Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 25

Morgunblaðið - 11.11.1990, Side 25
MORöÚNBLAÐlÐ SÚNNUÖAÖUÍÍ !!. NÓVuMBER Í9ÖÖ 25 Eftir upptalningu í franska blaðinu á öllum þeim stöðum, þar sem Ray- mond Petit hefur komið við sögu á þessum 22 mánuðum, lék blaða- manni förvitni á að frétta meira af þeim hjónum og sló á þráðinn til Bjargar Hauksdóttur, dóttur Katrínar. Mik- ið rétt. Þau hjónin fóru aldrei til Afganistan, eru nú búsett í Kamer- ún í Afríku, þar sem Raymond er aðalræðismaður Frakka. En þau eru nú stödd hér á íslandi. Höfðu að venju notað tækifærið úr því hann var kallaður til Parísar. Og við mæltum okkur mót á Hótel Holti. En lítum fyrst á greinina, kveikj- una að þessu viðtali. Þar segir að diplómatinn Raymond Petit hafi víða drepið niður fæti á heitustú stöðum jarðkringlunnar. Svo mjög að njósnasöguhöfundurinn Gerand de Villers, sem kynntist honum þegar þau hjónin voru fyrir nokkr- um árum búsett í Japan, hafi gert hann að fyrirmynd söguhetjunnar Yamato, sem bjargar Malolinge prinsi í sögunni Njósnararnir í Tókýó, sem út kom 1975. En sá á íslenska konu, sem þar er kölluð Guðrún. Villiers er víðfrægur njósnasagnahöfundur, hefur skrifað 100 bækur, sem þýddar eru á 35 tungumál. Raymond Petit hlær bara dátt að þessari líkingu og segir lít- ið, enda segir blaðamaðurinn Fran- cois Luizet í greininni í Figaro, að Raymond Petit yppi bara öxlum þegar reynt sé að tala við hann um ævintýralegt líf hans. Diplómatinn Raymond Petit vilji halda sig utan sviðsljósanna. En afrek hans hafi við líka athvarf í íbúðinni okkar og þar bíður bíllinn. Þar er okkar strætisvagnastöð." Katrín bætir því við að við ræðismannsbústaðinn í Douala sé stór útipallur og Raym- ond noti hann til að kenna japanskt karate. Hafi komið upp námskeiði fyrir 20 stúlkur, dætur bankastjóra, olíukónga og sendiráðsmanna, enda sé mikilvægt fyrir stúlkur að kunna að veija sig í þessum löndum. En Raymond Petit er þekktur karate- meistari með hæstu gráðu og stofn- ar karateklúbba hvar sem hann fer. Katrín bætir glettnislega við, að nemendur lians í Kamerún séu allt stórfallegar stúlkur, enda kunni hann vel að meta kvenlega fegurð. Maður hennar hlær prakkaralega, og maður skilur líkingu blaða- mannsins í Figaro, sem segir að þessi 54 ára gamli franski diplóm- at, sem fæddur er í Hanoi í Víetnam af frönskum föður og víetnamskri móður, sé sambland af Sihanouk fursta og gamanleikaranum l'ræga Francis Blanche. Hann svarar gjarnan með spaugi til að komast hjá því að segja frá sendrferðunum á óróasvæðin og ástandinu í löndun- um sem hann sækir heim. UmSetinn í sólarhring i Salvador A undanförnu hálfu öðru ári hef- ur Raymond Petit verið sérleguf sendifulltúi stjórnar sinnar í Yemen, [)ar sem hann vai' í þrjár vikur í apríl og maí 1989, eftir stutta ferð til Kabúl í júlí, var hann sendur til Savador í ágúst-september og nokkru seinna í sérhæfða sendiferð um eyjarnar í Karíbahafi í hálfan annan mánuð, í maí í vor ti! Gabon vegna uppreisnar þai', og loks til Rúanda í október sl. Hann tekur það fram að þær lerðir allar séu fai'nar til þess að tryggja öryggi franskra ríkisborgara á óróatímum og þeii' þá í hættu. Eitthvað nánar viljum við fá að vita um ferðir hans og spyijum um hvert þessara landa af öðru. Hann kveðst hafa verið í Yemen áður en landið sameinaðist í eitt ríki á sl. ári. Suður-Yemen var marxískt kommúnistaríki en í Norður-Yemen sterk-íslamskt ríki, sem eftir margra ára samningaþóf voru sam- einuð í maí í vor. Hans sendiför var til Norður-Yemen. Þar er að vísu lítið um franska borgara, en sendi- förin af pólitískum toga vegna ástandsins í Líbanon. I ljós kemur að í uppreisninni í Salvador skall hurð nærri hæium þegar skot straukst við höfuð Raymonds Petits. Uppreisnarsveitir höfðu umkringt h.