Morgunblaðið - 11.11.1990, Page 6

Morgunblaðið - 11.11.1990, Page 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990 Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður; „Var orðinn tæpir tveir metrar fermingarárið mitt“ Sauðárkróki. OHÆTT ER að segja að einn maður standi þó nokkuð upp úr, bæði hvað varðar umtal og einnig manna á meðal, á götum Sauðárkrókskaupstaðar. Þetta er körfuknattleiksmaðurinn Pétur Guðmundsson, sem nú í liaust gekk í raðir Tindastólsmanna. Pétur leikur með liðinu í Úrvalsdeildinni, og einnig með íslenska landsliðinu. Þegar Pétur kom heim nú í haust voru að baki um það bil fimmtán ár, sem hann hefur dvalið vestanhafs, þó ekki samfellt, og leikið þar með bestu körfuknattleiksmönnuin heims. * Istuttu spjalli við Pétur kom fram að hann er fæddur og uppalinn Reykvíkingur, Aust- urbæingur ef eitthvað er, og alinn upp í miðju Fram-hverfi, en spil- aði alltaf með Val. „Ég byijaði að spila handbolta, en hætti því þegar ég var 13 ára, enda orðinn tæpir tveir metrar á hæð ferming- arárið mitt, og sneri mér þá að körfuboltanum." Eftir nokkur ár lá leiðin út fyr- ir landsteinana og vestur um haf þar sem Pétur settist að í Mercer Island, útborg Seattle, og hóf nám í viðskiptafræði og spilaði körfu- bolta. Þegar þeim áföngum sem stefnt var að í náminu var lokið tók körfuboltinn alfarið við og á næstu árum lék Pétur með mörg- um sterkustu liðum Banda- ríkjanna og nægir þar að nefna Los Angeles Lakers í NBA-deild- innj. A milli kom þó Pétur héim og lék um tíma með Val og síðar með ÍR en sneri að því loknu aft- ur til Bandaríkjanna. „En í haust höfðu Tindastóls- menn samband við mig, og ég sló til,“ segir Pétur. „Þetta er auðvit- að heilmikil breyting frá þeim körfubolta sem ég var að spila úti, en þetta er æðislega gaman og stuðningurinn við liðið hér á Sauðárkróki er eins og hann ger- ist bestur í Bandaríkjunum. Sauð- árkrókur er auðvitað lítill staður en það er auðvelt að kynnast fólk- inu og ég kann ágætlega við mig. Milan er líka ágætur þjálfari og þó að tungumálið valdi svolitlum Pétur Guðmundsson erfíðleikum þá er þetta allt að komá og þeir Milan og Ivan Jonas eru báðir í enskutímum í Fjöl- brautaskólanum, svo að þetta er allt á uppleið og okkur í liðinu gengur bara vel að ná saman undir hans stjórn. Hann leggur fyrst og fremst áhérslu á sóknar- leikinn, en lætur vörnina frekar sitja á hakanum, en þetta hefur gengið upp og við vinnum leikina með hans skipulagi.“ En hvernig líður dagurinn hjá Pétri Guðmundssyni? „Fyrir hádegi fer tíminn í þrek- æfingar, lyftingar og hlaup, en eftir hádegið vinn ég í Sportvöru- deild verslunarinnar Tindastóls og á kvöldin eru svo æfingar og leik- ir, þess á milli borða ég svo og sef pínulítið." En hvað um tómstundir, eru þær einhveijar? „Það eru í raun og veru engar tómstundir, og ef að ég til að mynda spilaði brids þá yrði ég að gera það á kvöldin og nóttunni en einhvern tíma verð ég að sofa. Annars er drukkið svo rótsterkt kaffi hér að mér yrði varla skota- skuld úr því að vaka eina og eina nótt yfir spilum ef að út í það færi.