Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 27

Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 27 Í i f i ) i i i Í i ins og Jóni Baldvinssyni og Stefáni Jóhanni Stefánssyni fyrir hönd Al- þýðuflokksins, má í stórum dráttum segja að allir hafi viljað þessa Lilju kveðið hafa. Mörg fleiri tímamótaákvæði voru - í samningnum. Má þar nefna, að Alþýðusamband Islands var viður- kennt sem samningsaðili um kaup- gjald verkafólks í opinberri vinnu. Greiðslur til varalögreglu voru stöðvaðar og varalögreglan lögð niður. Lokið skyldi undirbúningi löggjafar um almennar alþýðu- tryggingar (Tryggingastofnun rík- isins) og undirbúningur endurbóta hafínn á framfærslulöggjöfinni. Átti þessu að vera lokið eigi síðar en í ársbyrjun 1936. Þá var ákvæði um að skipuleggja með bráðabirgð- alögum sölu landbúnaðarafurða innanlands, sem tryggði bændum viðunandi verð fyrir framleiðslu sína. Ásgeir Ásgeirsson lýsti sig sam- þykkan stjórnarsamningnum með svofelldum orðum: „Undirritaður er samþykkur því að ganga til sam- starfs við Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn samkvæmt framan- rituðu." Áður en til undirritana kom höfðu hörð og sérkennileg átök átt sér stað á bak við tjöldin. Ekki kom í ljós fyrr en síðar, að við þessa stjórnarmyndun var Jónasi frá SJÁ BLS. 40 gegn Jónasi höfðu þeir sem ekki þekktu til viðræðnanna reiknað með því að formaður Framsóknarflokks- ins yrði forsætisráðherra. Það vakti því mikla athygli, þegar í ljós kom að ráðherraefni flokksins voru tveir ungir menn. Eysteinn Jónsson hefur í minningum sínum sagt: „Rétt er ■að geta um það, vegna þess sem síðar hefur verið rætt og ritað um þessi viðkvæmu og örlagaríku efni, að Hermanni Jónassyni kom það á óvart að svo skyldi skipast þessa júlídaga að hann yrði kvaddur til stjórnarforystu, nýkjörinn á þing.“ Ekki gekk alltof björgulega hjá Alþýðuflokknum að ná samkomu- lagi um sinn eina ráðherra í stjórn- ina. Jón Baldvinsson, formaður Ai- þýðuflokksins, varð bankastjóri Ut- vegsbankans 1931 og vildi ekki fara í ráðherrastól og yfirleitt ekki sinna umsvifamiklum flokksstörf- um. Héðinn taldi að hann gæti ekki sjálfur orðið ráðherra vegna þess að á honum hvíldu þá miklar skuld- ir. Þá taldi hann að Jónas myndi eiga auðveldara ineð að sætta sig við hlutskipti sitt ef sagt yrði við hann, að Héðinn yrði ráðherra ef Jónas yrði ráðherra. Forysta Al- þýðuflokksins hafði fyrst og fremst Vilmund Jónsson, landlækni, í huga sem ráðherra flokksins. En hann var hlédrægur og lítill flokksmaður og bast aldrei flökknum nema innan þingmannahópsins.. Vilmundur lét síðan vita að Haraldur Guðmunds- son myndi ekki neita að verða ráð- herra og var hann einróma kosinn. Innan flokksins var Haraldur þó af kunnugustu mönnum talinn helst til værukær. Samdóma álit sömu manna var, að hann væri talinn mestur mælskumaður flokksfélaga sinna. Ríkisstjórnin var stjórn hinna ungu manna. Haraldur var elstur. Hann var 42 ára. Hermann var 37 ára og varð forsætis-, dóms- og landbúnaðarráðherra og fór með vegamál, Eysteinn Jónsson var að- eins 27 ára og varð fjármálaráð- herra og Haraldur Guðmundsson fór með atvinnu-, samgöngu-, fé- lags- og kermslumál. Allt var þetta frágengið, þegar