Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 17 Jólaumferðin: Okeypis í bílastæði laugardaga fyrir jól UMFERÐ um Laugaveg verður takmörkuð frá 15.-24. desember, ef þörf ltrefur. Einkanlega má gera ráð fyrir tímabundinni lokun Lauga- vegar laugardagana 15. og 22. desember, en undanþágu njóta stræt- isvagnar, leigubílar og bílar með merki fatlaðra. Okeypis verður í stöðumæla, bíla- stæði og bílastæðahús laugardag- ana fyrir jól, að undanskildu Kola- portinu, sem er lokað á laugardög- um. Eftirfarandi bílastæðahús eru fyrir almenning í miðborginni: A. 60 stæði í bílastæðakjallara ráðhúss Reykjavíkur, ekið inn frá Tjarnargötu. B. 100 stæði að Vesturgötu 7, ekið inn frá Vesturgötu um Mjó- stræti. C. 50 stæði að Bergsstöðum, ekið inn frá Bergsstaðastræti sunn- an Skólavörðustígs. D. 90 stæði í Kolaportinu við Kalkofnsveg. Helstu langtímabílastæði í mið- broginni eru eftirfarandi: E. 350 stæði á Bakkastæði, ekið inn frá Kalkofnsvegi. F. 60 stæði á Alþingisstæði, ekið inn frá Tjarnargötu. G. 100 stæði á bílastæði milli Sæbrautar og Skúlagötu vestan Bénsínstöðvar Olís. H. 100 stæði á öpnu svæði við Mjölnisholt og Brautarholt, ekið inn frá Brautarholti. I. Bílastæði á lóð Eimskips milli Vatnsstígs og Frakkastígs, ekið inn frá Vatnsstíg. Þá eru starfsmenn fyrirtækja í miðbænum hvattir til að leggja fjær en venjulega og fólki bent á að nota strætisvagnana. Lögreglan verður á ferð með kranabíla og fjar- lægir bifreiðar, sem er illa lagt, skapa hættu og hindra eðlilega umferð. Bifreiðarnar verða ijar- lægðar á kostnað eigenda. Morgunblaðið/Emilía Gjörgæsludeild Landakots 20 ára Gjörgæsludeild Landakotsspítala'er 20 ára í dag, 7. desember. Af því tilefni var starfsfólk deildarinn- ar ljósmyndað, en það eru, talið frá vinstri, Guðrún Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur, Sigríður Ólafs- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, Sigrún Þor- steinsdóttir, aðstoðarmaður deildarstjóra, Guðrún Emilsdóttir, sjúkraliði, Hjördís Jóhannsdóttir, deild- arstjóri, Sigi-ún Snorradóttir, hjúkrunarfræðingur og Dagný Þórhallsdóttir, sjúkraliði. Alþýðubandalag- ið á Austurlandi: Sérfram- boð ekki á á dagskrá - segirEinar Már Sigurðarson HUGMYNDIR um sérframboð Alþýðubandalagsmanna í Austur- landskjördæmi hefur borið á góma meðal stuðningsmanna Ein- ars Más Sigurðssonar og Björns Grétars Sveinssonar, en Einar segir sérframboð ekki á dagskrá hjá sér, ekki að svo stöddu að minnsta kosti. Þeir Einar Már og Björn Grétar stefndu að fyrsta og öðru sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosn- ingar, en Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður, hreppti fyrsta sætið í forvali um síðustu helgi, Einar varð annar og Björn þriðji. Einar Már segir að þrátt fyrir að talsvert hafi verið rætt um það við sig sé „sérframboð ekki á dagskrá hjá mér“, meðan unnið sé að því að skoða mál flokksins í kjördæminu. „Ég vil reyna til þrautar hvort við Hjörleifur getum unnið saman, áður en ég ljái máls á hinu,“ sagði Einar Már við Morgunblaðið í gær, en þess.hefur þegar verið farið form- lega á leit við Einar að hann skipi annað sætið á listanum. Þeir Hjörleifur hittast að öllum líkindum eystra um helgina. Morgunblaðið/Sverrir 70 km leyfðir á Kringlumýrarbraut Leyfilegur hámarkshraði hefur verið aukinn í 70 km á Kringlumýrar- braut sunnan Listabrautar, en sá hámarkshraði er leyfður á nokkrum öðrum vegarköflum í jaðri borgarlandsins. Umferðarhraðinnin á Kringlumýrarbraut var hins vegar langt undir mörkum, vegna hálku þegar -myndin var tekin. 