Morgunblaðið - 01.12.1990, Side 10

Morgunblaðið - 01.12.1990, Side 10
10 MOUGUNBLAÐIÐ UAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990. BABIJAR _________Tónlist____________ JónÁsgeirsson Fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í þeim flokki, sem nefnist „utan áskrift- ar“ voru haldnir sl. fimmtudags- kvöld í Háskólabíói. Á efnis- skránni voru verk eftir Arvo Párt, Mussorgskíj og Shostak- ovitsj. Flytjendur voru, auk Sin- fóníunnar, danski bassasöngvar- inn Aage Haugland, samsafn karlaradda úr Karlakórnum Fóstbræður, Karlakór Reykjavíkur og hópi enskra at- vinnusöngvara. Stjórnandi var Eri Klas frá Eistlandi. Fyrsta verkið, sem er eftir eistneska tónskáldið Arvo Párt, nefnist „Til minningar um Benj- amín Britten“ og er það ákaflega einfalt í gerð og ekki óáheyrilegt en ákaflega litlaust. Það er nærri að öllu leyti byggt á síendurtekn- um sama fallandi tónstiganum og að því leyti til í anda „minim- alistanna“, sem leggja áherslu á einfaldleikann. Aage Haugland flutti „Söngva og dansa dauðans" eftir Muss- orgskíj og gerði það mjög vel en á nokkuð of látlausan hátt. Þessi verk bera í sér svipgerðir fárán- leikans og því má gæða þau meiri leikrænni túlkun en Haug- land gerði. Haugland hefur hlýja og fallega bassarödd og ræður yfir mikilli raddtækni, svo að söngur hans er með öllu áreynslulaus. Stórvirki kvöldsins var flutn- ingur þrettándu sinfóníunnar eftir Shostakovitsj. Bassakórinn var mjög góður en þjálfun hans var í höndum Peter Locke. Söng- ur Aage Hauglands var glæsileg- ur og leikur Sinfóníuhljómsveitar Islands að öllu leyti mjög góður, undir frábærri stjórn Eri Klas. Þrettánda sinfónían eftir Shos- takovitsj er meðal þeirra verka sem ekki aðeins eru vel gerð, heldur og þrungin af boðskap er á erindi til allra þjóða heims, fæst við mikilvæg grundvallarat- riði í samskiptum einstaklinga og rétt mannsins til að hugsa og vera fijáls. Þetta var í raun barátta tónskáldsins og er verkið mettað af alls konar stórkostleg- um tónhugmyndum sem undir- striká þessa baráttu á ótrúlega Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Áheyrendur fagna hljómsveit, kór, einsöngvara og hljómsveitarstjóra að loknum flutningi 13. sin- fóniu Shostakovitsj (Babi Jar). áhrifamikinn hátt. Inntak verks- ins og frábær flutningur þess mun skipa þessum tónleikum í flokk eftirtektarverðustu tón- leika Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Ljóðið Babi Jar, eftir Jevtúsh- enko er notað í fyrsta þættinum og var það prentað í efnisskrá en textann fyrir hina fjóra þætt- ina vantaði. Það er orðin föst venja að prenta orðréttar þýðing- ar á söngtextum og hér hefur því stjórn SinfóníUnnar slegið nokkuð af um vönduð vinnu- brögð, þó efnisskráin sjálf og prentun ljóðsins Babi Jar hafi verið til fyrirmyndar. Iðnlánasjóði slegn- ar fasteignir Stálvíkur Keyptu á 35 milljónir - Metnar á 190 IÐNLÁNASJOÐI voru slegnar fasteignir þrotabús skipasmiðjunnar Stálvíkur hf. í Garðabæ síðastliðinn þriðjudag, fyrir 35 milljónir króna. Landsbankinn átti næsthæsta boð, 31 milljón. Fasteignir Stálvík- ur voru metnar á 190 milljónir króna þegar fyrirtækið fór í þrot. Um er að ræða skipasmiðjuna sjálfa, sem er stórt stálgrindarhús, 4000-5000 fermetra lóð, lagerhús, skrifstofu- og starfsmannahús og minni stálgrindabyggingu, sem hýsti gróðurpinnaverksmiðju Ræktar hf., sérstaks hlutafélags í eigu Stálvík- ur, sem einnig er orðið gjaldþrota. íRætt hefur verið um að verktak- ar, erlendir eða innlendir, sem