Morgunblaðið - 07.12.1990, Side 18

Morgunblaðið - 07.12.1990, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 MENNTASETUR ISLENSKRA BÆNDA I 100 AR Mót nýjum tímum meðbrosávör! Nú er það menntunin sem gildir Á næstu árum þarf íslenskur landbúnaður að glíma við áður óþekkta samkeppni. Eigi landið að haldast í byggð verða nýjar búgreinar að leysa hinar eldri af hólmi að stórura hluta. Og umfram allt: Menn verða að geta rekið bú sín á eins hagkvæman hátt og mögulegt er, hver sem búgreinin er. Bændaskólinn á Hvanneyri vill leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Þess vegna bjóðum við þegar í vetur upp á nýtt valsvið á lokaönn Bændadeildar, fjórðu önn. Það er rekstrarsvið. Og við gerum meira: Við bjóðum nýja önn, fimmtu önnina, þar sem gamlir og nýir búfræðingar geta sest í skólann að nýju og menntað sig í rekstri. Á sama hátt geta nemendur af rekstrarsviði valið búfjárræktarsvið á fimmtu önn. Vorið 1992 hefst kennsla ánýju sviði. Landnýtingarsviði. Þeir nemendur sem innritast nú eftir áramótin eiga þess kost að stunda nám á því sviði á fjórðu önn sinni. Valgreinar við Bændaskólann eru fjölmargar. Auk hinna hefðbundnu búgreina viljum við benda á nýjar greinar, svo sem Landnýtingu, Umhverfisfræði, Ullariðn og Sláturhúsastörf. Þá má ekki gleyma Skógrækt, Fiskrækt, Ferðaþjónustu, Aiifuglarækt, Vinnuvélum, Búsmíði og Hrossarækt, svo nokkur dæmi séu tekin. Markmið okkar er að mennta íslenska bændastétt, svo hún sé reiðubúin að mæta nýjum tímum með bros á vor. Innritun á 1. önn lýkur 15. desember 1990. Nemendur þurfa a.m.k. að hafa lokið grunnskólanámi. Innritun stúdenta á 2. önn lýkur 15. desember. Innritun búfræðinga á rekstrarsvið lýkur 15. janúar, 1991. Nánari upplýsingar 1 síma 93-70000. Andvari 1990 ANDVARI, tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags og Bókaútgáfu Menningarsjóðs, er kominn út. Aðalgrein ritsins að þessu sinni er æviágrip Jóns Leifs, tón- skálds, sem Hjálmar Helgi Ragn- arsson hefur skráð. Annað efni Andvara er eftirfar- andi: „Úr kynjaheimi sagnaskálds“ nefnist grein um Guðmund Daníels- son og „Blindingsleik" eftir Gunnar Stefánsson. Gils Guðmundsson skrifar um Jakob Jóhannesson Smára í aldarminningu hans. Margrét Eggertsdóttir fjallar um sögur Álfrúnar Gunnlaugsdóttur í ritgerð sem nefnist „Ein ásjóna verður að mörgum“. Þá ritar Krist- ján Árnason um tvær nýjar bækur með þýðingu á verkum Shakespear- es, Machbeth-þýðingu Sverris Hólmarssonar og „Sonnettur“ sem Daníel Á. Daníelsson þýddi. Eftir Jónas Kristjánsson er ritgerðin „Var Snorri Sturluson upphafsmað- ur íslendingasagna?" Andrés Björnsson á greinina „Skapferli Gríms Thomsens, nokkrar bending- ar og vitnisburður", og Einar Heim- Tímaritið Andvari. isson birtir grein um smásögur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Þá fjallar Aðalgeir Kristjánsson um nýja útgáfu á ritverkum Jónasar Hallgrímssonar og loks eru tvær stuttar tengdar hugleiðingar eftir Davíð Erlingsson undir sameigin- legri fyrirsögn: „Við hvað leitumst við?“ Ljóð eru í ritinu eftir Jóhann Hjálmarsson og Þorstein frá Hamri. Ritstjóri Andvara er Gunnar Stef- ánsson. Prenthúsið prentaði en sölu og dreifingu annast Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Ævisaga Dalai Lama FRIÐARHÖFÐINGI kallast ný bók, sem Fjölvi gefur út og hefur að geyma sjálfsævisögu Dalai Lama og lýsingu hans á landi sínu og þjóð. í hluta bókarinnar eru svo kynnt trúarbrögð Tíbeta. Gísli Þór Gunn- arsson íslenskaði bókina. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Þessi bók um hinn tíbetska friðar- höfðingja skiptist í tvö horn. í fyrri hluta er lýst mörgu í þjóðlífi, sögu og trúarbrögðum Tíbets. Einnig hvernig Dalai var útnefndur ungur drengur sem fjórtánda endurholdg- un trúarleiðtogans og hvaða mennt- un _og þjálfun hann hlaut. Á sextán ára afmæli urðu um- skipti með innrás Kínverja með óhóflegri grimmd og kúgunaræði. Þessu varð hinn ungi trúarleiðtogi að mæta og gegn hinu kínverksa ofurefli beitti hann friðarstefnu og óvopnaðri andspyrnu Mahatma Gandhis. ■ MEGRUN í áföngum nefnist bók sem Skjaldborg hefur gefið út eftir Martin Katahn. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Megrun í áföngum er árangur tíu ára rann- sókna og reynslu í starfi'við Vand- erbilt University Weight Manage- ment Program í Nashville Tenn- esse, Bandaríkjunum. Nú getur hver sem er í fyrsta skiptið megr- ast varanlega á fljótvirkan og þægi- legan hátt og sneitt hjá langtíma- skakkaföllum sem eru svo algeng við annað orkuskert mataræði.“ Friðarhöíöíngi Friðarhöfðingi eftir Dalai Lama. Því er greinilega lýst, hvernig Dalai reyndi stöðugt að bera klæði á vopnin, leita friðar og sátta. Orð- tak hans er: „Trúarbrögð mín eru einföld, ég trúi á góðvild.“ Loks varð hann að flýja í útlegð og fær lítið aðgert nema vekja athygli og leita samúðar og hjálpar umheims- ins fyrir fólk sem má þola þjóðar- - í morð. Friðarást hans hlaut verðuga athygli er hann var sæmdur friðar- verðlaununum. Og hann lýkur bók- inni á þessari nótu: „Ég ber ekki hatur í brjósti til Kínverja, þrátt fyrir hina grimmilegu glæpi, sem þeir hafa framið.“ Bókin Friðarhöfðingi er 176 bls., prentuð hjá G. Ben. prentstofu. MATURÁ 3 MÍNÚTUM! Nú hefur þú um tvennt að velja; sérpantanir á eðlilegum hraða eða hraðlínuafgreiðslu á ógnarhraða þar sem við lofum þér matn- um innan þriggja mínútna. Kynntu þér hraðlínuna og vertu snögg(ur) að því! Hraðlínan er opin alla daga milli klukkan 12-13 og 18-20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.