Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 Lifið í fjorunm Bókmenntir ErlendurJónsson Agnar Ingólfsson: ÍSLENSK- AR FJÖRUR. 96 bls. Bókaútg. Bjallan. Reykjavík, 1990. Bók þessi er í stóru broti. Þannig á myndefnið að geta notið sín. En það er að fyrirferð jafnmikið textan- um, eða meira. Agnar Ingólfsson er höfundur hvors tveggja, texta og mynda. Hann er traustur fræði- maður og betra en ekki að hlíta leiðsögn hans um íslenskar fjörur. Textinn er ætlaður riáttúruskoður- um og öðrum áhugamönnum um lífríki fjörunnar. Textinn endar á leiðbeiningum og hugvekju þar sem brýnt er fyrir þeim, sem um ijöruna fara, að ganga vel um. Hverri teg- und eru gerð rækileg skil, fyrst dýralífi, síðan gróðri. Það er að vísu alkunna að útivist og náttúruskoðun fer ekki alltaf saman. Maður getur gengið um og notið fegurðar láðs og lagar án þess að horfa nokkru sinni fyrir fætur sér, hvað þá að vita nöfn þess sem fyrir augu ber. En þeim mun fara fjölgandi sem vilja kynn- ast lífríkinu nokkru gerr. Lífverurn- ar í flæðarmálinu eru svo smáar, margar hverjar, að þær verða hvorki séðar né greindar nema með smávegis rannsókn ef svo má að orði komast. Jafnvel getur komið sér vel að hafa stækkunargler með- ferðis. Ef lagt er í fjöruferð skal hlíta þeirri brýningu höfundar að ganga svo um að hinir örsmáu íbú- ar bíði ekki tjón af. Þeir eiga sinn rétt til lífsins eins og aðrir þó hvorki séu þeir stórvaxnir — né smáfríðir fyrir okkar sjónum séð! Riti sem þessu ber að fagna. Textinn er afar fróðlegur. Ef til vill hefði mátt vera léttara yfir hon- um. Fullþurr er hann með köflum, svo greinagóður sem hann þó ann- ars er. Myndirnar, sem allar eru í lit, hefðu hins vegar mátt vera nokkru gleggri. Sumar líta út eins og ab- straktmálverk. Sem skýringar- myndir með texta gagnast þær lítt. Ennfremur sýnist eitthvað hafa far- ið forgörðum í litgreiningunni — á einhveiju vinnslustiginu; veit ekki hveiju. Heilsíðumyndirnar eru lak- astar og vant að sjá hvað sumum þeirra var ætlað að sýna. Undir einni þeirra stendur t.d.: »Skjóllitlar sandfjörur suðurstrandarinnar sýn- ast lífvana en örsmá dýr leynast þó á milli steinanna.« Og satt er það, á mynd þessari blasir við heil- mikil sandfjara. Ofan hennar taka við melhólar margir og fjöll í bak- sýn. En líf eða ekki líf? Þess háttar Agnar Ingólfsson verður engan veginn greint. Því þama er aðeins um venjulega lands- lagsmynd að ræða, og hana ekkert af skárri sortinni. Einna best er þarna mynd af sandskel og sand- maðki sem haldið er í lófa. Þar með er ekki aðeins sýnt útlit skeljar og maðks heldur líka stærð. Slíkar þurfa skýringarmyndir að vera. Fróðlegt hefði líka verið að sjá ein- hver hinna örsmáu kvikinda í mikið stækkaðri mynd. Prentun landslagsmynda í lit er orðin svo hversdagsleg að ekki tjóir lengur að bjóða upp á annað en‘það besta í þeim efnum. Lokaður einkaheimur Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Björg Örvar: í sveit sem er eins og aðeins fyrir sig. (61 bls.) Bjartur 1990. Stíllinn í þessari sérkennilegu ljóðabók er við fyrstu sýn einfald- ur. Hlutbundin orð eru algeng, gjarnan er lýst stöðum, vistarver- um, athöfnum. Að sama skapi eru tilfinningaleg orð yfirleitt ijarri en slíkt merkir ekki að undir niðri geti ekki leynst kvikuhólf. Það virð- ist nefnilega oftar en ekki vera svo að kaldhamraður stíllinn, sem stundum er raunar kaldhæðnisleg- ur, sé eins konar yfirbreiðsla yfir togstreittar kenndir. Sem dæmi um ljóð af þessu tagi má nefna jólasamkvæmi. Eins og í „ósjálfráðu