Morgunblaðið - 01.12.1990, Síða 48

Morgunblaðið - 01.12.1990, Síða 48
....MORGUNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR I. DESEMBER 1990 Minning: Sigurlína G. Guð- mundsdóttir Lúinn anda ég legg nú af, lífínu ráði sá, sem gaf, í sárum Jesú sætt inn vef, sálu mína ég Guði gef. (H.P.) Fallin er í valinn mikil og mæt kona. Sigurlína Guðrún Guðmunds- dóttir fæddist í Nesi 'í Nesi í Grunnavík 9. desember 1901, dóttir hjónanna Ketilríðar Veturliðadóttur ; og Guðmundar Teofílussonar. Eins og títt var í þá daga var Línu, eins og hún var ávallt kölluð, komið í fóstur, þá aðeins tveggja ára gömul til hjónanna Fertrams Gedionssonar og Margrétar Magnúsdóttur í Grunnavík. Þar dvelst hún þangað , til er húsfreyjan lést. Var Lína þá ellefu ára gömul. Fer hún þá ásamt fóstra sínum Fertrami til Friðbjörns Helgasonar og hans konu, Ragn- heiðar Veturliðadóttur, í Grunnavík og dvelur þar til fimmtán ára ald- urs. Á þeim aldri drukknar faðir hennar og hverfur hún þá til móður sinnar að Hesteyri í Sléttuhreppi. Reynist hún þar móður sinni ómet- anlegur styrkur, því fyrir mjög stórri fjölskyldu var að sjá. Nítján ára að aldri ræður Líná sig síðan sem vinnukonu hjá Þorbergi Jóns- syni í Miðvík og konu hans, Oddnýju Finnbogadóttur. Það reyndist afdri- farík ákvörðun því þar á bæ kynnt- ist hún mannsefni sínu, syni hjón- anna, Sölva. Sautján mánuðum síðar er Lína leidd að altarinu, eða í október 1920. Stofnuðu þau síðan bú í Efri- Miðvík. Þar fæddust þeim börnin sex og eru þau nefnd hér í aldurs- röð: Elstur er Guðmundur Fertram, þá Guðrún Margrét, Karítas, Eirík- ur Hafsteinn, Ásta Margrét og loks Hilmar Rafn. Að auki ólu þau upp son Karítasar, Sölva. Það var árið 1946 að ijölskyldan tekur sig upp frá Efri-Miðvík og flytur búferlum í Hnífsdal. Bjuggu þau þar í átta ár. Þaðan lá leiðin síðan suður á bóginn til Keflavíkur. Þar hefur Lína búið æ síðan. Hinn 11. september 1960 missir hún Sölva mann sinn. Afkomendur Línu og Sölva fylla nú brátt sjöunda tuginn. Allt mannkosta og gjörvu- legt fólk. Lína amma, eins og við oft kölluðum hana, var engin venju- leg amma. Hún var yndisleg kona. Hörkudugleg svo af bar. Getum við rétt gert okkur í hugarlund þá hörku og þann dugnað sem til þurfti að heyja lífsbaráttuna norður á hjara veraldar við þau skilyrði sem þá þekktust. Aldrei heyrðist hún barma sér, heldur gekk að hveiju verki sem sjálfgefnum hlut. Hann- yrðir hennar gætu fyllt nokkra sýn- ingarsali. Fátt var jafn notalegt og að koma í fallegu íbúðina hennar á ouuurgolunni og piggja rómuðu pönnukökurnar og súkkulaði. Aldr- ei var komið að tómum kofunum hjá henni Línu ömmu. Allt fram í andlátið var hún full- komlega með á nótunum hvort held- ur það sneri að fjölskyldu hennar eða þjóðmálum. Állt þar til fyrir fjórum árum bar hún þá gæfu að geta ferðast vítt og breitt og naut hún þess ríkulega. Var aðdáunar- vert að fylgjast með áhuganum og dugnaðinum við að komast á og kynnast ólíkum stöðum. Þessar ferðir gerðu henni virkilega gott. Ekki var ætlunin með þessum skrifum að gera á æviferli Línu ömmu tæmandi skil, öllu heldur að þakka af alhug þann tíma sem við höfum fengið að eiga með henni, konu síns tíma sem aldrei lagði árar í bát heldur gekk ótrauð að hveiju þvf verki sem að höndum bar. Að leiðarlokum langar okkur að þakka elsku ömmu okkar fyrir allt það sem hún var okkur og allt það sem hún gaf okkur. Minning lionnor mnn liffl í Viiörfnm ucimai iuuii « iijui vum vsiyzyCII um ókomna tíð. Megi hún hvíla í friði. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Kaja, Gerald, börn, tengdabörn og barnabörn. í dag kveðjum við Sigurlínu Guð- mundsdóttur eða Línu ömmu eins og hún var kölluð af bamabömun- um. Henni kynntist ég fyrst vorið 1977 og sá að þarna var á ferðinni dugmikil kona. Sigurlína kom mér fyrir sjónir sem skemmtileg gömul Kæri Jón, Dísa og fjölskylda. Sárastur er missir ykkar. Guð styrki ykkur á hryggðarstund. Við vottum ykkur okkar innilegustu hluttekn- ingu. Sigga, Eyfi og börn kona. Hún var mjög jákvæð mann- eskja, enda átti hún því láni að fagna að vera heilsuhraust mestan hluta ævi sinnar. Það var gott að koma til Línu ömmu, hún tók alltaf vel á móti okkur. Hún hafði yndi af bamabörnunum og langömmu- börnunum sem vom orðin allmörg. Allt árið vann hún meira og minna við að föndra og búa til jólagjafir handa fjölskydunni, þetta var stór þáttur í lífi hennar síðustu árin. Þegár fjölskyldan var saman- komin á heimili Hilmars sonar hennar eða í sumarbústaðnum var hún gjarnan þar, því sambandið var mikið og gott. Hún var amman í fjölskyldunni sem sat álengdar og pijónaði sokka og vettlinga á böm- in. Hún lét ekki mikið yfir sér en hugsaði oft meira en hún sagði. Hún skipaði svo sannarlega sinn sess í fjölskyldunni. Sigurlína hafði gaman af því að segja frá. Sérstaklega fannst mér gaman að spjalla við hana um upp- vaxtarár hennar. Hún var af þeirri kynslóð sem muna má tímanna tvenna, svo miklar breytingar hafa orðið á þeim tæpu 90 ámm sem hún lifði. Þetta em aðeins nokkur kveðju- orð við lok langrar ævi. Kynni okk- ar vom kannski ekki svo löng en eigi að síður góð. Sofðu vært hinn siðsta blund unz hinn dýri dagur ljómar Drottins lúður þegar hljómar nmS niiiCiu morgunstuna. (V.Briem.) María Magnúsdóttir Eins og hindin sem þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mín þyrstir eftir Guði, hinum lifandi Guði. Hvenær mun ég fá að koma og birtast fyrir augliti Guðs. (Sálm. 42:1-3.) Staðreynd lífsins er sú að einn daginn tekur það enda hjá okkur öllum. Það hefur nú tekið enda hjá henni Línu ömmu minni, en hún hefði orðið 89 ára þann 9. desem- ber næstkomandi. Mig langar til að kveðja hana með nokkmm orðum og þakka fyr- ir margar góðar samvemstundir. Lína amma, eins og við kölluðum hana gjarnan, var alltaf stór þáttur hjá fjölskyldu minni, þar sem hún bjó hjá okkur fyrstu árin eftir að afi dó. Hún var síðan eina og besta bamapía okkar systkinanna. Þegar ég fer yfír í huga mínum þær tilfínn- ingar sem ég bar til ömmu minnar, fyrir utan hversu vænt mér þótti um hana, þá var ég mjög hreykin af henni. Vinkonur mínar öfunduðu mig af henni, því hún var svo hress og skemmtileg og