Morgunblaðið - 08.12.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 08.12.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 29 Tónskóli Sigursveins gengst fyrir þrennum jólatónleikum á morgun. Söngfélags Skaftfellinga SÖNGFÉLAG Skaftfellinga stend- ur fyrir Vinastund á aðventu sunnudaginn 9. desember kl. 16.00 í Skaftfellingabúð, Laugíivegi 178. Þar flytur kórinn undir stjórn Vio- letu Smíd nokkur lög tengd jólunum og börnin munu syngja jólalög. .Þá leikur búlgörsk kona, Ilka Petrova, á flautu með kórnum og eins leika þær Ilka og Violeta saman á ftautu og píanó. Pavel Smíd jr. leikur einn- ig á píanó og nemendur úr Söngskó- lanum í Reykjavík syngja einsöng. Lesið verður ljóð og Skaftfellingurinn sr. Guðmundur Örn Ragnarsson flyt- ur jólahugvekju. Að lokum verða ljós- in tendruð. Þrennir j ólatónleikar Tónskóla Sig’ursveins Aðventu- Vinastund TÓNSKÓLI Sigursveins gengst fyrir þrennum jólatónleikum á morgun, sunnudaginn 9. desem- ber. Jólatónleikar forskólanema verða í sal Fellaskóla kl. 13.00. Þar koma fram allir nemendur forskólans í hópum en sameinast einnig í einum kór og flytja ásamt strengjasveit Lítinn söngleik um tvö íslensk þjóð- lög. Jólatónleikar yngri deildar skól- ans verða í Hraunbergi kl. 14.30 og í Norræna húsinu kl. 17.00. A þessum tónleikum koma fram nem- endur í hljóðfæraleik bæði sem ein- leikarar og í hópum. Allir eru vel- komnir á þessa tónleika. messa í Höfnum AÐVENTUMESSA verður haldin í kirkjunni í Höfnum sunnudaginn 9. desember kl. 14. I messunni munu bömin úr barna- starfínu sýna helgileik og fermingar- drengir lesa úr ritningunni. Prestur verður sr. Jóna Kristín Þorvaldsdótt- ir og organleikari Svanhvít Hallgr- ímsdóttir Að messu lokinni býður leikfélagið í Höfnum kirkjugestum í kirkjukaffi í Félagsheimilinu. Þar munu börnin úr barnastarfinu syngja. Aðventukvöld í Grindavíkurkirkju Vönduð, íslensk framleiðsla á góðu verði Góður staðgreiðsluafsláttur. Greiðslukjör allt að 30 mán. Opið virka daga kl. 9-19. Opið laugardaga kl. 10-18. húsgögn Bíldshöfða 8, símar 686675 og 674080. HORNSÓFAR SÓFASETT Nú fer hver að verða síðastur að panta sérsmíðaðan sófa fyrir jól. AÐ VENTUK V ÖLD verður í Grindavíkurkirkju sunnudag- inn 9. desember kl. 20.30. Flutt verður blönduð dagskrá í tali og tónum. Kór Grindavíkurkirkju og Barna- kór Grindavíkur syngja. Undirleik á píanó annast Frank Herlufsen, en stjórnandi er Siguróli Geirsson. Þeir Siguróli og Frank leika sam- leik á fagott og píanó, og Frank leikur einnig einleik á píanóið. Börnin úr æskulýðsstarfinu syngja undir stjórn Svanhvítar Hallgrímsdóttur, sem einnig leikur á gítar. í stað ræðu flytja ferming- arbörn helgileik í formi samtals- þáttar, talkórs og almenns safnað- arsöngs. Þá mun Sigurrós Einars- dóttir fermingarbarn syngja ein- söng. Stjórnandi helgileiksins er séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. , í fréttatilkynningu frá sóknar- nefnd Grindavíkurkirkju segir að starfsfólk kirkjunnar vænti góðrar þátttöku Grindvíkinga, og er fólk hvatt til að eiga saman ánægjulega kvöldstund í kirkjunni. Stórólfshvolskirkja. Aðventu- samkoma í Stórólfs- hvolskirkju HINN árlega aðventusamkoma Stórólfhvolskirkju verður hald- in 2. sunnudag í aðventu 9. des- ember kl. 21.00. Kór Stórólfshvolskirkju syngur jólalög og sálma og einnig mun barnakór Hvolsskóla syngja jólalög. Kórarnir eru undir stjórn Gunnars Marmundssonar, tónmenntakenn- ara. Margrét Björgvinsdóttir flytur jólahugleiðingu og sr. Stefán Lárus- son fer með bæn. Þá munu gestir frá Tónlistarskóla Rangæinga leika á hljóðfæri. Aðventusöng- ur Drengja- kórs Laugar- neskirkju AÐVENTUSÖNGUR Drengja- kórs Laugarneskirkju verður á sunnudag kl. 21 í Laugarnes- kirkju. Flutt verður aðventutón- list eftir J.S. Bach, Praetorius o.fl, Bjöllukór Laugarneskirkju kem- ur einnig fram svo og Guðrún Hrönn Harðardóttir fiðluleikari og Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari en þau annast undirleik ásamt org- elleikara. Stjórnandi er Ronaid Turner. Fyrr um daginn verða messur bæði kl. 11 og 14. Laugarneskirkj a „...kjörbók ársins fyrir laxveiðimenn ...gat einfaldlega ekki lagt hana frá mér fyrr en ég var búinn að lesa hana. “ Sigurdór Sigurdórsson í ritdómi í DV. FORLAGIÐ LAUGAVEGI18, SÍMI 91 -25188 AF FISKUM OG FLUGFM KRISTJÁN GÍSLASON Heillandi frásögn af veiðiskap í ám landsins þar sem íslensk nátt- úra lifnar fyrir hugskotssjónum lesandans, blíð og grimm, nísk og gjafmild - allt eftir atvikum. Kristján Gíslason hefur fengist við stangveiði í áratugi og er íslenskum veiðimönnum að góðu kunnur, ekki síst fyrir að hafa skapað ýmsar laxaflugur sem vinsælar eru. Frásögn hans er lífleg, krydduð ósvikinni glettni og skírskotar bæði til byrjenda og þrautreyndra veiðimanna. Kristján lýsir heimagerðu flugunum sínum í máli og litmyndum og réttir þannig lesandanum veið- arfærin beinlínis í hendurnar. Fjöldi mynda prýðir bókina. AUK kS07-43

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.