leikhúsi" fagna þeir . fullorðnu komu jólanna í jólaglöggi hjá útibússtjóranum: hin narkissíska óþreyja fer vaxandi eitthvað ó- þekkjanlegt vex upp úr plussinu og vinur minn með hattinn sem kannast við óMtekið og týnt finnur okkur á eftir í skjálfandi litlu grasi út við ysta hring gepsæ og þvöl viðkomu á skiptiborði óskanna Það er í ljóðum sem þessum sem höfundur virðist hafa einna flest að segja. í mörgum öðrum er leynd- arhjúpurinn heldur þykkur. Þar er farið of stóra hringi um viðfangs- efnið svo hætt er við að lesandinn Björg Örvar nái ekki tengslum við efnið. Það liggur nærri að ætla að höfundur hafi verið of trúr lokalínunni í þessu ljóðabroti (úr byrði hvunndags- helju): á hvunndagspersónu brennur óþol um síðir hún fer að ganga með veggjum elta stærð sína fyrir hom það verður erfið ferð til lengdar síðar les hún um líf sem var og tíma en minnist einskis það er best sem aldrei var sagt Ulf Adaker í Púlsinum. Morgunblaðið/KGA Spunameistarinn Adaker _________Jazz___________ Guðjón Guðmundsson TROMPETLEIKARINN sænski Ulf Adaker er staddur á landinu í boði Félags íslenskra hljómlistarmanna og stendur hann að námskeiðum í skóla FÍH næstu daga. Síðastliðið þriðjudagskvöld lék hann ásamt íslenskum jazzbræðrum í Púlsinum og einnig var í ráði að hann léki á tónleikum í sal FÍH í Ráuðagerði. Adaker er kunnur trompetleik- ari í heimalandi sínu og þykir einn af betri bræðingstrompetistum þar um slóðir. Á tónleikunum í Púlsinum lék hann hins vegar bíbopp af hröðustu gerð með Sig- urði Flosasyni á altsaxafón, Ey- þóri Gunnarssyni á flygil, Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa og Pétri Grétarssyni á trommur. Adaker er mjög tæknilegur, kraft- mikill trompetleikari og spuna- meistari hinn mesti. Þá er hann ekki síðri í ballöðum með mút á baulunni. Gaman var að heyra hvernig hann spilaði stakkató í spunanum á öllum þrepum tón- stigans, oft í miklum hæðum. Hann er tónlistarlegur hvalreki á íjörur íslendinga sem hafa ekki er um auðugan garð að gresja hvað varðar jazztrompetleikara. Er það reyndar umhugsunarefni hvers vegna ekki koma fram lið- tækir trompetleikarar meðan bærinn er að fyllast af góðum saxistum og gítarleikurum. Heim- sókn Adakers í FÍH hlýtur að vera hvetjandi og skila einhveiju þótt aðeins sé um að ræða nokk- urra daga námskeið. Á efnisskránni voru standard- ar, meðal annars eftir Hoagy Carmichael og Miles Davis. Pétur Grétarsson sem hélt uppi ótrúlega góðu bíti allt kvöldið með smekk- legum simbalaslætti og Tómas var traustur að vanda og er æ örugg- ari í einleiksköflum þótt ekki sé bryddað upp á mörgum nýjung- um. Skiljanlega hafði sveitin ekki æft saman að neinu ráði fyrir þessa tónleika en engu að síður heyrðist þarna mesta sveifla vetr- arins í Stardust. Sigurður skilaði 'sínu hlutverki með sóma og var auðheyrt að snilli Adakers ýtti löndunum út í algleymi sveiflunn- ar. Fjölmargir áheyrendur vildu meira en Adaker, með leðurhúfu eins og Ritchie Cole, lét þetta gott heita. Púlsinn hefur staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans í upphafi, hann er orðinn helsta athvarf fyrir lifandi tónlist í bænum og í hverri viku geta menn átt von á óvæntum uppá- komum. Koma Adakers til lands- ins er til merkis um það því ekki voru tónleikar hans auglýstir mik- ið og vonandi verður framhald á viðburðum af þessu tagi. Aðalvíkingur segir frá Bókmenntir Sigurjón Björnsson Gunnar Friðriksson: Mannlif í Aðalvík og fleiri minn- ingabrot. Bókaútgáfan Örn og Örlygur, 1990. 