Morgunblaðið - 07.12.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 07.12.1990, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 h Myndasögublaðið „Gisp“! Rúna Gísladóttir listamaður Tilbrigði við landið Myndlist BragiÁsgeirsson Það er margt yfirmáta dásam- legt í útlandinu dettur manni í hug við uppflettingu mynda- sögublaðsins „Gisp“, en fyrsta hefti þess er nýkomið út — og satt að segja því miður hér á landi. Fyrir hið fyrsta þá stenst blað- ið ekki almennar kröfur um teiknimyndablöð, málið fullt af ódýru innantómu slangi og út- lendum tökuörðum og svo er söguþráðurinn brotakenndur — eiginlega hvorki fugl né fiskur. Allt væri þetta afsakanlegt ef að um gáskafullt skólablað væri að ræða, þar sem innanbúð- argrín og glens réði ríkjum, en svo er ekki, heldur á hér að vera um alvarlega útgáfu mynda- sögublaðs, að ræða, sem koma á út nokkuð reglulega í.framt- íðinni. Geri ég ráð fyrir að það sé ósk flestra að útgefendum megi verða að ósk sinni, en áður verða þeir að gera svolitlu meiri kröfur til sjálfra sín og á það í senn við um teikningamar sem textamál- ið. Kannski er þetta blað einkenn- andi fyrir ástandið á fleiri sviðum á íslandi nútímans og jafnvel á myndlistarsviðinu, þar sem margur álítur nægilegt að vera með í einhveiju frá útlandinu og aðalatriðið sé að vera sem líkast- ur því sem er viðurkennt þar. En þá eru menn ekki að skapa heldur hanna það upp sem aðrir eiga hugmyndina að. Það er og margt hægt að gera hér í fámenninu, sem varðar við lög að viðlögðum háum sektum erlendis, og á það við um fjölfal- daða gripi eins og hönnun og svo að sjálfsögðu prentað mál, grafík og teiknimyndir. Eru einstaklingar og fyrirtæki með lögmenn í fullu starfí til að kanna markaðinn og vera hér á varðbergi um að lög um eignar- rétt hugmynda séu virt og þeir hafa nóg að gera og málaferlin á fullu. Þótt segja megi að þetta fram- tak sé meinlaust vegna þess hve frumstætt það er, þá verður að segja það hreint út að aðalein- kenni þess eru teiknifígúrur sem koma manni kunnuglega fyrir sjónir og í þeim mæli að lítill sómi er að. Og hvað hvers konar táknræn óhljóð áhræfir, sem morandi er af í myndatextunum snertir þá er ég ennþá minna hrifínn af þeim, því að þau fullkomna eigin- lega flatneskjuna auk þess sem heilu textamir eru á ensku, t.d. „This story is weird man ... I mean ... I must think of my image ... Fuck ... Hate to let you down guys ...“ Orð og setningar eru ekkert fínni þótt þau séu borin fram á útlenzku og nákvæmlega jafn dónaleg og klámfengin. Kannski eru vinnubrögðin í ætt við ýmsar af hinum nýju útvarpsstöðvum þar sem málinu er misþyrmt hvað mest og ég verð að bæta því við, að það fer ekki síður í mínar taugar að sjá hugmyndir útlendra snillinga í teiknimyndasögum í þessum klúðurslega búningi. En hvað um það, þetta er frumraun og óska ég frekar að hún blómstri en að hún leggist af, en það verður þá að vera í mun metnaðarfyllri búningi. Form teiknimyndasögunnar er nefnilega gríðarlega kröfuhart, hvort heldur um er að ræða meinlaust gaman eða djarfar og jafnvel mjög grófar útgáfur. Hér gildir að hitta í mark og gera það í hugmyndan'kri útfærslu. í sýningarsal FÍM í Garðastræti 6 sýnir fram til 2. desember Rúna Gísladóttir 46 myndverk. Að langmestum hluta eru þetta klippimyndir, en einnig fá að fljóta með nokkrar olíu- og akrílmyndir eins og til að auka á fjölbreytnina. Rúna sýndi síðast hér í Reykjavík fyrir þrem árum og þá í eystri sal Kjarvalsstaða, en í millitíðinni hefur hún haldið nokkr- ar sýningar úti á landi, auk þess sem hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Það eru klippimyndirnar sem bera uppi þessa sýningu og þá ekki einungis fyrir fjölda þeirra heldur einnig listræn tök, en Rúna sýnir áberandi meiri öryggi í út- færslu þeirra en í olíu- og akríl- myndunum. Hér er hið form- og litræna sam- ræmi mun meira, og myndmálið öðlast um leið dýpri tengsl við innri lífæðar myndflatarins. Gerandinn vill helst nefna aðferð sína alþjóðlega heitinu „collage“ sem við þýðum yfirleitt sem klippi- myndir eða samklippur, en hér er um mjög breiða tækni að ræða og skiptir litlu hvort menn nota hnífa, skæri eða rífa pappír niður, því að átt er við aðferðina að líma og fella misstórar einingar saman í svipmikla heild á tvívíðan grunn. Stundum er jafnvel um fleiri efni en pappír að ræða, sem hvorki er hægt að klippa né rífa. Lenda menn þannig stundum í skyldum vanda við nafngift aðferð- anna og við gerð rýmisverka, sem þeir vilja ekki nefna höggmyndir, en nota þess í stað hið forna, upp- runalega heiti yfir