Morgunblaðið - 27.11.1990, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 27.11.1990, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 47 Sólveig J. Þórðar- dóttir - Minning Fædd 14. júlí 1899 Dáin 18. nóvember 1990 Mig langar til að minnast ömmu minnar og fósturmóður, Sólveigar Jónínu Þórðardóttur, en útför henn- ar fer fram í dag frá Fossvogskap- ellu. Hún fæddist á Neðra-Hóli í Stað- arsveit á Snæfellsnesi og ólst þar upp í stórum systkinahópi fram eft- ir unglingsaldri þar til hún fluttist til Reykjavíkur, þar sem hún réðst fyrst sem ráðskona á gott heimili. Hún giftist afa mínum, Jóni Gíslasyni skósmið, 24. desember 1924 og eignuðust þau tvö börn, móður mína Herdísi og Þórð, sem bæði létust langt um aldur fram. Áður hafði amma eignast soninn Maríus Sigurjónsson, sem er búsett- ur í Keflavík og er kvæntur Stein- unni Jónsdóttur. Afi og amma slitu síðar samvistir. Þegar móðir mín dó fáeinum dögum eftir fæðingu mína, tók amma mig að sér og ól mig upp til fullorðinsára. Alla tíð vann hún hörðum höndum og hlífði sér hvergi enda var hún dugnaðarkona og bjó við góða heilsu lengst af. Snyrti- mennska var henni í blóð borin og báru öll hennar verk, hvort sem var á hennar eigin heimili eða annarra, vott um myndarskap. Hún var glað- sinna og naut sín í góðra vina hópi, og átti hin létta lund hennar stóran þátt í að hjálpa henni í erfiðleikum og andstreymi lífsins, sem hún fór ekki varhluta af. Kjarkur og dugnaður ömmu var einstakur og kom ef til vill best í ljós, þegar hún á gamalsaldri og ein síns liðs með sex ára gamlan son minn, Jón Hermann, tókst á hendur Ameríkuför til mín og fjöl- skyldu minnar, þar sem ég var gift og átti mitt heimili inni í miðju landi, en Jón Hermann hafði alist upp hjá henni fram til þess tíma og var augasteinn ömmu. Hafði hún þó aldrei komið út fyrir landsins steina né stigið um borð í flugvél áður og var ekki mælt á enska tungu. Fjölskyldu minni reyndist amma frábærlega vel og undi sér best í faðmi hennar. Um árabil átti amma heimili í Akurgerði 27 í Reykjavík og kynnt- ist þar góðum nágrönnum, sem reyndust henni vel. Að öðrum ólöst- uðum vil ég sérstaklega nefna hjón- in Elsu Jónsdóttur og Þóri Davíðs- son og þeirra börn, en þangað gat ég alltaf leitað og var þar tekið sem einum úr ijölskyldunni. Frá Akur- gerði flutti amma í Furugerði 1, þegar hún ‘gat ekki lengur verið ein, og bjó þar síðustu æviár sín í góðu yfirlæti. Smám saman hnignaði heilsu hennar og lífsþrótturinn þvarr, og dvaldi hún síðustu misserin á öldr- * unardeild Borgarspítalans, þar sem hún lést södd lífdaga, og eru hjúkr- unarfólki deildar B-5 hér færðar þakkir fyrir frábærlega góða umönnun. Amma varð aðnjótandi aðdáunarverðrar og einstakrar vin- áttu og umhyggju frænku minnar, Úndínu Gísladóttur, og manns hennar, Jóns Þórðarsonar, og þeirra barna og fyrir allt sem þau gerðu fyrir ömmu flyt ég þeim alúðar- þakkir. Sjálf stend ég í mestri þakk- arskuld við ástkæra ömmu mína og fæ aldrei fullþakkað henni fyrir umhyggju hennar, ástúð og góðvilja mér til handa. Guð blessi hana og varðveiti. Hvíli elsku amma mín í friði. Herdís Hauksdóttir Minning: Hugrún Pálsdótt ir frá Ólafsfirði Fædd 15. desember 1944 Dáin 12. nóvember 1990 Mánudaginn 12. nóvember fékk ég þær sorgarfréttir að hún Hugrún væri dáin. Mig langar til að minnast hennar í örfáum orðum. Ég kynntist Hug- rúnu þegar við lágum saman á Grensás núna í haust, við sátum oft saman og spjölluðum. Mér leið alltaf svo vel þegar ég var hjá henni. Hún var svo blíð og góð og það var svo gott að spjalla við hana, þó að henni liði ekki vel, var hún alltaf tilbúin að hlusta á mig. Mér fannst eins og ég hefði þekkt Hugrúnu í mörg ár. Þennan stutta