“ Nú ert þú kvæntur maður. Er konan á leið til íslands? „Já, við hittumst í San Antonio og giftumst þar og hún er á leið- inni hingað, kemur eftir nokkra daga. Auðvitað veiÞ hún ekki hvernig er að búa á íslandi og það verða meiri viðbrigði fyrir hana en mig að koma hingað, en það verður bara að koma í ljós hvort hún kann ekki við sig hérna.“ En hvert verður framhaldið? „Ég verð hér fram í apríl, því að við setjum stefnuna á úrslitin. Lengra nær planið ekki. Ég er Tindastólsmaður þetta leiktíma- bil. Það hafa engir úr öðrum félög- um haft samband við mig og ég „ tala ekki við aðra fyrr en við sjáum fyrir endann á þessu keppnistíma- bili. Það verður svo bara að koma í ljós hvert framhaldið verður, hvort ég verð hér áfram eða fer eitthvað annað," sagði körfubolta- maðurinn Pétur Guðmundsson. - BB Blásarakvintett Reykjavíkur Styrktartónleikar Lista- sjóðs Tónlistarskólans TÓNLEIKAR til styrktar Listasjóði Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Listasafni Siguijóns Ólafssonar mánudaginn 12. nóv- ember. Fljdjendur á tónleikunum eru Jónas Ingimundarson píanó leikari og Blásarakvintett Reykjavíkur, en hann skipa Bern- harður Wilkinsson flautuleikari, Daði Kolbeinsson óbóleikari, Einar Jóhannesson klarinettuleikari, Jos- eph Ognibene hornleikari og Haf- steinn Guðmundsson fagottleikari. Flutt verða verk eftir Danzi, Mil- haud og Beethoven. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Listasjóðurinn var stofnaður haustið 1989 af Kennarafélagi Tón- listarskólans í Reykjavík og er markmið hans að veita viðurkenn- ingar og styrkja þá nemendur skól- ans sem sýna sérstaka hæfileika og árangur. Jónas Ingimundarson BHM ræðir Evrópu BANDALAG háskólamanna, BHM, hélt 9. þing sitt í Reykjavík föstudaginn 9. og laugardaginn 10. nóvember. Á þinginu var, auk venjulejgra þingstarfa, fjallað um stöðu Islendinga í ljósi breyttra aðstæðna í Evrópu. Viðskiptaráðherra á Spáni: Hittir að máli ráðherra og embættismenn í sjávarútvegi JÓN Sigurðsson viðskipta- og iðn- aðarráðherra hitti á föstudag fiskimálastjóra Spánar og aðstoð- arráðuneytisstjóra sjávarútvegs- ráðuneytis Spánverja í Madrid, þar sem ráðherrann sækir flokksráðstefnu jafnaðarmanna. Jón ræddi við embættismennina um þær kröfur Spánverja að Evr- ópubandalagsríki fái aðgang að fiskveiðilögsögu EFTA-ríkja, sem þeir hafa sett sem skilyrði fyrir því að af samningum verði í við- ræðum EFTA og Evrópubanda- lagsins um evrópskt efnahags- svæði. Jón Sigurðsson sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa rætt ýmis mál viðvíkjandi kröfum Evrópu- bandalagsins um fiskveiðiheimiidir í íslenzkri lögsögu og kynnt afstöðu íslendinga til málsins við embættis- Fannst eftir leit TÍU ára gamall drengur fannst heill á húfi á föstudagskvöld eft- ir að hans hafði verið saknað í um tíu tíma. Fjölskylda drengsins hafði sakn- að hans frá hádegi, og á sjötta tímanum hóf lögreglan leit að hon- um. Stuttu fyrir klukkan 23 fannst . hann og ekkert. amaði.að honum. mennina. „Ég skýrði frá því að við gætum vegna eigin hagsmuna ekki leyft slíkt með nokkru móti. Fiski- stofnar okkar væru ofnýttir og flot- inn of stór. Það væri líka skylda