Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990 19 rátt fyrir margra ára heimildasöfn- un um jökla hér á landi, hefur frain til þessa ekki ver- ið unnt að túlka gögn í heild vegna þess að þekkingu hefur skort um landið undir jöklunum. En með til- komu kortanna, sem Helgi hefur gert og fylgja bókinni, af yfirborði og botni jökla, auk þykktar jökuls- ins, hefur opnast nýr skilningur á afrennsli íssins og jökulvatnsins hér á landi. Kemur þarna býsna margt forvitnilegt og nýtt fram á kortum og í texta, sem Helgi lagði fram til doktorsvamar við Óslóarháskóla 1988 og fékk mikið lof fyrir. „Til þess að geta lýst afrennsli íss og vatns frá jöklum þurfum við að þekkja yfirborðsjökla og jökulbotn- inn,“ segir hann til skýringar á þeirri miklu vinnu sem að baki ligg- ur. „Rennsli vatns undir jökli ræðst af landhæðinni við botn og ísfarginu, þ.e. þykkt íssins á hverjum stað. Hvort tveggja var illa þekkt.“ Hann bendir á að það var ekki fyrr en með Fransk-íslenska leiðapgrinum á Vatnajökul á árinu 1951 að gerðar voru fyrstu mælingar með hljóðbylgj- um á þykkt jökla hér á landi. Síðan var litlu bætt við fyrr en eftir 1975, þegar Raunvísindastofnun Háskól- ans hóf þykktarmælingar með raf- segulmælingum. En hvemig og hvenær kom Helgi Bjömsson að jöklarannsóknum? „Það var Jón Eyþórsson veðurfræðingur, sem ásamt Sigurði Þórarinssyni jarð- fræðingi hafði staðið að stofnun Jöklarannsóknafélags íslands fyrir réttum 40 árum, sem ýtti mér út í þetta. Á árinu 1963 var Jón að leita að einhveijum til að starfa við jökla- rannsóknir," segir Helgi. „Ég var að ljúka stúdentsprófí og hann fékk mig til þess að gerast veðurathug- unarmaður um sumarið í Jökulheim- um, skála félagsins í Tungnaárbotn- um. Þegar ég heimsótti Jón til þess að ræða þetta hringdi hann skyndi- lega í Sigurð Þórarinsson og fór að tala um að það þyrfti að senda strák- inn í nám í jöklafræði. Það ákvað ég síðan að gera eftir að hafa kynnst þeim Jóni og Sigurði og fór til náms í Ósló. Þar lagði ég stund á jarðeðlisfræði, vatnafræði og tók jöklafræði sem sérsvið. Sigurður stakk að vísu upp á því að ég færi til Svíþjóðar, en þar hafði hann á sínum tíma lært jöklafræði hjá Hans Ahlmann, sem stóð ásamt Jóni Ey- þórssyni fyrir Sænsk-íslenska leið- angrinum á Vatnajökul 1936-38. Sigurður vann þar að sínum fyrstu vísindastörfum með honum. Þannig var Sigurður Þórarinsson fyrsti ís- lendingurinn sem kom frá námi til starfa í jöklafræðum. En svo kom Heklugosið 1947 og þá sneri þessi fjölhæfi vísindamaður sér að eldgos- um.“ Helgi var því fyrsti sérmennt- aði jöklafræðingurinn, sem fór alfar- ið í þetta starf á íslandi. Hann kveðst þó hafa verið of mörg ár nær einn í þessu fagi, sem varð til þess að hann vann líka að snjóflóðarann- sóknum, sem annar maður á Veður- stofunni hefur nú tekið við. Mismunandi rennslisleiðir íss og vatns Verkefnin biðu hans. „Til þess að geta metið ísforðann sem bundinn er í jöklum þarf mynd af botninum og einnig yfírborði jökulsins. En að baki slíkri kortagerð liggúr mikið starf,“ hóf Helgi útskýringar sínar, þegar við erum að skoða þessi lit- fögru kort sem fylgja bók hans, sem Vísindasjóður Islendinga gaf út. Þar eru fjögur kort af hvetju svæði, af jökulbotninum, yfirborði jökulsins, ísþykktinni og af ísa- og vatnaskil- um. Þau sýna þijú stór svæði, vestan- verðan Vatnajökul og Eyjabakkajök- ulinn, sem höfðu forgang vegna