Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 45 Laufabrauð Algengt er orðið að fjölskyldur og vinir komi saman í nóvemberlok eða í byrjun jólaföstu og skeri út laufabrauð. Er það í mörgum fjölskyldum byrjun jólaundirbúnings. Laufaskurður getur verið mjög fallegur og enn eru til hreinir listamenn á því sviði, menn sem skera í kökurnar með vasahnífi. En við hin skerum flest i laufabrauðin með þar til gerðu járni, sem er aftur á móti í flestum tilvikum hrein listasmíð. Fyrir nokkrum árum eignað- ist ég einn slíkan dýrgrip, sem hangir til skrauts í eldhúsinu hjá mér allt árið. En þá ákvað ég að panta laufabrauðsjárn handa hveiju barna minna og gefa þeim í jólagjöf. í þau járn lét ég grafa fangmark þeirra og ártal svo nú geta laufa- brauðsjárnin orðið ættargripir í þeim fjölskyldum. Fullvíst er talið að laufabrauðs- járn hafí verið til fyrr á árum. Voru þau úr þunnu jámi og beygð þannig, að þau skáru laufin. Skurðurinn í laufabrauðin átti sitt nafn, sem dæmi má nefna skammdegissól, sem hér er teikn- ing af. Þótt við höfum ekki séð mikið af skammdegissól undan- farið hér sunnanlands, er hún þó þarna einhvers staðar á bak við. Auðvitað vonum við að hún fari að láta sjá sig, en við getum þó altént skorið hana út í laufabrauð- ið okkar. Þegar við vindum okkur í laufa- brauðsgerðina er best að hafa allt tilbúið. Við þurfum víðan pott og góða feiti. Nokkur bretti þurfum við og góða oddmjóa hnífa og svó auðvit- að eins mörg laufabrauðsjárn og hægt er að útvega. Hætta er á a laufakökurnar þomi meðan þær bíða þess að verða steiktar og þarf því að leggja hreint stykki eða plast ofan á kökurnar. Kökumar mega ekki liggja saman. Svo er feitin hituð og hún þarf að vera vel heit. Ég set alltaf smábita af laufabrauðsdeigi í feit- ina til að átta mig á hitanum. Djúpsteikingarpottar ná yfirleitt ekki nægum hita. Kakan er sett í heita feitina, þannig að laufin snúi niður, síðan er kökunni snúið við með pijóni eða fínum gaffli og steikt á hinni hliðinni. Kökurn- ar eru síðan lagðar á samanbrot- inn eldhúspappír og hlemmur lagður ofan á hvetja köku um leið og hún er tekin úr feitinni. Oft getur verið erfitt að fletja út laufabrauð, og þarf deigið helst að vera volgt, þegar það er flatt út. Mjólkin sem við setjum út í mjölið er alltaf sjóðandi heit, en deigið er fljótt að kólna. Gott er að setja deigið í margfalt stykki ofan í pott með hlemmi, þá helst velgjan nokkuð vel í því. Mjöl drekkur misjafnlega mikið í sig af vökva, jafnvel sama tegundin. Laufabrauð geymist í nokkrar vikur á köldum, þurrum stað. Það er best að geyma í lokuðum kassa, og láta kökurnar standa upp á rönd, eins og grammófónsplötur. Laufabrauð er yfírleitt steikt úr plöntufeiti, en það er ein harðasta feiti, sem til er og ákaflega óholl, einkum þeim sem hafa æða- þrengsli. Hægt er að blanda matarolíu saman við plöntufeitina t.d. til helminga. Laufabrauð úr hveiti 1 kg hveiti 1 'A tsk. lyftiduft . 1 tsk. mjólk 7-8 dl mjólk 1. Setjið hveiti, lyftiduft og salt í skál. Langbest er að nota hræri- vél, þar sem við sjóðum mjólkina og þetta er mjög heitt fyrir hend- urnar. 2. Sjóðið mjólkina og hellið út í. Hrærið vel saman. 3. Skiptið deiginu í litla bita, búið til kúlu úr hveijum bita og fletjið út eins þunnt og hægt er. Skerið undan diski. 4. Skerið síðan skurði í kökum- ar og brettið upp á. Laufabrauð úr rúgmjöli ogbyggmjöli - 500 g hveiti 200 g rúgmjöl 300 g byggmjöl 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. salt 1 msk. sykur u.