höggmyndalist, „skúlptúr“! Meginstef sýningarinnar eru ýmis hughrif, er tengjast landinu og er það vel sýnilegt í mörgum verkanna, en þó finnst mér áber- andi, að þegar Rúna lætur hughrif- in fá lausan tauminn og leggur áherslu á skynræna byggingu myndþáttanna, þá nái hún lang- samlega hrifmestum árangri. Það er jafnvel svo að jaðri við að hið hlutlæga myndmál hafí hemjandi áhrif á sköpunargleði hennar. Mali mínu til stuðnings vil ég vísa til myndraðarinnar „Land í sköpun“ 8-12, en í þeim huglægu verkum kemur fram óþvinguð og rökræn myndhugsun og á það einkum við mynd nr. 8, sem fersk- ur, mildur lit- og formrænn stígandi einkennir. Væri meira en æskilegt ef Rúna gæti yfirfært jafn óþvinguð vinnu- brögð á hinar hlutlægari myndir, en þegar hún vinnur þannig, þá hættir henni til að skipta myndflet- inum niður á full skreytikenndan hátt, en við það er eins og mátt dragi úr heildaráhrifunum. Það á vel við Rúnu að vinna í mildum og gagnsæjum litum og mætti hún leggja meiri rækt við þá hlið listsköpunar sinnar og um leið leitast við að ná meiri dýpt og fyllinu í olíu- og akríllitina. í heild er þessi sýning mun áhugaverðari þeirri, sem hún hélt á Kjarvalsstöðum fyrir þrem árum. » » » i » 6 I ( m 35 RÉTTA JOLAHLAÐBORÐ í HÁDEGINU OG Á KVÖLDIN Nú bjóðum við glæsilegt jólahlaðborð með réttum úr úrvals hráefrii fyrir einstaklega gott verð. Opið mánudaga til laugardaga. Rjómalöguð súpa dagsins Fjórar tegundir af síld Tvær tegundir af grænmetispaté Sjávarréttapaté Sjávarréttir í hvítvínshlaupi Gæsapaté Hreindýrapaté Grafinn lax Reyktur lax Ferskt jöklasalat með portvíns jógúrtsósu Ferskt ávaxtasalat með jógúrtsósu Svínasulta Lambalæri Lambariijur Barbecue London lamb Sama verð íhádegi og á kvöldin kr. 1.395,- Borðapantanir í síma 18833. Matreiðslumeistari: Skúli Hansen Hangikjöt Rauðvínshjúpað grísalæri (jólaskinka) Jóla-rifjasteik Jólabrauð Svart pönnubrauð Munkabrauð 3ja korna brauðhleifar Rúgbrauð Hrökkbrauð 3 tegundir kaldar sósur 6 tegundir af meðlæti Ostakökur Allar tegundir af Baulujógúrt armn Basl einyrkjans Bókmenntir Sigurjón Björnsson Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum: í afskekktinni. Bó- kaútgáfan Hildur, 1990. 207 bls. Sögusvið þessarar skáldsögu er heiðarbýli, líklega norðanlands, í upphafí fyrra stríðs. Aðalpersónan er Jón nokkur Sigurðsson, bláfátæk- ur leiguliði á þessu örreytiskoti. Hann hleður niður börnum með Maríu konu sinni. Hreppsnefndin reynir að koma þeim af sér áður en þau öðlast sveitfesti, en fæðingar- hreppur Jóns bónda tregðast við. Nágrannar eru nokkrir þó að langt sé milli bæja, höfðingjar og smæl- ingjar, góðir menn og aðrir miður góðir. Hið andlega umhverfi er ein- staklega fábreytilegt. Allt snýst um skepnuhöld og tíðarfar, kaupstaðar- úttekt og löngunina til að efnast. Bókmenntirnar eru guðsorð og lausavísur sem hnoðað er saman. Heimurinn er vissulega smár. Óljós- ar fregnir berast af stríði í útlönd- um. En stríð kemur mönnum ekki við að öðru leyti en því að það getur haft áhrif á verðlag og vera má að þrengra verði um jarðnæði í upphæð- um ef margir verða drepnir. Baslbú- skapur Jóns bónda fær lukkulegan endi við það að dauðsfal! verður á næsta bæ. Jón sér nú fram á það að efnast og hjá Maríu konu hans kviknar von um að öðlast virðulegra sæti í kirkjunni. Hinum nýtískulegri bókmennta- páfum þykir söguefnið að öllum líkindum ekki mikilfenglegt. Sögu- sviðið er ramíslenskt og úr þeim heimi sem nú er horfinn. Þess vegna fellur þessi saga varla að smekk allra. Látum það vera. Höfundum er fijálst að hasla sér vöil. Þeim sem þetta ritar og er nokkuð fastheldinn á grónar hefðir þykir þessi saga býsna góð. Hún hefur þann mikla kost að höfundur ræðst ekki í stærra verkefni en hann ræður vel við. Hann gjörþekkir þennan heim sem hann lýsir. Hann lýsir honum ein- staklega vel. Búskaparbaslinu, fann- ferginu, heimiliserjum, fátæktinni, hroka valdsmanna og hinum yfír- taksþrönga sjónarhring þeirra sem sagan fjallar um, svo og hinu búra- lega, síngjarna og býsna slóttuga hugarfari þeirra. Málfar höfundar er hreint og sannferðugt sveitamál. I raun er mikil saga sögð í stuttu máli. Skáldsaga þessi er hnitmiðuð og afarvel samin og bendir til þess að hún hafi ekki verið sett saman í fljótheitum. Guðinundur Halldórsson hefur ekki látið mikið yfir sér sem höfund- ur og sjaldan heyrist á hann minnst. Þetta er þó sjöunda bók hans á ríflega aldarfjórðungs höfundarferli. Ég hygg að hann eigi skilið að hon- um sé meiri gaumur gefínn. » I : I I t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.