Morgunblaðið - 27.11.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 27.11.1990, Síða 14
14 MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 Það er orðið jólaiegt á Sfrikinu Komdu til Kaupmannahafnar fyrir jólin og upplifðu jólastemmninguna á Strikinu. Flogið er út á laugardagsmorgni og aftur heim eftir kvöldmat á mánudegi. Þú nýtir báða dagana vel til innkaupa og skoðunarferða. Gisting á hóteli í sérflokki. SAS ROYAL HOTEL kr. 29.970 SAS FALKONER kr. 27.530 SAS SCANDINAVIA kr. 28.370 SAS GLOBETROTTER kr. 27.310 Verð miðast við tvo í herbergi. Innifalið í verði er flug og gisting í tvær nætur ásamt morgunverði. Flugvallaskattur er ekki innifalinn. Allar nánari upplýsingar veitir SAS og ferðaskrifstofurnar. Laugavegi 3, sími 62 22 11 Kór Öldutúnsskóla og stjórnandi hans, Egill Friðleifsson. Kór Oldutúns- skóla 25 ára _________Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Kór Öldutúnsskóla, undir stjórn Egils Friðleifssonar, hélt upp á 25 ára starfsafmæli með tónleikum og samkomu í Hafnarborg sl. fimmtu- dag. Fimm sönghópar komu fram. Fyrst var hópurinn sem fór til Nor- folk í Bandaríkjunum á þessu ári og sungu þau Ave Maríu eftir Kod- , aly, Nobody knows, sem er banda- rískur negrasálmur, japanskt þjóð- lag, sem heitir Sakura og íslenska þjóðlagið Ljósið kemur langt og mjótt. Þessi lög eru frá fjórum þjóð- löndum og gefa góða hugmynd um ij'ölbreytt efnisval þessa frábæra kórs. Til liðs við aðalkórinn komu ný- liðarnir og sungu sænskt þjóðlag og Ó, þú blíði blær eftir Bresgen. Nýliðarnir, sem nefnast Litli kór, sungu svo einir tvö íslensk þjóðlög, Við skulum róa og Hún rær og hún slær, barnalagið Við erum söngva- sveinar og enskt þjóðlag, sem heit- ir Kvöldbæn. Það tók til hjartans að heyra litlu börnin, varla meira en fimm til sjö ára, syngja svona vel, fallega uppfærð og með gleði- glampa í augum. Fyrir tveimur árum fór kórinn á þijú alþjóðleg tónlistarmót, sem haldin voru í Hong Kong og í Canb- FYRIR NÚTlMA KARLMENN HiRMMKl SNORRABRAUT 56 Símar: 13505 14303 Leiðrétting í grein undirritaðs, „Ópera eða ekki ópera“, sem birt var í laugar- dagsblaðinu, varð nokkur ruglingur á texta, sem rétt er að færa til þess horfs er hann var í frumriti. Fyrri setningin sem brenglaðist átti að vera: „ ... með þeim glæsibrag að Islendingar mega vera stoltir af o£ þakklátir fyrir." Seinni setn- ingin átti að vera: „Ópera er dýrt listform en ef vel tekst til, veltir óperufyrirtæki miklum eigin fjár- munum, er skila sér með margv- íslegum hætti aftur út í samfélagið og ekki síst til ríkisins." Þrátt fyrir að lesendur hafi getað ráðið í merkinguna, vildi undirritað- ur leiðrétta þessar leiðu villur. Jón Asgeirsson -----*-+-*---- Leiðrétting í umsögn um sýningu Rögnu- Hermannsdóttur og Pálínu Guð- mundsdóttur í Norræna húsinu, sem birtist sl. sunnudag féll niður nafn höfundar, en hann er Eiríkur Þorláksson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. -------------- Pennavinir Frá Alsír skrifar 25 ára karlmað- ur með áhuga á íþróttum, bók- menntum, ferðalögum og listum. Skrifar á ensku og frönsku: Mebarki Mohamed, 10 rue Rafih Miloud-Bouk- hanefis, Sidi Bel Abbes, Algerie.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.