Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990 39' -*• Fjölmargir áhorfend- ur voru á hátíðinni. Fremst fyrir miðri mynd er Gunnar Ein- arsson fyrrum lands- liðskappi í handknatt- leik og íþróttafulltrúi Garðabæjar. Ungar og upþrenn- andi fimleikadísir leika listir sínar. TITLAR Ustinov þrígiftur piparsveinn? Peter Ustinov var bæði glaður og hrærður er honum bár ust boðin um að til stæði að slá hann til riddara í Buckingham- höll. Margir velunnarar leikar- ans telja að stundin hefði átt að renna upp fyrir mörgum árumj en betur sé seint en aldrei. I ævisögu Ustinovs sem skráð er af Christopher Warwick kemur sitthvað smellið fram í tengslum við stundina stóru. Ein uppákom- an tengist eiginkonu Ustinovs, Helenu en í ævisögunni kemur fram, að er Ustinov færði henni gleðitíðind- in, þá hafi hún sprungið úr hlátri og þegar nán- ar var aðgætt, að titillinn bæri nafnið riddarapiparsveinn, hafi frúin gersamlega misst stjórn á sér og veinað í einni hláturro- kunni, „piparsveinn, hvernig átt þú að vera piparsveinn á kafi í þriðja hjónabandinu?" Ekki þótti Helenu atburðurinn merkilegri en svo, en hún mætti þó í Buck^ inghamhöll ásamt bónda sinum. I seinni tíð hefur Peter Ust- inov fengist æ meira við ritstörf og nýlega kom út nýjast verk hans, „The Old Man and mr. Smith“. Peter Ustinov. VETRARSKOÐUN nrJI55AN Það margborgar sig- að fara í vetrarskoðun, því allt þetta er innifalið: /. Skipt um kerti 2 Skipt upi beusínsíu 3. Vélarstilling 4. Ástanú loftsíu athugaú 5. Viftureim strekt 6. Kúpling stillt 7. Otía mælú ú vél og gírkassa 9. Frostþol kælivökva vélar mælt, frostlegi bætt a et meú þarf 19. Ástanú pústkerfis athugaú 11. Bremsur reynúar 12 ísvara bætt a rúúusprautur 13. Hurúalæsingar og lamir smurúar 14. Silikonbornir þéttikantar é hurúum 15. Loftþrýstingur hjúlbarúa mælúur 16. Stýrisbúnaúur kannaúur 17. Hiúlalegur atbugaúar 1B. Ástanú rúúuþurrka skoúaú 19. Ljésastilling 21. Vcrð aðcins Jtr. 5,800,- Sama verð og í fyrra - Sama verð um land allt. Hafið samband við þjónustuaðila Ingvars Helgasonar hf. og ykkur verður vel tekið. Ingvar Helgason hf. Mjúki maðurínn Mjúki maðurinn er kominn úr tísku. Já, kæru kynbræður. þetta er staðreynd. Eftir allt sem við lögðum á okkur til þess að þóknast kröfum timans. Við sem frá blautu barnsbeini vorum aldir upp í dekri, vaktir blíðlega á morgnana af mæð- rum okkar og ömm»rj um. með heitum pönnukökum. súkk- ulaði og kvenlegum gælum. Við mjökuð- um okkur svo á fæt- ur. fullvissir um yfir- 7. r. , r burði karlmanna og eftir Sigurð G. eðllslæfía pjónustu*: Tómasson lund kvenna. Svo barst ný tónlist að eyrum. í henni fól- ust kenningar um jafnrétti kynjanna. Móðirin sem dekraði soninn var for- dæmd. En þó enn frekar dekraði sonur- inn. Verkaskipting kynjanna var helsið sem batt nútímakonuna á leið hennar til vegs og metorða i samfélaginu. Við, þessir mjúku, fórum strax að dansa eftir þessari pipu. Við fordæmdum karladekur kynslóðanna. Við affDökk- uðum súkkulaðið á morgnana. Við steinhættum að lita á konur sem kyn- verur. Við dauðskömmuðumst okkar fyrir karlrembu forfeðra okkar. Og i'jl sannri evangelískri iðran fylltumst við sektarkennd yfir misgjörðum karla í þúsundir ára. Hjá sumum sem ég þekki gekk sektarkenndin svo langt að þeir gátu ekki horft niður þegar þeir fóru að pissa. án þess að roðna af blygðun. Við tókum