virkjana Landsvirkjunar á ám sem þangað sækja forða sinn, og loks eru kort af Hofsjökli öllum. En haldið hefur verið áfram og nú er búið að mæla og kortleggja þannig allan norðurhluta Vatnajökuls, þ.e. að auki svæði sem nær yfir Dyngjujökul Brúaijökul og Kverkfjöllin. Eftir er suðuijökullinn, þ.e. hluti Síðujökuls, Skeiðaráijökull og Breiðamerkuijök- ull. En Helgi sagði að áfram yrði haldið að kanna fleiri jökla og stefnt að því að mæla bráðlega Mýrdalsjök- ul og Langjökul. Vel hefði verið stutt við þessar rannsóknir af Lands- virkjun og vonaðist hann til þess að framhald yrði á samstarfí við þá stofnun. „Það er mikilvægt að þekkja af- rennsli jöklanna vegna ánna sem jaðan streyma og brúnna sem yfir iær liggja," segir Helgi. „En auk jess að geta lýst rennsli íss og vatns frá degi til dags, þarf að huga að hamförum sem verða vegna eldgosa undir jökli, tæmingu jökullóna og framhlaupum jökla. Virka gosbeltið liggur undir jöklum á íslandi, annars vegar undir vestanverðum Vatna- jökli og Mýrdalsjökli og hins vegar undir Hofsjökli og Langjökli. Fýrr- nefnda greinin er mun virkari. Því er mikilvægt að þekkja undirstöðuna undir jöklunum til að vita hvar meg- ineldstöðvarnar eru og síðan að þekkja rennslisleiðir bræðluvatns ef jarðskjálftamælingar benda til þess að eldgos séu að heijast. Þannig tengjast þessar rannsóknir einnig almannavörnum hér á landi. Þegar kort af yfírborði og lands- lagi undir jöklinum eru fengin er komið að korti sem lýsir straum- stefnu íssins. Það sýnir af hve stóru svæði ísinn skríður að leysingasvæði ákveðinnar jökulár, t.d. Tungnaár svo dæmi sé tekið. Og sama gildir um vatnið, en það þarf ekki að koma af sama svæði sem ísinn. Þetta er einmitt sérlega áberandi á Tungnaársvæðinu, þar sem íssvæðið og vatnsrennslissvæðið falla ekki saman. Ástæðan er sú, að ís af svæði langt inni á Vatnajökli nær að skríða vestur yfir fjallshryggi að orðinn minni en hann var og Skeiðar- árhlaup verða minni en áður. Það hefur sem sagt kóinað í þessari eld- stöð. En virknin í eldstöðvum á Is- f landi getur verið sveiflukennd, eins og við þekkjum í Kröflu. Það sem gæti valdið stærra hlaupi á ný væri því aukin kynding þarna niðri, svo að vötnin stækkuðu á ný eða eldgos, einkum ef það yrði norðan við vötnin eins og líklega gerðist 1938, og féll þá heitt bræðsluvatn niður í Gríms- vötn. Þá gæti orðið snöggt stór- hlaup. Að öðrum kosti má búast við vatnsminni hlaupum, sem kemur sér vel vegna brúnna á Skeiðarársandi. Þess má geta í sambandi við þessar rannsóknir að ávallt hefur verið gott samstarf við Vegagerð ríkisins." Þegar haft er orð á því hve merki- legar þessar upplýsingar eru segir Helgi: „Ástæðan fyrir því að við getum sagt að kólni í Grímsvötnun- um eru þær að þar eru einstæðar aðstæður til þess að meta varmaafl jarðhitasvæðis og eldstöðva. Þarna hefur íshella verið sett ofan á hita- plötu og því er þar kaloríumælir frá náttúrunnar hendi. En einmitt þann- ig voru varmamælar gerðir í eðlis- fræðitilraunum í skólanum." íssjáin rýnir gegnum jökulinn Við mælingar á jöklunum hefur þessi fræga íssjá, sem íslenskir vís- indamenn hafa þróað, skipt sköpum. En það mælitæki hefur varla hlotið betri meðmæli en þau að Bandaríkja- menn urðu að leita til Helga og fé- laga hans til þess að fínna flugvél- arnar sex í Grænlandsjökli. „Issjár- mælingarnar eru gerðar þannig að rafsegulbylgjur eru sendar niður í Dr. Helgi Björnsson, jöklafræðingur. Tungnaá. En vatnið nær ekki að fara yfir þessa sömu hryggi undir jöklinum, heldur rennur meðfram þeim og til Skaftár. Hryggirnir loka leiðinni fyrir vatnið; en ísinn skríður yfir þá. Til dæmis lokar hryggur undir jökli leið vatnsins sem kemur úr Skaftárkötlum, svo að það fer ekki í Tungnaá. Hlaupvatnið kemst ekki yfir þennan hrygg og kemur því fram í Skaftá. Þetta er mjög slá- andi dæmi.