Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 13
13 og EFTA sjávarútvegi Grundvallarregla EB er að jafn aðgangur allra aðildarríkja sé að fiskimiðum EB. Hins vegar hafa aðildarríkin hafa rétt til að stjórna veiðum innan 12 mílna lögsögu og kvótum er úthlutað til ríkja miðað við veiðar þeirra síðustu árin. LANDBÚHARSTEFNA EB Meginmarkmið landbúnaðar- stefnu EB er að auka framleiðsluna, tryggja bændum góð lífskjör, tryggja framboð landbúnaðarvara og tryggja að neitendur fái landbún- aðarvörur á hóflegu verði. Stefnan hefur verið framkvæmd með niðurgreiðslum á verði landbún- aðarvara og framleiðslustyrkjum. Það hefur haft það í för með sér að verð á landbúnaðarvörum er hátt. Hátt afurðaverð til bænda hefur einnig leitt til offramleiðslu. EB hefur því sett háan ytri toll á landbúnaðarvörur, sem fluttar eru þangað inn frá löndum utan bandalagsins, og greitt útflutningsbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir, svo þær séu samkeppnisfærar á öðrum mörkuð- um. BÖKUN 6 EFTA-ríkin að íslandi meðtöldu og EB gerðu með sér samning árið 1972, um fríverslun með iðnaðarvör- ur. Við samning íslands og EB var gerður sérstakur viðauki, bókun 6, þar sem kveðið er á um tollaívilnan- ir fyrir íslenskar sjávarafurðir, þó að undanskildum saltfiski. Bókunin tók gildi árið 1976. stór ávinningur. Sparnaður atvinnu- lífsins í peningaflutningum milli landa verður mikill, ef Evrópa fær einn gjaldmiðil." Þegar Víglundur var spurður hvort staða íslensks iðn- aðarar yrði ekki veik innan EB, sagði hann að staðan yrði verri ef ísland stæði utan EB. „Breytingarn- ar eiga sér stað á svo mörgum svið- um, og við verðum. að taka fullan þátt í henni. Það er verið að tala um bætta samkeppnisstöðu fyrirtækja með bættum skattareglum, afnámi innri landamæra, einum gjaldmiðli, samræmdum stöðlum. Þetta er þró- un, sem sem íslenskt atvinnulíf verð- ur að fá fulla þátttöku í, en ekki að hluta. Ef við sitjum ekki við sama borð, er miklu meiri hætta á að við verðum undir. Ég held að ef útlendingar fá að koma hingað inn með áhættufjár- magn, muni það efla nýsköpun í ís- lensku atvinnulífí. Framtíðarvöxtur byggðar á íslandi er að verulegu leyti undir því kominn að íslenskt atvinnulíf fái að njóta að fullu kos- tanna af þessum nýja evrópska markaði. íslensk fiskvinnsla og sjávarútveg- ur í heild sinni gæti átt verulega möguleika til útvíkkunar innan EB. Ef við erum bestu sjómenn í heimi og einna snjallastir að vinna úr físk- inum, ætti það að liggja beint við að færa út kvíarnar innan bandalags- ins.“ ingar myndu græða með aðild, sem ekki væri hægt að ná fram með samningum, annaðhvort með EFTA eða einir. „ í EFTA-ríkjum er hagsæld meiri og verferð jafn- ari og hærri en í EB. En ég skil að Evrópubandlagið vilji fá fleiri lönd til sín, til að standa undir þeim kostnaði sem þar er.“ MOKGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990 Ljóðabók eftir Baldur Oskarsson GLJÁIN . heitir ljóðabók eftir Baldur Óskarsson sem Hring- skuggar hafa gefið út. Þetta er áttunda ljóðabók Bald- urs,sú fyrsta: Svefneyjar kom út 1966 og síðast á undan þessari kom Döggskál í höndum 1987. I þessari nýju bók Baldurs eru um 80 ljóð. Gljáin er 99 blaðsíður, prentuð í Gutenberg hf.. Kápu gerði Gylfí Gíslason. Baldur Óskarsson Ljóðaþýðing- ar eftir Braga Sigurjónsson BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar hefur gefið út bókina Af er- lendum tungum - ljóðaþýðingar eftir Braga Sigurjónsson. í þessari bók eru 67 ljóð í þýðingu Braga, nítján þýdd úr ensku, 7 úr dönsku, 34 úr norsku og 7 úr sæpsku. I kynningu útgefanda segir, að þýðandinn leiti víðá fanga. „Meðal annars íslenskar hann allmörg ljóð eins af kunnustu ljóðskáldum Norð- manna á undanförnum áratugum, Rolfs Jacobsens, hann seilist inn í hugsanagang skálds austur í Pa- Bragi Sigurjónsson. kistan og skyggnist inn í ljóðhug verðlaunaskáldsins Tomas Tranströmmers." Bókaöunúna Borgarferöimar eru aö seljast Amsterdam í jólaskapi Verslanirnar, veitingahúsinjistasöfnin ásamt fjölbreyttu mannlífi gera Amsterdam óviðjafnanlega. Allt er síðan kryddað með jólaskapi - frábærar verslunarferðir. 27.-30. nóv. í 3 nætur. Morgunflug út - kvöldflug heim Gisting á Owl Hotel. Verð kr. 28.490. 7.-11. des. í 4 nætur. Gisting á Owl Hotel. Verð kr. 32.400. Baltimore - Washington Brottför 9. og 16. nóv. í 3 nætur - 14. og 21. nóv. í 7 nætur. Verð frá kr. 35.020. Hótel Sheraton, 3 nætur. Trier 15.-18. nóv. uppselt. 29. nóv.-2. des. 4 sæti laus. Verslun, vínsmökkun, Mosel-sigling í elstu borg Þýskalands. Gist á Europa Parkhotel. Kr. 31.450 á mann í tvíbýli. Innifalið eru ferðir til og frá flugvelli. Fararstjóri Friðrik G. Friðriksson. Glasgow 10.-13. nóv. / 1.-4. des. uppselt. Aukaferð 8.-11. des. Verslanir í jólaskrúða, kynnisferð um nágrennið, skosk kráarstemmning. Gist á Hospitality Inn. Verð kr. 27.200 á mann í tvíbýli. Innifalið eru ferðir til og frá flugvelli. Fararstjóri Lilja Hilmarsdóttir. Luxemborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.