til við naflaskoðun. Sárs- aukafullt uppgjör. sem hjá flestum end- aði með fyrirlitningu á öllu sem við kom kyni okkar. Burstaklipping. herþjálfun, rakspíri og frjálsar íþróttir urðu skot- spænir hins mjúka nútimamanns en um leið skömm hans. Erfðasynd karl- mannsins. Við lærðuin með erfiöismun- um að strauja skyrtur. þvo þvott og elda mat. Bleyjuþvottur varð vörumerki hins nýja frelsaða karlmanns. Jafnframt kom til sögunnar fram- ' gjarna jafnréttiskonan. Hún leit með fyrirlitningu. blandinni meðaumkun. til kvenna sem létu kúga sig til heimilis- starfa. Hún leit á þjóðfélagið seai vett- vang sinn en kjarnaljölskylduna sem vöggu kúgunarinnar. Auðvitað gekk þetta ekki átakalaust. Eru ekki flestir jafnaldra minna frá- skildir? þvi þótt mjúki maðurinn væri allur af vilja gerður lil þess að læra nýja siði og takast á hendur nýjar skyld- ur, gat hann ekki í einu vetfangi hrist af sér ok aldanna. Erfðasyndin lætur ekki að sér hæða! Konum var heldur ekki Iítill vandi á höndum. Þær þurftu að bijótast undan fargi hefðanna, finna sér leið tíl frama og velgengni í samfé- laginu, án þess að fyllast sektarkennd yfir vanrækslu á heilögum skyldum móður og eiginkonu. Samfélagið var því miður eins og ævinlega nokkrum ára- tugum á eftir kröfum tímans. Eftir nokkur skipbrot, eru þó flestir jafnaldra minna orðnir sæmilega sáttir við lífið og tilveruna. En þá dynja ósköp- in yfir. Haldiði ekki að einhver mennta- maðurinn finni út að áherslurnar hafi verið rangar. í hita baráttunnar, (og þess er revndar gætt að varpa ekki óþarfa rýrð á brautryðjendurna, þrátt fyrir ótviræð hugmyndafræðileg mis- tök) hafi gleymst að taka tillit til KON- UNNAR sjálfrar. Baráttan hafi gengið út á að líkja eftir körlum. Eftir árþús- unda kúgun hafi konur verið langt komnar i að glata með öllu sjálfsímynd sinni. í stað ógagnrýninnar eftiröpunar á hinu kyninu leggja kyndilberar hinn- ar nýju stefnu nú áherslu á kvenleg eigindi, kvenlega reynslu, sérkenni kynferðisins. Hin nýja fijálsa kona er kynvera. Og þótt skilaboð kvenna til karla séu víst sjaldnast ótvíræð, þá er víst að þær kunna því vel. jafnréttiskon- ur nútímans að karlmenn stjani vi<) þær, sýni þeim nánast miðaldalega ríddaramennsku og stigi í vænginn við þær, með tilþrifum sem sett hefðu hroll að hverjum einasta jafnréttissinna Rauðsokkaáranna. Og, það gefur auga leið, gamli vöðvastælti karlmaðurinn er aftur orðinn augnayndi kvenna. Keppnisíþróttir, burstaklipping og fifldirfska eru kostur á hverjum manni i huga hinnar stoltu nútímakonu. Vinur minn einn hefur fengið óþyrmilega að kenna á þessu. Eftir að konan hans yfirgaf hann og fór að búa með pípulagningamanni fór hann í háskólann. Hann hóf námið á nám- skeiði sem hét „Reðurtákn í íslenskum ættjarðarljóðum”. Þá brá svo vlð að kennarinn. skarpleit kona á miðjum aldri, níddist á honum eins og hamv væri holdtekin illmennska pungrottna allra tima - en rifríldishallærislegur um leið. Um daginn kom hann til mín eftir svona útreið og lýsti því fjálglega að menn hans tæi. þessir mjúku væru komnir úr tisku. Svo bætti hann við spámanniega: „Maður bíður bara eftir því að kynferðisleg áreitni á vinnustað verði talin til marks um hinn sanna skilning í jafnréttismálum.“ Sárindin^ leyndu sér ekki. Hann sem hafði haldið aftur af sér í öll þessi ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.