ég hugsaði oft að ég ætlaði líka að verða svona hress þegar ég eltist, fyrst og fremst vegna þess að ég var nafna hennar. Lína amma var gædd svo sterkum og litríkum mannkostum. Hún var framúrskarandi dugleg kona, hress og lífsglöð og það var alltaf svo spennandi. Það verður t.d. mjög tómlegt heima hjá okkur núna um jólin án hennar, því hún var alltaf jafnspennt og við krakk- arnir ef ekki spenntari fyrir jólun- um. Þegar amma mætti á aðfanga- dag fyrir kl. 6 í sínu fínasta pússi ljómandi af gleði þá voru jólin byij- uð hjá okkur. Oft gat hún ekki stað- ist það að kíkja í pakkana heima hjá sér, áður en hún kom og gekk vel frá, þannig að enginn kæmist að því. Ámma vann á Keflavíkurflug- velli til fjölda ára við ræstingu hjá flughemum. Hún vann þar fulla vinnu til 78 ára aldurs. Ein af mínum bestu minningum vom þeg- ar ég fékk að fara með henni í vinn- una. Þá fékk ég að sofa heima hjá henni og við þurftum að vakna eld- snemma til að ná rútunni á völlinn. Síðan var varla stoppað fyrr en í lok dagsins. Öllum hermönnum þar þótti mjög vænt um hana og köll- uðu hana mömmu, en hún talaði aldrei annað en íslensku við þá og annað kom ekki til greina hjá henni. Ef þeir skildu hana ekki þá var það þeirra vandamál, en íslenskuna skyjdi hún tala. Ég heyrði ömmu aldrei kvarta yfír neinu og hún hafði mikinn metnað fyrir hönd bama sinna og barnabama og hún þoldi aldrei neitt annað en að við væmm öll dugleg og samviskusöm. Þegar pabbi minn sem var yngsti sonur hennar fór fyrst að vinna lagði hún alla pen- inga hans inn á banka og kenndi honum þar með að fara vel með þá. Besti vinur hans pabba leigði herbergi í kjallaranum hjá ömmu og var í fæði í nokkur ár. Þegar L..---- ±_ ' i - -■ ■ . 10.1111 oiuan uruiuiaoist íet amma hann hafa peningana sem hann hafði borgað í fæði og húsaleigu. Hún hafði lagt það allt inn á bók, og fyrir þennan pening gat hann keypt sér íbúð, þannig var amma, útsjónarsöm og skynsöm. Þegar amma varð 75 ára fóm Kaja, elsta dóttir hennar, pabbi og makar þeirra, með ömmu í útlands- reisu til Þýskalands. Þetta átti að verða fyrsta og síðasta ferð hennar að við héldum því hún var orðin svo fullorðin. Nei, viti menn, hún fór einu sinni til tvisvar ár hvert til útlanda næstu 10 árin. Hún ferðað- ist oftast með eldri borgumm og hafði mikið gaman af. Það var allt- af skemmtilegt að heimsækja hana þegar hún kom heim, hún hafði frá svo mörgu að segja. Hún starfaði mikið með eldri borgumm á Suður- nesjum. Hún spilaði, föndraði, saumaði og vann með leir. Hún gaf okkur oftast heimatilbúnar jólagjaf- ir. Henni féll aldrei verk úr hendi og var framúrskarandi dugleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Aldur- inn var henni aldrei nein hindmn. Hún veiktist síðan í maí sl. og þeg- ar hún var ekki á spítalanum, þá bjó hún á heimili foreldra minna. Amma var alltaf baráttukona og húnJiáði harða baráttu í veikindum sínum, en þegar hún fann að þetta var að taka enda þá lagði hún líf sitt í Guðs hendur og hann gaf henni frið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að snerta líf ömmu