Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990
HScholtes
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur og
grill, fituhreinsun, svart
eða hvítt glerútlit,
tölvuklukka með tímastilli.
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær
halogen, sjálfvirkur
hitastillir og hitaljós.
LV12 242
Uppþvottavél
12-manna, 4 kerfi, þar af
eitt sparnaðarkerfi, efri
körfu má hækka og lækka,
lágvær (42 db), svört og
hvít.
Funahöfða 19
sími 685680
%
1 - ■ I-J-Ll-
:lj ?pe< 3rK
H H 1 1 44-
1
09
Wicanders
£sL. Kork'o-Plast
korkflísámerkin komin
undirsama þak.
Nú framleidd í sömu
verksmiðju af
IU( idoiito
-ft
tt flrmúla 29, Múlatorgi, sími 38640
Þ. ÞORGRÍMSSON & C0
Vefnaður Asu Olafsdóttur
Ása Ólafsdóttir: Óður til landsins. 1990
Myndlist
EiríkurÞorláksson
Það er stundum rétt að rifja
upp, að fyrr á öldum gegndu vef-
listaverk ekki síst því hlutverki að
vera hitaeinangrun á köldum hall-
arveggjum heldri manna, og að
fögur ásýnd efnismikilla veggtejjp-
anna var fremur aukageta en aðal-
atriði. Löngu eftir að þetta hlut-
verk er horfið hefur góðum vef-
listamönnum tekist að halda í tvo
mikilvægustu éiginleika verkanna,
hlýjuna og efnisgildið, sem engin
önnur listgrein getur leikið eftir.
Það er því alltaf ánægjulegt að
skoða sýningar á myndvefnaði.
Vefnaður er án efa sú grein
myndlistanna sem krefst hvað
mestrar þrautseigju og þolinmæði,
og vegna þess hversu tímafrek
gerð vefnaðarverka getur orðið eru
færri listamenn starfandi á þessu
sviði en vænta mætti. í sýningar-
salnum Nýhöfn við Hafnarstræti
stendur nú sýning á verkum Ásu
Ólafsdóttur veflistakonu, en hún
hefur á þessum áratug unnið sér
sess sem einn af okkar fremstu
veflistamönnum.
Með sýningunni í Nýhöfn hefur
Ása haldið tylft einkasýninga, og
auk þess sem hún hefur tekið þátt
í samsýningum víða um lönd er
verk hennar að finna á ýmsum
opinberum stöðum bæði hér á landi
og í Svíþjóð, þar sem hún bjó um
árabil. Síðasta stóra sýning hennar
var haldin á Kjarvalsstöðum fyrir
tvejmur árum.
í verkunum á sýningunni nú
þróar Ása áfram þau myndefni sem
voru hvað mest ríkjandi þá, þ.e.
landslagsminni af ýmsu tagi. Þetta
eru ekki eftirmyndir ákveðinna
staða, heidur samsettar myndir úr
ijöllum, fossum, jöklum, fljótum og
engjum, og yfir öllu ber ljósan him-
in, allt fengið úr hugarfylgsnum
listakonunnar. Verkin eru ofin úr
ull, hör og mohair, og eru öll unn-
in á síðastliðnum þremur árum.
Þetta eru mildar myndir, sem
skapa ró og friðsemd í umhverfi
sínu, fremur en átök og ólgu. Það
er við hæfi að náttúrulitir eru
ríkjandi í verkunum, og myndefnið
nær alls staðar góðu jafnvægi í
fletinum vegna þessa. Hins vegar
vekur athygli, að Ása notar lítið
heila litfleti að þessu sinni, heldur
eru sveiflur mismunandi litatóna
ríkjandi. Þannig er stígandi litblær
á ýmsum þáttum, t.d. himni og
vatnsföllum í flestum verkanna, og
jafnvel svartir klettaveggir reynast
iðandi í örfínum litasveiflum, þegar
nánar er aðgætt. Notkun mohair í
svarta, grófa hliðarfleti, sem minna
á litskotna kletta, eykur síðan íjöl-
breytni áferðarinnar og litarins í
myndunum í heild.
Myndirnar á sýningunni eru
mjög jafnar að gæðum, og eru í
raun allar óður til landsins, þó að-
eins eins þeirra beri þann titil
(nr.7). í sumum verkanna setur
listakonan köflótta reiti til hlið-
anna, í forgrunn eða miðja mynd
eins og til að minna áhorfandann
á að hann stendur fyrir framan
ofna mynd en ekki yfirborð mál-
verks; í ,Eldur undan“ (nr. 6) er
myndinni síðan flett til hliðar, ef
svo má segja, iíkt og yfirborði jarð-
ar, til að minna á þann loga sem
kynntur er undir öllu lífi á jörð-
inni. Ása speglar viðfangsefnið
skemmtilega í ,Eldingarklettur“
(nr. 9), og þar er tónun litanna
einna sterkust, og stóra myndin
,Fletir“ (nr. 8) nýtir reitina
skemmtilega sem forgrunn í lands-
laginu.