tíma sem ég þekkti Hugrúnu hefði ég ekki viljað missa. Þessi tími var mér meira virði en margt annað. Þegar ung kona er kölluð burt er henni ætlað annað starf. Það er alltaf sárt þegar vinir og ástvinir eru kölluð frá okkur. Ég þakka Guði fyrir þá stuttu stund sem ég átti með Hugrúnu. Guð styrki fjölskyldu hennar á þess- ari sorgarstund. Meðan Jesús minn ég lifi mig lát aldrei gleyma þér hönd þín mér á hjarta skrifi hugsun þá sem dýrust er. Ég bið þar þá játning set Jesús minn frá Nazaret er sú hjálp sem æ mig styður er mín vegsemd líf og friður. (Kingo. Þýð. Helgi Hálfdanarson) Helga Káradóttir Minning: Eiríkur Björns- son frá Rangá Fæddur 28. janúar 1913 Dáinn 13. október 1990 Þann 13. október sl. lést í Borg- arspítalanum Eiríkur Björnsson frá Rangá í Hróarstungu. Hann hafði dvalið á Reykjalundi árum saman, eða allt frá 1954, og var að öðrum ólöstuðum einhver merkasti vist- maður á þeirri stofnun. Komu þar til bæði hæfileikar og mannkostir. Eiríkur var í heiminn borinn 23. janúar 1913, — á mikilsvirtu menn- ingarheimili. Foreldrar hans voru Björn Hallsson bóndi á Rangá, hreppstjóri og alþingismaður, og fyrri kona hans, Hólmfríður Eiríks- dóttir bónda og hreppstjóra í Bót í Hróarstungu. Björn á Rangá var mikill atgerfismaður og virtur hér- aðshöfðingi. Hólmfríður húsfreyja var hin mætasta kona í hvívetna og bar heimilið á Rangá glöggt vitni um menningu þeirra hjóna. Þau eignuðust sjö böm. Af þeim lést eitt í frumbernsku, og síðar hneig úr hópnum efnispiltur um tvítugt. Nú eru þau Rangársystkini öll látin. Eiríkur, sem hér er minnst, kvaddi síðastur. Sigð dauðans veitti fjölskyldunni á Rangá þung högg. Hólmfríður húsfreyja lést fyrir aldur fram og var þá sár harmur kveðinn að heim- ilinu. Þegar það bar að var Eiríkur 11 ára að aldri, en hann var næst- yngstur Rangársystkina. Má fara nærri um hve djúpu sári móðurmiss- irinn hefur valdið næmri barnssál. Björn bóndi á Rangá kvæntist aftur og var hans seinni eiginkona Soffía Hallgrímsdóttir frá Fjallaseli í Fell- um. Mun hún hafa haldið mætavel vandasömu hlutskipti og verið virt samkvæmt því. Björn og Soffía eignuðust eina dóttur, sem nú býr á Rangá. Eiríkur Björnsson settist ungur í Eiðaskóla og var þar í tvo vetur. Mun hann hafa stundað námið af kostgæfni, og nýtt sér vel, það sem það veitti. Seinna meir nam hann svo í Bréfaskóla, tungumál og fleira. Hann var og prýðilega sjálf- menntaður, enda skarpgáfaður og áhugasamur. Víðlesinn var hann og fjölfróður. í fyllingu tímans stofnaði Eiríkur nýbýli frá jörðinni Bót, sem hluat hið fagra heiti Skóghlíð. Höfðu hann og ung stúlka, Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir að nafni, þá fellt hugi saman og skópu sér þama heimilisarin. Eina dóttur eignuðust þau, sem hlaut í skírn nafnið Sigfríður og ólst hún upp á nefndu býli. Hún giftist og býr á Djúpavogi. Sigurbjörg, móðir hennar, dvelur nú á Elliheimilinu á Egilsstöðum. En alltof oft á það sér stað í mislyndri veröld, að skyndilega dregur ský fyrir sólu og bjartar vonir bregðast. Það átti sér stað hér. Eftir um það bil tvö góð ár í Skóghlíð veiktist heimilisfaðirinn af berklum og varð að fara á Vífils- staðahæli árið 1946. Þar teygðist úr dvöl hans, eða til ársins 1954, að hann kom frá Vífilsstöðum að Reykjalundi, sem varð frá því dvalarstaður hans til æviloka. Á Reykjalundi varð Eiríkur fljótt mjög virtur maður og gegndi ýms- um störfum fyrir þá merku stofnun. Vann hann fyrst á skrifstofu staðar- ins en tók síðan að sér umsjón bóka- safnsins. Hann átti um skeið sæti í stjóm SÍBS-deildarinnar á Reykja- lundi og mætti á þingi samtakanna á meðal fulltrúa þeirrar deildar. Öll þau störf, sem Éiríkur tok að sér að inna af höndum, rækti hann