taka myndu að sér verkefni í tengslum við byggingu álvers á Keilisnesi, kynnu að hafa áhuga á fasteignum Stálvíkur. Að sögn Stefáns Melsted, lögfræðings Iðnlánasjóðs, hafa engir sýnt eignunum áhuga, enda stutt síðan þær komust í eigu sjóðsins. Stærstu kröfuhafar í þrotabú Stálvíkur eru Iðnlánasjóður, Lands- bankinn, ríkisábyrgðasjóður, ríkis- sjóður, Garðakaupstaður og Iðnþró- unarsjóður. Ljóst er að kröfuhafar tapa talsverðu fé. 911 RH 91 97H L^RUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri L I I0v"LIv/v KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.LÖGGILTURFASTEIGNASALI Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Nýlegar 2ja herb. íbúðir - bílskúr v/Nýbýlaveg, Kóp. ó 2. hæð vel með farin. Sólsvalir. Góð sameign. Bílsk. m/upphitun. Ný heimrein. Húsnlán kr. 1,0 millj. Vinsæll staður. V/Stelkshóla á 2. hæð vel með farin suðuríb. Rúmg. sólsvalir. Ágæt sameign. Góður bílsk. m/upphitun. Laus strax. Glæsilegt tvíbýlishús - útsýni í Skógahverfi m/6 herb. íb. á efri hæð og rúmg. 2ja herb. séríb. á neðri hæð. Góður bílsk. Rúmg. vinnuhúsn. Glæsilegt einbhús á Álftanesi á útsýnisstað 170 fm auk bílsk. um 40 fm. Langt komið í byggingu. Frág. skv. óskum kaupanda. Ræktuð eignarlóð 947 fm. Eignask. mögul. í þríbhúsi á Nesinu m/öllu sér 4ra herb. jarðhæð 106 fm nt. Ný vistgata. Vinsæll staður. Með miklum húsnæðislánum Nokkrar eignir - íb. og einb. - m/miklum húsnl. Vinsaml. leitið nánari uppl. Einarsnes - Hofsvallagata Góðar 2ja herb. íb. á þessum eftirs. stöðum. Vinsaml. leitið nánari uppl. Lítil íbúð - gott lán 3ja herb. íb. á efri hæð í þríbhúsi v/Skeggjagötu. Nýtt eldhús. Nýl. sturtubað. Húsnlán kr. 2,3 millj. Nýtt einbhús - hagkvæm skipti Steinhús 153,6 fm nt. m/4ra-5 herb. íb. á tveimur hæðum, ekki fullg. Bílsk. 23,6 fm. Húsnlán 4,5 millj. Húsið stendur á ræktaðri lóð 642 fm v/Bæjargil, Garðabæ. Gott atvinnuhúsnæði v/Höfðatún á 1. hæð 142 fm auk lítillar geymslu í kj. og kaffistofu í risi. Laust 1. jan. nk. Nánari uppl. aðeins á skrifst. • • • Opið í dag kl. 10.00-16.00. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SfMAR 21150 - 21370 fiösmíM máD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 5f >6. þáttur „Farið ekki með dár og spé, góðir dreingir, sagði öldúngur- inn þá. Þetta er gömul klukka.“ Svo segir í fyrsta kafla íslands- klukkunnar eftir Halldór Lax- ness. Dár er fjörgamalt tökuorð í máli okkar og merkir háð og spott. Að dára er svo að spotta og gabba og dári flón, dárskap- ur (dáraskapur, dáru- skapur)=flím, flimtan. Svipuð orð eru í málum frænda okkar á öðrum norður- löndum, og bak við þetta má greina þýsku sögnina bedör- en=gabba, hafa að fífli, enda heitir fíflið der Tor á þá tungu. Jón Vídalín sagði að einn dári yrði aldrei vís, hvernig sem hann málaði sig utan. Er grund og tindi glóey heit tók gullna sveiga að vefa, einn dári kvað, er ljósblik leit um ljóra á dáraklefa: Hæ, sól með björtu baugunum, þú burðast við að skína* - en ef að ég loka augunum, er úti um birtu þína! (Nils Johan Einar Ferlin (1898-1961); Magnús Asgeirsson þýddi úr sænsku). ★ Orðið spé í líkri merkingu og dár er ekki eins gamalt í íslensku og hið síðarnefnda. Elstu dæmi eru frá 15. öld. Spé mun líka ættað úr þýsku og merkir upphaflega „spýting", þ.e. að spýta á eitthvað eða ein- hvem í háðungarskyni eða lítils- virðingar. Af spé kemur sögnin að spéa sem breyttist oftast í spjá, en jafnvel í spja. Heyrt hef ég sagt „hætt og spjað“. Ef hár manna var' illa klippt var sagt í minni sveit, að maðurinn væri spéskorinn, en um mis- kunnarleysi heimsins var sagt: „Allir spjá (spja) auðnuiausan.