úsið þar sem hann var lokaður frá umheiminum með frönskum hjónum í 24 klukkustund- ir. Stríðsmenn voru allt um kring og uppi á þakinu, þar til forseti landsins sendi herflokk til að frelsa þau. Aðspurður kvaðst liann hafa beðið tiltölulega rólegur, enda hafði hann búið sig út með 5 daga skammt af Le Monde,' sem liann las upp til agna. Katrín segir að búið hafi verið að kaupa farmiða handa henni, en ekki varð af því að hún færi með honum vegna þess hve ástandið reyndist hættulegt. Sjálf kveðst hún óhrædd og alltaf reiðu- búin, enda sé hún forlagatrúar. Það komi sem koma vill. Þegar þau fóru frá Islandi í vikunni ætluðu þau einmitt að skreppa til Spánar til að heimsækja vinafólk sitt, þennan franska sendiráðsmann og konu hans, sem lokuðust inni með Raym- ond Petit í Salvador. Á eyjunum í Karíbahafi er ástandið mjög slæmt, að því er Raymond Petit segir, en af öðrurn ástæðum. Þartröllríðaeiturlyfjamál öllu og Frakkar eru að reyna að veita aðstoð vegna þeirra. í slíkurn erindum var Petit sendur til Mart- inique, Trínídat, Tóbagó, Guyana og Port au Spain, þar sem hann starfaði áður í franska sendiráðinu. Hann segir eiturlyfjamálin gífur- lega erfið viðureignar á þessum slóðum og úrbætur muni taka mjög langan tíma. Frelsun franskra borgara í árslok 1989 höfðu þau Katrín | og Raymond Petit komið sér fyrir í Kamerún. En í maí var Raymond skyndilega sendur til Gabon, þegar þar hófst uppreisn gegn stjórninni. 1 Gabon bjuggu 3.000 Frakkar og tókst að koma 2.000 þeirra úr landi. Frakkar sendu 500 hermenn inn í landið til að stilla til friðar og. Raymond Petit fór með þeim til að huga að frönskum ríkisborgurum. Svaf í 3 nætur í svefnpoka á flug- vellinum. Flugvöllurinn hafði verið eyðilagður og þar í nánd var stöðug skothríð. Svo gerðist það í október síðast- liðnum að meira en 1.000 hermenn af tutsiættbálkinum, sem áður höfðu völdin en höfðu flúið til ná- grannríkisins Úganda í Mið-Afríku, réðust inn í Rúanda. Þar ráða nú ríkjum liutumenn af öðrum ætt- bálki, sem er í meirihluta, en ætt- bálkadeilur eru sérlega grimmar í landinu. Sagði Raymond Petit að tutsimennirnir, sem eru háir vexti, séu ekki nema um ein milljón tals- ins, en hinir lágvöxnu hutumenn 7 milljónir í landinu. 1959 gerðu hutu- menn uppreisn og ráku tutsimenn á flótta í miklu blóðbaði, marga til Úganda. Þar var áður belgísk ný- lenda og Juvenai Habyarimana for- seti sneri sér nú til forsætisráðherra Belgiu um aðstoð ti! að bæla niður uppreisnina. Jafnframt bað hann um áheyrn hjá Frakklandsforseta. Af þessu tilefni var Raymond Petit aðalræðismaður Frakka sendur til höfuðborgarinnar Kigali, til að tryggja í samvinnu við sendiráðið þar örugga brottför franskra ríkis- borgara. 10. október sl. voru komn- ir forseta landsins til aðstoðar 600 belgískir hermenn og 300 franskir hermenn. Samhliða kom Petit á vettvang og var byijað á því að senda út úr landinu konur og börn, sem gekk ágætlega að hans sögn. Komiiin í paradís — á Islandi „Og eftir þetta er ég kominn rakleiðis til íslands til að hvíla mig,“ segir hann og skrúfar fyrir fleiri spurningar. „Eg er búinn að vera í víti í hálft annað ár og nú er ég kominn í paradís á íslandi. Þann 9. förum við til að heimsækja bróð- ur minn í Bordeaux og svo til vin- anna í Barcelona og verðum komin til Parísar til þess að taka við orð- unni úr hendi forsetans 22. nvem- ber. IJér þykir mér stórkostlegt að vera í ró og næði.“ „Hann er nú ekkert rólegur, kann það ekki. Það er ekki í hans eðli. Hann verður alltaf að vera að gera eitthvað,“ skýtur Katrín inn í. Þau höfðu verið að heimsækja foreldra hennar í Njarðvíkum, Margréti Jónsdóttur Ijósmóður og Þórð Elís- son fyrrv. útgerðarmann, og nutu þess að búa lvjá Björgu dóttur henn- ar og fjölskyldu hennar. En hvernig fellur henni sjálfri að vera sífellt á ferð og flugi? „Mjög vel,“ segir hún, „það er alltaf eitthvað að ger- ast þar sem Raymond er. Aldrei dautt augnablik.