Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER 1990
29
JHwgMnfrlfiMfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Sextugxir
Landspítali
Arið 1915 samþykkti Alþingi
íslendinga lög um kosn-
ingarétt og kjörgengi kvenna.
Konur fylgdu þessari sjálfsögðu
en síðbúnu réttarbót eftir með
ýmsum hætti, m.a. og ekki sízt
með baráttu fyrir byggingu og
starfrækslu Landspítala og
stofnun Landspítalasjóðs. Ingi-
björg H. Bjamason, fyrsta kon-
an sem kjörin var þingmaður,
fylgdi baráttunni fast eftir á
þingi. Og konurnar höfðu
árangur sem erfiði. Bygging
spítalans hófst árið 1925. Fimm
árum síðar, 20. desember 1930,
var fyrsti sjúklingurinn lagður
inn. Frá þeim tíma hefur Lands-
pítalinn verið eins konar horn-
steinn íslenzkrar heilbrigðis-
þjónustu: háskólasjúkrahús,
miðstöð rannsókna og lang
stærsti og fjölþættasti spítali
landsins. Um tuttugu þúsund
sjúklingar eru lagðir inn á
Landspítala á ári hverju og þar
fæðast árlega um 2.700 börn.
Á ársfundi Ríkisspítalanna
síðastliðinn laugardag afhjúp-
aði forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, minningar-
skjöld um stuðning íslenzkra
kvenna við Landspítala, sem
um þessar mundir heldur upp
á sextíu ára starfsafmæli. Gef-
endur_ voru Kvenfélagasam-
band íslands, Bandalag kvenna
í Reykjavík og Kvenréttindafé-
lag Islands. Kvenfélagið Hring-
urinn, sem lengi hefur látið
gott af sér leiða í starfsemi
spítalans, bætti enn um betur
og gaf 2,5 m.kr. til tækjakaupa
og 500 þúsund krónur í bygg-
ingarsjóð barnaspítalans. Kon-
urnar eru greinilega enn við
sama heygarðshornið og þá þær
létu draum fámennrar og fá-
tækrar þjóðar um Landspítala
rætast fyrir 60 árum.
Davíð Á. Gunnarsson, for- -
stjóri Ríkisspítala, sagði, er
hann þakkaði þessar gjafir, að
skjöldurinn hefði táknræna
merkingu, auk þess að minna
á lofsvert framtak kvenna:
íslenzk heilbrigðisþjónusta ætti
undir högg að sækja við ríkjandi
aðstæður í efnahags- og þjóð-
málum og hefði ríkuiega þörf
fyrir skjöld almenningsálitsins
— og raunar líka sverð þess.
Guðmundur Bjarnason heil-
brigðisráðherra kunngjörði á
ársfundinum að ríkisstjórnin
hefði ákveðið að færa Landspít-
ala að gjöf vandað og fullkomið
segulómtæki. Hér er um að
ræða tæki, sem kostar lang-
leiðina í 100 m.kr., og hefur
valdið „byltingu“ í rannsóknum
ýmissa sjúkdóma. Sá galli er
þó á gjöf Njarðar að K-bygging
Landspítala, sem átti að hýsa
tæki af þessari gerð, hefur
dregizt úr hömlu vegna ónógra
fjárveitinga; allar áfangaáætl-
anir hafa raskast og aðeins er
risinn þriðjungur ráðgerðs húss.
Tæki þessu verður því að koma
fyrir i bráðabirgðahúsnæði;
K-byggingu Landspítala er
ætlað að hýsa skurðstofur,
röntgendeild, gjörgæzludeildir
og hluta af rannsóknarstofum.
Hún á að vera eins konar mið-
stöð hátæknilækninga í landinu
— og „var í raun ein af forsend-
um þess að talið var fært að
taka upp hjartaskurðlækningar
hér á landi“, eins og forstjóri
Ríkisspítala komst að orði í út-
varpserindi. En fleira tengist
þessari byggingu, raunar flestir
starfsþættir Landspítala.
Lausnir á húsnæðisvanda, sem
flestar deildir þessa stóra
spítala eiga við að stríða, skar-
ast við þessa byggingu. Það
háir nær allri starfsemi hans
hve byggingaráform hafa
brugðizt, hve seint byggingunni
hefur miðað. Mál er að stjórn-
völd láti hendur standa fram
úr ermum og Ijúki henni.
