Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 1
128 SIÐUR B/C/D 279. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Saddam Hussein segist vilja sleppa öllum erlendum gíslum án skilyrða: Yfirlýsingin vekur von- ir um friðsamlega lausn Það ríkti mikill fögnuður hjá 36 jap- önskuin gisluin í Bagdad í gær er þeir fréttu að þeir yrðu látnir lausir. Fyrir miðju er Antonio Inoki, japansk- ur þingmaður og meistari í fjöl- bragðaglímu, sem fór til Bagdad til að fá landa sína lausa. Erlendu gíslarnir í Irak og Kúvæt og aðstand- endur þeirra glöddust mjög yfir yfir- lýsingu Saddams. Hún kom á óvart þótt margir hefðu verið vongóðir um að komast heim frá og með jólum eins og Iraksforseti hafði heitið. Santiago, Bagdad. Reuter. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. YFIRLÝSING Saddams Husseins íraksforseta um að allir erlendir gíslar í landinu fái frelsi hefur vakið vonir um að Persaflóadeilan leysist með friðsamlegum hætti. Yfirlýsingin kom nrjög á óvart en er hluti af hraðri atburðarás í Persaflóadeilunni frá því Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykkti að beita hervaldi færu Irakar ekki frá Kúvæt og slepptu erlendum gíslum í síðasta lagi 15. janúar. Fyrst bauðst George Bush Bandaríkjaforseti til þess að senda utanríkisráð- herra sinn til Bagdad og taka á móti utanríkisráðherra íraka og í fyrrakvöld gáfu Bandaríkjamenn til kynna að þeir væru reiðubúnir að skoða hugmyndina um friðarráðstefnu í Miðausturlöndum sem verið héfur ein aðalkrafa Saddams Husseins. Leiðtogar þeirra ríkja sem verið hafa í fremstu víglínu andspænis Irökum fögnuðu ákvörðun Saddams í gær en sögðust bíða þess að loforðið yrði efnt. Þéir lögðu ennfremur á það áherslu að áfram yrði þrýst á Iraka að kalla her sinn heim frá Kúvæt. GATT: Viðræður um landbúnað- armál farnar út um þúfur Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „Hinn mikli leiðtogi, forseti okk- ar, hefur lagt fyrir þingið tillögu þess efnis að allir erlendir gestir geti fafið úr landinu skilmálalaust,“ sagði Latif al Jassim, upplýsinga- málaráðherra Iraks, á fundi með erlendum blaðamönnum sem boðað var til í mikilli skyndingu í Bagdad í gær. Fáeinum mínútum áður hafði Saddam Hussein flutt ávarpið til þjóðarinnar. Þetta virðist hafa borið að mjög snögglega og fæstir blaða- menn höfðu hugmynd um þennan fund og höfðu ekki heyrt ræðu Sadd- ams. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Jassim hvort hann byggist við heitum umræðum á þinginu og jafnvel andstöðu. „Það verður að koma í ljós,“ sagði hann og flutti síðan snöfurlegan fyrirlestur um helstu _ mannkosti Saddams Huss- eins. Á leiðinni heim á hótel hló bílstjóri blaðamanns kaldranalega: „'Sá maður verður bara einfaldlega drepinn sem gengur gegn þessu.“ „Við verðum að halda þrýstingn- um áfram,“ sagði George Bush á fréttamannafundi í Santiago í Chile í gær þar s_em hann er í opinberri heimsókn. „Ég fagna fréttinni ef hún reynist rétt en það mun ekki breyta þeirri skoðun minni að það þarf að framfylgja ályktunum Sameinuðu þjóðanna skilyrðislaust." Vítalíj Tsjúrkín, talsmaður sovéska ut- • anríkisráðuneytisins, sagði að ef gíslunum yrði í raun sleppt væru það mjög gleðileg tíðindi sem glæddu þá von að Saddam gæfi eftir á öðrum sviðum. Nú eru 2.800 vestrænir borgarar og japanskir í írak og Kúvæt. Einnig eru þar 3.300 sové- skir hernaðarráðgjafar sem ekki hafa fengið að fara úr landi. Hlutabréf hækkuðu í verði og ol- ían lækkaði á fjármálamörkuðum þegar fréttin um yfirlýsingu Sadd- ams barst. Fatið af Norðursjávarolíu seldist á 26,36 dali í Lundúnum síðdegis í gær, tæpum dal lægra en sólarhring áður. *Sjá „Bandarikjastjórn styður ekki...