“ En er hún ekki síhrædd um mann sinn þegar hann er á hættusvæðum? „Ég er ekkert að hugsa um það. Þegar maður lif- ir svona lífi þá þýðir ekki að vera að hafa áhyggjur. Ég er mjög vina- föst og lield í mína góðu vini. Og er ekkert að ergja mig yfir öðru. Raymond leggur líka mikið upp úr því að rækta sambandið við trygga vini. Það er okkar haldreypi." Þau Katrín og Raymond Petit eru höfðingjar í lund. Þau segjast ekk- ert ætla að segja mér frá Kamerún núna, ég geti bara komið þangað, búið hjá þeim og séð landið sjálf. Og þegar þau heyra að fyrir 25 árum hafi ég staðið með vega- bréfsáritun við landamærin, án þess að komast inn í Kamerún og fynd- ist ég því alltaf eiga það eftir, er það fastmælum bundið. En verða þau þá bara ekki komin eitthvað annað fyrr en varir, eins og þegar við fyrir 22 mánuðum töluðunr um að sjást kannski í Afganistan. „Nei, segir Raymond Petit. „Við verðum í Kamerún í- tvö ár. Svo gæti að vísu farið að ég yrði að skreppa í sérlega sendiferð ... “ Það er víst ekki orðið svo friðvænlegt í heimin- um að það geti ekki orðið hvenær senr er og næstunr hvert sem er. Komin í paradísina á íslandi, eins og Raym- ond Petit, aðalræðismaður Frakka í Kamer- ún og Katrín Þórðardóttir Pelil kona hans orða það. ekki farið fram hjá forseta Frakk- lands, þar sem Franois Mitterrand ætli sjálfur að afhenda í Elysée- höll riddarakross Heiðursfylkingar- innar þessum diplómatíska sendi- manni á ferð og flugi í illleysanleg- um erindunum. Og Katrín biður mann í guðs bænum að vera ekki að hafa þetta eftir, enda eigi Guð- rún þessi ekkert sameiginlegt með henni annað en þjóðernið. Raymond Petit reynist líka var- kár í ummælum sínum um ástandið í þeim löndum, þar sem hann hefur verið frá því við ræddum við hann síðast. Þá var hann ekki, eins og aðrir sendiráðsmenn, trúaður á ,að Mujahedin-skæruliðarnir í fjöllun- um kring um Kabúl mundu taka borgina, þótt hann lokaði vitanlega sendiráðinu samkvæmt fyrirmæl- um. Og það reyndist rétt. „Ástand- ið befur lítið breyst frá því sem áður var. Stríðið heldur þar áfram sem fyrr,“ segir hann. „Eftir að stórveldin hættu að skipta sér af átökunum er bara ekkert talað um það.“ Segir Figaro að Petit hafi komið niðurdreginn heim með franska fánann. Þau hjónin vonuð- ust bæði eftir að geta brátt farið aftur til Afganistan. Það varð ekki. Franska sendiráðið opnaði ekki aft- ur í Kabúl fyrr en í júní í sumar og er það ásamt ítalska sendiráðinu eitt opið af sendiráðum Vestur- landa. Raymond Petit var bara sendur í stutta ferð til Kabúl í júlí til þess að meta ástandið. Þegar sendiráðið var loks opnað var hann orðinn aðalræðismaður Frakka í Douala í Kamerún, þar sem hann mun hafa aðsetur í næstu tvö árin. Og þaðan fer hann í þessar sér- stöku sendiferðir, þegar tryggja þarf öiyggi franskra ríkisborgara á óróasvæðum. Það er lians sérverk- efni. Aðalræðismaður í Kamerún Katrín segii' mér að eigur þeirra hafi orðið eftir í Afganistan. Séu þeim bara horfnar. Þau hafi því keypt sér nýjan búnað þegar þau fluttu til Kamerún fyrir 10 mánuð- um. Þar búa þau í gríðarstórum aðalræðismannsbústað í Douala, sem er stærsta borgin í landinu með 2 milljónir íbúa og aðalborg viðskipta í landinu. Svæði Raym- onds nær yfir franska hlutann, sem er 80% af landinu, en enski hlutinn er 20% landsins. Þetta byggist á gömlu skiptingunni frá því nýlend- um Þjóðveija var skipt eftir fyrri heimsstyrjöldina. En olían er á áhrifasvæði Breta. Hún er dýrmæt og veldur vandræðum, svo sem al- kunnugt er. Þar með er stjórnmála- ástandið ekki mjög tryggt. En þarna starfa 200 frönsk fyrirtæki og 6000 Frakkar búa í landinu. Katrín og Raymond Petit segja mér að þarna sé mjög gott að búa. Þegar Katrín er spurð livað hún hafi fyrir stafni í Kamerún, svarar hún snögg upp á lagið. „Ég rek bara liótel og veitingahús nótt sem dag. Og þar sem við viljum bjóða upp á góðan mat verð ég að elda hann sjálf. Öðru vísi en í Kabúl, þar sem hægt var að treysta þjón- ustufólkinu fyrir því. Svo ég hef næg verkefni. Raymond getur ekki án mín verið og hefur aldrei getað. En þegar ég get ekki fengið að fara með honum í þessar sérstöku sendiferðir til óróasvæðanna skrepp ég gjarnan til íslands, kem heim a.m.k. tvisvar á ári. í París eigum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.