Heilbrigðisþjónustan hefur
vaxið að umfangi og kostnaði
síðustu áratugi — með fjölgandi
þjóð og auknum heilbrigðis-
kröfum. Ný þekking, ný starf-
semi, ný tækni og ný lyf, sem
þarfir hafa kallað á og vísindin
fært okkur, kosta mikla fjár-
muni. Það er eðlilegt, að fá-
menn þjóð með takmörkuð fjár-
ráð gæti aðhalds, hagræðingar
og sparnaðar í heilbrigðiskerf-
inu, eins og í öðrum útgjalda-
þáttum. Það er hins vegar
líklegra til árangurs og farsæld-
ar að virkja þekkingu og hæfni
heilbrigðisstétta til átaka á
þessum vettvangi en beita ein-
hvers konar ofan að komandi
„skömmtunar- og skrifborðs-
lausnum". Það má heldur ekki
gleymast að tekjumegin í upp-
gjör heilbrigðiskerfisins vantar
veigamikinn póst: lengra líf og
betra líf þúsunda einstaklinga,
sem sótt hafa bata meina sinna
að hluta eða fullu til þess, sem
og fleiri vinnustundir þessa
fólks í þjóðarbúskapnum.
Fjölmenni á opnu húsi Landspítala:
Landspítali eign-
ast segulómtæki
Minningarskjöldur afhjúpaður. Frá v.: Forseti íslands frú Vigdís
Finnbogadóttir, Stefanía María Pétursdóttir formaður Kvenfélaga-
sambandsins, Jónína Margrét Guðnadóttir varaformaður Kvenrétt-
indafélagsins og Kristín Guðmundsdóttir formaður Bandalags
kvenna í Reykjavík.
Nokkrir starfs-
menn heiðraðir
MILLI fimm og sex þúsund full-
orðnir og mikill fjöldi barna og
unglinga sóttu „opið hús“ Land-
spítalans sl. sunnudag í tiiefni
af sextíu ára starfsafmæli sjúkra-
hússins. Ársfundur Rikisspitala
1990 var haldinn daginn áður í
anddyri K-byggingar. Forseti ís-
lands afhjúpaði við það tækifæri
minningarskjöld um stuðning
íslenzkra kvenna við Landspítal-
ann. Spitalanum bárust ýmsar
góðar gjafir í tilefni afmælisins.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, afhjúpaði skjöld, sem
Kvenfélagasamband íslands,
Bandalag kvenna í Reykjavík og
Kvenréttindafélag íslands gáfu til
minningar um stuðning íslenzkra
kvenna við byggingu Landspítal-
ans. Stefanía María Pétursdóttir,
formaður Kvenfélagasambandsins,
flutti og ávarp af þessu tilefni.
Guðmundur Bjarnason, heil-
brigðisráðherra, kunngjörði, að
ríkisstjórnin hefði ákveðið að færa
spítalanum að gjöf fullkomið seg-
ulómtæki, sem kæmi til 'landsins á
fyrri hluta næsta árs. Slík tæki, sem
kosta nær 100 m.kr., hafa valdið
„byltingu“ í rannsóknum ýmissa
sjúkdóma.
Ragnheiður Viggósdóttir, for-
maður Kvenfélagsins Hringsins,
afhenti 2,5 m.kr. gjöf til tækja-
kaupa fyrir barnaspítalann og 500
þúsund króna gjöf í byggingarsjóð
hans. Þær Hringskonur hafa áður
gefíð myndarlega í byggingarsjóð-
inn. Víkingur Arnórsson, yfirlæknir
barnaspítalans, þakkaði rausn
Hringskvenna. Hann gat þess jafn-
framt að hinn heimsþekkti leikari
Paul Newman hefði sent bygging-
arsjóði bamaspítalans tíu þúsund
dala framlag og fréttir stæðu til
þess að von væri á fímmtíu þúsund
dala viðbótarframlagi hans.
Guðmundur G. Þórarinsson form-
aður stjórnamefndar Ríkisspítala
greindi frá því að stjómarnefnd
hafi ákveðið að færa starfsmanna-
ráði sumarhús að gjöf og styrkja
rannsóknir við spítalann með 1
m.kr. framlagi í vísindasjóð og 1
m.kr. til tækjakaupa.