30 til 40 geðfatlaðir í Reykjavík án húsnæðis HÚSNÆÐISMÁL geðfatlaðra. eru í ólestri og milli 30 bg 40 geðfatlaðir einstaklingar eru heimilislausir í Reykjavík. Margar fjölskyldur eru að kikna undan ábyrgð á mikið geðfötluum ættingjum. Þetta kom fram á ráðstefnu, sem haldin var í Reykjavík fyrir skömmu á vegum Geðhjálpar, Geðverndar og Landlæknisembættisins um hvernig bæta eigi þjónustu við fólk með geðræna fötlun. Á ráðstefnunni kom fram að geðrænir sjúkdómar geta leitt til varanlegrar fötlunar og eins og er nær löggjöf um fatlaða ekki yfir þá sem eru geðfatlaðir. í máli fund- armanna kom fram, að stærsti hópur þeirra, sem eru á 75% ör- orkubótum, eru fatlaðir vegna geð- sjúkdóma, eða um þriðjungur bóta- þega. Húsnæðis- og heimilismál þessa hóps eru í miklum ólestri og í höfuðborginni einni eru 30-40 geðfatlaðir einstaklingar heimilis- lausir og margar fjölskyldur að kikna undan ábyrgð á geðfötluðum ættingjum. Kvörtunum aðstand- enda mikið geðveiks fólks til Land- læknisembættisins hefur fjölgað og eins þeim sem leita aðstoðar Geðverndar. Fram kom, að raunhæfasta lausnin á vanda þessa hóps er tal- in vera stofnun sambýla geðfatl- aðra, þar sem 4-6 einstaklingar eiga heimili og njóta umönnunar. Yfirleitt en um að ræða fólk, sem getur ekki stundað neina vinnu vegna fötlunar sinnar, en geðsjúkt fólk á yfirleitt erfitt með að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Aðstandendur ráðstefnunnar létu þá von í ljós, að þar sem ekki hefði verið gengið frá fjárlögum enn, yrði lagt fram fé á næstu fjár- lögum til þessa mjög svo brýna verkefnis. Runólfur Birgir Leifsson Sinfóníuhljóm- sveit Islands: Nýr fram- kvæmda- Athugasemd vegna fréttar frá veitingamanni í Múlakaffi Jóliannes Stefánsson, veit- ingamaður, hefur óskað eftir að Morgunblaðið birti eftirfar- ■ KÓR Átthagafélags Stranda- inanna heldur aðventusamkomu í Árbæjarkirkju v/Rofabæ sunnu- daginn 9. desember og hefst hún kl. 16.00. Kórinn syngur jólalög og börn flytja jólasöngleik. Sr. Andrés Ólafsson flytur hugvekju. Einnig syngja Gunnar Jónsson og stjórn- andi kórsins, Erla Þórólfsdóttir, einsöng. Undirleikarar eru Laufey Krist- insdóttir og Svavar Sigurðsson, ásamt trompet- og þverflautu- leikurum. andi athugasemd: „Vegna fréttar um ósk stjórnar Veitinga hf. að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta vill Jó- hannes Stefánsson veitingamaður koma á framfæri, að einkafyrir- tæki hans undir eigin nafni tók rekstur Veitinga hf. á leigu í lok október og annast allan rekstur Mulakaffis eins og verið hefur og verður engin breyting þar á. Múla- kaffi er ekki sjálfstætt fyrirtæki, heldur veitingastaður í húsnæði Veitinga hf. Veitingastaðurinn Múlakaffi, fyrirtækja- og veisluþjónusta þess, svo og hinn vinsæli Þorramatur verða á sínum stað um ókomna framtíð." TÓNLEIKAR verða haldnir í Laugarneskirkju næstkomandi laugardag, 8. desember, kl. 17.00. Fluttar verða þrjár sónötur fyrir flautu, sembal og selló eftir J.S. Bach og G.F. Hándel. Flytjendur eru Guðrún Sigríður Birgisdóttir, flauta, Elín Guðmundsdóttir, semb- al, og Nora Kornblueh, selló. Tón- leikarnir standa yfir í tæpan klukkutíma. stjóri ráðinn STJÓRN Sinfóníuhljómsveit- ar íslands hefur ráðið Runólf Birgi Jónsson viðskiptafræð- ing, framkvæmdasljóra hyómsveitarinnar til fjög- urra ára frá og með 1. jan- úar 1991. Tekur hann við starfi Sigurðar Björnssonar, sem lætur af störfum frá sama tíma. Runólfur Birgir lauk prófi frá Háskóla íslands í viðskipta- fræðum árið 1984. Hann hefur verið deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu s.l,- sex ár og var starfsmaður fjárveitinga- nefndar Alþingis árið 1987 en ráðinn rekstrarstjóri Sinfóniu- hljómsveitarinnar frá 1. júní 1990. Runólfur er 32 ára að aldri, kvæntur Guðrúnu Sigurðar- dóttur og eiga þau þijú börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.