Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.11.1990, Blaðsíða 11
MQRGU,N^Dip ,gU^NUpA,QyR,U.^()^¥B,Klí.l9!|0,, EVROPUBANDALAGIÐ Kola- og stálbandalag Evrópu (frá 1951) Efnahagsbandalag Evrópu (frá 1958) og Kjarnorkubandalag Evrópu (frá 1958) Stofnlönd: Belgía, Frakkland, Holland Ítalía, Lúxemborg og V-Þýskaland . Megingrundvöllur bandalagsins er Rómar- sáttmálinn ásamt síöari breytingum. 1958 EVROPUBANDALAGIÐ Bretland, Danmörk og írland gengu inn 1973. Grikkland gekk inn 1981. Spánn og Portúgal gengu inn 1986. A-Þýskaland sameinaöist V-Þýskalandi 1990. Aöildarríkin eru nú tólf meö um 340 milljónir íbúa 1990 / árslok 1992 verða EB-lönd eitt markaðssvæði hvaö snertir skipti á vöru og þjónustu, fjármagns flutninga, búsetu og atvinnu. Einnig með sameiginlega landbúnaðar- og fiskimálastefnu og tollabandalag út á við. Náin samvinna verður á sviði fjármála, peninga- mála, félagsmála og utanríkismála. okkur mjög sterka viðskipta- lega stöðu. Landið er einnig vel staðsett til að geta verið miðpunktur í viðskiptum. Við höfum mjög góða vöru sem aðrar þjóðir þurfa á að halda, og við eigum að not- færa okkur það.“ — Telur þú ekki hættu á að íslendingar einangrist, ef þeir standa utan við EB.? „Ég held að það sé meiri hætta á að við einangrumst innan þessarar heildar sem jaðar stórríkissins. Ég hef ekki trú á því að það verði svo mikið tillit tekið til okk- ar, þessara 250 þúsund hræða. Við yrðum eins eins og lítið þorp í EB. Það má benda á vægi þjóð- ar eins og Danmerkur. Danir eru mjög máttlausir í málum em þeir telja mikilvæg. Það er ein af ástæðum þess að þeir eru að reyna að fá Norð- urlandaþjóðirnar með sér í bandalagið. En jafnvel þótt við gætum haft áhrif innan EB, nægir það ekki til að réttlæta það að við eigum að fara þarna inn, ekki síst vegna uppbyggingarinnar og fiskveiðanna.“ Þegar Kristín var spurð hvaða áhrif hún teldi aðild hafa á atvinnulífið, sagðist hún telja að atvinna hér yrði fábreyttari en nú. „Það blasir við, að ef við göngum inn í svona stóra heild verða færð rök fyrir því, að það væri hagkvæmt fyrir heildina að íslendigar verði hráefnisframleiðendur. Það gæti vel verið að það yrði talið hagkvæmt að láta Islendinga veiða í landhelg- inni, en ég er ekki viss um að það verði talið heppilegt að við ynnum fiskinn. Við myndum veiða til að setja beint á markað, þannig að við yrðum nokkurskonar ver- stöð fyrir fiskiskipin; þau gætu sótt hingað vatn og vistir og eldsneyti, hvort sem það verður olía eða vetni. Ég sé ekki rökin fyrir því að það verði talið hagkvæmt að flytja hingað fjölbreyttari iðnað, heldur verði farið nær markaðnum með framleiðsl- una.“ Eyjólfur Konráð Jónsson þingmaúur Sjálfstæúisflokks Getum náð öllu í samningum án fórna „Við eigum ekki að orða aðild að Evrópubandalaginu. Ef við yrðum aðilar að bandalaginu værum við að undirgangast lög og samþykktir þess, að minnsta kosti að vissu marki. Eg geri ráð fyrir að við fengjum einhverja tímabundna samninga og undanþágur varð- andi fiskveiðarnar, en þá hefðum við rétt EB litla fing- urinn og hvað kynni þá að fylgja á eftir? Eg held að það sé alveg ljóst, að við yrðum í meiri hættu, að aftur yrði farið að skipa upp frá sömu ríkjum og við sömdum við fyrir 20 árum um að fara út úr landhelginni. Ég tel okkur geta náð öllu sem við þörfnumst í samningum við bandalags- ins, án þess að fórna neinu því sem dýrmætast er og án þess að hin sameiginlega sjávarútvegsstefna nái til íslands." — Talsmenn aðildar hafa m.a. bent á, að vilji sé innan EB að íslendingar Eyjólfur Konráð Jónsson hafi yfirráð yfir fiskimiðun- um þrátt fyrir inngöngu í EB. „Þetta rökstyður ekki að við séum jafn vel varðir, þegar við erum komnir inn- fyrir múrana hjá þeim og tilbúnir að undirgangast þeirra lög eins og þau eru á hverjum tíma. Því lög og reglur eru breytingum háð og enginn veit hvernig þetta bandalag verður eftir 10-20 ár. Ég vil því ekki taka neina áhættu, sérstaklega ekki að óþörfu.