Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 15
MORGUNBiÁíjÍí) SL’NNUÓÁ'G'clt:
11.
Stephens segir afsögn Howe hafa
sannfært meirihluta ráðherranna
um að dvínandi vonir um fjórða
kosningasigur Ihaldsflokksins í röð
geti glæðst, jafnvel breyst í vissu
ef skipt verði um leiðtoga. Kenneth
Baker hafi að vísu látið að því
liggja að Howe hafi sagt af sér
vegna ósamkomulags við Thatcher
Og nú ríkti eining á ný. „Ætli Ba-
ker finnist þá að við hinir, 18 í
allt, ættum að segja af okkur líka
til a tryggja einingu í flokknum?"
hefur Stephens eftireinum ráðherr-
anum.
Stephens telur að fæstir ráðher-
ranna styðji Evrópustefnu That-
cher, þeir vilji að það sé skýr og
ótvíræð stefna stjórnarinnar að
framtíð Bretlands sé í Evrópuband-
alaginu. Þetta sé að áliti þeirra
meginatriðið, engar deilur við aðrar
EB-þjóðir megi skyggja á það.
Menn eins og Howe og Hurd vilji
ekki að Bretar einangrist, geri sömu
mistökin og á sjötta áratugnum
þegar EB var stofnað en þá var
Bretland ekki meðal þátttökuríkj-
anna. Minna máli skipti að þessir
menn vilji ekki fara að fullkomlega
óskum Jacques Delors, forseta
framkvæmdastjórnar EB, og fórna
pundinu strax fyrir ecu eða láta
sjálfstæðan seðlabanka bandalags-
ins annast peningamál allra ríkja
þess. Úr herbúðum einörðustu
stuðningsmanna Thatcher berist
þau skilaboð að komi mótframboð
gegn henni núna skuli menn búa
sig undir styijöld í flokknum. Step-
hens segir ýmsa einnig benda á að
sá sem líklegastur sé til að geta
sigrað Thatcher, þ. e. Michael He-
seltine, sé svo ákveðinn stuðnings-
maður aukinnar Evrópusamvinnu
að kjör hans gæti klofið flokkinn.
Norman Tebbit, harður stuðnings-
maður Thatcher í Evrópumálum
sem öðrum efnum, er stundum
nefndur sem hugsanlegur arftaki
hennar. Hann sagði af sér for-
mennsku í flokknum eftir kosning-
arnar 1987'til að geta sinnt betur
eiginkonu sinni er lamaðist í
sprengjutilræði gegn frammámönn-
um íhaldsflokksins fyrir nokkrum
árum. Tebbit var kallaður á fund
Thatcher eftir afsögn Howe, er
Tebbit sakaði um „barnaskap“ í
afsagnarbréfinu. Tebbit virðist hafa
hafnað ráðherrastöðu á fundinum.
Önnur leiðtogaefni eru Howe, Dou-
glas Hurd utanríkisráðherra og
útum síðar var ráðherrann farinn
að velta því fyrir sér hvort hann
gæti snúið sér að fyrri störfum utan
stjórnmálaheimsins þegar hann yrði
að hætta eftir ósigur Thatcher í
næstu þingkosningum sem verða í
síðasta lagi sumarið 1992.
Liðsmenn Thatcher hóta stríði
Þmghusið í London
Margaret Thatcher og eiginmaður hennar, Dennis Thatcher. Þeir
íhaldsmenn sem telja að forsætisráðherrann sé orðinn flokknum fjöt-
ur um fót vona að eiginmaðurinn telji Járnfrúna á að hætta áður
en andstæðingar hennar fylki liði gegn henni.
Norman Tebbit.
á hugmyndafræði. Hann ætti því
að vera afar ánægður með hvassar
spurrtingar Thatcher um EB-
draumana. En vandinn sé að Howe
telji starfsaðferðir Thatcher, fyrst
og fremst óbilgjarnar yfirlýsingar
hennar, ekki árangursríkar, ekki
„raunhæfar." Henni hafi ekki tekist
að afla skoðunum Breta fylgis.
Moore segir það hátt Englendinga
og einnig Howe, þótt hann sé frá
Wales, að reyna í lengstu lög að
fara með löndum í samskiptum við
aðra. Sannir, enskir hefðarmenn
forðist að hleypa öllu í bál og brand.
