Morgunblaðið - 11.11.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 11.11.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR’ll. NÓ¥BMBER'1990 V Brúðgumarnir og ættingjar á leið upp fjallið. Brúðgumarnir í dökku skikkjunum og með hátíðarhöfuð- búnað. það gefur náttúrlega ákveðna vísbendingu um afstöðu hins fingra- langa í Flóamálinu. Bærinn Kakowban virðist vega salt á fjallsbrúninni úr fjarska séð. Þessa sjón getur að líta víða í landinu, bæir og kastalar uppi á ofurháum fjöllum, sums stað- ar næstum samlit fjöllunum og eins og vaxin inn í þau. Þetta er ekki aðeins vegna þess að Jemenum þyki svona skemmtilegt að vera hátt uppi; þetta er arfur frá tímum Tyrkja á Arabíuskaganum. Margir undu ekki stjórn Tyrkja og brugðu á það ráð að reisa sér bústaði uppi á fjallatindum. Gekk þá betur að veijast og Tyrkir réðu aldrei Jemen fullkomlega vegna þessa. Fjallabú- ar þekktu allar uppgönguleiðir og höfðu gætur á þeim og ef hermenn Tyrkjasoldáns ætluðu að ráðast til uppgöngu sátu fjallabúar fyrirþeim oghjuggu þá snarlega í herðar nið- ur. Ýmsir gamlir siðir og hefðir hafa verið við lýði síðan, einn er sá að brúðgumi sem hefur fastnað sér kvonfang í fjallaborg verður að klífa fjallið að fornum sið þó nú séu Ungur strákur í Shibam, en bú- inn að koma sér upp jambia-rýt- ingnum íbjúga sem allir fullvaxn- ir Jemenar bera hvunndags, ein- ir araba. „Við erum ekki ein um að hafa farið illa út úr þessu. í Egyptalandi hefur ferðamannaiðnaðurinn hrunið gersamlega og sama að segja um Jórdaníu. Ég hef áhyggjur af því það þurfi að byija upp á nýtt með Jemen því það var svo glænýr ferða- mannastaður.“ Bazara gaf mér kasettur með jemenskum þjóðlögum, myndband frá Jemen og ókjör af pennum með merki skrifstofunnar. Allir gestir hans fá slíkar gjafir og pakka af yndislegu jemensku kaffi. Ég keypti sæmilega ökufærir vegir upp í þessa staði. Á leiðinni upp Kakowbanfjall var ein slík brúðgumalest að klifra, og brúðgumar tveir frekar en einn. Menn sungu við raust og börðu bumbur að láta brúðirnar tvær vita að þeirra sælu brúðgumar kæmu senn. Með í för voru allir karlmenn í ættinni allt frá smástrákum og upp í aldurhnigna karla og var ekki annað að sjá en menn væru léttstíg- ir. Brúðgumafylkingin hafði lagt upp frá Shibam við fjallsræturnar. Sana’a er í rösklega 2.000 metra hæð yfir sjávarmál og Kakawban- fjall er um 400 metrar á hæð svo maður er ansi hátt uppi þegar tind- inum er náð. w Eg var í skóglausri skógarferð með tveimur þýsk-jemenskum fjölskyldum, Britu og Abdel Muayed og Andreu og Sabri Saleem ásámt fimm rollingum þeirra. Við gengum um í Kakowban, þar sást varla sála úti en glaumur og há- reysti barst til okkar enda brúð- Glaðir gæjar á götu í Sanaa. Frá vinstri Malek, Abdel, Brita, Andrea og Sabri. síðar nokkra til viðbótar að gefa vinum. Og er ekki að orðlengja að kaffipakkarnir var það eina sem hvarf úr farangri mínum á heim- leið. Ég hafði sett það í forláta skjóðu með áprentuðum myndum af Saleh, forseta Jemens og Sadd- am íraksforseta þar sem þeir horfð- ust glaðir í augu. Sem betur fer var pokinn sjálfur látinn í friði og kaupið að hefjast. Kakowban var að fara í eyði fyrir nokkrum áratug- um og unga fóikið flutti í burtu. En eftir að vegurinn upp á fjallið var lagfærður hefur sýnt sig að það vill búa á þessum stað þó þar virð- ist í fljótu bragði fátt eftirsóknar- vert nema útsýnið sem var líka hafíð