Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 12
0 MQRGUNBLAffiœ. fSUNNU'ÐAGUR JH.( ÍBJé/VEMfiÉR I1S90 m Nokkrir punktar um Evrópubandalagið EVRÚPUBANDALAGIÐ Samheiti þriggja bandalaga, Kola og stálbandalags Evrópu, sem stofn- að var 1951, Efnahagsbandalags Evrópu sem stofnað var 1958 og Kjamorkubandalags Evrópu sem einnig var stofnað 1958. Stofnanir þessara bandalaga vom sameinaðar formlega undir nafni Evrópubanda- lagsins 1967, og eru höfuðstöðvarn- ar í Brussel í Belgíu. Að Efnahagsbandalaginu stóðu sex ríki, Vestur-Þýskaland, Holland, Frakkland, Belgía, Lúxemborg og Ítalía. Bretland, Danmörk og írland gengu í EB árið 1973, Grikkland 1981 og Portúgal og Spánn 1986. Stefna Efnahagsbandalagsins var frá upphafi að bandalagsríkin yrðu einn sameiginlegur heimamarkaður fyrir vörur, þjónustu, fjármagn og vinnuafl. Tollar í viðskiptum milli ríkjanna voru afnumdir fljótlega og sameiginlegur ytri tollur varð á inn- flutningi frá ríkjum utan bandalags- ins. Það var þó ekki fyrr en árið 1985 sem framkvæmdastjórn EB kom fram með áætlun um að óskiptur innri markaður yrði kominn á árið 1992. Samkvæmt áætluninni þurfa EB-löndin að afnema innri landa- mærahindranir, tæknilegar við- skiptahindranir og skattalegar hindranir fyrir þennan tíma. EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu, eða EFTA, voru stofnuð 1960 af 7 ríkjum sem ekki vildu ganga eins langt í samvinnu sín á milli og Efna- hagsbandalagsríkin. Þetta voru Bretland, Danmörk, Noregur Svíþjóð, Sviss, Austurríki og Portúg- al. Bretland, Danmörk og Noregur sóttu um aðild að Efnahgsbandalag- inu árið 1961 og önnur EFTA-ríki sóttu um aukaaðild, en þessum um- sóknum var hafnað. Finnar fengu aukaaðild að EFTA 1961 og íslendingar fengu _ aðild 1970. Bretland, Noregur og írland gengu hins vegar í Evrópubandalag- ið 1973, og gengu þijú fyrrnefndu löndin í EB árið 1973 en Norðmenn höfnuðu aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu árið 1972. EFTA er fríverslunarsvæði, þar sem fríverslun er bundin við iðnaðar- vörur og sjávarafurðir. Aðildarríkin felldu niður tolla innbyrðis en héldu sjáifstæðum tollum gagnvart öðrum ríkjum. EFTA hefur ekki miðað að því að verða efnahagsleg og stjórn- málaleg heild á sama hátt og EB. LÚXEMBORGARFERILUNN Á sameiginlegum ráðherrafundi EFTA og EB í Lúxemborg árið 1984 var samþykkt að efla samvinnu á sviðum tengdum viðskiptum, rann- sóknum og þróun, mennta- og menn- ingarmálum og umhverfísmálum, svo mynda mætti samstætt og öflugt evrópskt efnahagssvæði. Á næstu árum varð áhuginn meiri innan beggja samtakanna um nánara samstarf og samningaviðræðurnar, sem nú standa yfír milli EFTA og EB er afleiðing þess. Markmiðið er að samræma lög- gjöf, stjómsýslu og viðskiptastefnu EFTA-ríkjanna því sem gerist innan EB; að sameiginlegur markaður Evrópubandalagsins og EFTA-ríkj- anna, byggi að mestu leiti á lögmál- um svonefnds fjórfrelsis. Þannig verði viðskipti með vörar og þjón- ustu að mestu frjáls og óhindrað, fjármagn geti • streymt óhindrað milli landa, og fólki verði frjálst að setjast að og starfa þar sem það vill. Með þessu væri myndað efna- hagssvæði sem nær til 18 Evró- puríkja, og auðveldi og efli viðskipti og önnur samskipti bandalaganna, um leið og Evrópa ætti auðveldara með að mæta samkeppni um mark- aði frá Japan og Bandaríkjunum. FRÍVERSLUN Fríverslunarsvæði era tvö eða fleiri tollsvæði, þar sem tollar