246 bls. Gunnar Friðriksson þekkja margir af störfum hans fyrir Slysavarnafélag íslands. Hann var ■forseti þess í rúm 20 ár. Gunnar er borinn og barnfæddur Horn- strendingur, fæddur og uppalinn í Aðalvík. Kominn er hann af vest- firskum sjóvíkingum og dugnaðar- görpum. Tæpur helmingur ævi- sögunnar gerist þar vestra. Segir þar frá bemsku- og æskuárum höfundar og margt er sagt af mannlífi á Hornströndum. Þetta eru síðustu ár byggðar þar. Hann flyst alfarinn úr Aðalvík árið 1935, en um 17 árum síðar yfirgefur síðasti ábúandinn sveitina og hefur hún verið mannlaus síðan eins og kunnugt er. Sá rúmur helmingur bókar sem eftir er fjallar um starfssögu Gunnars. Tilraunir hans til að koma undir sig fótum í atvinn- ulífi, útgerð og verslun. Framan af virðist þetta ætla að ganga erf- iðlega, en smám saman rætist úr Gunnar Friðriksson og þegar frá líður er hann orðinn umfangsmikill skipa- og vélasali. Eftir því sem tímar líða taka fé- lagsmál meiri og meiri tíma, eink- um slysavamamál og er hápunkti náð þegar hann er forseti Slysa- varnafélagsins. Innámilli er hjú- skapar- og fjölskyldusaga Gunn- ars sögð. Er þessi ævisaga frá- brugðin sumum öðrum í því að hlutur eiginkonu og fjölskyldulífs er meiri en oft tíðkast. Tel ég það fremur kost en löst. Það má ýmislegt gott um þessa ævisögu segja. Fróðlegt er að lesa um síðustu áratugi byggðar þar vestra og um þá erfiðu lífsbaráttu sem þar var háð. Og starfssaga Gunnars Friðrikssonar er vissu- lega merk. Undir hans forystu eru - mörg góð verk unnin í slysavöm- um, t.a.m. bygging og starfræksla margra slysavarnarskýla svo að eitthvað af mörgu sé nefnt. Á hinn bóginn vantar nokkuð á að ævisagan eins og hún er hér skráð fullnægi óskum vandfýsinna lesenda. Þegar Aðalvíkurárum sleppir verður frásögnin full ágrips- og skýrslugerðarleg. Henni er skipt niður í ósköp stutta kafla þar sem gripið er á mörgum málum, persónulegum jafnt sem starfslegum. Frásögnin hefði vissulega þurft að vera fyllri. Þá hefði það bætt bókina ef gerr hefði verið sagt frá samtímamönnum og samtíma höfundar. En hver hefur sinn hátt á. Og það sem einum lesanda þykir kostur kann öðrum að þykja löstur. Mikið er af myndum í bókinni og eru þær yfirleitt vel gerðar. Vel er frá bókinni gengið. Hún er prentuð á vandaðan pappír og nafnaskrá er í bókarlok. TIL AMERÍKU - Setberg gefur út nýja skáldsögu Antti Tuuri SETBERG hefur gefið út skáld- söguna „Til Ameríku" eftir finnska rithöfundinn Antti Tuuri. Hann hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs árið 1985. Bókin er þýdd af Nirði P. Njarðvík. Tvær af skáldsögum Antti Tuuri hafa áður verið gefnar út á íslenzku af Setbergi, Dagur í Austurbotni, sem hann hlaut bókmenntaverð- launin fyrir, og Vetrarstríð. Þær fjalla um fjölskyldu í Austurbotni og örlög hennar og er bókin „Til ■Ameríku“ sú þriðja í röðinni. Hver skáldsaga er sjálfstætt verk, þótt þær fjalli um örlög sömu fjölskyldu. í frétt frá útgáfunni segir m.a. um skáldsöguna: „Erkki Hakala hefur flækzt í þvílíka fjármálaóreiðu og skatta- vanskil, að hann sér sér þann kost vænstan að flýja undan yfirvofandi málsókn og réttarhöldum. Hann kemur mikilli fjárfúlgu undan og stingur af með fulla tösku af pen- ingum. Leið hans liggur til Flórída, sem er orðin eins konar griðastaður finnskra skattsvikara. En Ameríka reynist Erkki Hakala engin paradís.“ Bókin er 304 blaðsíður að stærð, prentuð hjá Prentbergi hf. Hún er gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðnum. Antti Tuuri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.