Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 7
MORGUiNJBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NQYEMBER 1990 TiJiai nmnivqnnraiga ?> Kjararannsóknar- nefnd: Kaupmáttur minnkað um 8,5% frá síð- asta ári TÍMAKAUP launafólks á al- mennum vinnumarkaði hækkaði um 7% að meðaltali frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs til sama tíma í ár. Framfærsluvísitala hækkaði um tæp 17% á sama líma og minnkaði því kaupmáttur um 8,5% á tímabilinu. Þetta kemur fram í fréttabréfi Kjararann- sóknarnefndar. * Iathugun nefndarinnar kemur fram að meðalvinnutími fólks í fullu starfi hefur styst um sem nem- ur einni klukkustund á viku að meðaltali og mælist 46,6 stundir. Hjá verkafólki, iðnaðarmönnum og skrifstofufólki hefur vinnutími styst um 0,5 til 1,7 stundir á viku, en hann lengdist um 0,3 til 1,8 vinnu- stundir hjá afgreiðslufólki. Ef reiknuð eru heildarlaun ein- stakra starfshópa í fullu starfi kem- ur í ljós að kauprriáttur mánaðar- launa verkakarla hefur dregist sam- an um 9,2% frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs til sama tíma þessa árs. Kaupmáttur verkakvenna hefur minnkað um 10,7%, iðnaðarmanna um 13,5%, afgreiðslukarla um 3,7%, afgreiðslukvenna um 8,6%, skrif- stofukarla um 9,7% og skrifstofu- kvenna um 14,1%. Þessar niður- stöður eru fengnar. á grundvelli upplýsinga um meðaltímalaun og meðalvinnutíma. Nefndin bendir á að vinnutími hafi í heild haldist nánast óbreyttur á milli fyrsta og annars ársfjórð- ungs í ár. Greitt tímakaup hafi hækkað um 2,7% á þessu tímabili en framfærsluvísitalan um 2,2%, svo kaupmáttur hafi því aukist sam- kvæmt þessu um 0,6% á milli árs- fjórðunga. Kjararannsóknarnefnd telur að hækkun greidds tímakaups á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í ár sé þó ekki tilkominn vegna almenns launaskriðs á öðrum ársfjórðungi heldur megi hugsanlega rekja hana til áhrifa launauppbótar í maí, or- lofsuppbótar og sveiflna sem hafi komið fram í samsetningu úrtaks nefndarinnar. Fáskrúðsfjörður: Tjón af völd- imi rafmagns í barnaheimili TALIÐ er að verulegar skemmd- ir hafi orðið á þaki barnaheimilis á Skólavegi i Fáskrúðsfirði, en rafmagn hafði leikið um þakið vegna bilunar í rafmagnstöflu. * Ibúar í grennd við barnaheimilið veittu því athygli sl. laugardag að naglar í þaki hússins voru rauð- glóandi og timburklæðning þess farin að sviðna. Var slökkvilið kvatt á staðinn. Kom þá í ljós að rafmagn leiddi um þakið og var straumur tekinn af húsinu. Við nánari eftirgrennslan Raf- magnseftirlitsins nýlega kom í ljós að svonefnd núlltaug hafði bilað. Ljóst er að illa hefði getað farið vegna þess að í sambyggðu húsi er sundlaug og steypiböð og hefði rafmagn leitt í vatnið hefði það getað orsakað dauðaslys. Skömmu áður en rafmagnsbilun- arinnar varð vart fór vatnslögn hússins að leka og er ekki ljóst hvort útleiðsla í rafmagni hafi vald- ið því. Útlit er fyrir að skipta verði um timburklæðningu á húsinu og að tjónið nemi hundruðum þúsunda króna. Spectra SL 72 29" sjónvarp í algjörum sérflokki, meö flötum möttum Black Matrix-skjá*, sem endurspeglar ekki Ijósi, Super VHS innbyggt, 40 stööva minni, 40W stereomagnari, tengi fyrir aukahátalara, tvöfalt Scart-tengi, barna- læsing, fjarstýring, Teletext m/8 síöna minni, tenging fyrir gervihnattasjónvarp, möguleiki á NTSC/Secam, tilbúiö fyrir NICAM-stereomóttöku o. m. fl. Verö aðeins: 119.520,- kr eöa 107.900, stgr. Spectra SL 63 25" sérlega vandaö sjónvarp, meö flötum möttum Black Matrix-skjá*, sem endurspeglar ekki Ijósi, Super VHS innbyggt, 40 stööva minni, 40W stereomagnari, tengi fyrir aukahátalara, tvöfalt Scart-tengi, barna- læsing, fjarstýring, Teletext m/8 síöna minni, tenging fyrir gervihnattasjónvarp, möguleiki á NTSC/Secam, tilbúiö fyrir NICAM-stereomóttöku o. m. fl. Verö aðeins: 104.200,- kr eöa j 1»*»« 93.800,- stgr. mi i Galaxy 51 20" vandað sjónvarp, meö skörpum, litsterkum skjá, 40 stööva minni, tengingu fyrir gervihnatta- sjónvarp, þráölausri fjarstýringu, möguleika á NTSC/Secam móttöku, sjálfvirkum stöðvaleitara, Scart-tengi og ýmsu fleira. Verö aðeins: 49.900,- kr eöa 44.900 / stgr. Nordmencfe sjónvarpstækin, sem eru Vestur-Þýsk hágæðavara, eru löngu landsþekkt fyrir langa endingu 03 frábær gæði Við tökum vel á móti | þér ! greiöslukjör til allt aö 12 rrián. eöa allt aö 3 ára greiöslukjör

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.