Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritsj;jóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson', Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Höfðað til hergagnaiðnaðarins Um miðjan sjötta áratuginn varaði Dwight Eisen hower, þáverandi forseti Bandaríkjanna og fyrrum yfír- maður herafla bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni, við áhrifum þess, sem hann kall- aði „military industrial complex" eða áhrifum her- gagnaframleiðenda á ríkis- stjórnir og forystumenn í stjórnmálum. Var þessari við- vörun tekið með sérstökum fögnuði meðal kommúnista og hefur verið leiðarljós margra þeirra síðan. Hversu oft höfum við ekki séð því haldið fram hér á landi og annars staðar, að ásókn hergagnaframleið- enda leiði óhjákvæmilega til þess að auðvaldsríkin hefji styrjöld? Kommúnistar hafa jafnframt haldið því á loft, að engin slík hætta stafi af kommúnistum enda stjómist ákvarðanir þar af öðru en gróðafíkn hergagnaframleið- enda. Samhliða því sem kommún- istar hafa hamrað á þessu undir forystu Kremlveija hafa þeir látið sem svo, að þeir berj- ist gegn því sem þeir kalla „hervæðingu efnahagslífsins“- og þeim sé ekkert kærara en að sjá • vopnaverksmiðjum breytt í bíla- eða dráttarvéla- smiðjur. Þeir hafa sagt, að hernaðaryfirburðir og vígbún- aðarkapphlaupið stuðli hvorki að atvinnu né eyði atvinnu- leysi. Fyrir sex árum kom til að mynda út bæklingur á íslensku á vegum Menningar- tengsla íslands og Ráðstjórn- arríkjanna (MÍR) þar sem hamrað var á þessum sovésku sjónarmiðum. Margt hefur breyst síðan í heiminum. Sovétríkin eru á barmi upplausnar. Nágrannar þeirra óttast fjöldaflótta það- an. Þjóðveijar hafa gripið til víðtækra aðgerða í því skyni að bægja hungurvofunni frá dyrum milljóna sovéskra borg- ara. Sovésk lýðveldi heimta sjálfstæði. Tekist er á um stefnuna í efnahagsmálum. Mikhaíl Gorbatsjov fer úr einu víginu í annað til að treysta völd sín sem forseti. Þeir sem vilja skjótt frá- hvarf frá sovéskum áætlunar- búskap hafa krafist afsagnar Nikolajs Ryzhkovs forsætis- ráðherra. Gorbatsjov hefur ekki treyst sér til að hrófla við Ryzhkov. Skýringuna mátti ef til vill lesa í forsíðufrétt Morg- unblaðsins á miðvikudag. Þar var sagt frá því, að Ryzhkov hefði flutt mikla lofræðu um hergagnaiðnaðinn í landinu er hann heimsótti nokkrar vopna- verksmiðjur landsins. Síðan er haft eftir sovéska forsætisráð- herranum: „Það er öll alþýðan sem hefur með elju sinni og hæfni skapað hergagnaiðnað- inn og fært til þess fórnir í áratugi. Þar eru bestu verka- mennirnir og verkfræðingarn- ir, þar er þróaðasta tæknin. Ég heyri kröfur um að iðnaður- inn verði lagður niður en ég er algjörlega mótfallinn slíku og svo lengi sem ég lifi og held starfi mínu leyfi ég það ekki.“ Þessi yfirlýsing er afdráttar- laus og verður ekki misskilin. Forsætisráðherra Sovétríkj- anna vill alls ekki að dregið verði úr hergagnaframleiðslu enda sé hún besta undirstaða verkmenningar í landinu. Lof- sönginn flytur hann í því skyni að styrkja sig enn frekar í valdabaráttunni innan Kreml- ar. Hann kemur ekki fram sem stjórnmálamaður sem vill tak- marka áhrif og ítök hergagna- framleiðenda heldur sem full- trúi þeirra og málsvari. And- staða við viðhorf af þessu tagi hafa virst lífsskoðun ýmissa 'helstu fraimmámanna her- stöðvaandstæðinga hér á landi. Rísa þeir nú upp^ og andmæla þessu viðhorfi? Átta þeir sig á' muninum sem er á stjórn- og aðhaldskerfi lýðræð- isríkjanna og valdaskipan ein- ræðisríkjanna? Ástandið innan Sovétríkj- anna vekur óhug. Skírskotun Ryzhkovs til hergagnafram- leiðenda vekur einnig óhugn- anlegar minningar. Minnir hún ekki á það þegar nasistar dá- sömuðu þýska hergagnaiðnað- inn á sínum tíma og sóttust til valda og áhrifa í krafti þess? Öryggislögreglan KGB og her- inn eru öflugustu sovésku valdastofnanirnar. Þeir sem hafa þær á bandi sínu hafa undirtökin í Kreml um þessar mundir. Nikolaj Ryzkov er ekki með neinn friðarboðskap þegar hann höfðar til her- gagnaiðnaðarins. Hann reynir að styrkja stöðu sína í hat- rammri valdabaráttu. Blaðamaður Morgunblaðsins á fundi með forseta íraska þingsins JÓHANNA Kristjónsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, gekk í gær á fund Saadi Mehti Saleh, forseta íraska þingsins, til að tala máli Gísla Sigurðsson- ar læknis, sem varð innlyksa í Kúvæt er Irakar réðust inn í landið 2. ágúst sl. Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur Gísli dvalist í Bagdad, höfuð- borg íraks, undanfarnar vikur. Hét þingforsetinn því að Gísla Sigurðssyni yrði leyft að fara úr landi eftir örfáa daga þegar gengið hefði verið frá öllum formsatriðum. Nokkrum klukkustundum síðar, um há- degisbilið i gær (um kl. 15 að iröskum tima), greindi Reuters- fréttastofan frá því að Saddam Hussein íraksforseti hefði lagt til við þingforsetann að öllum erlendum gíslum yrði heimilað að halda frá írak. I síðasta mán- uði boðaði Saddam að gíslunum yrði öllum sleppt á þriggja mán- aða timabili frá jólum og fram í mars. Jóhanna Kristjónsdóttir hélt til íraks um síðustu helgi eftir að þau boð höfðu borist frá höfuðborg- inni, Bagdad, að henni hefði verið veitt vegabréfsáritun til landsins. Um slíka áritun hafði Jóhanna hins vegar ekki sótt. Hún er á hinn bóginn vel kunnug Hameed Saeed, skáldi og ritstjóra stjórnarmál- gagnsins íraska „Byltingarinnar“, sem er náinn vinur og samstarfs- maður Saddams Husseins forseta. Jóhanna hafði á miðvikudeginum í síðustu viku sent Saeed skeyti þar sem hún spurði hvort hann hefði einhveijar upplýsingar um mál Gísla Sigurðssonar en hún hafði vakið máls á því við Hameed Saeed er hún var í írak í október- mánuði. Á fimmtudag barst síðan Hámeed Saeed, skáld og ritsljóri „Byltingarinnar", helsta mál- gagns Irakssljórnar. skeyti frá írak þess efnis að Jó- hönnu hefði verið veitt vegabréfsá- ritun til íraks og að hennar bæri henni að vitja í íraska sendiráðinu í Amman í Jórdaníu. Jóhanna hafði þá samband við einn starfsmann sendiráðsins, sem hún þekkir vel og staðfesti hann að fyrirmæli hefðu borist frá Bagdad þess efnis að veita bæri Jóhönnu Kristjóns- dóttur vegabréfsáritun. Fylgdi fyr- irmælunum að mál þetta ætti að njóta forgangs. Jóhanna hélt áleiðis til Amman á laugardag og fór þaðan ýfir til Bagdad á mánudag. Líkt og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær tók yfirmaður fjölmiðladeildar upp- lýsingaráðuneytisins á móti henni á Saddam Hussein-flugvelli í Jóhanna Kristjónsdóttir. Bagdad. Þetta er önnur ferð Jó- hönnu til landsins og þriðja ferðin til Mið-Austurlanda frá því að Persaflóadeilan blossaði upp í byij- un ágústmánaðar. Við komu sína leitaði hún eftir fundi með forseta íraska þingsins en beiðnum um að gíslum verði leyft að halda frá írak hefur oft verið beint til hans enda er hann einn valdamesti maður íraks. Á þriðjudag var henni síðan greint frá því að hún hefði fengið áheym hjá þingforsetanum. I sam- tali sem Morgunblaðið birti á mið- vikudag við Gísla Sigurðsson lækni kom fram að sendiherra Svíþjóðar í Bagdad hefði ítrekað óskað eftir fundi með þingforsetanum en án árangurs. Jóhanna átti í gærmorgun fund með þingforsetanum og gerði hon- um grein fyrir máli Gísla Sigurðs- sonar. „Ég geri mitt besta. ís- lenski læknirinn fær fararleyfi eft- ir örfáa daga, jafnskjótt og gengið hefur verið frá formsatriðum," sagði Saadi Mehti Saleh. Fundur- inn fór fram á skrifstofu þingfor- setans og lét Jóhanna hann fá nafn Gísla auk upplýsinga um dval- arstað hans og stöðu. Óskaði þing- forsetinn eftir upplýsingum um eiginkonu Gísla og börn og spurði sérstaklega hvort hann ætti for- eldra á lífi. Skrifaði þingforsetinn einnig hjá sér mörg önnur atriði svo sem að það myndi mælast vel