Morgunblaðið - 07.12.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 07.12.1990, Síða 22
MORGtmiM&ffil I-t)StW)AOUR' 71 DESEMBEH TD99ÖÍ §1 „Falleg orð og fyrir- heitin ein bjarga ekki einu einasta af þessum 40 þúsund börnum sem hrópa til okkar.“ Eitt er víst að falleg orð og fýrir- heitin ein bjarga ekki einu einasta af þessum 40 þúsund bömum sem hrópa til okkar. Er hægt að hjálpa? Með almennum aðgerðum væri hægt að fækka þessum dauðsföllum um 35 þúsund á dag. Oft þarf að- eins herslumun til að bjarga lífi barns. T.d. getur bólusetning gegn algengustu barnasjúkdómum og salt-sykurblanda gegn niðurgangi gert gæfumuninn. Sjö þúsund böm deyja daglega vegna þess að þau eru ekki bólusett og ellefu til tólf þúsund böm deyja daglega úr nið- urgangi vegna þess að salt-sykur- blanda sem kostar aðeins fimm krónur er ekki tiltæk. Við getum hjálpað. Allt sem þarf til er viljinn og verkið. Fátækt Megin forsenda þeirra hörmunga sem hér um ræðir er fátækt. Millj- ónir manna búa við sárastu fátækt og margir deyja daglega úr skorti einum saman. Bilið milli fátækra og ríkra eykst stöðugt. Sagt er að um 25% íbúa jarðar neyti um 80% af gæðum hennar. 20% koma svo til skiptanna fyrir 75% íbúanna. Þetta getur ekki gengið svona öllu lengur. Þjóðartekjur á mann hafa minnk- að í mjög mörgum þróunarlöndum og voru ekki háar fyrir. Erlendar skuldir margra þróunarlanda hafa margfaldast og nú greiða þau þre- falt hærri upphæð í vexti og afborg- anir af erlendum lánum en sú fjár- hagsaðstoð nam sem þeim féll í skaut af nægtarborðum velferð- arríkjanna. Hjálpin kemst til skila Landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar „Brauð handa hungruð- um heimi“ stendur nú yfir. For- gangsverkefnin era nú sem fyrr að stuðla að bættum kjörum þarna. Má þar t.d. nefna byggingu munað- arleysingjaheimilis og heimilis fyrir þroskaheft börn á Indlandi. Hjálp- arstofnunin hefur einnig tekið að sér að sjá nær 200 börnum fyrir fæði, klæðum, læknishjálp og skóla- göngu, auk þess að byggja sjúkra- stöð í héraði þar sem 100 þúsund fátækir bændur búa. í Voító-dalnum í Suður-Eþíópíu er einnig verið að reisa sjúkraskýli og aðra aðstöðu fyrir heilsugæslu. Það verkefni er unnið í samstarfi við lúthersku kirkjuna í landinu og Samband íslenskra kristniboðsfé- laga. Hjálparstofnunin hvetur lands- menn að leggja þessum málefnum lið og þakkar fyrir þau framlög sem þegar hafa borist. Hjálparstofnun kirkjunnar mun sjá til þess að fram- lögin komist vel til skila og hver króna nýtist sem best. Og munum að margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. ■ SKJALDBORG hefur gefið út bókina Pétur Pan og Vanda eftir J.M. Barrie í þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur. Ævintýraper- sónan Pétur Pan varð til um 1898 þegar J.M. Barrie sagði nokkram krökkum frá litlum dreng, sem vildi alls ekki verða fullorðinn. Hann strauk að heiman og bjó með álfum og dísum og fuglum meðal blóm- anna í Kensingtonlystigarðinum. Eftir því sem krakkarnir, sem J.M. Barrie sagði sögurnar, urðu eldri bætti hann fleiri spennandi þáttum inn í. Upp úr þessum sögum samdi hann leikritið Pétur Pan, sem er sígilt og fært upp í enskum leikhús- um á hverju einasta ári frá því að það kom fyrst á fjalirnar árið 1904. Pétur Pan er svo raunverulegur að stytta af honum stendur í Kensing- tongarðinum í London. Sagan Pétur Pan og Vanda varð