í viðtali vegna sýningarinnar er
látið að því liggja að í verkum Ásu
komi viðhorf konunnar sérstaklega
fram í þeirri kyrrð og þögn sem
ríkir yfir myndunum. Þetta er ann-
arleg kenning, þar sem ætla má
að viðhorf manna á þessu sviði
mótist frekar af reynslu einstakl-
inga af landinu en kynferði þeirra.
Fjöldi karla og kvenna hafa orðið
fyrir djúpum áhrifum af landinu í
æsku eins og Ása Ólafsdóttir, eða
þá á fullorðinsárum; allir þeir ein-
staklingar ættu að kunna að meta
eiginleika þeirra verka, sem þarna
er að finna.
Sýning Ásu í Nýhöfn stendur til
28. nóvember.
Frásögnin í fyrirrúmi
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Einar Már Guðmundsson: Rauð-
ir dagar. (226 bls.). Almenna
bókafélagið 1990.
Með þessari sögu virðist runnið
upp nýtt skeið í skáldsagnaritun Ein-
ars Más. Efniviðurinn er allt annar
en í trilogiunni um Jóhann Pétursson
og félaga, frásagnarmátinn töluvert
frábrugðinn.
Megindrættir sögunnar eru eitt-
hvað á þessa vegu: Ung stúlka flytur
til höfuðstaðarins frá fábreytilegu
plássi fyrir norðan. Hún gengur í
samtök Rauða hússins og verður
ástfangin ef einum félaga samtak-
anna. Hún þræðir með honum súrt
og sætt, m.a. lenda þau oftar en einu
sinni í átökum við lögregluna. í bak-
sviði eru pólitískir óróatímar.
Er nema von að Atómstöðin fljúgi
í hug í þessu sámbandi? Eins og
norðanstúlkan Ugla kemur Ragn-
hildur í bæinn til að læra organleik
mannlífsins. Og eins og fyrirrennar-
inn er Ragnhildur eðlisgreind, rök-
föst, hreinskiptin og spurul. Hún
lætur m.ö.o. engan vaða yfir sig og
tekur engri borgarvenju sem gefínni
leikreglu.
Eins og í mýmörgum öðrum sög-
um, sem segja frá landsbyggðarbam-
inu sem kemur í bæinn, er Reykjavík
hér ákaflega fráhrindandi — beinlín-
is fjandsamlegur íverustaður. I upp-
hafi tapar Ragnhildur t.d. dqúgri
fjárhæð til síbrotamanna sem segjast
vera leigumiðlarar. Á tímum sögunn-
ar er atvinnuleysi í Reykjavík, Ragn-
hildur er hins vegar staðráðin í því
að gefast ekki upp í atvinnuleit. Hún
sækir m.a. árangurslaust um starf
hjá borginni, sömuleiðis sækir hún
um vinnu í tískuvöruverslun, ein í
hópi stóreygðra stúlkna „með tyggjó
og ótrúlega smáfríð andlit". í viðtali
við verslunarstjórann neitar hún að
fara úr kápunni, skilur ekki af hveiju
karlinn vill sjá nánar sköpulag henn-
ar og segir meiningu sína fullum
hálsi:
„Eg er hér að sækja um starf til
að selja öðrum föt en ekki til að
ganga í þeim sjálf. Ef þú vilt kanna
hæfni mína ræðirðu við mig af skyn-
semi.“
„Skynsemi!?"
Og þar með gat hún haldið áfram
að leita sér að vinnu.
Persónusafnið er býsna sundur-
leitt. Upp úr standa félagar Rauða
hússins: Elskhuginn Eiríkur, Gunn-
laugur sterki sem var betri en enginn
í átökum við lögregluna, Jón veður-
fræðingur sem reyndi að snúa veður-
stofunni yfir til kommúnisma og
svarkurinn Linda B. Aukapersónurn-
ar ná flestar að lifna vel við á blaðs-
íðunum, eftirtektarvert er hve Einari
tekst að vekja samúð lesandans með
þeim.
í heildina má segja að þessi saga
sé mun raunsæislegri en aðrar skáld-
sögur Einars. Frá Riddurum hring-
stigans að Eftirmálum regndropanna
hefur stöðugt hægst á söguframvin-
dunni sem þó hefur aldrei verið hröð
í bókum Einars. í smásagnasafninu
Leitin að dýragarðinum má hins veg-
ar sjá frásagnartæknilegan aðdrag-
anda að Rauðum dögum. í þeim
báðum er söguhraði mikill.
Tími og rúm Rauðra daga falla
vel að ytri raunsæiskröfum. í þess-
ari sögu er varla um að ræða ein-
hvers konar tilraun með innri tíma
sögunnar, allt fleygist fram á lárétt-
um tímaási. Sömuleiðis koma flestir
staðhættir í sögunni heim og saman
við veruleikann.