I afsagnarbréfi sínu segist Howe
hvorki vera ákafur Evrópusinni né
fylgjandi hugmyndinni um Banda-
ríki Evrópu eins og t.d. Edward
Heath, fyrrverandi forsætisráð-
herra. Moore segir að eðlilegasta
skýringin á afsögn Howe hljóti að
vera að um persónulegar ástæður
sé að ræða, fyrst og fremst
óánægju vegna þess að Thatcher
vék honum úr embætti utanríkis-
ráðherra á síðasta ári. Þá hafi Howe
misst alla von um að verða eftir-
maður hennar í leiðtogastarfinu og
síðan hafi samstarf þeirra orðið æ
stirðara. Moore klykkir út með því
að segja að vandi íhaldsmanna sé
ekki Evrópumálin heldur ótti þeirra
Michael Heseltine.
og örvænting vegna klúðurs í efna-
hagsmálunum og áfalla í aukakosn-
ingum og skoðanakönnunum. Hefð
sé fyrir því að við slíkar aðstæður
sé reynt að skella skuldinni á leið-
toga flokksins. Forysta Thatcher
og starfsaðferðir séu auk þess með
þeim hætti að taugaveiklaðir liðs-
menn flokksins grípi fegins hendi
tækifærið til að búa til sökudólg.
Hvað segja kjósendur?
Moore er hliðholiur forsætisráð-
herranum en hvað segja breskir
kjósendur? í könnun, sem Mail on
Sunday gerði rétt eftir afsögn Howe
kom fram að 65% kjósenda vildu
að Thatcher segði af sér. Mikill
meirhluti er hlynntur myntbanda-
lagi. Þótt varlegt sé að treysta um
of á kannanir þá hefur það verið
ljóst um alllangt skeið að persónu-
legar vinsældir Thatcher hafa
minnkað og efnahagsvandinn, ekki
síst háir vextir, hefur ekki bætt
stöðuna. Margir stuðningsmenn
hennar segja reyndar að Thatcher
hafi aldrei verið beinlínis vinsæl.
Henni hafi hins vegar tekist betur
en öðrum stjórnmálamönnum að
öðlast virðingu.
Stefnufesta Thatcher og hug-
rekki eru óumdeilanleg en henni
gengur verr að vekja hlýjar tilfinn-
ingar í bijóstum fólks. Hún hefur
verið við völd í 11 ár og afrekin
eru ótvíræð, staðfesting þess er að
í nýjustu stefnuskrá Verkamanna-
flokksins er fátt um róttækar breyt-
ingatillögur t.d ekki lagt til að ríkis-
fyrirtæki, sem seld hafa verið, kom-
ist aftur í opinbera eigu. Verka-
mannaflokkurinn vill að annað fólk
taki við valdataumunum og þar er
kannski kominn kjarni þess vanda
sem Thatcher bakar flokksmönnum
sínum. Háttvirtir kjósendur eru
orðnir leiðir á Járnfrúnni, gera upp-
reisn gegn ströngu kennslukonunni
sem kom á aga í ólátabekknum.
Fáum dettur í hug að Neil Kinnock
og samstarfsmenn hans kunni ein-
hver töfraráð við efnahagsvandan-
um en skoðanir kjósenda byggjast
ekki alltaf á vandlegri íhugun þar
sem rökum og gagnrökum er teflt
fram. Finnist almenningi að and-
stæðingar Thatcher séu hlýlegri,
mannlegri, líklegri til að láta sig
skipta hvemig venjulegu alþýðu-
fólki líður, þá hafa fjandmenn
íhaldsflokksins þegar unnið hálfan
sigur. Innbyrðis deilur íhaldsmanna
geta síðan orðið dropinn sem fyllir
mælinn, rúið þá öllu trausti og þá
skiptir litlu þótt hægt sé að benda
á að Verkamannaflokkurinn sé alls
ekki einhuga í afstöðunni til Evr-
ópusamvinnunnar.
Dennis komi til iijálpar
Mörgum sauðtryggum íhalds-
manninum fannst að Thatcher ætti
að fara að fordæmi góðvinar síns
Howe er fréttir bárust af afsögn
hans, þannig ætti hún að koma í
veg fyrir hættulegan klofning í
flokknum. Haft var eftir ónefndum
ráðherra í grein eftir fréttaskýrand-
ann Philip Stephens í Financial Tim-
es að íhaldsmenn fengju þannig
tækifæri til að sætta sjónarmiðin í
Evrópumálunum áður en í óefni
væri komið. Tækist einnig að koma
böndum á efnahagsmálin mætti e.
t.v. bregða fæti fyrir Kinnock á
skemmtigöngu hans til Downing-
strætis 10, embættisbústaðar
breska forsætisráðherrans. Er ráð-
herrann, sem er staðfastur miðju-
maður í flokknum, ræddi um þau
miklu áhrif sem Dennis Thatcher
hefði á eiginkonu sína, kom allt að
því vonarhljómur í röddina. Dennis
myndi ekki vilja að hún héldi áfram
að beijast ef hætta væri á að hún
yrði að hrakin úr embætti með
skömm. Hann myndi áreiðanlega
segja henni að nú væri best að láta
af völdum og setjast í helgan stein
á setrinu sem bíður þeirra í Dul-
wich, eða hvað? Stephens segist
halda að þessar hugleiðingar hafi
fremur átt rætur sínar í vonum en
raunveruleikanum. Nokkrum mín-
li
Kenneth Baker iðnaðarráðherra en
>eir John Major fjármálaráðherra
og Christopher Patten umhverfis-
málaráðherra eru yfirleitt taldir of
reynslulitlir til að eiga mikla mögu-
leika.