síðan til upp úr leikritinu og kom fyrst út 1911. Matseðill kvöldsins Marineradur humar Villibráðarkjötseyói Nautalundir Döðluís Kaffi og konfekt ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA FÍFLDJARFUR LOFTFIMLEIKAMADUR TIL AÐ ÞORA UPPÍ EFSTA ÞREPIÐ Á PALLA TRÖPPU ÞVÍ ÞÆR ERU STERKAR 06 STÖDUGAR EN SAMT LÉTTAR OG MEÐFÆRILEGAR Veldu vandað - Veldu Palla Pallar hf. Dalvegi 16, Kópavogi sími 641020 - 42322 Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngur hátíðarsöngva. Pantaðu borð strax í síma 22321. FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Látum verkin tala ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- ^ ' ' ' ’'ffr'r 'L/ írí-’ y 7 . . ’ ■ ■ .•'"/■ ' ^ , Á JÓLAPAKKAKVÖLD HÓTELS LOFTLEIÐA 8. desember 10 jólapakkar dregnir út á hverju kvöldi, þ.m.t. ferð til Amsterdam, ferð innanlands, matarpakkar o.fl. eftir Jónas Þórisson Á haustmánuðum efndu Samein- uðu þjóðirnar til heimsleiðtogafund- ar um börn og málefni þeirra. Mark- mið fundarins var að draga athygli manna að vandamálum og sorg- legri stöðu barna víða um heim. Eflaust má deila um gildi slíkra funda og ekkert nýtt kom þar fram sem þeir er að þessum málum hafa starfað vissu ekki fyrir. En það já- kvæða við fundinn var að nú birt- ust þessar óhugnanlegu staðreyndir í fjölmiðlum og vöktu athygli. Á fundinum var fullyrt að ekki færri en 40 þúsund böm undir fimm ára aldri deyi á dag úr sjúkdómum sem hægt væri að koma í veg fyrir eða lækna, oft á mjög einfaldan hátt. Um það bil 150 milljónir barna eru vannærð og stór hluti þeirra býr við lífshættulegan fæðuskoit. Sjö milljónir barna era flóttamenn vegna ófriðar eða hungursneyðar og talið er að yfir 30 milljónir barna eigi hvergi heima en lifi og hrærist á götunni. Koma þessar staðreyndir okkur við? í stefnuyfirlýsingu frá leiðtoga- fundinum segir að leiðtogarnir muni gera allt, sem í þeirra valdi standi, til að lækka dánartíðni barna í öllum löndum og meðal allra þjóða. Þeir ætla einnig að stuðla að því að séð verði fyrir hreinu vatni í öllum sam- félögum fyrir öll börn ög allir fái Jónas Þórisson aðgang að hreinlætisaðstöðu. Þeir ætla að vinna að því að bæta skil- yrði barna og útrýma hungri, van- næringu og sjúkdómum er mest heija á börn í þróunarlöndum. í stefnuyfirlýsingunni kemur það skýrt fram að þessi vandamál koina okkur öllum við og þessar hörmung- ar verða ekki yfirstignar nema allir leggist á eitt að hjálpa þeim sem þjást. í lokaorðunum segir að ekk- ert verkefni geti verið göfugra en það að veita öllum bömum betri framtíð. Þessi orð era sönn og kalla okkur til ábyrgðar. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna vora sett fram sjö markmið sem þjóðir heims ættu að stefna að fram að aldamótum. Allt era þetta háleit og góð markmið svo sem að draga úr barnadauða um þriðjung, draga úr mæðradauða um helming, bæta fæðu, bæta hreinlætisaðstöðu og neysluvatn, efla almenna menntun barna, draga úr ólæsi og fylgja eft- ir samþykktum um réttindi þama. „Orð eru til alls fyrst,“ segir máltækið. Því miður hefur það ekki reynst svo hvað varðar þessi mál. Margendurteknar yfirlýsingar ráðamanna bæði hér á landi og annarsstaðar um að auka beri að- stoð hafa lítinn árangur borið. Von- andi stöndum við nú á tímamótum í þessum málum og þeir er ákvörð- unarvaldið hafa láti nú verkin tala.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.