strandríkis að varðveita auðlindir sjávar í sinni lögsögu," sagði Jón. Hann sagði að á móti hefðu emb- ættismennirnir kynnt vandræði í spænskum sjávarútvegi og erfiðleika svæða, sém háð væru fiskveiðum, sérstaklega Baskalands og Galisíu. Þar væru eigin mið fiskimannanna þorrin og þeir háðir fjarlægum mið- um, þar sem einnig væri þrengt að þeim. Viðskiptaráðherra færði þeim boð Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra um að sjávarútvegs- ráðuneytið vildi hafa bein skipti við spænsk yfirvöid í sjávarútvegi. Jón sagðist eiga von á að hitta á laugardag ráðherra í ríkisstjórn jafn- aðarmanna á Spáni, þeirra á meðal Felipe González forsætisráðherra, Francisco Fernández Ordónez ut- anríkisráðherra og Carlos Romero Herrera sjávarútvegsráðherra. Jón sagðist ekki myndu eiga formlega viðræðufundi með þessum mönnum, en hann myndi kynna þeim sjónar- mið íslendinga og ræða við þá um lausnir á málunum, sem tækju tillit tii hagsmuna og sérstöðu ísiands. Aföstudaginn voru umræður á þinginu undir yfirskriftinni: Stöndumst við samkeppni við breytt- ar aðstæður í Evrópu? Framsögu- menn þar voru þeir Orn D. Jónsson, sem fjallaði um samkeppni í sjávarút- vegi, Jón Steindór Valdimarsson, sem fjallaði um samkeppnisstöðu islensks iðnaðar og Hellen Gunnars- dóttir, sem fjallaði um þátttöku í rannsóknar- og þfóunarverkefnum. Á laugardag flutti meðal annaira ræðu formaður Norræna háskóla- mannaráðsins, Jörgen Ullenhag, og ræddi hann um stöðu háskólamanna á Norðurlöndum fram til aldamóta, meðal annars með tilliti til breyttra aðstæðna í Evrópu. Skoðanakönn- un Framsóknar SEINNI kjördagur skoðanakönn- unar fulltrúaráðs framsóknarfé- laganna í Reykjavík er í dag, sunnudag. Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur honum kl. 22. Könnunin fer fram að Hafnarstræti 20.. 3. hæð. Hvalfjarðargöng: Rætt um 570 kr. veggjald GÍSLI Gíslason bæjarstjóri á Akranesi segir að vonast sé til að samning- ar takist með samgönguráðuneytinu og áhugahópi uin byggingu ganga undir Hvalfjörð í lok þessa mánaðar þannig að unnt verði að leggja þann samning fyrir Alþingi á þessu ári eða í byrjun næsta árs. Gísli telur að unnt ætti að verða að aka um göngin 1995-’96. Iskýrslu Vegagerðarinnar um jarð- gangnagerðina er einkum bent á tvær leiðir. Annars vegar Hnausa- skersleið, en þá yrði í framhaldi ekið vestan við Akrafjall og yfir Grunna- fjörð, og hins vegar Kiðafellsleið, sem reyndar er talin hagkvæmari. Um einn kíiómetri er á milli þessara tveggja staða við Hvalfjörð. Gísli sagði að hagsmunum heima- manna væri best borgið með því að hafa göngin eins vestarlega og unnt er, þ.e.a.s. fara Hnausaskersleið. „Þegar það iiggui' fyrir geta menn hafist handa við að rannsaka þetta til þrautar. Ráðgert er að stofna hiutafélag um jarðgöngin og félagið tæki væntanlega við samningnum, en hann kvæði meðal annars á um ákveðinn einkarétt á byggingu og rekstri ganganna með veggjaldi," sagði Gísli. Gísli sagði að veggjald fyrir iitla fólksbíla yrði að líkindum 570 kr. en ekki væri ljóst, hvert það yrði fyrir stærri bíla. ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.