“ Ókenndum þér, þó aumur sé, aldrei til leggðu háð né spé. Þú veist ei hvöm þú hittir þar heldur en þessir Gyðingar. (Hallgrimur Pétursson: Passíu- sálmar, XIV, 19) ★ Ætli það sé ekki best, úr því sem komið er, að taka spottið líka, því að það er talið af sömu frumrót og spé og merkir hið sama, háð og gys. Þetta er þá sem sagt skylt spýta=hrækja, spýja og spúa, spudda=hrækja (dönsku spytte) og spúla=skola með vatni, en sú sögn er tekin úr dönsku og þangað komin úr þýsku. Spúll er vatnsslanga, og til eru sagnirnar að spúlka og spolka=tútna út. Spott er mjög gamalt í ísiensku. Veturinn 1220-21 „færðu Breiðbælingar [í Fljótshlíð] Loft [Pálsson í Ytra- Skarði] í flimtan og gerðu um hann dansa marga og margs konar spott annað“, segir Sturla Þórðarson (1214-1284) ííslend- ingasögu. Um spottið, hversu iang- drægt það er, segir máltækið: Spott veit að spýta um tönn, en það þýðir Blöndal á dönsku: „Spot kan spytte langt.“ ★ Sá ríss upp með sigri og höppum sæmdar maðr á nyrsta jaðri ýta fróns, þar er Island heitir, ungr og vænn, sem rós hjá klungrum; skírður var, þegar fæddist fyrða fríðr ættstuðull og nefndur síðan Guðmundr er þá giftu hendi gott að elska, en hafna spotti. (Ami Jónsson ábóti, 14. öld; hiynhenda.) ★ Sigurður Jónsson á Patreks- firði skrifar mér hið vinsamleg- asta bréf, og er margt sem hon- um þykir stinga í augu og eyru í „fjölmiðlaneyzlu" nútímans. Nefnir hann til ofnotkun orða, t.d. kannski og bætir svo við orðrétt: „Annað mál vil ég orða við þig, og varðar það nýyrðasmíði. Með því að umhverfismál eru nú mjög á oddinum, og eiga vafalaust eftir að verða enn meira áberandi næstu misserin og árin, þá Tæ ég ekki leynt þeirri skoðun minni, að mér virð- ist vanta þjált og gott íslenzkt orð fyrir það sem Þjóðverjar nefna „umweltfreundlich“ og Svíar „miljövánlig“. Úmhverfis- vingjarnlegur er afleitt, þótt bein þýðing sé, og í útvarpi hef ég heyrt orð eins og umhverfis- vænn og vistarvænn. Síðast talda orðið vakti raunar athygli mína, en ég tel það þó ekki nógu þjált, sérstaklega vegna -ar eignarfallsendingarinnar. Kom mér í því sambandi í hug, að fræðigreinin um umhverfið, lífríkið heitir ekki vistarfræði, heldur vistfræði. Væri þá hægt að notast við vistrænn? Ekki finnst mér það, en sting upp á öðru: vistkær. Merking þess er þá það sem kært er vistkerfinu, lætur sér annt um það og fer vel með það. Andheiti orðsins gæti verið óvistkær eða vistfár, sbr. andstæðurnar kærleikar og fáleikar ... Kær kveðja.“ Af þessu má sjá að bréfritari er málkær og málkænn. En ekki fellir umsjónarmaður sig við til- lögur hans um samsetningar af orðinu vist. Ég ráðgaðist sem oftar í vanda við Islenska mál- stöð. Próf. Baldur Jónsson sagði mér að margir hefðu leitað þangað sömu erinda og menn velt þessu fyrir sér misserum saman. Samband hefði verið haft við opinberar stofnanir sem umhverfismál láta til sín taka. Tillaga Baldurs, sett fram með nokkrum semingi þó, að um- hverfishollur, og telur hann það enn illskásta kostinn, en vill gjarna að fleiri spreýti sig enn frekar á þessu. ★ Hlymrekur handan kvað: Vort líf er því lögmáli bundið, að löngum mun týnt reynast fundið, það er að segja ef yfir til eyja menn þora að sigla yfir sundið. P.s. í síðasta þætti mislagðist síðkastið milli lína (,,síðkas-tið“). Beðist er afsök- unar á því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.