Morgunblaðið - 27.11.1990, Page 40

Morgunblaðið - 27.11.1990, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 - Hárlos - Kláði - Flasa - Litun - Permanent MANEX vítamín sérstaklega fyrir hár, húð og neglur. Jóna Björk Grétarsdótfir: Ég missti megnið af hár- inu 1987 vegna veikinda. Árið 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt; það var svo þurrt og dautt og vildi detta af. Síðan kynntist ég Manex hársnyrtilínunni og það urðu mjög snögg um- skipti á hári mínu til hins betra. Eftir 3ja mánaða notkun á Manex prótein- inu, vítamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn í dag finn ég nýtt hár vera að ' vaxa. Fæst í flestum apótekum hárgreiðslu- og rakara- stofum um land allt. MANEXsjampó MANEX næring Dreifing: s. 680630. ambrosta Elsku Elvis — ný bók um rokk-kónginn ROKK-kóngurinn frægi Elvis Presley er viðfangsefnið í stórri bók sem Fjölvaútgáfan hefur nýlega gefið út. Þar lýsir eigin- kona hans Pricilla samlífinu við hann og rekur á ótrúlega hrein- skilinn hátt margt í einkalífi hans. Þar kemur vel fram, hvað líf frægra stjarna getur oft verið erf- itt, en gleðistundinar voru þó líka margar og Presley sem þá vissi ekki aura sinna tal, gjafmildur úr hófi fram, þar sem hann gaf vinum sínum oft heilu bílarxa. Pricilla var kornung telpa, aðeins 14 ára þegar hún fyrst kynntist Elvis, er hann gegndi herþjónustu í Þýskalandi. Þau urðu þegar ást- fangin og kom upp óvenjulegt sam- band milli þeirra, þar sem Presley vildi varðveita hreinleika hennar og ferska ást og gekk svo í mörg ár, þar til þau loks giftu sig. Bókin kallast Elsku Elvis og í henni er lýsing á lífinu í Graceland og Los Angeles. Frásagnir af skemmtunum og ferðalögum og dvölum í Las Vegas. Þar er því lýst hvernig hinar lélegu kvikmyndir Elvis voru að gera út af við hann, þangað til hann losnaði undan samningum við kvikmyndafélagið og blómstraði þá á ný sem vinsæl- asti dægurlagasöngvarinn, viður- kenndur rokk-kóngur Banda- ríkjanna. Sandra Hamilton færði frásögn- ina í letur. Ingibjörg Bergmunds- dóttir íslenskaði. Bókin er 228 bls. með urmul af myndum, þar á með- al fjölda mynda úr ijölskyldualbúm- inu. Hún er prentuð hjá G. Ben Prentstofu. (Fréttatilkynning) FRAMSOGUMENN VERÐA: ÓLAFUR DAVÍÐS- SON frkv.stj. Félags ís- lenskra iðnrek. fjallar um evrópska efnahagssvæð- ið (EES) og óhrif þess ó íslenskt atvinnulíf. HEIMIR HANNES- SON hdl., Bún.banka Islands, ræ&ir hugsan- lega tvíhli&a samninga milli Islands og Banda- ríkjanna, markaSi í Vest- urheimi og Austurlöndum fjær. Jafnframt ræðir hann stöðu Islands utan evrópska efnahags- svæðisins. HANNES HAFSTEIN sendiherra, aðalsamn- ingamaður Islands í við- ræðum EB og EFTA, fjallar um samningana og stöðu þeirra. ÞORVALDUR GYLFASON prófessor viS Hóskóla Islands fjallar um óhrif samninganna ó efnahag íslensku þóðarinnar. Að framsöguerindum loknum eru frjólsar umræður. Komið og fræðist um Evrópumólin og framtíð íslands. Takið þótt í umræðum um þessa mikilvægu mólaflokka. Borga raf lokku rin n Morgunbíaðið/KGA Baldur Sveinsson sýnir nú ljósmyndir sínar af flugvélum á Hótel Loftleiðum. Ljósmyndir af flug1- vélum í fimmtán ár Sjötta bindi Ann- ála íslenskra flug- mála komið út LJÓSMYNDASÝNING Baldurs Sveinssonar stendur nú yfir í salnum Tanga á Hótel Loftleið- um. Á sýningunni eru ljósmynd- ir af flugvélum, sem Baldur hefur tekið á undanförnum 15 árum. Við opnun sýningarinnar var einnig kynnt útgáfa sjötta bindis Annála íslenskra flug- mála. í formála Baldurs í sýningar- skrá segir, að hann hafi um ára- bil tekið myndir af flugvélum og þá fyrst og fremst vélum sem tengjast íslandi á einn eða annan hátt. hann kveðst hafa haft það markmið að taka myndir af öllum íslenskum flugvélum og hverri ein- ustu Orion-vél. Það sé raunar markmið hans enn, en síðustu árin hafi raunsæi og aukin vinna kom- ið í veg fyrir að hann hafi unnið jafn stíft og áður að því marki. Sýningu Baldurs lýkur á sunnu- dag, 2. desember. Þegar sýning Baldurs var opn- uð, sl. fimmtudag, var kynnt út- gáfa sjötta bindis Annála íslenskra flugmála, eftir Arngrím Sigurðs- son. Sjötta bindið fjallar um árin 1942-1945. Annálarnir eru gefnir út af íslenska flugsögufélaginu. Ný bók eftir Hope Millington FRÓÐI HF. hefur gefið út barna- bókina Stefán Bragi fer í flugferð eftir Hope Millington með mynd- skreytingum eftir Gunnlaug Ól- afsson Johnson. Bókin segir frá flugferð Stefáns Braga með pabba og mömmu og þar ber margt nýstárlegt fyrir sjónir. Hann eignast vin sem heitir Hlynur og saman fara þeir til flugmannanna sem leyfa þeim að stýra vélinni. Og margt annað skrítið og skemmtilegt verður á vegi þeirra félaga í flugferð- inni. Stefán Bragi fer í flugferð er lítið ævintýri sem -awðveit er fyrir börn að taka þátt í með því að lesa sög- una og lita myndirnar. Bókin er 38 bls. Umbrot, filmu- vinna, prentun og bókband var í höndum Prentstofu G. Ben. hf. Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Mynd þessi er tekin á tónleikum er nemendur tónlistarskólanna á Flateyri, Þingeyri, ísafirði og Bolungarvík mættust. Tíu ára afmæli Tón- listarskóla Flateyrar Flateyri. UM ÞESSAR mundir á Tónlistar: skóli Flateyrar 10 ára afmæli. í tilefni afmælisins eru haldnir þrennir tónleikar. Skólastjóri Tónlistarskólans er Einar Melax. Laugardaginn 10. nóvembervoru haldnir fyrstu tónleikarnir þá spil- uðu Anna Málfríður Sigurðardóttir, píanóleikari, en hún er búsett í Tyrklandi, en er nú í heimsókn á íslandi. Sunnudaginn 18. nóvember voru aðrir tónleikar haldnir, þá mættust nemendur Tónlistarskólanna á Þingeyri, Flateyri og ísafirði, Bol- ungarvík og spiluðu hvor fyrir ann- ann, um 130 manns voru á.tónleik- unum. Það má því ætia að ailir fái eitt- hvað fyrir sitt hæfi og höfðinglega að þessu staðið að hálfu skólanefnd- ar Tónlistarskólans. Allar samkomur eru haldnar í samkomusal Hjálms hf. á Flateyri. - Magnea.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.