Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 í eldhúsi meistarans Frá Kristófer Má Kristinsson Pierre Romeyer er einn fremsti matreiðslumaður Belgíu og þar með Evrópu og þá líklega heims- ins alls. Á síðustu árum hafa meira að segja Frakkar tekið upp á því að fara til Belgíu að kynna sér veitingahús og matreiðslu. Sagt er að veitingahús í Brussel njóti annars vegar langrar hefðar í góðri matargerð og hins vegar kröfuharðs hóps fastagesta sem hefur vit á góðum mat og efni á að borga fyrir hann. Hin leiða aðstaða margra ferðamannastaða þar sem fæstir gestanna koma nema einu sinni er óþekkt í Belgíu. Á síðasta ári lagði Björn Sig- þórsson upp frá Islandi til árs námsdvalar við fótskör Romeyers. Bjöm sagði að vinnuveitendur hans, Gísli Thoroddsen og Stefán Sigurðsson, hefðu þá nýlokið kynnisferð til Belgíu og þeir hefðu mælt eindregið með Romeyer. Það var í ágúst 1989 sem Björn hóf störf í eldhúsi veitingastaðar Ro- meyers, sem er rétt sunnan við Brussel í bænum Hoeilaart. Veit- ingastaðurinn er á herragarði sem umlukinn er stórum garði þar sejji grátvíðirinn speglar sig í fallegum tjörnum. Auk borðsalar eru minni salir sem leigðir eru út til sam- kvæma. Veitingastaðurinn tekur ef allt er nýtt 130 gesti í sæti en alla jafna er lagt á borð fyrir 60 manns. Eins og títt er um góða veitingastaði er allur matur unn- inn á staðnum. Allt frá brauðinu til eftirréttanna er unnið í smiðju Romeyers undir gagnrýnu eftirliti hans. Bjöm sagði að hjá Romeyer væri klassískt franskt eldhús, árs- tíðabundið. Romeyer sjálfur legg- ur til villibráð en veiðar af ýmsu tagi hafa löngum verið tóm- stundagaman bjargálnamanna í Belgíu. Romeyer og veitingastað- ur hans nýtur mikillar aðdáunar innan sem utan Belgíu. í hinum þekkta leiðarvísi Michelin fyrir árið 1990 fær Romeyer fullt hús bæði fyrir mat og umhverfi þ.e. fimm hnífapör og þijár stjörnur. í leiðarvísi Henry Lemaire er Maison de bouche, eins og Romey- er kallar stað sinn, talinn með bestu veitingastöðum í Belgíu við hliðina á Comme Chez Soi, Villa Lorraine og Claude Dupont. Ro- meyer er forseti samtaka belg- ískra matreiðslumanna. Hann beitti sér fyrir stofnun samtaka sem hafa að markmiði að standa vörð um ímynd evrópskrar matar- gerðarlistar og gæði hráefna. í skilyrði að ef hann stæði sig ekki yrði hann látinn fara. í þessu efni sýnir Romeyer enga miskunn. Árið sem Björn var hjá honum voru þrír lærðir matreiðslumenn látnir fara af því þeir stóðu sig ekki að mati Romeyers. Bjöm kveðst telja það sérstakt lán að hafa lært hjá Gísla Thoroddsen í Óðinsvéum, bæði hvað varðar matreiðslu og vinnubrögð. Undir- búningurinn hjá Gísla hefði komið sér vel á þessu ári, en Romeyer fylgdist vel hvernig þeir sem eru hjá honum vinna og að þeir læri af reynslunni., Bjöm sagði að þessari náms- ferð til Evrópu væri ekki lokið. í febrúar hefur hann störf á veit- ingastað Georg Blanc í Frakk- landi, sem er rétt fýrir utan Lyon, steinsnar frá Genf. Georg Blanc er í fremstu röð franskra mat- reiðslumanna og komst Björn að hjá honum vegna meðmæla Ro- meyers, sem er vinur hans og veiðifélagi. Björn kveðst ætla að kynna sér þar nýja franska eld- húsið, „nouvelle cusine“, en eins og áður sagði er Romeyer með það sem kallað er klassískt franskt eldhús. Þaðan liggur leið- in til Girardet Crissier við Lausanne í Sviss, ef heppnin er með. Björn hyggst veija næstu árum í að bæta við sig þekkingu og reynslu í Evrópu og víðar. Full- yrða má, að ef allt gengur eftir verði hann bærilega undirbúinn til að setja upp eigin stað eftir nám og störf á þremur bestu veit- ingastöðum Evrópu. samtökunum eru margir bestu matreiðslumenn Evrópu. Áður hafði Romeyer haft forgöngu um sambærileg samtök innan Belgíu sem voru í sambandi við mat- reiðslumenn víða um heim og skiptust á kynnisferðum og rann- sóknum. Áður en Romeyer setti á stofn eigin veitingastað var hann m.a. um tíma yfirmatreiðslumaður á Belvedere, sem tilheyrir belgísku konungsljolskyldunni. Hann segir í blaðaviðtali að það starf hafi verið paradís matreiðslumannsins. Allt hráefni fyrsta flokks, ekkert hafi þurft að hugsa um kostnað, því maturinn var ekki seldur held- ur boðið upp á hann. Hann