Morgunblaðið - 08.12.1990, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
H
Dulargervi skáldskaparins
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Kristján Karlsson: KVÆÐI 90.
Almenna bókafélagið 1990.
í Kvæðum 90 skipar Kristján
Karlsson öllum kvæðum bókarinnar
í flokk sem hann kallar Engey í
þröngum glugga. Maður freistast
til að halda að það sé gluggi í húsi
skáldsins sjálfs sem átt er við, út-
^ýni þaðan til Engeyjar. Vissulega
blasir það við okkur í ýmsum mynd-
um og tilbrigðum, en það er líka
horft inn á við, fram og aftur í tíma.
Minningarnar gerast ásæknar,
glugginn stækkar eftir því sem á
bókina líður.
í fyrsta ljóðinu, samnefndu
kvæðaflokknum, birtist eyjan í
líkingu fisks með ugga og sporð.
Síðan verður eyjarsporðurinn grár
hákarl og blaðka hans grænkar af
snertingu við bláan sjóinn. Áður
hefur verið skýrt frá bláum og
grænum bátum á leið út. Vorliturinn
er grænn órói sem kippist við um
leið og eyjan hagræðir sér eftir ijósi
dagsins. Hún er lifandi í glugganum.
Eitthvað vantar þó: ,,einn/ rauður
mávur hefði farið vel/ í þessum
glugga."
I síðasta ljóðinu, Dýrleg ljósin á
Skaga, er bæði talað um vatnslita-
mynd og olíumálverk og líking verð-
ur „rauður bátur fyrir Engey“. Þessi
bátur kemur í staðinn fyrir mávinn
og myndin í glugganum fullkomn-
ast.
Litarorð þekkjum við úr fyrri
bókum Kristjáns, en hann er mjög
örlátur á þau í Kvæðum 90. Þar eru
þau yfirieitt í þágu myndarinnar eða
til að stjaka burt gráum andblæ
fyrri daga (samanber Landnám).
Óðru hlutverki gegnir tii dæmis
svartur prestur í grænu grasi sem
ort er um í Kvæðum (1976), fyrstu
ljóðabók Kristjáns.
í ljóðaflokki, Við Viðeyjarsund,
sem birtist í Kvæðum 81 (1981)
leikur skáldið sér líka að litum og
þar er líka ort um Eiliðavog eins og
í nýju bókinni. Allt eru þetta tengsl
sem vitna um samhengi bóka og
umhverfi sem hefur orðið skáldinu
áleitið yrkisefni.
Það getur varla verið nein tilviljun
að ljóðum um Reykjavík fjölgar jafnt
hjá Kristjáni sem öðrum skáldum,
en Reykjavíkurijóð eru þó ekki yfir-
gnæfandi í Kvæðum 90.
Glugginn „þröngi" á húsi skálds-
ins verður eins konar rammi um
ytri og innri heim þess, veröld ljóð-
anna í bókinni. í Dýrleg ljósin á
Skaga, fyrrnefndu ljóði, er borin
fram ósk í upphafi:
Oftar vildi ég sjá hrikaleg §öll,
sagarbjörg, hrokafull opinmynnt fljót
og ljósin í Napólí eða San Francisco
En grænn sjórinn fyrir köldum
nesjum gleður hjartað og ljósin sem
kvikna handan flóans á Skaga eru
sannarlega dýrieg.
Eins ög áður verða ljóð Kristjáns
Karlssonar minnisstæð fyrir það hve
myndvís þau eru og líka hljómræn.
Þau eru ekki alltaf auðskilin. En
það er sérstaklega gaman að velta
fyrir sér merkingu þeirra, einkum
þegar tilgangurinn virðist sá einn
'að blekkja lesandann (átt er við
skáldlega blekk-ingu). Slík ljóð eru
Einmanaieiki tegundanna, Um bók-
menntaleg áhrif og Fuglar fuglar
eða fuglar.
Einmanaleiki tegundanna birtist
fyrst í Ljóðaárbók 1988 og er þar
meðal sérkennilegri ljóða. Fjallar
þetta ljóð um að góðir ljóðalesendur
séu sjaldgæfir eða dýrategundir sem
eru að deyja út eða hverfa? Margt
er vissulega líkt með skyldum.
Þriðja erindi er gáta, en eitthvað
erviljandi afbakað: „Fyrir keisarann
af San Francisco/ vóru gresjur
Abyssiníu/ og írans síðustu skjólin."
Og hver er þessi afríski ókapi
fímmta erindisins sem fjölgar þegar
öðrum villtum tegundum fækkar?
Samkvæmt orðabók er hér um að
ræða jórturdýr, skylt gíraffa, en
með stuttan háls. Er hann kannski
táknmvnd nýrra skálda eða á hann
eitthvað sameiginlegt með ljóðales-
endum, gæti þeim kannski fjölgað?