Stjórnarnefnd heiðraði nokkra
starfsmenn svo sem venja er á árs-
fundum: Ásdísi Sveinsdóttur skrif-
stofustjóra, Ernu Guðmundsdóttur
fulltrúa, Eystein Pétursson eðlis-
fræðing, Gróu Ingimundardóttur
hjúkrunarfræðing, Guðrúnu Ingi-
mundardóttur skrifstofustjóra,
Helgu Albertsdóttur hjúkrunar-
deildarstjóra, Hildigunni Olafsdótt-
ur cand. polit., Hjalta Þórarinsson
prófessor, Ingileif Jónsdóttur
líffræðing, Jóhönnu Ingólfsdóttur
forstöðukonu og Þóra Tómasdóttur
starfsmann lyflækningadeildar.
Frá ársfundi Ríkisspítala. Á fremsta bekk: Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri, Davíð Á. Gunnarsson
forsljóri Ríkisspítala, Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands, Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra
og kona hans, frú Vigdís Gunnarsdóttir.
Á ársfundi Landspítala fluttu
erindi Gunnar Guðmundsson pró-
fessor, Snorri Páll Snorrason pró-
fessor, Þorvaldur Veigar Guð-
mundsson formaður læknaráðs,
Bjarni Þjóðleifsson yfirlæknir og
Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkr-
unarframkvæmdastjóri. Ávarp
flutti Guðmundur G. Þórarinsson
formaður stjórnarnefndar Land-
spítalans. Söngfólk úr Söngskólan-
um flutti Landspítalaljóð (texti Þor-
steinn Gíslason, útsetning lags Jón
Þórarinsson).
Það kom fram í máli Davíðs Á.
Gunnarssonar forstjóra Ríkisspítala
á ársfundinum, að á Landspítala
vinna hátt í þijú þúsund starfs-
menn. Ár hvert eru lagðir þar inn
um 20 þúsund sjúklingar. 60 þús-
und að auki koma á göngudeildir
sjúkrahússins. Þar fæddust síðast
liðið ár um 2.700 börn. Um 500
aðstandendur sjúklinga koma í
heimsóknir dag hvern. Og þar deyja
á ári hvetju um 400 einstaklingar. Opið hús á Landspítala: hjúkrunarfræðingur fræðir gestkomendur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stefna Framsóknarflokksins
og evrópska efnahagssvæðið
eftir Björn Bjarnason
Þegar rætt er um stöðu okkar
íslendinga gagnvart Evrópubanda-
laginu (EB) má ekki gleyma þeirri
staðreynd, að við eru virkir þátttak-
endur í samningaviðræðum aðild-
arríkja Fríverslunarbandalags Evr-
ópu (EFTA) og Evrópubandalagsins
um evrópska efnahagssvæðið. Hef-
ur núverandi ríkisstjórn og ekki síst
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra hennar, og Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
lagt höfuðáherslu á þátttöku okkar
í þessum viðræðum. Þeir hafa
ásamt ýmsum öðram lagst eindreg-
ið gegn því, að teknar verði upp
tvíhliða viðræður af okkar hálfu við
EB. Innan EFTA-hópsins hefur ver-
ið tekið ríkt tillit til sjónarmiða
okkar, svo sem sést á þeirri stað-
reynd, að í viðræðum í Brassel í
síðustu viku settu EFTA-ríkin það
sem skilyrði fyrir samningum við
EB um evrópska efnahagssvæðið,
að samið yrði um tollfrjálsan að-
gang að mörkuðum EB fyrir sjávar-
afurðir.
í samningunum um evrópska
efnahagssvæðið er rætt um mörg
atriði, sem framsóknarmenn, eink-
um Steingrímur Hermannsson og
málgagn hans Tíminn, hafa nefnt
sem ástæðu fyrir því, að ekki komi
til áhta að ræða um aðild íslands
að EB. í Morgunblaðsviðtali sem
birtist hinn 19. ágúst síðastliðinn
sagði Steingrímur meðal annars:
„Ef við geramst aðilar að EB er
Evrópubúum fijálst að eignast hér
land og þá munar ekki um að kaupa
landið okkar... Viljum við að landið
komist í eigu erlendra aðila? Ekki
ég.“ Þessi orð endurbirti Tíminn á
dögunum, þegar þar var enn einu
sinni endurtekið, að framsóknar-
menn yrðu að standa gegn þeim
áhrifum „sem nýkápítalismi og sós-
íaldemókratískur aumingjaskapur
1 hafa þegar haft á pólitíska þjóð-
rækni á íslandi."