“ — Forsvarsmenn iðnaðar eru því fylgjandi að sækja um aðild að EB. Er ekki rétt að horfa á þá hagsmuni einnig? „Iðnaðurinn hefur allt sem hann þarf. Það er full fríverslun og tollfrelsi með allan iðnvarning á báða bóga, og iðnaðurinn er eins settur og ísland væri í band- alaginu. Ef einhver vafí væri um það, er hæpið að Bandaríkjamenn væru að taka þátt í álbræðslu hér á landi. Ég hef ekki heyrt neina draga það í efa, að Evrópumarkaður sé fijáls fyrir afurðir álversins.“ um að vild. Hins vegar stendur ekki til að breyta sjávarútvegsstefn- unni yarðandi opinbera styrki. íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki hafa ekki notið styrkja, og telja þann sjávar- útvegsósíalisma, sem EB stendur fyrir, ekki heppileg- an. í samkeppni myndu þau standa höllum fæti við fyrir- tæki innan EB sem hafa no- tið hárra styrkja um árabil. Ýmsir telja mögulegt fyrir íslendinga að halda yfirráðum yfir sjávarútveginum hér, þrátt fyrir inngöngu í EB. En það væri mjög erfitt í raun. Aðild fylgir fjórfrelsið svonefnda, og þar á meðal til fjárfestinga. Hvernig ætti að halda útgerð og fiskvinnslu fyrir utan allar fjárfestingar og tryggja að þessar atvinnu- greinar verði áfram í höndum Islendinga? Maður spyr sig einnig: Ef íslendingar vilja ganga í EB, en halda eftir öllu því bita- stæðasta, eftir hveiju væri bandalagið þá að sækjast með aðild íslands? Fiskveiðar í heiminum verða ekki mikið meiri en þær eru nú. Fiskeldi er alltaf að aukast en það eykst ekki í takt við eftirspurn eftir sjáv- arafurðum. Afieiðingin er verðhækkun sem við höfum notið góðs að. Aukningin í fiskneyslu hefur verið hvað mest í Evrópu, og henni er spáð áfram. Það þýðir að fiskimið verða sífellt verð- mætari auðlind og þar af leið- andi æ væniegri fjárfesting- arkostur. Það er fyrst og fremst í sjávarútvegi, sem útlendingar hafa áhuga á að fjárfesta hér á landi. Þetta er okkar sérsvið og þar skör- um við framúr.“ — Gæti ekki þar af leið- andi orðið fýsilegt fyrir ís- lendinga að sækja inn í EB á þessu sviði? „Ég held að svo sé ekki. Á meðan haftastefnan ríkir í EB, ríkjakvótar, styrkír og mikil félagsleg sjónarmið, hefur það truflandi áhrif á atvinnugreinina. I EB eru út- gerðarmenn búnir að veiða megnið af sínum kvótum í upphafi árs. Þar er óhemju- fjöldi fiskiskipa, sem ræðst á þennan litla afla sem er til skiptanna og veitt hann á nokkrum mánuðum. Svo binda menn skipin við bryggju og þyggja úr sjóðum banda- lagsins það sem eftir er árs- ins. Það sem getur gagnast okkur er að sömu leikreglur gildi í sjávarútvegi og í iðn- aði. Samkeppni á jafnréttis- grundvelli þar sem ríkisstyrk- ir og tollar væru úr sögunni. Þetta gæti vel orðið, að vísu varla í náinni framtíð. í Brussel vita menn að það gengur ekki til lengdar að reka atvinnuvegi á svona óskynsamlegan hátt. Þeir sjá sjávarútveg, eins og til dæmis hér á landi, sem heldur uppi miklu velferðarþjóðfélagi. Það sama ætti að geta verið upp á teningnum í EB, en í stað þess er sjávarútvegurinn baggi á bandalaginu." Halldór sagði að jafnvel þótt þetta breytist væri ekki þar með sagt að fýsilegt yrði fyrir ísland að ganga í EB. „Aðild fylgja margir ókost- ir. Nú hafa einstök ríki t.d. neitunarvald í málum sem varða lífshagsmuni þeirra. En það er talað um að þetta breytist áður en langt um líð- ur, og þá yrðu Islendingar að sætta sig við ákvarðanir Evr- ópubandalagsins um sjávar- útvegsmál, án þess að geta beitt neitunarvaldi. Svo má benda á, að það er mjög hæpið að ganga í EB af þeirri ástæðu að innri markaðurinn er sniðinn fýrir iðnaðarvörur. Hér er sjávar- útvegurinn undirstaðan með öllum sínum sveiflum í afla og afurðaverði. I EB verður komin á Evrópumynt innan nokkurra ára, en þá hefðum við ekki lengur neitt svigrúm til að hrófla við genginu, sem hefur einmitt verið notað til að jafna áhrif sveiflnanna í afla og verði. Það eru að vísu' ýmsir sem halda því fram að þetta tæki hafí verið misnotað og því eins gott að taka það af íslenskum stjórnmála- og embættismönnum. En ég held að svona rök séu hæpin.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.