Morgunblaðið - 08.12.1990, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
r.UNNAR -BJARNASON -KÁDl INAUTUK
öaga
'ISISENZKA'HESISINS* 2aÖlSD
FORLAGSBÆKI
Depill gistir
eina nótt
Eríc Hill
Martröð
á miðnætti
JÓLASTJÖRNUR
15% AFSIÁTTUR
Nú er tækifærið,
góð kaup.
arjólastjömur
15% afslætti
birgðir endast.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Marta fer á mölina
Bækur
KjartanÁrnason
Doris Lessing: Marta Quest.
Skáldsaga, 352 bls. Birgir Sig-
urðsson þýddi. Forlagið 1990.
„Tvær konur sátu á verönd í
skugga gullregns og pijónuðu. ...
Þetta voru frú Quest og frú Van
Rensberg. Marta Quest, fimmtán
ára, sat á tröppunum í glampandi
sólskininu og sveigði bolinn afkára-
lega til að varna skjannabjörtu sól-
arljósinu að skína á bókina sem hún
var að lesa.“ Þessi kyrrláta mynd
kemur fyrir strax í upphafi sögunn-
ar um Mörtu Quest. Fljótlega kem-
ur í ljós að kyrrðin er bara blekk-
ing. Marta er þóttafullur unglingur,
full af uppreisn. Þessar prjónandi
konur fara óskaplega í taugarnar á
henni enda í hennar augum
hneykslunargjarnar smáboi'gara-
frúr sem ekki töluðu um annað en
börn, matreiðslu og þjóna. Hún
storkar þeim með því að láta bók
Havelock Ellis um kynlíf liggja í
efstu tröppunni svo titillinn blasir
við. Faðir Mörtu er maísbóndi með
fyrri heimsstyijöldina, þarsem hann
barðist og skrámaðist, á heilanum.
Þau hjón eru innflytjendur frá Eng-
landi, staðurinn er suðuroddi stórr-
ar heimsálfu sem heitir Afríka.
S-Afrika reyndist ekki það gós-
enland sem Quest-hjónin höfðu talið
og kjör þeirra eru kröpp, þó vellyst-
ingar samanborið við innfædda.
Marta hefur kynnst veröldinni
gegnum allrahanda bókmenntir og
fræðirit sem hún hefúr fengið að
láni hjá Cohen-bræðrunum, sem
einsog nafnið bendir til, eru gyðing-
ar. Af þeirri veraldarvisku meðal
annars, sprettur óánægja hennar
með foreldra sína, smáborgara-
skapinn og hlutskipti sitt og á end-
anum flyst hún til borgarinnar, fer
úr maísnum á mölina, 17 áragömul. -
Andrúmsloft þessarar bókar er
uggvænlegt. íbúar nýlendunnar
virðast upptil hópa vera gjörsneydd-
ir allri lífshugsjón, þeir æða um í
tómi og tilgangsleysi, einkum þó
unga kynslóðin þótt hinir eldri séu
flestir lítið betur staddir. Jafnvel
sveitin er ekki það athvarf sem
ætla mætti. Þar er að vísu óspillt
náttúra og fjallasýn, meiri tími en
samt eru allir að streða við að verða
eitthvað annað en þeir eru. Fólk
þessarar nýlendu hefur ekki öðlast
þjóðarkennd, það er innflytjendur,
Bretar eða Búar — ekki hluti sömu
þjóðar. Undir niðri krauma botn-
lausir kynþáttafordómar í garð inn-
fæddra en ekki síður gyðinga.
Kvenfyrirlitning birtist í viðhorfi
ungu glaumgosanna til ungra
glaumkvenna, þær eru „beibíin“
þeirra, eða eru að „gera þá vit-
lausa“. í baksviði er Hitler farinn
að sýna vígtennurnar norður í Evr-
ópu. Ostöðugleiki, einskonar and- •
Doris Lessing
legt kreppuástand, er því andblær
þessarar sögu: Þessvegna verður
innantómt skemmtanaæði unga
fólksins bæði skiljanlegt en um leið
ógnvekjandi. Og Marta Quest, upp-
lýst og víðlesin, er með í dansinum
með stirnað bros á vör, full af
bældri reiði og beiskju.
Marta Quest er fyrsta bókin af
þremur í bálkinum um Börn ofbeld-
isins þarsem sögð er þroskasaga
Mörtu. Bókin kom fyrst út árið
1952.