“ Þetta virðist afar einf- alt þegar Helgi hefur sýnt okkur á korti svæðið sem ísinn skríður eftir og hins vegar leiðir vatnsins, en bak við það liggja miklar rannsóknir. íshella ofan á hitaplötu Annað dæmi um viðfangsefni jöklarannsókna eru Grímsvötnin, þar sem ísinn bráðnar og vatn safnast saman á jarðhitasvæði undir miðjum Vatnajökli, en þar er kvikuhólf. „í Grímsvötnum streymir ísinn að einni miðju, þar sem er lægð, og bráðnar þar vegna jarðhitans. í lægðinni safnast bræðsluvatnið fyrir og brýst út í jökulhlaupi þegar vatnsborð er komið í vissa hæð og fellur 50 km leið undir jökli niður á Skeiðarár- sand. Nú hefur komið í Ijós að dreg- ið hefur úr afli þessa jarðhitasvæðis undanfarin ár. Má rekja það allt aft- ur til 1960 eða jafnvel lengra aftur. Varmaaflið í Grímsvötnum hefur minnkað og á sama tíma hefur íshell- an á vötnunum þykknað um 70-80 metra. Hún er nú 250 metra þykk og flatarmál vatnanna hefur minnk- að um þriðjung á þessum sama tíma. Þar með er vatnsgeymirinn ísinn og endurkastast þær frá botnin- um. Tækið mælir tímann og þar sem við þekkjum hraðann, þá fást upplýs- ingar um vegalengdina niður á botn. Slíkt mælitæki hafði verið notað á köldum, bræðsluvatnslausum jöklum frá því um 1965. En ekki reyndist unnt að beita því á þíðjöklana á ís- landi. Það var ekki fyrr en 1975 að við komumst að því hvernig á þessu stóð og að lengja þyrfti bylgjulengd- ina til þess að sjá gegnum þíðjökul. Þá smíðuðum við hér á Raunvísinda- stofnun Háskólans íssjá með lengri bylgjulengd, svo að bylgjan truflaðist ekki af vatninu í jöklunum. Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor hafði komið upp á Raunvísindastofnun öflugri tæknideild til þess að ráða við slík vandamál. Tekist hefur að þróa tæk- ið áfram vegna þess að við höfum fengið tækifæri til þess að vinna að umfangsmiklum mælingum hér á landi með aðstoð styrktarsjóðs Eg- gerts Briem og Vísindasjóðs og í samstarfi við Landsvirkjun. Mæling- arnar eru alltaf að verða fljótvirkari og áreiðanlegri. Alltaf hefur verið farið með íssjána í vorferðir Jökla- rannsóknafélagsins og í fjölmarga leiðangra á vegum Landsvirkjunar. Þessi íssjá hefur reynst feikilega vel við jöklarannsóknir hér á landi. Og Raunvísindastofnun hefur smíðað svona tæki bæði fyrir Norðmenn og Svía.“ Helgi játar því að óneitanlega hafí verið gaman að leitinni að flug- vélunum á Grænlandi sem þar gróf- ustrí jökulinn árið 1942. Þar fundu þeir með íssjármælingum flugvélarn- ar á 85 metra dýpi í jöklinum og mældu um leið afkomu jökulsins frá 1942. Bandaríkjamennirnir boruðu sl. sumar niður að þeim og fóru inn í eina vélina. Komu þeir upp með hríðskotabyssu og fleira dót. En Helgi segir að ákaflega erfítt verði að ná vélunum upp. Bandaríkja- mennirnir vilja þó halda áfram til- raunum til þess, því ekki munu vera nema 6 flugvélar af hvorri tegund í Bandaríkjunum, þ.e. Boeing 17 sem kallaðar voru Fljúgandi virki og P-38, orustuvélar sem einkenndust af