segist hafa upplifað á tólf mánuðum það sem þrír til fjórir matreiðslumenn upplifa á allri starfsævi sinni. Bjöm Sigþórsson Hann hafi á þeim tíma séð um „gala“-kvöldverði fyrir sjötíu og fimm þúsund manns og hanastéls- boð fyrir þijú hundruð þúsund manns. Á því ári sem Björn starfaði í eldhúsi Romeyers, vann hann í öllum deildum eldhússins, bakaríi, efnismóttöku og kjötvinnslu, for- réttum, heitum fiski og kjötrétt- um. Honum fínnst hann vera opn- ari fyrir ýmsum nýjungum eftir þennan tíma. Hann hefur líka lært að meðhöndla hráefni og krydd sem hann hafði ekki áður kynnst. Björn Sigþórsson ásamt Romeyer og starfsfélögum. Baldvin konungur Belgíu heilsar upp á meistarann. í eldhúsinu hjá Romeyer starfa að jafnaði ellefu matreiðslumenn. Unnið er á einni vakt og er vinnu- tími frá 9-15 og 18-23.30. Frí er gefið á mánudögum, hálfan ágúst og allan febrúar. Bjöm sagði að strangur agi og góð nýting á hrá- efni ásamt miklum kröfum um hreinlæti einkenni eldhús Romey- ers. Hann legði ofuráherslu á full- komnun í sérhveiju smáatriði, skreytingum, framreiðslu og hrá- efnum. Einu sinni í viku færi hann á risastóran markað sem opnar klukkan eitt eftir miðnætti og er opinn til fímm um morguninn. Þar velur hann sjálfur grænmeti, ávexti, krydd og annað hráefni fyrir veitingastaðinn, en fær sendan nýjan físk og kjöt oft í viku. Björn fékk að fara með Romeyer í slíkar næturferðir og sagði það forvitnilegt og lær- dómsríkt. Hann sagði að samkeppnin í eldamennskunni væri miskunnar- laus. Launin væra lág, enda væru það talin fullsæmandi laun að hafa vottorð frá Romeyer um að hafa unnið fyrir hann svo honum líkaði. Erfítt er að komast að hjá Ro- meyer. Björn fékk starf með því Viðtöl við danska drykkju- menn eftir Gizur I. Helgason Bók eftir Iðunni Steinsdóttur KOMIN er út í Danmörku bók eftir íslendinginn Gizur I. Helga- son í samvinnu við Margit F. Kohl. Gizur rekur ráðgjafafyrir- tæki fyrir alkohólista í Kaup- mannahöfn og vinnur að til- raunaverkefni um meðferð á alkohólistum við sálfræðideild Frederiksbergs sjúkrahússins. I bókinni eru m.a. frásagnir 12 þessara sjúklinga um hvernig þeir hafa náð sér upp úr drykkju- skapnum. Ber bókin einmitt heit- ið „Det kan lade sig göre“ og leggja höfundar áherslu á að „Það er hægt“, gildir jafnt ,um drykkjumennina sjálfa og fólk þeirra. Bókin hefst á löngum formála um aðferðina, en Gizur byggir mjög á svokallaðri Minnisotaaðferð sem hann kynntist sjálfur í Bandaríkjun- um. Gizur er fæddur 1942 á ís- landi, lauk BA-prófi í dönsku við Háskóla íslands og stundaði um árabil kennslu. Skrifaði þá kennslu- bók í danskri málfræði með æfíng- um fyrir framhaldsskóla. Síðar gerðist hann blaðamaður í lausa- mennsku í Sviss, Þýskalandi og Danmörku og við DV á íslandi. En síðan 1986 hefur hann starfað sem ráðgjafí alkohólista í Danmörku, eftir að hafa numið og fengið þjálf- un á íslandi og Bandaríkjunum, m.a. við háskóla í New Jersey og Betty Ford stofnunina í Kaliforníu. Viðmælendurnir í bókinni koma úr ýmsum stéttum og umhverfi, en í formála segir að þeir séu allir lif- andi sönnun þess að hægt sé að ná sér upp úr alkohólisma. Þarna er saga yfirhjúkranarkonu, slátr- ara, innkaupastjóra, bóndasonar, einkaritara, þjónustustúlku, veit- ingamanns, lífeðlisfræðings, leik- konu, deildarstjóra, kennara og læknis. Gizur I. Helgason Bókin er 260 bls. að stærð í vasa- útgáfu. Gefin út hjá Holkenfeldts- forlagi. ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bókina Skuggarnir í fjallinu eftir Iðunni Steinsdóttur. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Sögusviðið er lítið þorp úti á landi á fímmta áratugnum og aðalpersón- urnar eru Una og Sara og tvíbur- arnir Binni og Þórir. Bókin lýsir einu sumri í lífí þeirra. Eins og áður tekst Iðunni að skapa heim barnsins þar sem hver nýr dagur felur í sér ævintýri sem efla og þroska þannig að í bókarlok líta þær stöllur skuggana í fjallinu öðrum augum en í vor sem leið.“ Skuggarnir í fjallinu eru 160 bls. að stærð. Kápuhönnun, teikningar, umbrot og filmuvinna annaðist Rit- smiðjan hf. Bókband: Félagsbók- bandið - Bókfell hf. Iðunn Steinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.