Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Langt á eftir „lakasta kostinum“ Verður K-bygging Landspítala hornreka fjárlaga 1991? Fjárveitingar til bygginga á Landspítalalóö 1953-90 Millj. Kr. á verölagi i nóv. 1990. Byggingarv(8ilala 173Í stig. o ___ & 1953 55 Hoimild. Rlkísspítalar. 90 Tæknideild Fjárveitingar til bygginga á Landspítalalóð 1953-1990: vísitala 173,2 stig (verðlag í nóvember 1990). I — Aætlun YMAL árið 1980, II — Fjárveiting 175 m.kr. á ári, III — Fjárveiting 140 m.kr. á ári. Súla lengst til hægri: frumvarp til fjárlaga 1991. Á fimmtíu ára afmæli Land spítala, árið 1980, spáðu ýmsir forystumenn í heilbrigðis- og þjóðmálum fyrir um líklega framvindu í íslenzkri heilbrigð- isþjónustu næstu tuttugu árin, [1980-2000]. Meðal þeirra var Jónas H. Haralz bankastjóri, sem þá var formaður Yfir- stjórnar mannvirkjagerðar á Landspítalalóð, en hann vann mikið og gott starf á þeim vett- vangi. Á ársfundi Ríkisspítala 10 árum síðar, 1990, rifjuðu menn upp þessar spár og röktu, hvern veg þær hefðu rætzt á liðnum helmingi spátímans. Ragnhild- ur Haraldsdóttir hjúkruna- rframkvæmdastjóri talaði m.a. um spár og raunveruleika varð- andi K-byggingu Landspítal- ans, sem miklar vonir vóru - og eru - við bundnar. I. K-byggingu Landspítala er ætl- að að hýsa skurðstofur, röntgen- deild, gjörgæzludeildir og að hluta til rannsóknarstofur Landspítal- ans. Byggingin á að vera eins konar miðstöð hátæknilækninga - og var í raun ein af forsendum þess að talið var fært að taka upp hjartaskurðlækningar hér á landi. Landspítali - sem er allt í senn: háskólasjúkrahús, miðstöð rann- sókna á heilbrigðissviði og lang- stærsta sjúkrahús landsins - hef- ur lengi átt við alvarlegan hús- næðisvanda að stríða. Lausnir á húsnæðisvanda flestra deilda hans skarast við K-byggingu, sem aðeins er risin að fjórum tíundu hlutum. Það hefur valdið starfsliði Landspítala ærnum vanda og von- brigðum, hve íjárveitingavaldið hefur verið tregt að fylgja fram áætlunum um K-byggingu. II. Ragnhildur Haraldsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri komst svo að orði á ársfundi Ríkisspítala fyrir skemmstu: „Jónas [H. Haralz] setti fram þrjá kosti [árið 1980] um hvernig uppbygging [á Landspítalalóð] gæti orðið næstu tuttugu árin. Lakasti-^osturinn sem kynntur var kostaði um 200 milljónir króna árlega á núgildandi verðlagi. Mið- að við þá forsendu ættum við nú tvö ár í að ljúka K-byggingu [1992], og gerðum ráð fyrir að hefja framkvæmdir við A-býgg- ingu, stórbyggingu til suðurs frá aðalbyggingu, að tveimur árum liðnum. Um þennan kost sagði Jónas [árið 1980]: „Þessi kostur er að sjáifsögðu með öllu óviðumindi bæði af því að þær byggingar eru of fáar, sem til greina konm á tímabilinu, og byggingartími þeirra óhóflega langur. Ég set þetta fram til að sýna hvernig núverandi viðhorf eru, ef engin breyting verður á, en ég er ekki að gera því skóna að svona fari.“ III. Svona fór það ekki. Það fór mun ver. Raunveruleikinn er langt að baki lakasta kostinum. Hjúk- runarframkvæmdastjórinn sagði á ársfundinum: „Þetta var versti kosturinn og hann átti að kosta 2(Í0 m.kr. Gluggum nú í fjárlög og áætlanir Ríkisspítala. Nú er áætlaður heild- arkostnaður við að reisa K-bygg- ingu rúmir tveir milljarðar. I fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1991 er gert ráð fyrir 74 milljónum til mannvirkjagerðar á Landspítala- lóð. Fyrir þá upphæð mætti t.d. innrétta rannsóknarstofur hér, en um aðrar framkvæmdir yrði vart að ræða. Með sama fjárframlagi verður lokið við K-byggingu um 2020. Ég, eins og Jónas, er ekki að gera því skóna að svona fari.“ IV. Spurningin á líðandi stundu - þegar fjárlagagerð komandi árs er á síðasta snúningi - er þessi: hvern veg gerir ríkisstjórnin og fjárveitingavaidið K-byggingu skó til næsta framkvæmdaárs? Við getum aðeins vonað að nið- urstaðan verði ekki lakari en lak- asti kosturinn, eins hann var séð- ur af formanni Yfirstjórnar inann- virkjagerðar á Landspítalalóð fyr- ir tíu árum. Morgunblaðið segir í forystu- grein 27. nóvember sl.: „Mál er að stjórnvöld láti hend- ur standa fram úr ermum og ljúki henni [K-byggingu].“ ERU JAKKAFÖTIN AÐ MINNKA INNII SKÁP? ER SPARIKJÓLLINN AD ÞRENGJAST? * 5 MÍN. ÆFING MEÐ BUMBUBANANUM JAFNAST Á VIÐ 20 MÍN. AF BOLBEYGJUM. * EKKERT ÁLAG Á MJÓHRYGGINN. * ALLT ÁLAGIÐ Á MAGAVÖÐVANA. mmsKR.mt.1 N0TAÐU BUMBUBANANN í VIKU 0G MÁTAÐU SPARIFÖTIN AFTUR! Sendum í póstkröfu um land allt. Breska Verslunarfélagiö Faxafeni 10 - Húsi Framtíöar -108 Reykjavfk PÖNTUNARSÍMAFt 91-82265,680845 Þvofíavélpr Þurrkarar Eldavélar ÖrbySgjuofnar Gœfiatœki fyrir pig og þína! SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! JHwgmifriiiftift

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.