“ á bls. 26. Málamiðlunartillögu Mats Hellströms, landbúnaðarráðherra Svíþjóðar og formanns landbún- aðarnefndar GATT-fundarins, sem hann lagði fram í gær til lausnar þeirri kreppu, sem samn- ingar um landbúnaðarmál á fundi ráðherra aðildarríkja GATT-við- ræðnanna hafa verið í, var hafnað seint i gærkvöldi. Hún gerði m.a. ráð fyrir 30% niðurskurði á út- flutningsbótum og framleiðslu- styrkjum í landbúnaði á næstu fimm árum. Auk þess áttu aðildar- þjóðirnar að skuldbinda sig til að heimila innflutning á sem svarar 5% af innanlandsneyslu. Þegar fulltrúar Evrópubanda- lagsins höfðu í gærkvöldi gert grein fyrir afstöðu sinni til mögulegra efnisatriða tillögunnar þótti ljóst að enginn grundvöllur væri fyrir frek- ari viðræðum. Fundinum lauk því í fullkominni óeiningu um framhald landbúnaðarviðræðna. Nokkrir full- trúanna höfðu í hótunum að mæta ekki til frekari viðræðna um þennan málaflokk. Reiknað er með því að Mialda áfram viðræðum um aðra þætti samkomulagsins á morgun. Á fundi Norðurlandanna í gær- kvöldi lýstu Svíar einir yfir stuðn- ingi við tillöguna en ísleijdingar, Norðmenn og Finnar sögðu að hún væri að mörgu leyti meingölluð. Bandaríkjamenn sögðu að tillagan gengi að þeirra mati ekki nógu langt en hún gæti gagnast sem grundvöllur frekari viðræðna. Full- trúar Evrópubandalagsins höfðu í fyrstu tekið í sama streng en höfn- uðu tillögunni svo eins og áður seg- ir. Samkvæmt tillögunni þurfti EB að hækka tilboð sitt um niðurskurð um 50%, og er talið að t.d. Frakkar hafi alls ekki getað fallist á það. íslenski læknirinn fær fararleyfí eftir örfáa daga - sagði forseti íraska þingsins á fundi með Jóhönnu Kristjónsdóttur STJÓRNVÖLD í írak hafa heitið því að Gísli Sigurðsson læknir fái á næstu dögum leyfi til að halda úr landi. Það var forseti íraska þingsins, Saadi Meliti Saleh, sem gaf þetta loforð á fundi með Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, í gærmorgun þar sem hún talaði máli Gísla Sigurðssonar. „Eg geri mitt besta. Islenski læknirinn fær fararleyfi eftir örfáa daga, jafnskjótt og gengið hefur verið frá formsatriðum," sagði þingforsetinn. Líkt og fram kemur hér að ofan barst sú frétt á hádegi í gær að Sadd- am Hussein íraksforseti hefði beðið þingið uin samþykki fyrir því að öllum erlendum gislum yrði leyft að halda úr landi. Gísli Sigurðsson læknir, sem Jóhanna Kristjónsdóttir hélt til varð innlyksa í Kúvæt og írak, er Bagdad, höfuðborgar íraks, um Persaflóadeilan blossaði upp 2. ágúst síðastliðinn, sagði að Saadi Mehti Saleh þætti maður hreinn og beinn og gæfi afdráttariausari svör en ýmsir aðrir háttsettir menn í landinu. „Orð þingforsetans benda til þess að það sé aðeins spurning um fáa daga hvenær ég fæ að fara og ég er afskapldga glaður.“ síðustu helgi eftir að þau boð höfðu borist frá Bagdad að hún hefði fengið vegabréfsáritun. Jóhanna hafði haft samband við Hameed Saeed, skáld og ritstjóra stjórnar- málgagnsins „Byltingarinnar", sem hún þekkir vel og grennslast fyrir um hvort hann hefði einhverj- ar upplýsingar um mál Gisla Sig- urðssonar. Á hinn bóginn hafði hún Gísli Sigurðsson Iæknir. ekki leitað eftir slíkri áritun. Viðræður Jóhönnu Kristjóns- dóttur og Saadi Mehti Saleh fóru fram á skrifstofu hans í íraska þinginu og var fundur þeirra hálfri klukkustundu lengri en áformað hafði verið. Að sögn Jóhönnu lét hún þingforsetann fá nafn Gísla Sigurðssonar, og greindi frá stöðu hans og dvalarstað. Þingforsetinn óskaði einnig .eftir upplýsingum um eiginkonu Gísla og börn og spurði sérstaklega hvort hann ætti foreldra á lífi. Þegar fundinum lauk kvaðst Jóhanna hafa spurt þingforsetann hvað gerast myndi í máli Gísla Sigurðssonar. „_Eg set það af stað umsvifalaust. Ég vona að móðir hans og Islendingar gleðjist mjög fljótlega." Sjá einnig „Blaðamaður Morgunblaðsins ... “ á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.