þ.b. 9 dl sjóðandi mjólk Farið eins að og við fyrstu upp- skriftina. Byggmjöl fæst í Kornmarkað- inum og hjá NLF. Einnig selja fleiri búðir heilsuvörur, og er líklegt að byggmjöl fáist þar. Laufabrauð með heilhveiti 500 g hveiti 500 g heilhveiti 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. salt u.þ.b. 8 dl sjóðandi mjólk „Matarlyst“ frá Mjólkurdagsnefnd ÚT ER komin matreiðslubók, Matarlyst. Þessi bók er gefin út til að sýna þá fjölbreytni og þau gæði sem mjólkurafurðir fela í sér til matargerðar hvers konar. í bókinni eru 120 uppskriftir , fyrir öll tækifæri 0g úr efnum sem fást í næstu matvöruverslun. Upp- skriftirnar eru allar samdar í til- raunaeldhúsum Mjólkursamsölunn- ar og Osta- og Smjörsölunnar sf. í Reykjavík, af hússtjómarkennurun- um Benediktu G. Waage og Dóm- hildi A. Sigfúsdóttur. Árið 1988 gaf Osta- og smjörsal- an sf. út bókin Ostalyst. Hún hlaut frábærar viðtökur. Nú hefur hún verið prentuð fimm sinnum og af henni hafa selst u.þ.b. 14.000 ein- tök. Með hliðsjón af þeim viðtökum sem Ostalyst fékk ákvað Mjólkur- dagsnefnd að halda áfram á sömu braut. Er Matarlyst afrakstur þeirr- ar vinnu og virðist hún ætla að verða jafn vinsæl og fyrri bókin. Matarlyst fæst í flestum mat- vöruverslunum og bókabúðum. Bókin kostar u.þ.b. 1.390 krónur. Dreifingaraðili bókarinnar er Osta- og smjörsalan sf. Bitmhálsi 2, Reykjavík. Auglýsingastofan Örkin sá um hönnun bókarinnar, Guð- mundur Ingólfsson ljósmyndaði og Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prent- verkið. Héraðsnefnd Rangárvallasýslu: Getur stuðlað að auk- inni menningarstarfsemi Hellu. „ÞAU verkefni sem geta bæst við umsýslu héraðsnefndarinnar eru helst á sviði menningarmála. Nefndin getur stuðlað að aukinni menn- ingarstarfsemi sem ekki er staðbundin," sagði Jón Þorgilsson fram- kvæmdastjóri Héraðsnefndar Rangárvallasýslu. Eitt verkefna héraðsnefndarinn- ar er að annast rekstur tónlistar- skóla Rangæinga þar sem eru 11-12 kennarar og rösklega 176 nemendur. Aðalstöðvar skólans em á Hvolsvelli en kennt er auk þess á Hellu, Laugalandi, í Skógum, á Heimalandi og í Gunnarshólma. Þá annast héraðsnefndin einnig rekst- ur byggðasafnanna í Skógum í sam- vinnu við Skaftfellinga. Jón sagði að starfsemi héraðs- nefndarinnar væri ekki fullmótuð enn en það gæti breyst og aukist. Nefndin væri eini aðilinn sem gæti verið málsvari sýslunnar í heild enda gætti hún sameiginlegra hags- muna hennar. „Héraðsnefndin get- ur verið aðilum til stuðnings í menn- ingarmálum vítt og breitt um svæð- ið, í námskeiðahaldi og við sýningar og útbreiðslu listastarfsemi," sagði Jón. Jólin eru tími gleðinnar. Þess vegna köllum við lágu fargjöldin okkar til Skandinavíu, Jólafargjöld SAS flýgur í gegnum Kaupmannahöfn til allra helstu borga Skandinavíu. Kaupmannahöfn 32.050 Oslo 30.750 Bergen 30.750 Kristiansand 30.750 Stavanger 30.750 Gautaborg 32.050 Helgarfargiald Helgarfargjald 28.010 Stokkhólmur 37.630 32.880 26.860 Malmö 35.820 26.860 Jönköping 37.630 32.880 26.860 Nörrköping 37.630 32.880 26.860 Kalmar 37.630 32.880 28.010 Váxjö 37.630 32.880 Vásterás 38.720 33.970 Flugvallaskattur er ekki innifalinn í verði. Allar nánari upplýsingar veitir SAS og ferðaskrifstofurnar. M//S4S Laugavegi 3, sími 62 22 11 Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.