Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 270. tbl. 78. árg.________________________________ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóadeilan: •Keuter Moskvubúar tóku í gær að hamstra matvæli með þeim afleiðingum að hillur í verslunum tæmdust ört. Þetta gerðist eftir að yfirvöld í. níu héruðum, sem séð hafa Moskvu fyrir mjólk, höfðu skýrt frá því að þau hefðu stöðvað alla matvælaflutninga til borgarinnar til að tryggja að íbúar héraðanna yrðu ekki hungurmorða. Stærri inyndin er af tómri grænmetisverslun í Moskvu en á innfelldu myndinni berjast viðskiptavinir um kjöt, sem hefur verið illfáanlegt í borginni að undanförnu. Matvælaskortur í Sovétríkjunum: Gorbatsjov hótar Irökum „harka- legri“ ályktun SÞ Nikosíu, Sameinuðu þjóðunum, Moskvu. Reuter. Bandaríkjastjórn beitti sér fyrir því í gær að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna veitti írökum frest til áramóta til að kalla hersveitir sínar í Kúvæt heim, ella yrði þeim komið þaðan með valdi. Míkhaíl Gorb- atsjov, forseti Sovétrílqanna, sagði að Irakar ættu yfir höfði sér „harka- lega ályktun“ frá Sameinuðu þjóðunum ef þeir vildu ekki draga her- sveitir sínar til baka og láta erlenda gísla lausa. Bandaríkjamenn hafa afhent full- trúum ríkjanna fimmtán, sem aðild eiga að öryggisráðinu, drög að álykt- un, þar sem kveðið er á um að grípa megi til hernaðaraðgerða ef Saddam Hussein íraksforseti kallar ekki her- sveitir sínar heim fyrir árslok. Bandarískir embættismenn sögðu þó í gærkvöldi að Bandaríkjamenn gætu að öllum líkindum sætt sig við að írökum yrði gefínn fresthr til 15. janúar eins og Sovétmenn höfðu lagt til. Gorbatsjov sagði við Tareq_ Aziz, utanríkisráðherra Iraks, að „Irakar þyrftu að fara frá Kúvæt og leysa alla gíslana úr haldi ella samþykktu Sameinuðu þjóðirnar nýja ályktun - harkalega ályktun,“ að sögn sovésku fréttastofunnar •TASS. Þjóðveijar undirbúa loftbrú til að afstýra hungursneyð Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞJÓÐVERJAR undirbúa nú umfangsmikla neyðaraðstoð til að koma í veg fyrir hungursneyð í Sovétríkjunum. Þýska ríkið, fyrirtæki og ein- staklingar hafa tekið höndum saman í þessum tilgangi og verður þetta umfangsmesta aðstoð af þessu tagi sem skipulögð hefur verið í Þýska- landi eftir síðari heimsstyijöldina. Matvælin verða flutt með vörubifreið- um, sem þýsk stórfyrirtæki lána, en ef algjört neyðarástand skapast í Sovétríkjunum er ráðgert að mynda loftbrú til að koma matvælum hratt og örugglega áleiðis. Gert er ráð fyrir að flutningavélar þýska flughersins verði notaðar í þessu skyni en einnig kemur til greina að vélar frá bandaríska flug- hernum í Þýskalandi taki þátt í flutn- ingunum. Fyrirmyndin er loftbrú Bandaríkjamanna til Berlínar er Sovétmenn einangruðu vesturhluta borgarinnar frá umheiminum árið 1958. Fyrirmynd sjálfrar neyðaraðstoð- arinnar er einnig sótt til áranna eft- ir síðari heimsstyijöldina. Ástandið var þá mjög slæmt í Evrópu og brugðu fyrirtæki og einstaklingar í Bandaríkjunum á það ráð að mynda með sér samtök, CARE, og senda sérstaka matarpakka þangað. Hver þeirra vó þrettán kíló og var inni- haldið því sem næst það sama og í stöðluðum skömmtum bandaríska hersins - kjöt, sykur, ostur, súkku- laði, sígarettur og fleira, samtals 41.000 kaloríur. Á árunum 1946-60 voru sendar tæplega tíu milljónir slíkra pakka til Evrópu, þar af 70% til Þýskalands. CARE starfar enn og útibú þess í Þýskalandi sér um að undirbúa pakka handa Sovét- mönnum. Matvæli úr birgðageymslum þýska ríkisins verða send til Sov- étríkjanna og einnig hefur komið til tals að nota matarbirgðir hersins í þessu skyni. Þá verða sendar birgðir af nauðsynjavörum, sem grípa átti til í Vestur-Berlín ef borgin einangr- aðist á ný. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, og Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, eru verndarar þessa verkefnis. Kanslarinn ávarpar þýsku þjóðina í sjónvarpsþætti á morgun °g hyggst þar hvetja fólk til að láta fé af hendi rakna. Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra og Willy Brandt, fyrrum kanslari, koma einn- ig fram í þættinum, sem nefndur er „Helft Ru61and!“ - Hjálpið Rúss- landi. Þýska ríkið og hjálparstofnanir á borð við Rauða krossinn og CARE sjá um að söfnunarféð verði notað á sem hagkvæmastan hátt og að matvælin berist til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Einkum verð- ur reynt að koma þeim til eldra fólks, munaðarlausra barna og fatl- aðra. Sjá „Minnkandi frani- leiðsla ...“ á bls. 25. Saddam Hussein skýrði frá þvi í gær að fjölmargir írakar hefðu lát- ist 'af völdum 'matvæla- og lyfla- skorts vegna viðskiptabannsinSj sem Sameinuðu þjóðirnar settu á Iraka eftir innrás þeirra í Kúvæt 2. ágúst. Sjá „Fréttum um morð á skóla- stúlkum ...“ á bls. 26. Pólland: Mazowiecki segir af sér Varsjá. Reuter. TADEUSZ Mazowiecki sagði í gærkvöldi af sér embætti forsæt- isráðherra Póllands eftir að hafa orðið í þriðja sæti í forsetakosn- ingunum í landinu er fram fóru á sunnudag. Stanislaw Tyminski, sem náði óvænt öðru sætinu, lýsti yfir því að hann gæti sigrað verkalýðsleiðtogann Lech Walesa í síðari umferð kosninganna sem fram fer 9. desember. Ovænt frammistaða Tyminskis, sem var algjörlega óþekktur í heima- landi sínu þar til fyrir mánuði, hefur skapað mikla óvissu í pólskum stjórnmálum. Hann kvaðst þess full- viss að hann gæti sigrað Lech Wal- esa sem hlaut um 40% atkvæða í kosningunum og varð langefstur. Lét Tyminski þess getið að hann teldi hugsanlegt að Walesa myndi ekki gefa kost á sér í síðari umferð- inni en verkalýðsleiðtoginn hafði lýst yfir því að hann gæti ekki hugsað sér að etja kappi við milljónamær- inginn, sem vændur hefur verið um lýðskrum og lygar. Sjá „Óþekktur milljónamæring- ur . . . “ á bls 27. Leiðtogakjör breskra íhaldsmanna: Major taliirn sigurstranglegastur Luiulúnum. Rcutcr, Daily Telegraph. JOHN Major, fjármálaráðherra Bretlands, var í gær talinn sig- urstranglegastur frambjóðendanna þriggja í leiðtogakjöri breska íhaldsflokksins. Helsti keppinautur Majors, Michael Heseltine, fyrrum varnarmálaráðherra, var þó vongóður um að hann bæri sigur úr býtum í annarri umferð kjörsins, sem fram fer í dag. „John Major er á góðri leið með að verða næsti forsætisráðherra Bretlands," sagði Norman Lam- ont, aðstoðarfjármálaráðherra og einn af helstu stuðningsmönnum Majors innan flokksforystunnar. Hann sagði að meira en 160 þing- menn hefðu lofað að greiða fjár- málaráðherranum atkvæði. Major er 47 ára að aldri og yrði yngsti forsætisráðherra landsins á öld- inni ef hann næði kjöri. Major hefur tryggt sér stuðning meirihluta ráðherra í stjórn Marg- Mjyor Ilcseltine aret Thatcher forsætisráðherra og samkvæmt skýrslu flokksfor- ingja í öllurn kjördæmum landsins nýtur hánn mikils fylgis á meðal almennra flokksmanna. Margir þeirra vilja að Major gegni leið- togaembættinu og þriðji fram- bjóðandinn, Douglas Hurd, verði áfram utanríkisráðherra. Stuðn- ingsmenn Hurds viðurkenndu í gær að Major hefði náð foryst- unni. Michael Heseltine var hins vegar bjartsýnn á að fá nægan stuðning, eðá 187 atkvæði, til að ná kjöri í annarri umferðinni. Sjá „Baráttan talin standa...“ á bls. 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.