Raunsæisleg frásagnaraðferð býð-
ur heim þeirri hættu að lesturinn
verði eingöngu endurspeglun og end-
urtekning á fyrirbrigðum sem les-
andinn þkekir af eigin reynslu ann-
ars staðar frá. Eins konar ljúf upp-
rifjun. Reykjavík um 1970 með hipp-
um, hassi og heittrúarflokkum alls
konar er vendilega lýst, stundum of
smásmyglilega og án þess að lýsing-
in standi föstum fótum í sögunni.
Frásögnin líkist þá einna mest
skýrslu sem að vísu er fyndin á köfl-
um. T.a.m. er löggunum yfírleitt lýst
sem sálarlausum föntum, einstaka
sinnum sem illa gerðum hlutum, aldr-
ei manneskjum.
í Rauðum dögum notar Einar Már
sérhvert tækifæri til að vefa sögu-
þráðinn í óvæntar áttir. Hér gerast
margar minnisstæðar frásagnir í
einni sögu, og sumar hveijar ekki
beint hversdagslegar. Hér er t.a.m.
sagt frá forstöðumanni dýrasafnsins,
Halldóri Ara, sem eitt sinn fékk þá
hugmynd að koma uppstoppuðum
hval fyrir á efri hæð safnsins. Eftir
að hafa háifeyðilagt húsið var ljóst
að tilraunin hafði mistekist. I ann-
Einar Már Guðmundsson
arri er sagt frá stúlku sem skar fram-
an af fingri og týndi fingurfleiðrinu
en forsetinn fann það aftur undir
vörubíl! Gróteskan í sögum sem þess-
um minnir á ýmsar nútímasögusagn-
ir sem sagðar eru af þrótti víða um
heim og safnað á bækur, (nefnast
„Sagen" á þýsku og „urban legends"
eða „contemporary legends" á ensku.
Þetta eru eins konar þjóðsögur nú-
tímans. Þótt þær séu fjarstæðu-
kenndar, og raunar oftar en ekki
haugalygi, gera þær kröfu um að
vera tekið sem hvetjum öðrum sann-
leika. Er það ekki einmitt einkenni
íslenskra kjaftasagna?). I slíkum
sögusögnum í Rauðum dögum reynir
Einar Már til hins ýtrasta á þanþol
trúverðugleikans.
Einar Már sýndi það í Riddurum
hringstigans að hann kann ýmsum
öðrum betur að flétta harmræna
dulúð saman við skoplegan einfald-
leika. Eitt snjallasta atriðið í Rauðum
dögum er af þessum toga. En ekki
má ljóstra of miklu upp. Hér er sagt
frá því hvernig athafnir Ragnhildar
fléttast með undarlegum hætti sam-
an við örlög föður hennar. Lands-
byggðin, borgin, nýi tíminn og sá
gamli — allt þetta lendir á einu
augnabliki í heljarárekstri.
Einar Már er í Rauðum dögum á
forvitnilegu róli, hann sýnir á sér
nýja hlið. Það sem skiptir máli er
að með þessari bók er höfundurinn
tilbúinn til að taka áhættu og um-
breytingum. Það er spennandi að sjá
hvert hann stefnir.
Af Ignatíusi rugludalli
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
John Kennedy Toole:
Aulabandalagið
Formáli eftir Walker Percy
Þýðing: Hannes Orn Blandon og
Inga Blandon
Útg. 1989
I upphafsorðum Walkers Percy
um Aulabandalagið segir hann frá
því að fyrir fjórtán árum hafi
ókunnug kona farið að hringja til
hans og hafði sonur hennar sem
þá var látinn allmörgum árum áður
skrifað skáldsögu og móðirin var
áfjáð í að sagan yrði gefin út vegna
þess hve mikið afbragð hún væri.
Percy dróst á að lesa bókina og
segir: „Ef til vill fer best á að kynna
þessa bók, sem við þriðja lestur
vekur meiri furðu en við hinn
fyrsta.“ Sannleikurinn er sá að hvað
mig varðar eiga þessi orð öldungis
vel við. Þegar ég las bókina fyrst
á ensku komst ég rétt með harm-
kvælum í gegnum hana. Mér þótti
persónur ýktar, fáránleiki aðalsögu-
hetjunnar, hins kolruglaða og sjálf-
umglaða Ignatíusar J. Reilly, ekki
vitund sniðugur og söguþráðurinn
hreint út í bláinn.
En þegar ég fór svo að lesa bók-
ina aftur og síðan hið þriðja skiptið
fannst mér þetta birtast í allt öðru
og nýju ljósi. Ignatíus J. Reilly, sá
akfeiti sérvitringur, stórsjúklingur
og auðnulaus hvort sem hann reyn-
ir að selja pylsur, þjáist alvarlega
veikur heima hjá sér og ofbýður
aldraðri móður sinni og nánast öllu
umhverfi með uppátækjum sínum,
er eiginlega alveg óborganleg per-
sóna. Absúrd en yfirgengilegur og
það er eitthvað þrælekta við það
hvernig höfundurinn byggir upp
þessa persónu sem á sér varla