og aðrar opinberar aðgerðir, sem draga úr viðskiptum með vörur sem upprunn- ar eru á svæðunum, era afnumdar hvað veralegan hluta allra viðskipta landanna varðar. Það þýðir að vörur. era tollfijálsar og ekki má grípa til aðgerða sem veikja stöðu innfluttrar vöru gagnvart samskonar vöru sem framleidd er í innflutningslandinu. sjAvarOtvegsstefna eb Var samþykkt 1983 og miðar að því að tryggja verndun fiskistofna og úthluta fiskkvótum. Efla sjávar- útveginn, tryggja að útgérð og fisk- vinnsla sé ávallt samkeppnisfær, að tryggja nægilegt framboð af fiski, að semja við lönd utan bandalagsins um veiðiréttindi á áður hefðbundn- um miðum bandalagsins. Sjávarútvegur er ekki stór at- vinnugrein innan EB, en hefur þeim mun meiri pólitíska þýðingu. Kemur þar m.a. til byggðastefna, en vanþróuð svæði innan EB, era háð EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu. Stofnlönd: Austurríki, Bret- land, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Stofnun bandalagsins var nokkurs konar mótvægi við þróun EB. Á árunum 1972-73 sömdu öll löndin, en þó hvert fyrir sig, við Evrópubandalagið um fríverslun. 1990 EFTA Finnland varð aukaaðili 1961en fullgildur 1986. ÍSLAND gekk inn 1970. Bretland og Danmörk gengu út 1973 og í Evrópu- bandalagið. Sama gerði Portúgal 1986. EFTA-lönd eru nú sjö með um 32 milljónir íbúa, sem er tæplega tíundi hluti íbúa Evrópubandalagsins. Er næsta skref inngangaí Viihjálmur Egilsson framkvst. Verslunarráðs íslands Opna þarf efna- hagslffið áður en aðilderrædd „Við höfum gengið út frá þeirri staðreynd að það þurfi að opna efnahagslífið til þess að ná árangri. I því felst að við þurfum að leggja stóraukna áherslu á útflutning og uppbyggingu á utanríkisviðskiptum. Við þurfum að opna fjármagnsmarkaðinn og sem flest svið hagkerfisins og færa fólk úr óhagkvæmum störfum í hagkvæm störf sem tengjast útflutningi og utanríkisviðskiptum. Yið teljum svo að spurning- in um aðild eða ekki aðild að Evrópubandalginu komi í framhaldi af því þegar fólk er búið að gera það upp við sig að það vilji opna efna- hagslífíð. Samingar um evrópskt efnahagssvæði væri stórt skref í þá átt sem ég er að tala um. En þetta er fyrst og fremst spurning um að fá að- gang að þessum markaði fyrir okkar útflutningsvörar. Efna- hagslífið fengi betri mögu- leika, en aðild að EB væri engin trygging fyrir því að allt fari að ganga hér vel. Við getum gerst aðilar að EB og haldið áfram að klúðra okkar málum.“ Vilhjálmur sagði ennfremur að tæpast væri grandvöllur fyrir aðild nema yfirráð íslend- Vilhjálmur Egilsson inga yfir fiskveiðunum yrðu tryggð. „Og ég ég tel að á endanum byggist afstaða EB á pólitísku mati frekar en efnahagslegu. Þá snúist spurningin hjá þeim um það hvort þeir telja sér pólitískan akk í því að hafa okkur með, eða ekki. n ef EB leggur ekkert upp úr því að hafa okkur með þá hlustar enginn á okkur.“ Kari Steinar Guðnason iringmaður Alhýðuflokksins Verðum að hafa augun opin ef aðrir sækja um aðild „Ég tel ekki tímabært að sækja að sinni um aðild að Evrópubandalaginu. Hins vegar hef ég sagt það á Al- þingi að við verðum að hafa augun opin, sérstaklega ef Danmörk og Svíþjóð sækja um aðild. Því ef við ætlum að einangra okkur og huga ekki að þeim kosti, þá gæt- um við orðið einskonar Grænhöfðaeyjar norðursins í menningarlegu og efnahagslegu tilltiti. Yið yrðum auðvitað að móta okkar ráðstafanir af okkar