Svona má spyija, en aðalatriðið
er að njóta ljóðsins.
Um bókmenntaleg áhrif dregur
dár að þessu sígilda viðfangsefni
bókmenntafræðinga og annarra.
Inn í þá umræðu eru leiddir Steinn
Steinarr og Henry de Montherlant
og verslunarhættir í'- Reykjavík
(Hafnarstræti á árum áður, feitt
kjöt). í ljóðinu skiptast á raunsæi-
legar mýndir og fjarstæður, einatt
er bilíð ékki langt á milli þeirra.
Upphafserindið er svona:
Eins og margir vita er tilgangsleysi
eitthvert algengasta dulargervi skáldskap-
arins
hef ég einhveiju gleymt?
Fuglar fuglar eða fuglar er
kannski um sönglist. í ljóðinu kveð-
ur að lómi og himbrima og útburði
sem vælir. Þessum fuglum er ekki
treystandi, síst útburðinum.
Léttleiki, spaug sumra ljóða í
Kvæðum 90 kemur þó ekki í veg
fyrir alvöru bókarinnar, glímu
skáldsins við tilvistarlegan vanda
sem meðal annars felst í alkunnum
staðreyndum lífsins.
Vitaskuld er ég að tala um dauð-
ann nefnist eitt ljóðanna. Það er
eitt af feigðarljóðum bókarinnar. í
Kristján Karlsson
því er á kunnáttusamlegan hátt leik-
ið með andstæður draums og veru-
leika. „Vitaskuld er ég að tala um
dauðann/ hann er eitt af því sem
ég/ á ódreymt ...“, stendur í þriðja
erindi. í fjórða erindi segir ljóðmað-
urinn að sig hafí aldrei dreymt
hrafn. Það er mið nótt og hann
heyrir í hrafni fyrir utan vegginn,
lágt krunk. Vissan um að hann sé
ekki að dreyma er dálítið málum
blandin í ljóðinu.
í öðrum ljóðum er gustur dauðans
nærri, stundum í ljósum táknum
ljóðmálsins. Eitt þessara ljóða er
Sunnudagur, dæmi af mörgum um
að hugurinn fer á flug út fyrir hinn
þrönga glugga, sækir sér minningu
og vinnur úr henni:
Tómir sporbaugar raðast sunnu-
dagar lífs míns einn af öðrum
í fjarvíddarteikn, eftir kennslubók
2
meðan aðrir dagar renna þvert
út i nafnlausar víddir hverfa sunnudagar
mínir inn í uppréttan sporbaug
3
á forstofuvegg einhversstaðar
í æsku minni; þó að ég haldi mig kannast við
þetta anddyri, svartur frakki hangir við
myrkan spegil, fær það ekki staðizt.
I ijóðinu Þórarinn sem er minn-
ingarkvæði er enn vikið að dauðan-
um, söknuður ljóðsins breytist í lok-
in í áþreifanlegan ugg: „dauði sem
vinnur hægt er/ líka hér ég heyri
þögn hans/ kulið leggst að mér.“
Svipaða þanka má flnna í Það var
einhvern tíma og 3/4.
Kvæði 90 er bók sem ekki opnast
lesandanum við fyrsta lestur. í henni
eru þversagnir, táknsæi, gaman-
semi (spaug og jafnvel ádeiluskop),
sérstaklega myndrík ljóð á köflum.
Myndmál sumra þeirra er torráðið,
stundum eru ljóðin innhverfari en
við eigum að venjast, jafnvel einka-
legri og kalla á þekkingu sem venju-
legur ljóðalesandi hefur ekki til að
bera.
Sum ljóðin eru aftur á móti útleit-
in og vekja grun um að skáldið
gæti hugsanlega snúið sér að slíkri
tjáningu að einhveiju leyti. Ég nefni
Gestkomur, fyndna minningu um
dreng í íslenskri sveit. Ég hef líka
í huga ljóð eftir Kristján sem birst
hafa í blöðum að undanförnu og
ekki eru í Kvæðum 90. En þetta
breytir ekki þeirri niðurstöðu að ljóð
skáldsins stefna ekki í átt til einföld-
unar.
í Formála Þýðinga, V bindi ís-
lenzks ljóðasafns (1977) orðaði
Kristján Karlsson skoðun sína að
nýjasti skáldskapurinn væri að ein-
faldast um of „og að nú væri þörf
á samsettari ljóðagerð en tíðkast".
Sjálfur hefur hann unnið gegn ein-
földum lausnum með ljóðum sem
eru állra síst fljótort.
Samsettur skáldskapur er ekki
eina leið ljóðagerðar. En Kristján
Karlsson sannar eftirminnilega
áhrifamátt hans og lífsmágn með
Kvæðum 90.
t
i
ta
i
c
i
i
i
i
4