Morgunblaðið - 08.12.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 08.12.1990, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 25 Forseti Islands vanvirtur eftir Gunnlaug Þórðarson í sambandi við hið svokallaða BHMR-mál hefur sitt hvað ótrúlegt komið á daginn. Eitt tekur þó flestu öðru fram sem mörgum hefur yfir- sést. Það er sú vanvirðing, sem sumir ráðherranna hafa sýnt.for- seta Islands. Það var þegár þingrof var yfirvofandi og ráðherrar ráð- gerðu í framhaldi af því að sitja áfram í starfsstjórn og gefa út að nýju bráðabirgðalög, sem talið var að yrðu felld á Alþingi. Það sér- staka við þessar ráðagerðir er sú lítilsvirðing, sem forseta íslands var sýnd með þessum fyrirætlunum. Þeim háu herrum datt ekki í hug, að forseti íslands gæti haft sínar skoðanir á málunum. Þeim var blátt áfram ekki ljóst að samkvæmt stjórnarskrá lýðveld- isins er það einkum tvennt, sem forseti íslands getur gert upp á sitt eindæmi varðandi Alþingi og ríkis- stjórn, ef svo má orða það. I fyrsta lagi að ákveða á hveijum tíma hvort um starfsstjórn verði að ræða eða hverjum af forystumönnum flokk- anna verði falið að mynda ríkis- stjórn, þegar þing hefur verið rofið. I öðru lagi að gefa út braðabirgða- lög, en til þess að þau öðlist gildi þarf ráðherraábyrgð og undirskrift. I þessu efni er valdið algjörlega forseta íslands og ráðherrar geta ekki ráðskast með það. Af þessu er ljóst hversu það hef- ur reynst ófarsælt ríkisstjórn þeirri er nú situr að ekki skuli vera neinn lögfræðingur innan hennar. Ef svo hefði verið má ætla að hinn fjar- stæði BHMR-samningur hefði ekki verið orðaður hvað þá gerður. Glámskyggni í þessu efni sannað- ist best, þegar fjármálaráðherra og fleiri ráðherrar stærðu sig af því að BHMR-samningurinn væri tíma- „Það sérstaka við þess- ar ráðagerðir er sú lít- ilsvirðing, sem forseta íslands var sýnd með þessum fyrirætlunum. Þeim háu herrum datt ekki í hug, að forseti Islands gæti haft sínar skoðanir á málunum.“ mótasamningur sem standa ætti í 5 ár. Sami ráðherra lét sig samt ekki muna' um, skömmu eftir gerð samningsins, að virða hann að vett- ugi með þeirri aðferð, sem mun vera einsdæmi um lítilsvirðingu fyr- ir þingræði. Þá er hitt trúlegt, að ef forseti íslands hefði haft trausta lögfræð- inga sem ráðgjafa og verið gerð Gunnlaugur Þórðarson grein fyrir hver réttur og skylda forsetans er samkvæmt stjórnar- skránni er óvíst að hin dæmalausu BHMR-bráðabirgðalög hefðu verið gefin út. Forsetinn hefði að öllum líkindum bent ríkisstjórninni á að reyna til þrautar að semja upp á nýtt við BHMR áður en gripið yrði til þeirra óþingræðislegu aðgerða að gefa út bráðabirgðalög, þvert ofan í dómsniðurstöðu. Ef álit lög- fróðustu manna hefði legið fyrir mætti gera ráð fyrir að forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefði ekki látið misnota forsetaemb- ættið á svo óþingræðislegan hátt sem og raun varð á með útgáfu bráðabirgðalaganna og stjórnar- skráin verið í heiðri höfð. Frú Vigdís Finnbogadóttir veit þýðingu orðanna „noblesse oblige“ og myndi án efa ætíð fara eftir þýðingu þeirra og þá hefðu bráða- birgðalögin ekki orðið til. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn skilja bersýnilega ekki inntak þeirra orða, að vandi og skyldur fylgja vegsemd hverri, en bolast áfram líkt og stjórnarskrá lýðveldisins og forseti íslands séu ekki til. Höfundur er fyrrverandi forsetaritari. SKEMMTILEGAR OG ÞROSKANDI BARNABÆKUR Á FRÁBÆRU VERDI! Stórt letur og litmyndir Bókaflokkurinn VILTU LESA MEÐ MÉR>> ARI LÆRIR AÐ SYNDA, GULLBRÁ OG BIRNIRNIR ÞRÍR í þessum skemmtilegu bókum kemur mynd stundum í stað orðs. Þá er staldrað við og rétta orðið fundið. Leikur sem skerpir athygli og skilning. Stefán Júlíusson þýddi. C Afl |#M Verð hvorrar bókar er UUV Iml ■ SETBERG LEIKUR AÐ ORÐUM HVAÐ m KLUKKAN? ◄j Bókaflokkurinn LEIKUR AÐ ORÐUM: BÆKUR FYRIR LÍTIL BÖRN OG UPPALENDUR. HVAÐ ER KLUKKAN? - VILTU VERA MEÐ MÉR? eru harðspjaldabækur með framúrskarandi litríkum og skemmtilegum teikningum. Skemmtilegar bækur, skýrt og greinargott letur. Stefán Júlíusson þýddi. Verð hvorrar bókar er 590 kr. LEIKUR AÐ ORÐUM mmw véísLá Stórt letur og litmyi ÆVINTÝRABÓKIN Ævintýrabókin í þýðingu Rúnu Gísladóttur inniheldur 9 litrík ævintýri. Þau eru: Stígvélaði-kötturinn, Hans og Gréta, Frú Hulda, Hugrakki skraddarinn, Dvergurinn, Froskakóngurinn, Litlu systkinin, Kiðlingarnir sjö og Rauðhetta. Verð 690 kr. A 2 BABARBÆKUR BABAR FER í FERÐALAG - BABAR FER Á FÆTUR eru 2 nýjar harðspjaldabækur um uppáhaldsf ílinn Babar. Ekki mun það draga úr vinsældum hans að allt næsta ár verða vikulegir þættir um Babar og félaga í ríkissjónvarpinu. Þýðandi er Þrándur Thoroddsen. Verð hvorrar bókar er 490 kr. HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.