Morgunblaðið - 27.11.1990, Page 43

Morgunblaðið - 27.11.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 43 Ennþá um álver og þetta blessaða land eftir Guðrúnu Brynjúlfsdóttur Hef oft velt þeirri spurningu fyr- ir mér, hvers vegna naut ég þeirrar náðar að fæðast á þessu blessaða landi? Einkum eftir að ég fór að fylgjast með fréttum og hugsa um börn, sem jafnvel deyja úr næring- arskorti í sínu eigin föðurlandi. Búið að fórna foreldrum þeirra í þágu mannhaturs og styrjalda. Við systkinin og öll börn, sem ég þekkti til, þekktum ekki hvað það var að vera svöng eða klæðalít- il úti í kulda og enginn mátti láta okkur heyra ljótt orðbragð hvað þá meira af því, sem ljótt var. Ég hef líka oftast lifað í ró og spekt og borið traust til annarra og gagnkvæmt. Það fólk, sem ég hefi kynnst hefur verið flest eða allt mjög traust og gott. Þó ber ég nú ugg og kvíða síðan farið var að tala úm stórt álver á íslandi og milljóna lántökur erlend- is frá, ofan á þær skuldir, sem fyr- ir eru. Ýmsir hafa talað og skrifað góð- ar greinar á móti þessu álveri. Svo sannarlega gleður það og hressir okkur, sem erum á móti því, svo koma líka fréttir, þar sem kveður við annan tón, raddir sem telja að búið sé að se'mja um lántök- ur og fleira í því máli. Ég var svo heppin að eiga símtal við gáfaða menntakonu, sem ég treysti, og tjáði henni mínar skoðanir og áhyggjur í þessu efni. Hún svaraði: „Já, við erum allar á móti því.“ Þetta svar gladdi mig og minnti á frægt svar í íslandssögunni: „Vér mótmælum allir. “ Mér finnst ég verði að segja frá því og vona að það beri þjóðinni mikla gæfu eins og svar karlmanna á þjóðfundinum forðum: „Vér mótmælum allir.“ Hvernig er hægt annað en að vera á móti erlendum lánum, sem ekki er trygging fyrir að hægt sé að borga, ef fyrirtækið misheppn- ast, þá væri ríkissjóður okkar ekki nógu sterkur til að standa undir því tapi, enda ætti hann skilið að Guðrún Brynjúlfsdóttir „Hvernig er hægt ann- að en að vera á móti erlendum lánum, sem ekki er trygging fyrir að hægt sé að borga, ef fyrirtækið mis- heppnast.“ fá að hvíla sig í smá tíma, ekki hefur svo sjaldan verið hóað í hann, þegar blessaður landinn hefur sett á laggirnar fyrirtæki, sem hafa átt að gerá þjóðina ríka, en flest hafa mistekist, held ég að sé óhætt að segja, allt frá karakúl ævintýrinu til minka og fiskeldis. Við vitum að þetta var allt gert í góðri meiningu, þó að það mistæk- ist fyrirgefst það ljúflega fyrst við vorum svo lánsöm að eiga ríkissjóð, sem gat hjálpað svolítið. — Það er bara eitt: Að aldrei, að aldrei „Að aldrei framar íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. “(Hulda). Höfundur er rithöfundur. f KRAKKARl MUNÍÐ AÐ BURSTA .TENNURNAR eru komm á alla útsölustaði • • Oll Lionsdagatöl eru merkt. Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur óskiptur til líknarmála. ... lækkun á 500 g smjörstykkjunum. Við komum til móts við heimilin í jólaundirbúningnum... Venjulegt verð kr. 0 Jólatilboð: 196.- Jólaafslátturínn nær til smjörstykkjanna í jólaumbúðunum. AUK k9d22-542

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.