með slíkum ágætum, að ekki varð á betra kosið. Fór þar saman, gáfur, gerhygli og eðlislægur heiðarleiki. Honum mátti fulltreysta til góðra verka. Eiríkur Björnsson var sannur sæmdarmaður. Hann barst lítt á, var einkar hæverskur í allri fram- komu, nánast hlédrægur, en hlýr í viðmóti. Hann hlaut óskorað traust allra, sem þekktu hann að ein- hveiju ráði. Kynni okkar Eiríks hófust í bókasafninu á Reykjalundi. Þar sá ég hann fyrst til að vita hver hann var, og fann strax, að þar var réttur maður á réttum stað. Mér virtist vörður safnsins svo sam- gróinn því að varla yrði á milli skil- ið. Hann sómdi sér mætavel í þessu ríki sínu, og reyndist hinn ágætasti ráðunautur um val bóka, svo glögg- þekkinn, sem hann var á gildi þeirra, smekkvís og víða heima. Fullvíst er að bókasafnið var óskabarn Éiríks, og þar vann hann ómetanlegt starf í áraraðir. — Hvar sem Eiríkur fór um var hann prúð- ur, hljóður og svo laus við yfirlæti, sem nokkur getur verið, vakti hann virðingu, sem kom eins og af sjálfu sér — gafst að verðugu. Autt rúm hans á Reykjalundi eftir öll þessi ár veldur trega en vekur jáfnframt þakkarhlýju, sem kemur beint frá hjartanu. Það sýndi sú fjölmenna minningarathöfn, sem honum var helguð og fór fram í Lágafells- kirkju. Síðan var Eiríkur fluttur austur til átthaganna og kvaddur frá kirkj- unni á Egilsstöðum. Lagður var hann til hinstu hvílu í ættargrafreit á Rangá. Hann er kominn heim. Þar sem vaggan stóð, félur nú móðir jörð hann í mjúku skauti. Yfir minningu Eiríks Björnssonar hvílir fögur birta. Handan Fögru- dyra, þar sem vorið ríkir mun hann fá ,,meira að starfa Guðs um geim“. Jórunn Olafsdóttir frá Sörlastöðum. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, PÁLÍNU G. STEIIMSDÓTTUR, Langholtsvegi 141. Kristín Hjörvar, Ingibjörg Karlsdóttir, Jens G. Jónsson, Pálína G. Karlsdóttir, Sigurður Daníelsson, Sigrid Karlsdóttir, Garðar Sigurðsson, Steina Haraldsdóttir, James T. Williams og barnabörn. Jólakort Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna BARNAHJÁLP Sameinuðu þjóð- anna, UNICEF, hefur selt jóla- kort til fjáröflunar fyrir starf- semi sína siðan 1949. Fyrsta UNICEF-kortið var mynd eftir tékkneska stúlku en hún gaf mynd sína í þakklætisskyni fyrir þá aðstoð sem þorpið hennar varð aðnjótandi í kjölfar síðari heimsstyij aldarinnar. Allar götur síðan hafa UNICEF- kortin verið listaverkamyndir, bæði verk stóru meistaranna, nútímalist, höggmyndaiist og klippimyndir. Þessi listaverk eru frá yfir 200 þjóðlöndum en ágóðinn af sölunni fer allur til starfsemi Barnahjálpar- innar meðal barna í þróunarlöndun- um. Hér á íslandi er það Kvenstúd- entafélag íslands sem sér um sölu jólakorta Barnahjálparinnar. Skrif- stofa félagsins er á Hallveigarstöð- um, Oldugötumegin, og er opin fram að jólum milli kl. 16 og 18. Þar er hægt að nálgast jólakortin og aðra hluti sem Barnahjálpin sel- ur, auk þess sem kortunum hefur t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNARS SCH. SIGURÐSSONAR, Mávahlíð 46, Borghildur Kristjánsdóttir, börn, barnabörn og tengdabörn. Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfi Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir allt að 300 manns. í boði eru snittur með margvíslegu áleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplarcttur með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðingu. FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIDIR RBYKJAVlKURFLUGVELLI. 101 REYKJAVlK SlMI: 9 I - 22 322 verið dreift í allar helstu bókabúðir landsins. (Úr frcttatilkynningu.) Blémastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðöilkvöld til kL 22,- einnig um helgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.