðbundnu
bjartsýni hefur því tekist að
lengja ferðamannatímann aftur á
haustið og slá föstu að svo muni
verða hvert einasta ár. Reiknum
það vitanlega inn í framtíðargróð-
ann. Og framtíðin brosir oss vi-i-
ið!