í Tímanum var þess ekki getið,
að í samningunum um evrópska
efnahagssvæðið verður einmitt
samið um það með hvaða skilyrðum
erlendir aðilar geti eignast land í
þeim ríkjum sem eiga aðild að svæð-
inu. Þessi skilyrði verða í meginat-
riðum hin sömu og giltu ef um að-
ild að EB væri að ræða. Þar eigum
við íslendingar meðal annars mikla
samleið með Finnum, sem vilja
hindra að útlendingar geti keypt
skóglendi eða eyjar í finnska skeija-
garðinum. Verða væntanlega sett
skilyrði um að þeir, sem ætla að
kaupa land, hafi búið í viðkomandi
ríki um ákveðinn tíma o.s.frv.
í samningunum um evrópska
efnahagssvæðið er einnig samið um
atvinnu- og búseturétt í ríkjunum.
í skýrslu Jóns Baldvins Hannibals-
sonar til Alþingis um samningavið-
ræður EFTA og EB segir, að athug-
un á þeim um það bil 120 samþykkt-
um og reglugerðum er varða at-
vinnu- og búseturétt innan EB hafi
ekki leitt í ljós, að aðlögun okkar
að umræddum reglum EB þurfi að
taka langan tíma. Kröfur EB séu
yfirleitt mjög svipaðar þeim sem
gerðar séu hérlendis. Þar segir einn-
ig, að á fundum EFTA-ríkja með
EB hafi verið margítrekuð sú af-
staða íslands að unnt væri að fall-
ast á grundvallaratriðið um frelsi
til atvinnu og flutnings í kjölfar
hennar, og allar þær reglugerðir
og tilskipanir sem þetta svið varða
gætum við samþykkt og tryggt að
komist í framkvæmd fyrir 1. janúar
1993, en þó aðeins að tryggt væri
að íslendingar gætu gripið til leyfa
ef röskun yrði á vinnumarkaði
vegna aðsóknar útlendinga. í
skýrslunni kemur fram, að það sé
erfitt fyrir EB að fallast á slíkt
íslenskt öryggisnet en ekki er úti-
lokað að bandalagið geri það.
Mundu þá sömu meginreglur gilda,
hvort heldur við yrðum aðilar að
evrópska efnahagssvæðinu eða EB.
íslendingar staldra sérstaklega
við þessi tvö atriði, eignarhald á
landi og rétt útlendinga til að flytj-
ast hingað, þegar þeir ræða al-
mennt um samninga við EB og
horfa fram hjá fiskveiðum og sjáv-
arafurðum, en á þeim sviðum er
að sjálfsögðu ákaflega brýnt að
Björn Bjarnason
gæta sérhagsmuna okkar, þótt þeir
verði ekki gerðir að umtalsefni að
þessu sinni, enda er ekki rætt um
þá nema að takmörkuðu leyti í
EFTA-EB viðræðunum. Fleiri
grundvallarhagsmuni þarf auðvitað
að veija, svo sem eignarhald á orku-
verum og á vatnsbólum, svo að
minnst sé á vatnið, útflutningsvöru
sem á eftir að verða enn verðmæt-
ari, þegar fram líða stundir.
Viðræðurnar um evrópska efna-
hagssvæðið eru komnar vel á veg,
þótt enn sé óvíst hvern enda þær
fá. Ekki hefur komið annað fram
en allir stjórnarflokkarnir, Fram-
sóknarflokkurinn eins og aðrir,
standi að baki þeirri stefnu sem hér
hefur verið lýst. Hún hefur verið
kynnt sem viðhorf íslands gagnvart
samningum við Evrópubandalagið.
Hvort sem samið yrði um evrópska
efnahagssvæðið eða ekki myndi EB
líta þannig á, að íslensk stjórnvöld
væru reiðubúin að ganga jafn langt
og þau hafa lýst í EFTA-viðræðun-
um.
Þeim sem áhuga hafa á því að
kynna sér hina opinberu íslensku
stefnu að þessu leyti er bent á að
lesa fyrrgreinda skýrslu utanríkis-
ráðherra til Alþingis, sem gefin var
út í október síðastliðnum og hið
mikla rit utanríkisráðuneytisins
sem henni fylgir og hefur að geyma
samanburð á lagagrundvelli evr-
ópska efnahagssvæðisins og ís-
lenskri löggjöf. Ritið er 1038 blað-
síður og er þar birtur útdráttur úr
samþykktum EB, samanburður við
gildandi íslensk lög og ábendingar
um nauðsynlegar breytingar á
þeim, ásamt aðlögunartíma og und-
anþáguóskum. .
