Morgunblaðið - 27.11.1990, Page 17

Morgunblaðið - 27.11.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER 1990 17 Þegar Thatcher komst á þing eftir Leif Sveinsson Sumarið 1959 hafði verið með afbrigðum vætusamt hér á ís- landi, svo ég brá á það ráð að bjóða móður minni, Soffíu Har- aldsdóttur, í haustferð til Eng- lands, en þangað hafði hana lengi langað að koma. Flugum við til London 28. sept. 1959 og fengum inni á Strand Hotel sem er 1.100 herbergja hótel. Er skemmst frá því að segja að við lentum í „Indi- an summer“, þannig að ágústveð- ur með 25 stiga hita var þessa ágætu haustdaga, en við héldum frá Englandi 10. okt. eftir ógley- manlega dvöl. Þar sem ég hafði mikinn áhuga á stjórnmálum, jafnt hér heima sem erlendis, fylgdist ég grannt með kosningum til Neðri-málstof- unnar (House of Commons) sem fóru fram í byijun október. Á ég ennþá kosningahandbók- ina frá þessum tíma, sem gefin var út af The Daily Telegraph. Er þar margan fróðleik að finna, m.a. er á bls. 52 getið um fram- bjóðendur í Finchley, kjósenda- fjöldi: 69.123, en þeir voru jiessir: Mrs. M. Thatcher frá Ihalds- flokknum. E.P. Deakins frá Verkamanna- flokknum H.I. Spence frá Fijálslynda flokkn- um. í kosningum 1955 hafði fram- bjóðandi íhaldsflokksins Crowder sigrað með 30.233 atkvæðum, eða 12.825 atkvæða meirihluta yfir þann sem næstur kom. Við móðir mín fylgdumst með atkvæðatalningunni í sjónvarpi hjá Birni Björnssyni kaupmanni (Sím- onarsonar þess er stofnaði Björns- bakarí). Leiðtogi íhaldsmanna var Harold McMillan, en Verkamanna- flokksins Hugh Gaitskell. Talning- in var nokkuð spennandi framan af kveldi, en er líða tók á nóttina viðurkenndi Gaitskell ósigur sinn og mælti: „I have conceded the election“. Sigruðu íhaldsmenn með um THE GENERAL ELECTION 1959 CANDIDATES AND CONSTITUENCIES With thc complimcnts of Thc Pigallc Thcatrc Rcstaurant In Piccadilly Compilcd by (Tlic BnUti ÍTclcöVflph 100 sæta meirihluta. Þegar við héldum til Strand Hotel um nóttina voru íhaldsbroddarnir að yfirgefa Savoy Hotel, þar sem fagnaðar- hátíð hafði verið haldin. Voru þeir samkvæmisklæddir og nokkuð reikulir í spori. Frú Thatcher sigraði í Finchley, þá 34 ára. Sannaðist þar hið forn- kveðna, að allt er þá þrennt er. Hún hafði fallið tvisvar áður. ■ IFALDOJÍf-lcikskóli (Rudolf Steiner) tekur til starfa í Kópaseli, Lækjarbotnum 1. desember nk. Þar verður starfað með innblæstri frá Waldorf-uppeldisfræðinni. Opið hús verður alla laugardaga milli kl. 13 og 16 fram að áramótum, þar sem hægt er að kynna sér hugmyndir og fólkið sem stendur á bak við starfíð. Allir velkomnir sem áhuga hafa fyrir þessari uppeldisfræði með eða án barna. Nánari upplýsingar veita Helga, s. 20233, eða Sigurlaug, s. 15319. U MIKIL aðsókn hefur verið að sýningunni Andleg veröld eskimóa í Alaska frá Smithsonian-stofnun- inni í Washington. Fjöldi skóla- bekkja hefur notfært sér þetta ein- staka tækifæri til að kynnast þessum fjörlega menningarheimi. Forsvars- menn Kjarvalsstaða vilja beina því til kennara að panta tíma á sýning- una til að koma í veg fýrir algert öngþveiti á Kjarvalsstöðum. ■ UNGLINGASKÁKMÓT Tafl- félags Kópavogs verður haldið í Hjallaskóla í dag þriðjudaginn 27. nóvember kl. 17.30. Tefidar verða 10 mínútna skákir í þremur flokkum. Þátttökugjald er 200 kr. ■ AÐALFUNDUR íslenska mál- fræðifélagsins verður haldinn í Skólabæ, Suðurgötu 26, miðviku- daginn 28. nóvember 1990 kl. 20.30. Fundarefni: Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1989-1990, kosning stjórnar fyrir starfsárið 1990-1991 og önnur mál. umvom SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIRALLAFJÖLSKYLDUNA « Stinga ekki júr fínustu merinóull j Mjög slitsterk m Má þvo viö 60°C ÚTILÍFj GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM 74, S. 82922 G*ö/ OoaV\'8 TOLVU-OG PRENTARAB0RÐ SAMASTAÐ tölvur og allt sem þú oarft til tölvuvinnslu! Ný alíslensk matreiðslubók Manstu eftir Ostalyst? Nú er komin MATARLYST. Það eru gleðitíðindi fyrir alla þá sem hafa gaman af góðri matseld og vilja reyna nýjar uppskriftir. í bókinni eru 120 uppskriftir, forréttir, súpur, fiskréttir, kjötréttir, bakstur, sósur og salöt auk drykkja og smárétta, svo af nógu er að taka. Þessi vandaða bók kostar u.þ.b. kr 1.390.- og á örugglega eftir að gleðja marga um jólin. Fæst í verslunum um land allt. Sterkbyggö og vönduö dönsk borð meö beykiplötum. Fást í fjölmörgum stærðum og gerðum. Hagstætt verð. TÆKNIVAL Skeifunni 17 s. 91-681665

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.