tvöföldum búk. Framhlaup jökla flylja til árvatnið Auknar rannsóknir á framhlaup- um jöklanna eru nú framundan. Én nýlega voru Helgi Björnsson og fé- lagar við íssjármælingar á Síðujökli af því tilefni að þar gæti verið að byrja framhlaup, eins og varð síðast 1963-64 og þar áður 1934. Tíma- lengdin stendur heima. Smásprungur ná nú orðið langleiðina upp að Háu- bungu og í sumar varð skjálftahrina, sem gæti tengst myndun þeirra, og er nú órói að byija aftur. Gæti fram- hlaupið orðið innan árs. Fyrir hlaup- ið 1963 sá Jón Eyþórsson óeðlilega miklar sprungur við Pálsfjall einu ári fyrir framhlaupið í Síðujökli. Því var farið strax í haust til þess að hafa öruggar mælingar á ástandinu áður en jökullinn fer af stað. Og þá vaknar spurningin: Af hveiju hlaupa jöklar? „Eins og fram kemur í bókinni gerði ég athuganir á því hvort Tungnaáijökull og Síðujökull hreyf- ast nægilega hratt til þess að bera fram það sem á þá bætist. Vestur- jöklarnir skríða fram um 30 metra á ári, en þyrftu að tvöfalda hraðann til þess að losná við það sem á þá bætist. ís safnast því fyrir uppi á jöklinum og hann verður hærri og brattari með hveiju ári. Það gengur vitanlega ekki endalaust. Þess vegna er þessi hreyfing í jöklunum. Svo fer að jökullinn hleyp- ur fram með ham- förum. Við höfum athugað hve mikið safnast á jökulinn árlega og hve mik- ið hann ber fram og sett fram sjúk- dómsgreiningu í bókinni. Það stefnir í fram- hlaup, en þegar kemur að ör- sökum sjúkdóms- ins vandast málið. Við rannsóknir erlendis hefur verið sett fram sú til- gáta um orsakir framhlaupa, að þeg- ar skerspenna við jökulbotn nær vissu marki við aukinn bratta jökuls- ins breytast vatnsrennslisleiðir undir jökli. Þær eyðileggist vegna álags við aukna spennu. Vatn hætti þá að renna greiða leið um vatnsgöng við jökulbotn og dreifíst um samtengdar vatnshvelfingar og renni þar hægt fram með háum þrýstingi svo að jök ullinn fljóti fram á vatnslagi. Önnur tilgáta er að vatnsrennslisleiðir í set- lögum undir jöklinum lokist, vatns- þrýstingur í þeim vaxi, þáu verði vatnsósa, missi styrk sinn og jökull- inn fljóti fram ofan á grautnum. Vonandi getum við lagt hér eitthvað til málanna með rannsóknum á okk- ár framhlaupum.“ Síðujökull ruddist fram um hálfan km 1964, en svæðið sem tættist í sundur náði yfir 500 ferkm. Við framhlaup fellur yfirborðið og lækk- ar um allt að 100 metra efst á jöklin um, að því er Helgi segir. Jökullinn breytir um lögun óg það hefur mörg ár eftir framhlaup áhrif skrið Issins annars vegar og vatnsins hinsvegar. „Jökullinn sogar ís og vatn frá nágrönnunum, stelur vatni úr nálægum ám. Framhlaupin valda þannig sveiflum í ánum. Áratugir líða milli framhlaupanna, svo að sveiflumar geta orðið langar. í mörg ár á eftir getur aukist vatn í einni ánni og minnkað í annarri. Það er gagn að því að þekkja slíkar sveiflur í vatnsrennsli jökullóna. Það skiptir máli fyrir rekstur virkjana og vegna áhrifa á brúarmannvirki. Framhlaup- in get_a einnig stíflað dali og myndað lón. Úr þeim falla jökulhlaup. Og aurburður stóreykst einnig í ánum við framhlaupin vegna þess að jökul- rof stórvex við hamfarirnar. Er skemmst að minnast framhlaups í Hagajökli í Langjökli 1980 þegar mikill aur kom í Hvítá og aðrar ár á svæðinu. Jökullinn hljóp þá fram um kílómetra. Enn lengra er síðan Brúaijökull t norðanverðum Vatna- jökli hljóp fram um eina 8 km 1963-64 á 50 km breiðu svæði.