Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 2

Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 Mæðgur lét- ust í árekstrí 46 ÁRA gömul kona og 18 ára dóttur hennar eru látnar af áverk- um sem þær hlutu í árekstri í Ártúnsbrekku í fyrrakvöld. Ekki er unnt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Mæðgurnar voru í fólksbíl sem snerist á hálli götunni og skall á stórri sendibifreið sem kom úr gagn- stæðri átt. Móðirin, var látin við komu á slysadeild en dóttir hennar lést í fyrrinótt af áverkum sínum. Bankaráð Seðlabanka: Agúst Einars- son formaður JÓN Sigurðsson, banka- og við- skiptaráðherra hefur skipað dr. Ágúst Einarsson prófessor for- mann bankaráðs Seðlabanka Is- lands og Geir Gunnarsson alþing- ismann varaformann ráðsins. Ágúst er fulltrúi Alþýðuflokksins í bankaráðinu og Geir er fulltrúi Alþýðubandalagsins. „Eg hef tekið upp viðræður við hið nýkjöma bankaráð og forystu þess um nýjan bankastjóra Seðla- bankans, en niðurstaða er ekki feng- in í því máli,“ sagði Jón Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég bíð eftir tillögum bankaráðsins í þeim efnum,“ sagði ráðherra. Tapað sparifé vegna gjaldþrots Ávöxtunar: Sparifjáreigandi krefur Seðla- AÞINGPOLLUM Umræður í þinginu draga oft að sér áheyrendur á þingpalla. Þessir ar allt var í óvissu um afdrif þeirra. I gær kom svo staðfestingarfrum- menn mættu til að fylgjast með umræðum um bráðabirgðalögin, þeg- varpið til annarrar umræðu í sameinuðu þingi. Sjá frásögn á bls. 34. Jólamatur MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 56 síðna jólamatarblað Daglegs lífs. Þar er fjallað um hefðbundinn jólamat á margvíslegan máta með greinum og viðtölum og birt- ur fjöldi nýrra uppskrifta. Meðal efnis má nefna um- fjöllun um fuglakjöt, lambakjöt og svínakjöt, konfektgerð, smá- kökur, grænmetisskraut og borðskreytingar. Einnig eru birtir tveir hátíðarmatseðlar matreiðslumeistara með upp- skriftum. banka um ábyrgð vegna tjóns SEÐLABANKI íslands, fyrir hönd Bankaeftirlitsins, hefur ver- ið krafinn um ábyrgð vegna tjóns af völdum gjaldþrots verðbréfa- fyrirtækisins Ávöxtunar. Einn þeirra sem töpuðu fjármunum vegna þess, hefur falið lögmanni að gera kröfu á hendur Seðla- bankanum um greiðslu tveggja milljóna króna sem hann tapaði. Unnið er að ítarlegri athugun þessa máls í Seðlabankanum og munu bankastjórn og bankaráð fjalla um kröfuna, áður en svar verður gefið, enda gæti málið haft fordæmisgildi gagnvart öðr- um sem töpuðu fjármunum sínum vegna gjaldþrotsins. Krafan á hendur Seðlabankanum byggist á því, að Bankaeftirlitið hafi vanrækt skyldur sínar um eftir- lit með verðbréfasjóðunum og ann- arri starfsemi Ávöxtunar. Bjöm Tryggvason aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans kvaðst í gær ekki vilja tjá sig um málið, en sagði að málaferli væru að byija um það. Þórður Ólafsson forstöðumaður Bankaeftirlitsins sagði lítið vera um þetta mál að segja. Það hafi lengi legið í loftinu, og bankaeftirlitið hefði verið látið vita af því af ýmsum aðilum sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna gjaldþrots Ávöxtunar og slita á þeim verðbréfasjóðum sem það fyrirtæki rak, að þeir mundu freista þess að gera Seðlabankann, vegna Bankaeftirlitsins, ábyrgan fyrir því tjóni. „Ég get bara staðfest það að slíkt kröfubréf hefur borist bankanum og því kröfubréfi mun verða svarað og brugðist tið því á þann hátt sem Seðlabankinn telur réttastan í þessu máli,“ sagði Þórður. Hann sagðist geta staðfest, að krafan væri vegna eins aðila. Hann sagði ekki fullvíst að líta bæri á það sem prófmál. „Þó kann það að hafa visst fordæmisgildi." Þórður kvaðst ekki hafa upplýs- ingar um hve háar fjárhæðir væru í húfí í heild. Ammundur Backman lögfræðing- ur sendi Seðlabankanum kröfuna. Hann kvaðst í samtali við Morgun- blaðið ekki geta tjáð sig um málið, en sagðist þó aðspurður geta stað- fest að einn af þeim mönnum sem töpuðu íjármunum sínum vegna gjaldþrots Ávöxtunar hafi fyrir hönd ákveðins hóps falið honum að reyna á skaðabótaskyldu Seðlabankans og Bankaeftirlitsins út af þessu máli. Málið væri þá byggt á þvi að eftirlits- skylda hafi verið vanrækt svo mjög að það valdi bótaábyrgð. Ellert B. Schram: Flokkakerfíð er tímaskekkja Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að verða skjól gróðaafla ELLERT B. Schram ritsljóri lýsti þeirri skoðun sinni á aðalfundi Landsmálafélagsins Varðar í gærkvöldi að núverandi flokka- kerfi væri úrelt og flestir átaka- þættir í þjóðfélaginu gengju þvert á gömlu flokkana. Ellert tók Sjálfstæðisflokkinn sem