Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 45

Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 45 Um áfengismál eftirMagnús Asmundsson í flestum löndum og samfélögum hafa að jafnaði verið til staðar ein- hvers konar vímugjafar. Fólk virðist vera í mikilli þörf fyrir að geta flúið veruleikann og losað um hömlur sínar. Á okkar menningarsvæði höfum við, m.a. af sögulegum ástæðum, kosið að leyfa áfengi en banna aðra vímugjafa eða gera þá lyfseðils- skylda, enda þótt áhrifin séu í eðli sínu náskyld. Um 90% af fullorðnu fólki notar áfengi og obbinn af því að því menn hafa talið „í hófi“, þ.e. án þess að þeir og umhverfi þeirra bíði heilsu- eða fjárhagstjón af þeim sökum. Margir líta á notkun þess sem eitt- hvað jákvætt og telja áfenga drykki vera gleðigjafa, sem auki vellíðan, eyði feimni og losi um hömlur í sam- skiptum manna. Skuggahliðar áfengisins En það eru fleiri hliðar á málinu: Áfengisnotkun hér á landi hefur þre- faldast á 40 árum, vaxið úr 1,5 lítrum í 4,5 lítra af hreinu alkohóli á hvern fullorðinn mann á ári. Engin glögg merki eru milli notkunar „í hófi“ og misnotkunar. Og vandamálin, sem fylgja áfengisnautn fara vaxandi, samhliða vaxandi notkun þess. Tíundi hver karlmaður og þrítugasta hver kona eiga við alvarlegan áfeng- isvanda að stríða. Af áfenginu hlýst mjög alvarlegt heilsutjón: Um 350 manns deyja hér á landi árlega af völdum áfengis- notkunar. Þar er fyrst og fremst um að ræða sjálfsmorð, umferðarslys og önnur slys, en sjúkdómar í brisi, lifur og hjarta eiga líka sinn þátt. Enn- fremur fylgja áfengisnotkun vanda- mál tengd atvinnu og fjárhag, sem bitna ekki síst á börnum, aðbúnaði þeirra og uppeldi. Eg hef unnið við lækningar á ís- landi hátt í þrjá áratugi. í fyrstu kom það mér á óvart að jafnvel í litlum, friðsælum bæjarfélögum væru marg- ir tugir fólks, sem ættu í mjög alvar- legu stríði við áfengisvandann og að mörg heimili væru sundruð af þeim sökum. Ástandið fyrir 2-3 áratugum Á fyrstu árum mínum í læknis- starfi var mjög erfitt að fást við þessi mál. Þau einkenndust af leynd, afneitun, djúpri sektar- og skömmu- stukennd og vonleysi um bata. Þetta giiti bæði um alkohólistana sjálfa og venslafólk þeirra. Fyrir utan fremur vanmegna góð- templarareglu var ekkert áhugafólk reiðubúið að rétta hjálparhönd, og þá voru fá meðferðarúrræði önnur en sérhæfð deild á Kleppsspítalanum, sem aðeins gat sinnt þeim verst förnu. Breyting til batnaðar síðustu árin Á þessum áratugum hefur margt breyst. Komið hefur verið upp meðferðar- stofnunum þar sem náðst hefur ár- angur, sem víða hefur vakið athygli. Nánast allt starfið á þessum stofnun- um er unnið af óvirkum alkohólistum eða aðstandendum alkohólista. „Komið hefur verið upp meðferðarstofnunum þar sem náðst hefur árang-ur, sem víða hef- ur vakið athygli. Nán- ast allt starfið á þessum stofnunum er unnið af óvirkum alkohólistum eða aðstandendum alkohólista.“ Þarna hafa þúsundir manna end- urheimt heilsu sína og lífsgleði í bráð eða lengd. í AA-samtökunum er stór hópur fyrrverandi eða óvirkra alkohólista, sem hefur náð skilningi og tökum á vandamálum sínum. Þeir eru stöðugt reiðubúnir að taka þátt í þessari baráttu, og reynslan hefur sýnt að engir eru betur fallnir til þess. Mönnum hefur nefnilega smám saman orðið það ljóst, að fagmenn, læknar, sálfræðingar og félagsráð- gjafar, eru ekki líklegir til að leysa áfengisvanda fólksí vinnutímanum milli 8 og 5, hversu hæfir og dugleg- ir sem þeir eru. Það verkefni vinnst ekki nema með fórnfúsu starfi þeirra, sem sjálfir hafa gímt við þessi vanda- mál. Þeir þekkja þau út og inn og vita hvar skórinn kreppir. Og það er sannast sagna að tökin á áfengisvandanum hafa gjörbreyst. Sú mikla skömmustu- og sektar- kennd og laumuspil, sem fylgdi alko- hólismanum hefur minnkað. Margir Dómkirkjunni gefinn messuskrúði Á FYRSTA sunnudegi í aðventu Guðrúnar Vigfúsdóttur hf. á Isa gjöf föstuskrúða sem þar var unr Um er að ræða skrúða samstæðan þeim sem fyrst var ofinn á vefstof- unni 1978 fyrir ísafjarðarkirkju. Síðan hafa margir höklar farið það- an í hinar ýmsu kirkjur landsins og til annarra landa og fært höfundum sínum mikið lof. Nú er Guðrún