yfír öll Iýsingarorð. Við héldum niður í dalinn og fundum okkur indælisból við gaml- an árfarveg. Það var slegið upp grillveislu, drukkin mörg tonn af tei og vatni og svo var skipt liðum í fótboltakeppni og endað á að karl- mennirnir fóru að æfa skotfimi. Ég horfði andagtug á þegar Nabil, 15 ára og smávaxinn eftir aldri, skaut hvað eftir annað í mark og sló út Malik bróður sinn og föður. Brita og Andrea vildu ekki taka þátt í að snerta skammbyssurnar en ég ákvað að yfírvinna byssuhræðslu mína og vera með. Ég skildi eftir á hvers vegna allar löggur og sér- fræðingar halda alltaf á byssunni með báðum höndum, þessi litli grip- ur er furðu þungur og krafturinn þegar skotið ríður af er svo mikill að það er eins líklegt að byssan þeytist úr höndum manns ef ekki er haldið þétt um hana. „Þú ert bara efnileg," sagði Nabil kurteis- lega þegar hann færði mér skotið sem ég stakk ofan í vemdargripa- pokann minn. Ekki var þó sóst eft- ir frekari þátttöku minni. Nabil settist undir stýri á leiðinni heim. Brita sagði að faðir hans hefði leyft honum að taka í bíl þeg- ar hann var 12 ára og það væri alsiða að krakkar og unglingar keyrðu um eins og ekkert væri. Þó eru einhvers konar ökuskírteini nauðsynleg eða minnsta kosti æski- leg þegar stoppað er við varðstöðv- arnar sem eru með nokkurra tuga kílómetra millibili. Við Brita Muayed höfðum kynnst hér fyrir fimm ámm. Hún er gift jemenskum lækni Abdel og þau hittust í Þýskalandi þar sem hann var við nám. Þau bjúggu þar svo í nokkur ár en þar kom að þau áváðu að flytja til Jemens. Þau segj- ast bæði vera ánægð með það. „Mér finnst ég gera meira gagn hér.“ segir hann blátt áfram. Hún vinnur á stofunni hjá honum fyrir hádegi nú orðið eftir að efnahagur rýmkaðist og börnin em komin af höndum, þau Nadia 7 ára, Nabil ökuþór sem áður er minnst á og Malik 18 ára. Sólin skein í heiði og við gerðum fyrst stuttan stans í Shibam við rætur Kakowbanfjalls. Þar er mark- aður á föstudögum og var líf í tusk- unum. Þar var keypt kjöt til að grilla en annars reyndust þær báðar Andrea og Brita hafa birgðir handa heilli herdeild. Nadiaogtværdætur Andreu og Sabri léku sér í penum stelpuleikjum, Nabil klifraði upp á alla hæstu kletta sem sem hann sá milli þess sem hann stjómaði skot- keppni og fótboltaleikjum. Það bærðist ekki hár á höfði og eftir að kvennaliðið hafði beðið frækileg- an ósigur í fótboltanum lágum við konumar þijár í leti undir sól- hlífínni og ég æfði mig í þýsku með þolanlegum árangri. Eg spurði þær um jemenskan grafíklistamann Fu- ad Á1 Futaih sem ég hafði heyrt um og séð verk eftir á nýju galleríi í Sana’a sem ég hafði rekist inn á í einni af gönguferðum mínum. Þær sögðu að hann væri vinur þeirra; hann reyndist vera giftur þýskri konu. Al-Futaih er frægasti listmál- ari Jemens og einn fárra sem hefur hlotið nokkra viðurkenningu utan- lands. Brita bauðst samstundis til að hafa samband við hann og spyija hvort ég mætti koma og skoða verk- in hans. Það var farið að halla góðum degi þegar við tíndum saman pjönk- urnar og fíkmðum okkur niður ána og að bílunum og stefnan var stung- in út til Sana’a. Þegar ég kom svo aftur eftir stutta ferð niður til Aden hafði Brita mæit mér mót við Al-Futaih. Frá því og sérkennilegri þáttöku minni í jemensku brúðkaupi svo og endurreisn gömlu Sana’a mætti víkja að í seinni grein um Jemen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.