dæmi og sagði að hann gæti ekki komið sér saman um afstöðu til jafns atkvæðisréttar, til landbún- aðarmála, sjávarútvegsmála, frelsis í útflutningi eða flugi, hvað þá skýra stefnu gagnvart Evrópubandalaginu. „Við tökum eftir því að ný heims- mynd blasir við utan úr heimi. Vj£ fylgjumst með því hér heima hvern- ig gömul og rótgróin fyrirtæki safn- ast til feðra sinna eða sameinast öðrum. Við horfum upp á það hvernig fjölskyldur sundrast, byggðarlög breytast, atvinnulífið umskapast. Allt er á hverfanda Hagfræðideild Seðlabankans: Fall bráðabirgðalaganna þýddi ekki óðaverðbólgu HAGFRÆÐIDEILD Seðlabankans telur óraunhæft að reikna dæmi um verðbólguþróun miðað við þær forsendur að laun geti hækkað á víxl um 4,5% í kjölfar þess að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar falli. í álitsgerð hagfræðideildarinnar, sem unnin var að beiðni forsætisráð- herra, segir að slíkir loftfimleikar í útreikningum hafi ekkert hag- nýtt gildi og' skynsamleg túlkun kjarasamninga Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins feli ekki í sér vá óðaverðbólgu. 1 álitsgerðinni, sem dagsett er 30. nóvember sl., er fjallað um möguleg áhrif þess að bráðabirgðalög um afnám 4,5% launahækkunar til BHMR falli. Þar segir m.a. að til að hækkun verðlags nái 20% yfír árið þyrfti til dæmis 4,5% víxlhækk- un launa annan hvern mánuð fram yfír mitt ár, að viðbættu mánaðar- legu gengissigi uppá u.þ.b. 1,5% á mánuði. „Að VSÍ myndi gangast inná slíkt er að mati hagfræðideildar algerlega óhugsandi, þar sem engin afdráttar- laus ákvæði eru um það í kjarasamn- ingum VSÍ/ASÍ að svo þurfti að vera. Gildi þess að halda í þjóðarsátt- ina væri þá að engu orðið, og allt til þess vinnandi að láta hana springa. Svo algert fyrirstöðuleysi af hálfu VSl samræmist því tæpast þeirri grundvallarforsendu allra hagvísinda, að efnahagseiningarnar stjórnist af skynsamlegri ákvarðana- töku. Það er því mat hagfræðideild- ar, að skynsamleg túlkun kjara- samninga ASI/VSI feli ekki í sér vá óðaverðbólgu," segir síðan í álit- inu. Þjóðhagsstofnun fjallaði um sama málefni fyrir forsætisráðherra og reiknaði hún út nokkur dæmi, sem öll byggðust á víxlhækkun launa en í mismiklum mæli. Komst hún að því að verðbólga yrði frá 22-40% í júlí á næsta ári miðað við mismun- andi mikið gengissig. í álitsgerð Þjóðhagsstofnunar, sem dagsett er 3. desember, segir að af yfirlýsing- um samningsaðila frá því í sumar megi ráða, að þeir hefðu samið um sambærilegar hækkanir og fólust í samningum BHMR, ef bráðabirgða- lögin hefðu ekki verið sett. Álitsgerð Þjóðhagsstofnunar fylgdi með áliti meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis á staðfestingarfrumvarpi um bráðabirgðalögin, sem mælt var fyrir í gær. Alitsgerð Seðlabankans fylgdi hins vegar með minnihluta- áliti Kvennalistans annars vegar óg Sj álf stæðisflokksins hins vegar. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var áliti Seðlabankans ekki dreift í fjárhags- og viðskiptanefnd. hveli og þjóðfélagið á fleygiferð í samræmi við tíðarandann,“ sagði Ellert. „Aðeins eitt stendur óhaggað og óumbreytanlegt, það er flokka- kerfí okkar, löngu eftir að tími þess er liðinn. Vitanlega þurfum við að hafa stjórnmálaflokka, en sjálfheld- an í pólitíkinni er sú, að þessir fjór- ir flokkar hafa komið sér fyrir í kerfinu, þora ekki og vilja ekki hagga því, jafnvel þótt breytingarn- ar æpi á þá. Valdahlutföllin milli flokkanna standa okkur fyrir þrif- um. Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekkert áfram, jafnvel þótt hann vilji. Hann endurnýjast ekki nema í sams konar kynslóðum af sömu stærð og sömu gerð.“ Ellert gagnrýndi Sjálfstæðis- flokkinn fyrir að heyja ekki þá bar- áttu gegn forréttindum og yfirstétt, sem stefna hans og saga byði hon- um. Nýjar hættur væru að skapast. „Það eru hættur fjármagnsvaldsins, fyrirtækjanna, voldugu mannanna, sem sölsa undir sig völd og áhrif í skjóli peninga. Þær hættur eru ekki síður alvarlegar en hætturnar af bolsunum í gamla daga eða SÍS á sínum velmektardögum eða vinstri- stjórnum um okkar tíð. Sjálfstæðis- flokkurinn á ekki að gerast hlífí- skjöldur fyrir gróðaöflin og hann á ekki að hossa handhöfum hlutafjár- valdsins sem einhveijum hetjum sjálfstæðisstefnunnar," sagði Ell- ert. „Enginn fjöldaflokkur getur leyft sér að falast eftir atkvæðum hins almenna kjósanda til að safna síðan auðnum og völdunum á hendur hin- um fáu. Sérhagsmunirnir eru skeinuhættastir auðsöfnun alþýð- unnar. Við skulum ekki vera skálka- skjól fyrir þá.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.