Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 38

Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRIHTUM ABNNUDAGUR HppÓyEkfBEK .1990 Við lofum yíásur ARSHATIÐ sem varið er í hverju fyrirtæki og félagi erárs- hátíð mlkilvægasta gleði- stund ársins. Til að hún heppnist fullkomlega þarf rétta umgjörð, at- læti og glens sem hrífur gesti strax í algleymi ósvikins fagnaðar. i \ y7 ið í Átthagasalnum höfum hlustað sérstaklega eftir ósk- um gesta okkar. Til að þeir séu í ess- inu sínu þarf gleðin að skína úr hverju horni, hreyfmgar þjónanna að fylgja stemningu andartaksins og dagskráin að verka fersk. r\Y ið búum árshátíðinni ykkar veglega umgjörð, framreiðum lostæti að ykkar vali og ljúfar veig- ar, útvegum skemmtiatríði og tón- list við hæfi. Auk þess spörum við ykkur ótal snúninga og áhyggjur — allt I einum pakka á góðu verði. Vinsamlega hafið samband í síma 29900 og við sendum ykkur tilboð um hæl. Qóða skemmtuní Inóiel TIZKA María myndar í París I^EKKT tízkublað í París heitir L’Officiel og þar má sjá það nýj asta sem tízkufrömuðir heimsborgarinn ar hafa uppá að bjóða. í nýjasta blað- inu, sem er tæplega 400 síður, allar litprentaðar, eru 15 síður með mynd- um íslenzka tízkuljósmyndarans Maríu Guðmundsdóttur. María myndar fatnað sem seldur er undir hinu þekkta merki Lous Féraud. Þetta er glæsi- legur og rándýr fatnaður eins og myndin ber með sér. ÍÞRÓTTIR Þrítug stjarna Stjarnan í Garðabæ er þrítug um þessar mundir og er sennilega í hópi yngri íþróttafélaga hér á landi. I vikunni sem leið voru mikil hátíðarhöld í tilefni áfang- ans og eins og sjá má af meðfylgj- andi myndum Arna Sæbergs var margt um manninn, enda að- standendur margir í ört vaxandi íþróttafélagi. Stjörnumaður einn, sem taldi óþarfa að geta nafns, sagði það hafa verið einkar skemmtilegt að fylgjast með framgangi Stjörnunnar í gegn um tíðina. Hann hefði leikið með knattspyrnuliðinu og handknatt- leiksliðinu á fyrstu árunum er Stjarn- an þótti ekki merkilegur pappír og menn veigruðu sér jafnvel við að segja til félags ef á þá var gengið. „Við fórum til Eyja, lékum tvo leiki gegn ÍBV og töpuðum samanlagt 1-21. Það þótti ekki nema hæfilegt. Ég man líka eftir að UBK tók okkur 1-9 og þannig mætti áfram telja. Þetta var í 3. og 2. f!okki,“ sagði viðmælandinn. En Garðabærinn var ört vaxandi og þar kom að skipulag fór að kom- ast á íþróttastarfið og þá fór vegur Stjörnunnar fljótt vaxandi. Nú á lið- ið 1. deildar lið í handknattleik og knattspyrnu karla og handknattleik kvenna. Yngri flokkarnir eru hver öðrum efnilegri og ýmsar íþrótta- deildir aðrar eiga vaxandi meðbyr að fagna. Sýnist sem Stjarnan sé á réttri hillu um þessar mundir og þar vilja Garðbæingar hafa hana ... DELLA Skipbrotskona frá 1912 lifandi á ísjaka suðvestur af Islandi! Bandaríska vikurítið Weekly World News, hefur greint frá því á forsíðu að norskur togari hafi fundið konu á ísjaka 220 mílur suðvestur af íslandi(!) Hún hafi verið klædd upp á nióð fyrsta áratugar þessarar aldar og veif- að farmiða með Tilanic, sem sökk í sæ eftir að hafa stímt á ísjaka 15. apríl 1912(!) Nú verður að segjast eins og er, að Weekly World News er ekki sérstaklega vant að virðingu sinni og sumir segja flestar stóru fréttir blaðs- ins annaðhvort stórfelldar ýkjur ef ekki hreinar lygar. Engu að síður er gaman að velta „frétt- inni“ fyrir sér, því Islands er getið í henni. * Iumræddri frásögn er þess getið að konan, 29 ára gömul, heiti trúlega Winnie Coutts og hún hafi ekki elst um einn einasta dag síðan Titanic hvarf í sæinn. 27 sérfræðing- ar við hið „fræga" Saether-sjúkrahús hafi rannsakað hana og væru sam- mála um að hún væri Winnie Coutts og hefði í raun verið um borð í Titanic. Vitnað er í einhvern Halland lækni og hann segist ekki treysta sér frekar en kollegar sínir til þess að útskýra hvers vegna veslings kon- an hefði ekki elst um mínútu síðan að slysið varð. Hvað var líka norskur togari að gei'a suðvestur af Reykjanesi? Vitnað er í skipstjórann, kaptein Hus, og sagðist hann hafa haft illan bifur á frúnni, hún hefði verið móðursjúk og rugluð, allt þetta tal um Titanic hafi farið í fínustu taugar sínar. Hann hefði því ákveðið að stytta veiðitúrinn og halda til Óslóar(!) Já, það er ekki öll vitleysan eins og óhætt að slá föstu að umrædd frétt sé ein af hinum „ýktu“ svo ekki sé sterkar að orði kveðið. En fleiri dæmi um slíkar fréttir í um- ræddu blaði má nefna, t.d. um mann nokkurn í Mexíkó sem fékk heiftar- lega tannpínu og skaut tönnina úr sér með skammbyssu. Þá er „frétt“ um matreiðslumann í Hong Kong sem sagður er hafa myrt tíu manns og borið fram kjöt fórnarlambanna í hinum ýmsu réttum og hafi veit- ingahúsagagnrýnendur gersamlega sleppt sér í hrifningu yfir staðnum. Sagt er frá afturgöngu í verksmiðju sem er svo magaveik, að er hún leys- ir vind flýja allir starfsmenn hver um annan þveran og þetta vandamál sé farið að koma svo illa niður á fram- leiðni verksmiðjunnar að í óefni er komið. Sagt er frá konu sem tapaði gullhring í brimgarðinum nærri heimili sínu en beit svo í hart á veit- ingastað sex vikum síðar er hún snæddi rétt dagsins, sem var fiskur. í fiskinum fann hún auðvitað hring sinn! Þannig mætti lengi halda áfram en í lokin flýtur með fréttin um spillta siðgæðislögreglumanninn sem skildi ekki í því hvers vegna lyftan sem hann var í á gistihúsi nokkru stöðv- aðist ekki á jarðhæðinni, heldur hélt áfram æ neðar. Eða þar til hún var komin til helvítis! Þar hafi verið svo hræðilegt um að litast, að lögreglu- maðurinn tók sig saman í andlitinu og gerðist predikari. i I € I I 4 í í I I í i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.