Vigfúsdóttir, vefn- , aðarkennari, framkvæmdastjóri og aðalhönnuður vefstofunnar, flutt frá ísafirði og fyrirtækið hætt starfsemi sinni þó Guðrún vefi enn kirkju- skrúða á verkstæði sínu á Voga- tungu 29 í Kópavogi. Því var það að ráði að vinna úr hinni fyrstu voð, sem enn var tii, hökul handa dóm- kirkju landsins og ljúka þannig lán- samlegum rekstri. Allur skrúði af hendi Guðrúnar er ofinn í íslenska ull úr eingirni og hefur til að bera eiginleika hennar: færðu fulltrúar hluthafa Vefstofu írði Dómkirkjunni í Reykjavík að inn. léttleika, mýkt og ferskleika. Hún hefur bundið sig við íslenskar hefðir um vefnaðinn en leitar víða um svið táknfræði kirkjunnar I gerðinni. Skrúði sá er hún gaf er íjólublár og til nota á aðventu og föstu. Hann samanstendur af hökli með kross- táknum í bak og fyrir, tveim stólum, kaleikhjúp og korporalshúsi, sam- stæðu. Ásamt Guðrúnu sló Gerður Pétursdóttir á ísafirði vefinn en Vil- borg Stephensen, kjólameistari, saumaði. Dómkirkjan þakkar þessa höfð- inglegu gjöf og biður Guð að blessa glaða gjafara. Kirkjunefnd kvenna heldur jólabasar Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar heldur árlegan jólabasar sinn í Safnaðarheimilinu í Gamla iðnskól- anum, Lækjargötu 14a á laugardag kl. 14. Kirkjunefndarkonur bjóða á bas- arnum til sölu margvíslega gripi til jólagjafa ásamt kökum af ýmsu tagi. Með þessu afla þær fjár til starfsemi sinnar sem einkum felst í því að stuðla að því að safnaðarlífið megi njóta góðra skilyrða og yndislegs umhverfis. Skemmst er að minnast stórhöfðingsskapar þeirra er þær gáfu til Safnaðarheimilisins allan borðbúnað. Það er vonandi að basarinn verði ekki miður sóttur en þá hann var í húsakynnum Menntaskólans í Reykjavík. Ástæða er til að færa nú þakkir fyrir gestrisnina sem þar hefur verið notið um árabil. Sömu- leiðis er sem oftar ástæða til að vekja athygli á mikilsverðu starfi kvennanna að fegrun og prýði kirkna og safnaðarheimila. Höfum við i eru farnir að viðurkenna vanda sinn og tala opinskátt um hann eins og hvern annan sjúkdóm. Menn hafa gert sér grein fyrir hversu gríðarlegt gildi fræðslan um eðli og einkenni áfengissýkinnar hefur, jafnt fyrir aikóhólistana sjálfa og ættingja þeirra og venslamenn. Öflugar AA- deildir til stuðnings og samhjálpar hafa verið stofnaðar víða um land og jafnframt sterk samtök ætluð fyrir fjölskyldur þeirra og vini. Fræðslustarf og námskeiðahald hefur verið öflugt á höfuðborgar- svæðinu. En gallinn er sá að þessi starfsemi hefur lítið náð til lands- byggðarinnar. SÁÁ vill bæta úr þessu og síðustu misseri hefur verið í gangi landsbyggðarþjónusta, sem þegar hefur skilað árangri. Verkefni framundan Framundan eru mikil verkefni. Það þarf að byggja nýtt meðferðar- heimili í staðinn fyrir Sogn, þar sem leigusamningi hefur verið sagt upp. Forvarnir kalla á mikið starf. Nauð- synlegt er að breyta viðhorfum ungs fólks: Koma á þeirri skoðun að það sé fínt og eftirsóknarvert að vera alls gáður og get'a notað helgar og aðrar frístundir til að njóta útivistar, ferðast, stunda íþróttir og halda sér hraustum. Fangelsismálin kalla á stór átak. Menn þurfa að gera sér ljósa þá stað- reynd að fangelsi er fólki, sem er illa farð af notkun vímuefna lítið annað en dvalarstaður, og afbrot þess eru gjarnan aðeins þáttur af vímuefnavanda þess. Því þarf að gera fangelsin öðrum þræði að með- ferðarstofnunum gegn áfengi og öðr- um vímugjöfum. Öll þessi verkefni kalla á mikið starf og er ekki öðrum betur treyst- andi til að vinna það en SÁÁ. Höfundur er læknir á Neskaupstað. Dómkirkjan í Reykjavík. Dómkirkjunni í Reykjavík síst farið varhluta af þeirri blessun. Ég hvet alla velunnara kirkjunnar til að veita þeim stuðning og koma á basarinn. Jakob Hjálmarsson Þegar lakkrís er annars vegar gerum við íslendingar alltaf miklar kröfur. Bassett's lakkrískonfektið stenst þær allar auðveldlega. Það er einstaklega ljúffengt og mjúkt, fyrir utan að vera hreinasta augnayndi. ' ' ,4* s/ s<-: Bassett's lakkrískonfekt inniheldur nú eingöngu náttúruleg litar- og bragðefni. BERGDAL HF Heildverslun Sími680888 UiS0R« II XIIlftlIIStlMI m«ÍMt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.