“ Þetta geta því orðið miklar hamfarir. Óþekktur hryggur undir jökli Við skoðum myndirnar af vestan- verðum Vatnajökli. Helgi bendir á jessa geysilegu öskju undir Bárðar- bungu með börmum í 1700-1800 metra hæð kring um vel afmarkaðan botn sem nær niður í 1100 metra hæð. En hæð bungunnar er í 2010 metrum. ísinn er þar 850 metrar á jykkt. Þarna yrði land eins og stór hola í jaxli ef ísinn bráðnaði. Undir jöklinum er greinilega mikilfenglegt landslag. Á kortinu af botninum á jessu svæði sést einkennilegur hryggur, sem ekki var áður vitað um, og liggur frá austri til vesturs frá Hamrinum yfír í Grímsvötn. Mikið líf er í þessum hrygg. Þar hafa verið tíðir jarðskjálftar á undanförnum árum. Þar er jarðhiti og sigkatlar, sem jökulhlaup falla undan í Skaftá. Hvergi í heiminum eru til jafn nákvæm kort af jökulbotnum sem jessi. Og hvergi jöklarannsóknir jessum líkar. „Við höfum fengið mikinn stuðning", segir Helgi þegar haft er orð á því. Spurður um hvort þessar rannsóknir séu þekktar er- lendis kvað hann Alþjóða jöklarann- sóknafélagið hafa óskað eftir því að halda hér alþjóðlega ráðstefnu um kortagerð og jöklamælingar 1985. Helgi Björnsson hefur tvisvar setið í stjóm alþjóðasamtakanna. í fýrra skiptið 1982-85 og var kosinn aftur í stjórnina nú í haust. Verið er að leggja að honum að verða ritstjóri rits fyrirhugaðrar ráðstefnu samtak- anna í Kína á næsta ári. En miklir jöklar eru í Tíbet. Spurður að þvi hvort hann ætli ekki að slá til, svar- aði hann: „Það væri gaman að kom- ast til Kína.“ Jöklarannsóknafélagið 40 ára Helgi Bjömsson er formaður Jöklarannsóknafélags íslands, sem er 40 ára um þessar mundir, stofnað 22. nóvember 1950 af 41 áhuga- manni um jöklarannsóknir. Nú eru félagar 550 talsins. Frá stofnun þess hafa verið farnar árlegar rannsókna- ferðir á Vatnajökul á vegum félags- ins. „Við munum halda áfram að fylgjast með því sem er að gerast á Vatnajökli og vara við Skeiðarár- hlaupum. Félagið byggði snemma skála á Grímsfjalli og í Jökulheimum og nú hefur það byggt 11 hús, þar af 9 skála til þess að auðvelda jökla- rannsóknir. Eftir að reglulegar ferðir á þess vegum hófust komst fyrst á skipuleg gagnasöfnun um jökla. Staða jöklarannsókna væri allt öðru vísi og verri nú, ef félagsins hefði ekki notið við,“ segir Helgi. Að lokum víkjum við talinu að auknum áhuga á jöklunum okkar, með fyrirsjáanlegri ásókn ferða- manna og jafnvel útflytjenda. Má benda á að frá jöklunum kemur m.a. vatnið sem margir hyggjast nú bora eftir til útflutnings og jöklarnir geyma sem svarar 25 ára úrkomu af öllu landinu. „Jökulís er mjög ómengaður. Jökull sem er nú að skríða fram á Breiðamerkursand er líklega 500-1000 ára gamall, fallinn sem snjór löngu fyrir iðnbyltingu og þá mengun sem henni hefur fylgt um allan heim. Því þarf að gæta þess að fara vel með þennan fersk- vatnsforða“, segir Helgi Björnsson. Hann segir mér að nýlega hafi erlent fyrirtæki leitað hjá honum upplýs- inga vegna áforma um að flytja héð- an út jökulís og setja á stofn risa- verksmiðju. Síðan kvaðst hann hafa heyrt í fréttum að þeir hefðu rætt það við iðnaðarráðherra. Og hann bætir við:„Fyrirsjáanleg er einnig vaxandi ásókn ferðamanna í að end- urnærast á þessum hreinu tæru jökl- um með jöklaferðum með tilheyrandi mengun frá farartækjum og fólki. Að þessu þarf að huga fyrr en seinna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.