hagsmunum, og þá sérstaklega sjávarútvegsins, en eins og mál standa nú, er ekki ráðlegt annað en standa saman með EFTA- löndunum að evrópsku efna- hagssvæði." —Telur þú möguleika á því, ef svo færi að aðild kæmi á dagskrá, að það næðist við- unandi niðurstaða í fiskveiði- málum? „Eins og mál standa nú er okkur ráðlagt af helstu sérfræðingum að vera með EFTA-ríkjunum í þessum viðræðum, og setja öll málin í heildarpakka. Það verði til Karl Steinar Guðnason þess að við munum eiga auð- veldara með að kljást við “bandalagið síðar um fiskveið- imál vegna þess að þau skipta EB svo litlu máli. Ég held að þetta sé rétt mat, og tal um tvíhliða viðræður við EB sé í besta falli vanþekking og í versta falli óraunsæi." Víglundur Þorsteinsson formaúur Félags íslenskra idnrekenda Atvinnulffið verður að taka fullan þátt í þróuninni „Iðnrekendur hafa ekki haft aðra stefnu í Evrþumálum en að við ættum hiklaust að taka þátt í evrópsku efnahags- samstarfi. Ég hef hins vegar lengi verið sannfærður um að við ættum að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Það byggist þó á því að á það verði látið reyna fyrir alvöru hvort fullnægjandi lausn fáist á okkar fiskveiðimál- um. Eg held að það séu ekki slæmar líkur á því. Stjórnmálamenn innan EB hafa sýnt málefnum íslands skilning. Ég held að við getum einnig ályktað, að innan EB séu menn ekkert á einu máli um að sjávarútvegsstefnan þar sé hin eina rétta. I Dan- mörku, Bretlandi, Þýskalandi og jafnvel víðar, eru uppi mjög sterk sjónarmið um að réttur strandríkja eigi að vera meiri. Samningaviðræður íslendinga og Norðmanna gætu eflt þann flokk. Ég hef hlutað á embættis- menn og forsvarsmenn EB segja að þetta megi leysa með nokkúFnveginn jöfnum kvóta- skiptum, milli íslands og EB.“ Víglundur sagðist aðspurð- ur sjá ótal marga kosti við að ísland gangi í EB. „Sam- Víglundur Þorsteinsson ræmdir gæða- og framleiðslu- staðlar, gæðavottun, viður- kenning á prófum milli landa, svo nokkuð sé nefnt. Afnám innri landamæra þýðir í eðli sínu, að viðskipti milli landa í Evrópubandlaginu verða samskonar ar og viðskipti milli fyrirtækja innanlands. Það sem fylgir í kjölfarið, svo sem evrópska myntsamstarf- ið, er að mínum dómi mjög Haukur Halidórsson formaúur Stéttasambands bænda Helst að sauðfjárræktin myndi lifa af „ Afstaða bændasamtakanna er sú, að það sé á engan hátt tímabært að sækja um aðild að EB. í fyrsta lagi er allt of lítið vitað hér á landi um hvað aðild hefði í för með sér. Og í öðru lagi myndum við afsala miklu af okkar forræði til Brussel. Það væri eins og að ganga aftur á hönd Noregskonungum.“ egar Haukur vár spurð- ur hvaða áhrif aðild að EB hefði á íslenskan land- búnað sagði hann að einn innri markaður með engum sérreglum myndi ganga að ýmsum landbúnaðargrein- um dauðum á skömmum tíma. „Það væri helst sauðíj- árræktin sem myndi lifa af, vegna þess að sauðfjárrækt í EB er ekki mjög erfiður keppinautur fyrir íslenska sauðfjárbændur. Það má svo benda á, að ég hef heyrt það hjá Dönum, Vestur-Þjóðveijum og fleir- um, að innri markaðurinn muni þýða 1-2 áratugi aft- urábak í neitendavernd í Haukur Halldórsson þessum löndum vegna þess að framleiðslukröfur eru mun minni t.d. á Spáni eða Grikklandi. Ódýrar vörur þaðan munu svo komast hindrunarlaust á markað allra EB-ríkja.“ Haukur sagðist fljótu bragði ekki sjá hvað íslend-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.