Pólitískt sprengiafl
Evrópuhugsjónin er pólitískt
sprengiafl um alla álfuna um þessar
mundir. Þjóðveijar líta þannig á að
hún sé forsenda þess að þeim tókst
giftusamlega að sameinast í eitt
ríki. Nýfijálsu þjóðirnar i Mið- og
Austur-Evrópu vilja tengjast EB
sem fyrst og helst gerast aðilar að
bandalaginu. Nýlega sprakk ríkis-
stjórn borgaraflokkanna í Noregi
vegna ágreinings um afstöðuna til
lagabreytinga samkværht samn-
ingaviðræðunum um evrópska
efnahagssvæðið. Sænsku stjórn-
málaflokkarnir era tilbúnir til þess
að hverfa frá eða gjörbreyta inn-
taki hlutleysisstefnunnar til að ger-
ast aðilar að EB. Bæði í Finnlandi
og hér hjá okkur blasir mismunandi
afstaða til aðlögunar að samrunan-
um í Evrópu við innan stjórnmála-
flokka. Síðast en ekki síst hefur
öflugasti og glæsilegasti stjórn-
málamaður Evrópu undanfarin ár,
Margaret Thatcher, orðið að víkja
meðal annars vegna þess að hún
hafði mikla fyrirvara á afstöðu sinni
til samvinnu EB-þjóðanna.
Eins og hér hefur verið lýst vinn-
ur íslenska stjórnkerfið nú að því
hörðum höndum að sníða íslenskri
löggjöf þann stakk sem samræmist
lögum og reglum Evrópubandalags-
ins. Er sú vinna unnin í samræmi
við pólitíska stefnumótun ríkis-
stjórnar Steingríms Hermannsson-
ar. Fyrir réttu ári höfnuðu forsætis-
ráðherra og utanríkisráðherra því
að Alþingi samþykkti umboð fyrir
ríkisstjórnina í þessu máli.
Ýmsar yfirlýsingar Steingríms
Hermannssonar um Evrópumálin
undanfarnar vikur vekja þær grun-
semdir að einnig í þeim málaflokki
ætli hann að beita þeirri aðferð að
þykjast ekki kannast við störf eigin
ríkisstjórnar. Framsóknarmenn ætli
að sýna tvískinnung í Evrópumál-
unum eins og öðrum málaflokkum
í kosningabaráttunni.
Forystugrein Morgunblaðsins 25.
september 1990 hét: Er verið að
semja um EB-aðild? Þar eru raktar
breytingar á afstöðu einstakra
EFTA-ríkja til aðildar að EB, en
hvarvetna aukast nú dag frá degi
líkurnar á því að EFTA-ríkjunum
sem vilja aðiid að EB fjölgi, meira
að segja Finnar eru teknir til við
að búa sig undir skjóta ákvörðun í
Varði doktorsrit-
gerð í læknisfræði
ÞANN 6. apríl sl. varði Gísli Ein-
arsson læknir doktorsritgerð í
læknisfræði við læknadeild Gauta-
borgarháskóla i Svíþjóð.
Ritgerðin er skrifuð á ensku og
heitir „Muscle Adaptation and Dis-
ability in late Poliomyelitis" og fjallar
hún um aðlögun vöðva að langvar-
andi sköddun og þar af leiðandi fötl-
un. Var annars vegar rannsökuð
aðlögunarhæfni skaddaðra vöðva og
athöfnum daglegs lífs og hins vegar
svörun vöðvans við skipulagðri
styrktarþjálfun.
Verkefnið byggir á rannsóknum á
mænuveikisjúklingum sem lamast
hafa á mismunandi aldri og áttu það
allir sameiginlegt að hafa langvar-
andi lömun. Þeir voru á aldursbilinu
40-65 ára.
Niðurstöðurnar eru hinar fyrstu
sem óyggjandi sýna fram á svöran
slíkra vöðva og hafa vakið athygli,
ekki síst í Bandaríkjunum, en þar
býr um hálf milljón manna við alvar-
lega fötlun vegna mænuveikilöm-
unar, segir í frétt sem blaðinu hefur
borist.
Gísli fæddist í Reykjavík 5. júní
1948. Hann er sonur hjónanna
Sigríðar Ásu Gísladóttur og Einars
Ásgrímssonar, sem bæði eru látin.
Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1968 og
Dr. Gísli Einarsson
læknaprófi frá Gautaborgarháskóla
1976. Gísli hlaut sérfræðiviðurkenn-
ingu í skurðlækningum 1983 og í
endurhæfingarlækingum 1986.
Hann er nú lektor í endurhæfing-
arfræðum við læknadeild Háskóla
íslands og yfirlæknir við Heilsuhæli
Náttúrulækningafélags íslands í
Hveragerði. Gísli er kvæntur Sigrúnu
Benediktsdóttur sjúkraþjálfa og eiga
þau tvö börn.
Tónlistarskóli Hafnar-
fjarðar fjorutíu ára
TÓNLISTARSKÓLI Hafnarfjarðar við Strandgötu er 40 ára um þessar
mundir og sérstök afmælisdagskrá er af því tilefni. Meðal annars verð-
ur „opið hús“, í skólanum þar sem foreldrar eru hvattir til að koma,
tónfundir verða á sal skólans og á föstudag verða sérstakir hátiðartón-
leikar.
í kvöld, þriðjudag og á fimmtudag
verða tónfundir í sal Tónlistarskólans
klukkan 18. Einnig verður tónfundur
í Hafnarfjarðarkirkju á morgun, mið-
vikudag, klukkan 18. Margir af
kennurum skólans fara með nemend-
um sínum í heimsóknir, til dæmis í
dagvistunarstofnanir, skóla, fyrir-
tæki og sjúkrahús í Hafnarfirði.
Hátíðartónleikar Tónlistarskólans
verða í Hafnarborg á föstudag. Að
tónleikunum loknum verður gestum
boðið að þiggja veitingar í húsnæði
skólanbs. Allir nemendur, foreldrar
ogvelunnarar skólans eru velkomnir.
í desember verða jólatónleikar í
Hafnarborg fimmtudaginn 6. des-
ember klukkan 20 og í Víðistaða-
kirkju föstudaginn 14. desember
klukkan 20.
1 Forsætisráöherra segir þær hugmyndir, sem viöraðar hafa veriö að undanförnu um aö (slendingar eigi aö íhuga aðild aö Evrópu- | bandalaginu, lýsa uppgjöf við það verkefni að tryggja hér lífkjör:
Engin rök hníga
að aðild að EB
þessu efni, ef samningarnir um
evrópska efnahagssvæðið renna út
f sandinn. Þeir vona þó enn að þeir
veiti þeim svigrúm til að búa sig
betur undir aðildina. Fyrrnefndri
forystugrein lauk með þessum orð-
um: „Er ríkisstjórn undir forsæti
Steingríms Hermannssonar reiðu-
búin til að standa að samningum
EFTA og EB, sem í raun jafngilda
samningum um aðild að EB? Ef
ríkisstjórnin er ekki tilbúin til þess,
hvenær ætlar hún þá að velja aðra
leið en EFTA-ríkin, Austurríki,
Finnland, Noregur, Sviss og
Svíþjóð?“ Þorsteinn Pálsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, héfur
orðað sömu hugsun og kemur fram
í þessum spurningum á þann veg,
að samningarnir um evrópska efna-
hagssvæðið séu farnir að snúast
um aukaaðild að Evrópubandalag-
inu.
Framsóknarstefnan, sem Stein-
grímur Hermannsson boðar, þegar
hann talar á leiðtogafundum Atl-
antshafsbandalagsins og Ráðstefn-
unnar um öryggi og samvinnu í
Evrópu veldur því að lítið mark er
á okkur tekið. Það þýðir ekki að
láta eins og afvopnun á höfunum
sé á dagskrá í næstu lotu afvopnun-
arviðræðna, þegar maður hefur
sjálfur samið um að þar skuli ekki
rætt um takmörkun vígbúnaðar á
höfunum. Tvískinnungur af þessu
tagi skaðar almennt hagsmuni
íslensku þjóðarinnar á alþjóðavett-
vangi. Ef í ljós kemur að hugur
fylgi ekki máli í stefnumótun ríkis-
stjómar Steingríms Hermannsson-
ar varðandi evrópska efnahags-
svæðið vegna einkafyrirvara fram-
sóknarmanna eða þekkingarleysis,
skaðar það íslenska hagsmuni og
traust rikisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar út á við skerðist enn
frekar.
Höfundur er aðstoðarritstjóri
Morgunblaðsins.