Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 13

Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 13 Rúna Gísladóttir listmálari. FÍM - salurinn: ■ EFTIRFARANDI skáld munu lesa úr verkum sínum í Norræna húsinu laugardaginn 8. desember. Berglind Gunnarsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Halldóra _ Thor- oddsen, Ragnhildur Pála Ófeigs- dóttir, Eyvindur P. Eiríksson, Norma E. Samúelsdóttir, Oddný Sv. Björgvins, Þór Stefánsson, Björg Örvar og Anna S. Björns- dóttir. Dagskráin hefst kl. 16 og mun Reynir Jónasson leika tónlist fyrir gesti áður en dagskrá hefst og einnig í hléi. Aðgangseyrir er kr. 250. Kaffistofa Norræna húss- ins verður opin. Sýningu Rúnu að ljúka SÝNINGU Rúnu Gísladóttur i FIM-salnum, Garðastræti 6, lýk- ur nú eftir helgina eða þriðjudag- inn 11. desember. í hönd fer því síðasta sýningarhelgi en Rúna sýnir að þessu sinni 46 myndir, málverk og collage. Verkin eru öll unnin á síðastliðnum 2-3 árum, og er þessi sýning um margt frábrugðin síðustu einka- sýningu Rúnu í Reykjavík, en hún var á Kjarvalsstöðum fyrir 3 árum. Rúna nam við Myndlista- og handíðaskólann 1978-82 ogútskrif- aðist úr málaradeild. Hún hefur einnig numið málun og myndvefnað í Nbregi. Hún hefur áður sýnt verk sín á Kjarvalsstöðum 1987, á Blönduósi og Siglufirði 1988 og 1989 og haldið sumarsýningaiv í Ferstiklu, Hvalfirði 1989 og 1990. Sýningin í Garðastræti hefur ver- ið vel sótt og er opin daglega kl. 14-18 fram til 11. desember. (Fréttatilkynning-) Frá sjónarhóli bænda Bókmenntir Erlendur Jónsson Helgi Bjarnason: BÆNDUR Á HVUNNDAGSFÖTUM. II. 201 bls. Hörpuútgáfan. 1990. Fimm eru bændurnir í bindi þessu, víðsvegar af landinu. Ef höfð er hliðsjón af myndefni og fleira koma rösklega þrjátíu síður í hlut hvers og eins. Það er svona blaðaviðtal í lengra lagi. Ekki skai lasta það. Blaðaviðtöl geta verið góð og merkileg. Og stutt mál getur verið jafngott löngu. Nóg er skrafað, ekki vantar það. Titill- inn getur hins vegar orkað tvímæl- is. Með honum er gefið til kynna að bændur séu þarna að lýsastarfi sínu eingöngu. Svo er ekki. í raun er þetta mest almennt spjall: um lífið og tilveruna, landsins gagn og nauðsynjar, skoðanir á mönn- um og málefnum, og svo náttúr- lega búskapinn. Með þessu flýtur hæfilegur skammtur af ættfræði. Frásögnum af unglingsárum og tilhugalífí er sáldrað með sem kryddi. Skoðanir á fullvirðisrétti og búvörusamningum gefa bókinni svo faglegt yfírbragð. Viðtölunum er með öðrum orðum ætlað að höfða til almennrar forvitni. í þeim skilningi er þetta dæmigerð jóla- bók. Eitthvað fyrir alla! Textinn er hvorki til að lofa né lasta. Hann er svona miðlungs; þokkalegur. Nokkuð er þarna greint frá félagsmálavafstri og má hugsa sér að horft hafi verið til þess geirans þegar viðmælendur voru valdir. En í sveitunum, fá- mennum eins og þær eru nú orðn- ar, verður margur að axla þess háttar ábyrgð framhjá búskapn- um. Heyra má að ýmis vandi steðjar að bændum nú á dögum og er víða komið inn á þau mál. Nýjar búgreinar, sem mikið var skrafað um fyrir áratug, hafa ekki skilað árangri. Stórgróði af refa- og minkarækt reyndist tálsýn ein og stefnir nú í gjaldþrot. Garðyrkja, sem er ekki ný, en ekki heldur hefðbundin búgrein, virðist hins vegar ganga að óskum og eiga framtíð fyrir sér. Allt hlýtur þetta að bera á góma þegar bændur eru annars vegar. Enginn er þarna uppgjafartónninn þó máltækið segi að sá sé ekki búmaður sem Helgi Bjarnason ekki kunni að betja sér. Þeir vilja jafnvel, karlarnir, halda áfram svolítilli loðdýrarækt, þrátt fyrir allt, til að áunnin reynsla haldist í landinu. Að öllu samanlögðu sýnist enn við lýði sú hugsjón sem löngum hefur tengst búsetu í sveit. Eigi að síður er hér ný kynslóð á ferð. Bændumir fimm eru menn raun- sæir, í bland sveitamenn og borg- arar sem líta á starf sitt sem hvern annan atvinnuveg en ekki ein- hveija hugljómun. Einn tekur fram að nú sé »öll rómantík úr heyskapnum«. Reyndar hefur sveitasælan oftast birst í skáld- skap lífsþreyttra borgarbúa sem aldrei hafa fundið fyrir brunast- ingjum vinnulúans eins og Guð- mundur á Sandi orðaði það. Vilji maður lesa um eitthvúð rósrautt og Ijarrænt verður að leita til ann- ars konar rita. MlUDWi FiO>X ALVORU FJALLAHJOL OG atlBB'S' P@ES FYLGIHLUTIR Til dæmis: 'JUU y y JUÍ 35 hjólatöskur og púðar vetrarhanskar yjUJuy y j.í ^ peysur og derhúfur jj\ u-dd y y j/ $ bakpokar jMuy y juí 3> hlífðargleraugu og fleira og fleira X1925X 65 ÁR) LAUGARDAG \ 1990 / —Reidhjolaverslunin ORNINN Spítalastíg 8 viö Óðinstorg, símar 14661 og 26888

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.