landskjörstjórn til- kynnti endanleg úrslit kosninganna síðast í julí. Þá símaði Ásgeir Ás- geirssoii, forsætisráðherra, konungi lausnarbeiðni sína og stjórnarinnar. Benti hann jafnframt á Hermann Jónasson. Hinn 28. júlí barst svo Hermanni skeyti frá konungi, þar , sem honum var falin stjórnarmynd- un. Símaði hann konungi um hæl og tilkynnti honum að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkut'inn hefðu þegar komið sér saman urn stjórnarmyndun. Staðfesting kon- ungs barst svo daginn eftir. Þótt stjórnarmyndunin 1934 hefði ekki átt að koma neinum á óvart, bæði eftir þann samstarfs- samning, sem gerður var haustið 1933, kosningasigur umbótaflokk- anna tveggja og síðast langan og hálfopinberan undirbúning að stjórnarmynduninni sjálfri, var engu líkara en forysta Sjálfstæðis- flokksins slepþti sér þegar Her- mann var sestur í stól forsætisráð- herra. Morgunblaðið beið ekki einu sinni eftir því að stjórnin yrði form- lega mynduð áður en blaðið hóf árásir á Hermann og Eystein. Um Hermann sagði blaðið: „Hann er knúður fram af persónulegum metnaði, ævintýramaður, sólginn í metorð og fé.“ Um Eystein, hinn ráðherra Framsóknarflokksins, sagði blaðið, að hann hafi „verið talinn „vitringur“ í hinum hæfileik- alitla Framsóknarflokki, þó að eng- ir aðrir hafi getað komið auga á annað í fari hans en meðal- mennsku, vanþroska og glanna- skap.“ sýslu með 400 atkvæða meirihluta fram yfir íhaldsmennina, fyrst og fremst fyrir atbeina bænda. Morg- unblaðið reyndi ennfremur að telja lesendum sínum trú um, að Alþýðu- flokkurinn hefði mestu ráðið við samningana um stjórnarstefnuna. Blaðinu var bent á að lesa kosninga- ávarp framsóknarmanna frá 26. mars 1934 og stefnuskrá flokksins frá 6. maí 1931. Sannleikurinn var sá að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn áttu samleið i mörgum málefnum, enda báðir flokkar vinnandi stétta í landinu, þó að flokkana greindi á í ýmsum veigamiklum atriðum. Stjórnarsamningurinn, sá fýrsti skriflegi sem gerður var í landinu, kvað á um miklar umbætur í al- mannaþágu. Komu margar greina hans fljótt til framkvæmda. Hið fyrsta var að gerðar skyldu áætlan- ir um aukinn atvinnurekstur, frarn- kvæmdir og framleiðslu í landinu. Var því heitið að gera opinberar ráðstafanir til að þetta næði fram að ganga. Afla skyldi ríkissjóði tekna með skattlagningu á háar tekjur og miklar eignir, og með rekstri arðvænlegra versiunarfyrir- tækja hins opinbera. Skyldi tekjun- um varið til aukinnar atvinnu og framkvæmda í landinu. Síðan þessi fyrsti skriflegi stjórnarsamningur var undirritaður 14. júlí 1934 af Jónasi Jónssyni og Eysteini Jóns- syni fyrir hönd Framsóknarflokks- Steingrímur í fanginu á föður sínum. Þá fundu sjálfstæðismenn nýju stjórninni það til foráttu að enginn „bændabragur“ væri á henni. Var þeim bent á þá staðreynd, að Her- mann hafi verið kosinn á þing í kjördæmi, þar sem svo að segja allir kjósendur voru af bændaætt- um. Þar var Hermann kjörinn með meira en hundrað atkvæða meiri- hluta fram yfir þann mann, sem til skamms tíma hafði verið talinn ákveðnasti talsmaður bændastétt- arinnar í landinu. Þá hefði Eysteinn Jónsson verið kosinn í Suður-Múla-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.