Þjóðernisstrengir
Heseltine hefur líkt skilningi
Thatcher á fullveldi Bretlands
,,gagnvart EB við ímyndað frelsi
manns sem ráfi einn um í eyðimörk-
inni. Stephens^ segir að um tylft
þingmanna úr íhaldsflokknum leggi
gífurlega áherslu á að varðveita
fullveldi þjóðarinnar, sjálfræðið sem
þeir álíti að skriffinnarnir í Brussel
vilji bijóta niður. Hópurinn géti í
baráttu sinni höfðað til viðkvæmra
strengja í bijóstum margra íhalds-
manna sem aldrei gleymi fornri
frægð Bretaveldis. Thatcher hafí
slegið ákaft á þessa strengi í þing-
umræðunni um myntbandalagið þar
sem hún hafi rætt um virðingu fyr-
ir pundmu, þinginu og fánanum.
Ýmsir íhaldsleiðtogar óttast að
Thatcher hyggist gera fullveldi
Breta og varðveislu þjóðernisein-
kenna og siðvenja að baráttumálun-
um í næstu kosningum. Stjórnmála-
skýrendur telja margir að með slík-
um áherslum gæti Thatcher gull-
tryggt Verkamannaflokknum sig-
urinn þar sem allur almenningur
hafi miklu meiri áhuga á margvís-
legu innanlandsböli og vilji vita
hvernig brugðist verði við því.
Helstu talsmenn bresks iðnaðar
lýstu í vikunni stuðningi við mynt-
bandalagið og gagnrýndu Thatcher
fyrir afstöðu hennar. Hins vegar
var henni hrósað fyrir að krefjast
þess að einingarsinnar í Evrópu
skilgreindu markmið sín betur en
þeira hafa gert. Stephens segir
þorra þingmanna íhaldsflokksins
hvorki sérstaklega andvígan né
hlynntan evrópskri samvinnu en
þegar .til kastanna komi vilji þeir
sjá til þess að þeir, sem haldi flokkn-
um uppi ijárhagslega, ráðamenn
fyrirtækjanna, fái tækifæri til að
hagnast á Evrópusamstarfínu. Einn
þingmannanna segist geta sætt sig
við myntbandalag og ecu ef mynd
af drottningunni prýði aðra hlið
peningaseðilsins.
Hættulegir tímar
Ný röksemd hefur verið borin
fram gegn leiðtogaskiptum núna:
Stríðshættan í Miðausturlöndum.
Bretar hafa sent mörg þúsund
manna herlið til Persaflóa þar sem
stríð getur brotist út hvenær sem
er. Þetta er þó fremur veigalítil
mótbára þar sem hægt er að rifja
upp að í maí 1940, í heimsstyijöld-
inni síðari, tók Winston Churchill
við af Neville Chamberlain. Auk
þess er öllum ljóst að verði barist
við Persaflóa munu Bandaríkja-
menn verða í forystuhlutverkinu,
ekki Bretar.
Thatcher segist vilja samvinnu
við Evrópulöndin en ekki hvað sem
það kostar. Stjórnmálaskýrendum
hefur löngum þótt falskur hljómur
í þessum yfirlýsingum. Thatcher er
dæmigerður Breti af eldri kynslóð-
inni, er tortryggin í garð evrópsku
meginlandsbúanna, óttast þýska
valdafíkn og er sannfærð um yfir-
burði Breta og alls sem breskt er.
Það hefur lengi verið ljóst að hún
telur sambandið við Bandaríkin eiga
að vera sjálfa kjölfestuna í sam-
skiptum Breta við umheiminn, rétt
eins og það var á uppvaxtarárum
hennar.
Thatcher verður á næstunni að
finna leið til að sameina íhalds-
flokkinn um stefnu í Evrópumálun-
um eigi flokkurinn að rétta úr kútn-
um undir forystu hennar. Bent hef-
ur verið á þá kyndugu þverstæðu
að afsögn Howe, sem segist ekki
munu bjóða sig fram gegn That-
cher, geri Hurd og Major auðveld-
ara að sannfæra forsætisráðher-
rann um nauðsyn þess að Bretar
taki þátt í myntbandalaginu ef önn-
ur EB-ríki ákveði að koma því á
laggirnar, án tillits til andstöðu
Breta. Næstu vikur og mánuðir
leiða í ljós hvort Thatcher sigrar,
lætur undan samverkamönnum sín-
um — eða yfirgefur skyndilega svið-
ið, sannfærð um að íhaldsflokk-
urinn hafi yfirgefið leiðtoga sinn.
Mi—Bffi