fyrir á íslandi að þessi eini íslenski „gestur" Iraka fengi fararleyfi. Að sögn Jóhönnu ítrekaði þingforset- inn þegar þau kvöddust að hann hygðist beita sér í máli Gísla Sig- urðssonar. „Ég set það af stað umsvifalaust. Ég vona að móðir hans og íslendingar gleðjist mjög fljótlega." Sem fyrr segir greindi Aeuíers-f'réttastofan síðan frá því í gær að Saddam forseti hefði hvatt til þess að öllum erlendum gíslum í Irak yrði veitt faraleyfi. Að sögn Jóhönnu Kristjónsdótt- ur hafa írösk blöð birt fréttir af fundum þingforsetans með sendi- nefndum þeim sem til landsins hafa komið. Hefur jafnan verið lögð á það megináhersla að hann segi að Persaflóadeilan verði leyst fallist þjóðir heims á að friðaráætl- un Saddams forseta frá 12. ágúst er hann batt lausn deilunnar við samningaviðræður um málefni Palestínumanna. Á fundi Salehs og Jóhönnu, sem varð um hálfri klukkustundu lengri en áformað hafði verið, minntist þingforsetinn ekki á þetta. Ágrip Finnlandssögu gefið út á íslenzku KOMIÐ er út á íslenzku Ágrip af sögu Finnlands, útgefið af finnsku bókaútgáfunni Otava. Höfundur bókarinnar er Matti Klinge, prófessor við Helsinki-háskóla, en hann hefur einnig kennt við Sorbonne-háskóla í París og samið fjölda sagnfræði- rita. Finnska utanríkisráðuneytið styrkir íslenzku útgáfuna, sem er stytt útgáfa verks Klinges, er upphaflega kom út á finnsku. Bókin er 150 blaðsíður. Formlegur útgáfudagur bókar- innar var í gær, á þjóðhátíðardegi Finna. Á kynningu ritsins í Nor- Gallerí Borg: Myndir Schev- ings sýndar um helgina MYNDIRNAR 25 eftir Gunnlaug Scheving, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, verða sýndar í Gallerí Borg á morgun og sunnudag, kl. 14.00 til 18.00. Þetta eru vatnslitamyndir, olíu- myndir og blýantsskissur, gerðar á árunum 1922-1925, er Gunnlaugur var að hefja listnám; elstu myndir sem vitað er til að hann hafi látið frá sér fara. Við upphaf sýningarinnar á morgun flytur dr. Gunnlaugur Þórð- arson nokkur orð um listamanninn. Auk þess leika Símon H. ívarsson og Orthulf Prunner klassíska tón- list, á gítar og klavikord. Myndirnar eru í einkaeign, en fyTirtækið Gallup á íslandi sem gengst fyrir sýningu þeirra. ræna húsinu sagði Hákan Brand- ers, sendiherra Finna, að rit Kling- es hefði þegar komið út á mörgum tungumálum, og næst yrði bókinni snúið á eistnesku. „Vegna land- fræðilegrar fjarlægðar milli Islands og Finnlands er sérstök þörf fyrir útgáfu á borð við þessa,“ sagði Branders. „Utanríkisráðuneyti Finnlands samdi við Aðalstein Dav- íðsson um að þýða bókina, og hefur fjármagnað útgáfu hennar. Við er- um ánægð ef hún uppfyllir vonir manna og getur komið að notum í sögukennslu, í skólum og öðrum lærdómsstofnunum, hjá fjölmiðlum og einnig hjá öllum almenningi." Branders tók fram að hingað til hefði verið skortur á aðgengilegu efni um sögu Finnlands, sem nú hefði verið bætt úr. Branders- sagði að saga Finn- lands markaðist mjög af því að landið lægi á mörkum austurs og vesturs. Land og þjóð hefðu því orðið fyrir áhrifum úr fleiri en einni átt, og það hefði haft margt já- kvætt í för með sér, þótt einnig hefði þessi staðsetning leitt Finna inn í stríð og milliríkjadeilur. Sú staðreynd, að Finnar hefðu frá því snemma á miðöldum talað tvö tungumál og ættu tvenns konar menningararf, væri mjög dýrmæt. Dr. Laura Kolbe sagnfræðingur, # Morgunblaðið/KGA Hakan Branders sendiherra og dr. Laura Kolbe sagnfræðingur med Agrip af sögu Finnlands. nemandi Mattis Klinge, fjallaði um innihald bókarinnar og sagði meðal annars að í henni væri ekki ein- göngu rakin saga fortíðarinnar, heldur kæmi þar líka í'ram að Finn- land væri nútímalegt samfélag tækni og iðnvæðingar. Hún skýrði frá því að til stæði að standa fyrir útgáfu svipaðs ágrips af Islands- sögu á finnsku. „Að kynna sér sögu annars lands eykur ekki aðeins þekkingu manns á því, heldur kemur það fólki til að hugsa meira um sögu eigin lands og sjá hana frá öðrum sjónarhorn- um,“ sagði Kolbe. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 ' 31 Morgunblaðið/KGA Rúnar Russel og Þóra Karlsdóttir með þríburadrengina, en þeir hafa ekki fengið nöfn ennþá og er B lengst til vinstri, þá C, en hann er yngstur og minnstur, og loks A, sem þegar er farinn að opna augun og líta í kringum sig. Finnst ótrúlegt þegar ég sé þá að þeir skuli hafa komist fyrir segir Þóra Karlsdóttir þríburamóðir „MÉR finnst það ótrúlegt þeg- ar ég sé þá, að þeir skulu all- ir hafa komist fyrir,“ sagði Þóra Karlsdóttir, sem eignað- ist þrjá spræka drengi níu til tíu marka á Fæðingardeild Landspítalans á miðvikudag. Rúnar Russel faðir drengjanna var viðstaddur fæðinguna sem tók um fimm mínútur og sjö tímum síðar voru drengirnir komnir úr hitakössunum. Sjálf meðgangan tók 37 vikur og sagði Þóra að eng- inn hefði búist við að hún yrði svo löng. „Þetta eru engar venjulegar kringumstæður,” sagði hún. „Snemma á meðgöngunni var ég alltaf svo þreytt og þegar ég var búin að fara einu sinni í sónar, var okkur sagt að ég gengi með tvíbura en ég var eiginlega alveg viss um að þau væru fleiri. Ég sagði það við Rúnar, kannski meira í gríni að ég væri viss um að þau væru þijú.“ Drengirnir sem eru glasabörn eru langþráður draumur foreldranna um að eignast börn. „Það eru 0,3% líkur á þríburum þegar um glasa- fijóvgun er að ræða en það hugsar enginn um það fyrirfram hvort þeir vilji eitt eða fleiri og við reiknuðum með einu barni,“ sagði Þóra. „Ég reikna ekki með að vinna næstu árin enda verður þetta fullt starf að sjá um þá og þegar maður loks- ins fær börnin þá vill maður njóta þeirra. Ég mundi hiklaust ganga í gegnum þetta aftur.“ Hér greip Rúnar fram f og sagði: „Það verður nú ekki alveg á næstunni." Stuttmynd eftir Oskar Jónsson fékk verðlaun STUTTMYND Óskars Jónas- sonar, Sérsveitín Laugarnes- vegi 25, SSL-25, fékk fyrstu verðlaun í sinum flokki á al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Chicago í síðasta mánuði. Myndin, sem finmsýnd var hér á landi seint á síðasta ári, hlaut svonefnd „Silver Hugo“-verðlaun, sem eru helstu verðlaun í sínum flokki. Hátíðin, sem heitir Alþjóð- lega kvikmyndahátíðin í Chicago, og haldin var í 26. sinn í sumar, er ein stærsta kvikmyndahátíð heims. Dómarar luku lofsorði á mynd- ina og sögðu hana fyndustu rnynd sem liingað til hefði verið sýnd á hátíðinni. Smekkleysa kostaði gerð myndarinnar. Áhugamenn um stofn- un minjasafns á Siglu- firði hafa nú látið flytja Róaldsbrakka á nýjan grunn. gerð nýrra sökkla en fyrirtækið Jón og Erling á Siglufirði sá um flutn- ing á húsinu. Var það geysimikið verk, þar sem byggja varð stálbita- braut undir húsið sem því var svo rennt eftir á nýja grunninn. Þetta verk er fyrsti áfanginn í viðgerðum á húsinu en jafnframt Siglufjörður: Róaldsbrakki á nýjan grunn í HAUST hafa staðið yfir framkvæmdir vegna flutnings á Róaldsbrakka á Siglufirði. Róaldsbrakki er friðað hús byggð 1906, norskt að uppruna og segja má að það sé jafngamalt síldarævintýr- inu mikla á Siglufirði. Mjög var orðið að húsinu þrengt vegna mikilla umhverfisbreytinga m.a. gatnagerðar á síðustu árum. Til að bjarga húsinu varð að flytja það um 35 metra á nýjan grunn. Að þessum framkvæmdum stendur Félag áhugamanna um minjasafn (FÁUM) sem hefur það að markmiði að setja á stofn síldar- minjasafn þar seni Róaldsbrakkinn verður aðalsafn hússins. Félagar í FÁUM unnu sjálfir við sá mikilvægasti. Til fjármögnunar á verkinu hefur FÁUM hlotið styrki úr Þjóðhátíðarsjóði og Húsfriðunar- sjóði. Þá hefur Siglfirðingafélagið í Reykjavík og Síldarverksmiðjur ríkisins fært félaginu peningagjaf- ir. Loks má telja jólakortasölu og félagsgjöld, en félagar í FÁUM eru 100 talsins. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.