Doris Lessing er löngu kunn hér
á landi og það fer að verðá árlegur
viðburður að út komi bók eftir hana
á íslensku. í Mörtu Quest velur hún
þá frásagnaraðferð að vita allt sem
fram fer, bæði fyrr og síðar, er alls-
staðar nálæg og viðstödd í hverju
hugskoti. Skýringar við orð og
gjörðir persónanna er þannig hluti
af leiknum. Frásögnin er öll hin
raunsæislegasta. Fæst af þessu er
þó hægt að finna sögunni til for-
áttu því sögumaður er í hvívetna
samkvæmur sjálfum sér, jafnvel
þarsem hann segir um of.
í raun gerist ekki ýkja margt á
þessum 35 tugum síðna. Þeim mun
meiri list er að halda athygli lesend-
anna, viðhalda lífi frásagnarinnar
með annarskonar spennu en sprett-
ur af sjálfum atburðunum. Þetta
tekst Doris Lessing með ágætum í
þessari sögu. Spenna tómleikans
og viðvarandi niðurbæld óánægja
Mörtu verða þeim mun magnaðri
sem lengra líður á söguna. Þar að
auki hefur hún á köflum ótrúlega
skýra — og skelfilega — skírskotun
til íslensks nútíma.
Þýðing Birgis Sigurðssonar er
víðast bæði liðug og þjál. Orðaval
er fjölskrúðugt og Birgir er óhrædd-
ur við að grípa til „útlægra" orða
til að liðka málfar, s.s. ergelsi eða
beibí. Á fáeinum stöðum virtust tök
frummálsins í fastara lagi, t.d. þeg-
ar sagt er móðir og sonur í stað
mæðginin, eða ég og Matty í stað
við Matty. Einnig fannst mér tísku-
orðið gagnvait koma óþarflega oft
fyrir, þarsem víða hefði mátt nota
önnur orð, aðrar forsetningar: til,
um, frammifyrir eða tiltæki einsog
/ garð e-s. Prófarkalestur hefði
mátt vera betri.
■ BÓKAFORLAG Odds Björns-
sonar hefur gefið út bókina
Síðustu fréttir eftir Arthur Hail-
ey. í. kynningu útgefanda segir
m.a.: „Síðustu fréttir segja frá hinni
þrungnu spennu, sem liggur í loft-
inu á fréttastofu CBA sjónvarps-
stöðvarinnar. Tveir reyndustu
fréttamennirnir, sem báðir voru í
Víetnam ungir menn, eru þar í
sviðsljósinu. Skelfilegur atburður í
NIÐURHENGD LOFT
CMCn rli tyrir niðurhengd lott, er úr
galvaniscruöum mðlmi og eldþolið.
CMC kertl er auövelt I uppsetningu
og mjög sterkt.
CMC kerfi er fest meö stillanlegum
upphengjum sem þola allt aö
50 kg þunga.
CMC kerti taest i mörgum geröum bæðl
sýnllegt og faliö og veröiö er
ótrulega tágt.
8
CMC kerfi er seretaklegá hannad Hnngiö eflir
fyrir ioftplötur frá Armstrong irekari upplýsingum
Emkeumboe á l.l.ndi
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
Armúla 29 - Reykavík - sími 38640
lífi fjölskyldu annars þeirra færir
sögusviðið vítt um heim þar sem
skæruliðaforingi frá Kolumbíu set-
ur á miskunnarlausan hátt svip á
atburðarásina." Prentun og bók-
band: Prentverk Odds Björnsson-
ar hf.
■ BÓKAFORLAG Odds Björns-
sonar hefur gefið út bókina Mar-
tröð á miðnætti eftir Sidney
Sheldon. í
kynningu útgef-
anda segir að í
þessari bók hafi
Sidney Sheldon
tekið upp þráð-
inn um Cath-
erine Douglas úr
bókinni Fram
yfir miðnætti. Sidney Sheldon
Það er grískur auðjöfur, Demiris,
sem hefur örlög hennar í hendi sér,
en hann þarf einnig að afmá spor
sem ekki mega sjást. Atburðarásin
er hröð og spenna mikil, því öll
meðul eru notuð til þess að koma
fram vilja sínum, segir í frétt frá
útgefanda. Prentun og bókband:
Prentverk Odds Björnssonar hf.
t
I
c
c
f:
i
I
i
i
(
.
i
i
t
<