minnar eins mikið og raun var. Minningin um hana Línu ömmu mun ávallt vera mér og mínum ljóslifandi í huga og hjarta. Guð veri með böm- um hennar og fjölskyldum þeirra á þessari stundu og áframhaldandi. Sigurlína G. Hilmarsdóttir Ingveldur Jóns- dottir - Fædd 27. desember 1926 Dáin 25. nóvember 1990 Okkur langar til að minnast Ing- veldar Jónsdóttur með nokkrum orðum, en hún lést á heimili dóttur sinnar þann 25. sl. eftir að hafa háð langa og stranga baráttu vð erfíðan sjúkdóm. Ingveldur eða Inga eins og hún var alltaf kölluð bjó á Skeggjastöð- um í Garði ásamt Jóni Haraldssyni eiginmanni sínum og Þórdísi dóttur þeirra. Kynni okkar við Ingu og fjölskyldu hófust fyrir nær fjörutíu árum er við urðum nágrannar. Þó svo að við flyttum úr Garðinum fyrir nær 30 árum til Keflavíkur varð aldrei vík á milli vina. Inga var mörgum mannkostum búin, raungóð og hjartahlý. Ávallt stóð heimili þeirra Ingu og Jóns okkur opið og ef eitthvað kom uppá Minning var alltaf hægt að leita öruggs vars á Skeggjastöðum. Ófáir eru þeir dagar og þær nætur sem krakkarn- ir fengu að gista hjá Ingu. í minn- ingunni er eins og Inga hafi átt eitthvað í okkur krökkunum þrátt fyrir að skyldleikinn hafi enginn verið. Inga var mjög myndarleg í hönd- unum og á tímabili pijónaði hún föt og seldi. Þetta voru aðallega bama- föt en fyrir utan pijónaskapinn og hefðbundin heimilisstörf var_ hún umboðsmaður happdrættis SÍBS í Garðinum. Á síðari árum var hún starfsmaður á dvalarheimili aldr- aðra í Garðinum. Nú þegar við kveðjum Ingu er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana fyrir vin. Það er gott til þess að vita að nú er hún laus allra þjáninga og komin á vit æðri máttarvalda. Ursúla L. Schaaber geðlæknir - Miiming Fædd 17. ágúst 1946 Dáin 27. nóvember 1990 Úrsúla L. Schaaber var vinkona okkar allra í fjölskyldunni og við gerðum margt saman. Við fórum . til dæmis í ferðalög, á hestbak og á skíði. Á sumrin komu svo Mikki og Eva systir hennar og urðu þau góðir vinir okkar. Það _var alltaf gaman að heim- sækja Úrsúlu. í stofunni biðu skálar með sælgæti og á borðinu var allt skreytt og fínt. Mér brá við að heyra að hún væri á spítala. Núna síðustu daga var eiginlega öll von úti. Svo á þriðjudaginn kom fréttin. Úrsúla var dáin. Síðan kom sorgin yfír að nú væri hún horfín. Horfín inn í heim sem við vitum ekkert um, en við vitum að hún fékk eilífan frið. Með þessum orðum ætla ég að kveðja hana Úrsúlu. Guð veri með fjölskyldu hennar. Anna Georgsdóttir Ef einhver deyr sem ég þekki verð ég mjög leið og sorgmædd. Úrsúla var alltaf mjög góð við mig og gaf mér mikið. A sjö ára afmæl- inu minu bakaði hún afmælisköku handa mér. Hún leyfði mér oft á bak á Stormi, sem var besti barna- hesturinn hennar og hún leyfði okk- ur líka að passa Maxí, hvolpinn sinn. Nú er hún dáin og ég get ekki oftar farið á hestbak með henni. Það er Ieiðinlegt að hún sé dáin. Biiiing afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í Ijóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Eva Georgsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.